Færslur: ofbeldi gegn börnum

Móðir og tvö börn laus úr sautján ára langri prísund
Lögreglan í brasilísku borginni Rio de Janeiro bjargaði nýverið konu og tveimur fullvaxta börnum hennar úr prísund. Eiginmaður konunnar og faðir barnanna er talinn hafa haldið þeim föngnum á heimili þeirra um sautján ára skeið.
Forvarnir gegn ofbeldi í garð barna skipta öllu máli
Það getur skipt sköpum fyrir framtíð barns að bregðast rétt við ummerkjum um ofbeldi, segir leikskólakennari sem sérhæfir sig í forvörnum gegn ofbeldi og vanrækslu í garð barna. Ráðgjafastofan Samtalið - Fræðsla ekki hræðsla heldur námskeið fyrir leikskóla- og grunnskólakennara.
Páfi biðst afsökunar á örlögum kanadískra frumbyggja
Frans páfi baðst í dag afsökunar á illri meðferð og vanrækslu sem kanadísk frumbyggjabörn máttu þola í skólum kaþólsku kirkjunnar um það bil aldarskeið.
„Barnahús er löngu sprungið“
Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að Barnahús, sem sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, sé löngu sprungið. Veldisvöxtur sé á málum sem snúa að kynferðisbrotum og stafrænu kynferðisofbeldi.
Sjónvarpsfrétt
Fá meðferð við óviðeigandi kynhegðun
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins býður upp á meðferð fyrir pilta á aldrinum 13-18 sem eru með þroskafrávik og sýna óviðeigandi kynhegðun. Félagsráðgjafi hjá stöðinni segir að engin úrræði hafi verið fyrir þennan hóp þar til nú, mikil þörf sé fyrir faglega aðstoð sem þessa.
Embættismaður rannsakar örlög frumbyggjabarna
Kanadíska ríkisstjórnin hyggst skipa sérstakan óháðan embættismann til að finna og stuðla að verndun ómerktra grafa frumbyggjabarna við heimavistarskóla í landinu.
Myndskeið
COVID-áhrifin verða langtímaverkefni barnaverndar
Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 20% síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að það sé langtímaverkefni fyrir barnaverndarkerfið að vinda ofan af þeim áhrifum sem faraldurinn hefur haft á börn. 
26.04.2021 - 19:40
Myndskeið
Líklega óvenjumörg börn í Kvennaathvarfinu um jólin
Óvenjumörg börn dvelja í Kvennaathvarfinu um jólin, ef fram heldur sem horfir. Framkvæmdastýra athvarfsins segir að fleiri konur nefni ofbeldi gegn börnum sem eina ástæðu þess að þær flýja heimili sín. Tilkynningar til barnaverndarnefnda vegna ofbeldis gegn börnum á fyrstu tíu mánuðum þessa árs eru fleiri en yfir allt árið, síðustu fjögur ár.
12.12.2020 - 19:00
Mikill fjöldi tilkynninga til barnavernda í ár
Í nýrri samantekt Barnaverndarstofu á tölum frá barnarverndarnefndum kemur fram að fleiri tilkynningar bárust þeim í október en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu eða samtals 1.336 tilkynningar.
Metfjöldi viðtala í Barnahúsi vegna ofbeldis
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af mikilli fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda. Hún segir að kórónuveirufaraldurinn spili þar stórt hlutverk og að bætt hafi verið við starfsfóki barnaverndanefnda undanfarna mánuði og starfsemi þeirra styrkt.
07.11.2020 - 13:51
12% fleiri börn tilkynnt til barnaverndarnefnda
Barnaverndarnefndum bárust 9.570 tilkynningar vegna 7.552 barna fyrstu níu mánuði ársins. Það er 14,3% meira en á sama tímabili árið á undan og aukning um 27,5% ef miðað er við fyrstu níu mánuði ársins 2018. Í fyrra bárust tilkynningar vegna 6.675 barna á sama tímabili og því  hefur verið tilkynnt um 12% fleiri börn það sem af er þessu ári.
07.11.2020 - 09:18
Umsáturseinelti refsivert samkvæmt nýju frumvarpi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sínu þar sem umsáturseinelti verður gert saknæmt. Það verði gert með því að bæta nýrri lagagrein þar að lútandi í núgildandi hegningarlög.
11% fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur
Fyrstu átta mánuði þessa árs fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 11% og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að hlutfall tilkynninga vegna erlendra barna sé talsvert hærra en fjöldi þeirra gefur til kynna.
Kvennaathvarf opnað nyrðra í sumarlok
Kvennaathvarf verður opnað á Akureyri í lok sumars. Hingað til hefur ekki verið neitt búsetuúrræði utan Reykjavíkur fyrir konur og börn sem ekki geta búið á heimili sínu vegna ofbeldis. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lengi hafi staðið til að opna athvarf utan höfuðborgarsvæðisins. Tvær af hverjum tíu konum sem koma í Kvennaathvarfið í Reykjavík koma utan höfuðborgarsvæðisins.
03.07.2020 - 13:11
Foreldrar uggandi yfir hverfisperra í Rimahverfi
Foreldrar í Grafarvogi eru uggandi og óttast um öryggi barna sinna á leiksvæðum í grennd við heimili manns sem fróar sé úti í stofuglugga heima hjá sér. Foreldrar krefjast þess að brugðist verði strax við.
Tilkynningar til barnaverndar ekki fleiri síðan 2018
Tilkynningar um heimilisofbeldi þar sem börn koma við sögu voru 46 í apríl, undanfarin tvö ár hafa þau að meðaltali verið 18 á mánuði. Framkvæmdastjóri segir það áhyggjuefni og mikilvægt sé að ræða málin opinskátt í kjölfar farsóttarinnar.