Færslur: ófrjósemi

Síðdegisútvarpið
Sæðisfrumur mögulega nær alveg horfnar árið 2045
Sæðisfrumur hjá karlmönnum gætu verið nær alveg horfnar árið 2045 haldi sama þróun áfram. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Ástæðan er notkun á efnum sem eru skaðleg hormónastarfsemi líkamans. Rannsóknir í Evrópu-, Norður-Ameríku og Ástralíu frá 1973 til 2011 sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hefur lækkað um 50 til 60 prósent á tímabilinu.  
08.09.2021 - 18:15
Mikilvægt að börn viti hver systkini þeirra eru
Það er sérstaklega mikilvægt, í jafn litlu samfélagi og Íslandi að börn, sem eru getin með gjafakynfrumum, fái að vita uppruna sinn. Tími er kominn til að breyta lögum í þessa veru. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr fjórum flokkum um rétt barna til að þekkja uppruna sinn.
Myndskeið
Gaf ellefu pörum egg
Kona sem gaf ellefu pörum egg segir gott að hugsa til þess að hún hafi hjálpað þeim að eignast óskabörn. Hún mælir með því að fólk kynni sér hvað felst í að gefa kynfrumur sínar, það eigi ekki að vera neitt feimnismál.
17.03.2021 - 07:34
Myndskeið
Það þarf bæði hugrekki og stórt hjarta
Tugir barnlausra para og einstaklinga bíða eftir því að þiggja bæði egg og sæði hjá læknastofunni Livio sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og biðlistar lengdust. Yfirlæknir segir að það þurfi bæði hugrekki og stórt hjarta til að gefa kynfrumur. 
14.03.2021 - 21:14
Myndskeið
„Maður spyr ekkert: Ertu til í að gefa mér egg?“
Kona, sem hefur í mörg ár reynt að eignast barn og fékk nýverið að vita að hún hefði fæðst með of fá egg, sér fram á að þurfa að bíða í að minnsta kosti tvö ár eftir að fá gjafaegg. Hún vill opna umræðu um ófrjósemi og þann möguleika að hjálpa öðrum til að eignast barn.
13.03.2021 - 19:38
Viðtal
„Erum að slást í öll þessi ár og úr varð ótrúleg saga“
Skúli Sigurðsson var á sextánda ári þegar hann greindist með eitilfrumukrabbamein. Það varð ljóst að eftir meðferðina væri óvíst að hann myndi einhvern tíma geta eignast börn. Eftir tíu tæknifrjóvganir og tilraun til ættleiðingar sem ekki varð, eignuðust hann og Erla Reynisdóttir kona hans fjögur börn á aðeins þremur árum. Þau vona að saga þeirra geti verið öðrum hvatning.
21.02.2021 - 10:15
Lestin
„Ég upplifði mig sem einan í heiminum“
Fyrir átta árum komst Andri Hrafn Agnarsson að því að hann væri ófrjór. Áfallið var mikið og hafði ófyrirsjáanleg áhrif á líf hans en núna, öllum þessum tíma síðar, hafði hann þörf til að tala um það. Hann ákvað að búa til hlaðvarp.
13.11.2020 - 10:14
Að sakna einhvers sem maður hefur aldrei hitt
Í janúar steig Björn þór Ingason út fyrir þægindarammann, tók upp lag og deildi á Facebook. Lagið, sem er einstaklega persónulegt, hafði hann samið á erfiðu kvöldi fyrir fimm eða sex árum síðan, en hann sá ástæðu til að deila því með heiminum nú í ljósi ákvörðunar stjórnvalda um að draga úr greiðsluþáttöku við tæknifrjóvgunarmeðferðir. Björn Þór sagði sögu sína, og söng lagið, í Gráum ketti á Rás 1.
17.03.2019 - 15:27