Færslur: ofbeldi

Ofbeldi gegn öldruðum falið vandamál
Aldraðir tilkynna síður ofbeldi en þeir sem yngri eru. Sautján tilkynningar um ofbeldi gegn öldruðu fólki bárust til átaks Reykjavíkurborgar gegn heimilisofbeldi fyrstu átta mánuði ársins. Félagsráðgjafi segir að líklega sé það bara toppurinn á ísjakanum.  
Aðsókn í ráðgjöf Heimilisfriðs jókst mjög í faraldrinum
Eftirspurn eftir þjónustu Heimilisfriðs, meðferðarstöðvar fyrir fólk sem beitir ofbeldi í nánum samböndum, hefur aukist mjög í faraldrinum. Á árinu 2019 voru að meðaltali 42 einstaklingsviðtöl við gerendur á mánuði. Í byrjun árs 2020 fór að bera á aukinni aðsókn og í apríl voru viðtölin yfir 100 á mánuði og hefur sá fjöldi haldist nokkuð stöðugur síðan, að því er fram kemur í samantekt frá Ríkislögreglustóra.
Fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi enn í hæstu hæðum
Yfir tvö hundruð manns fara daglega á vefgátt Neyðarlínunnar vegna ofbeldis. Þar geta þolendur ofbeldis, gerendur og aðstandendur leitað aðstoðar og nálgast fræðslu. Enn fjölgar tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglu og eins tilkynningum til barnaverndar.
26.10.2021 - 15:35
Rússar lýsa eftir uppljóstrara um ofbeldi í fangelsum
Rússnesk yfirvöld leita nú fyrrum fanga sem lak átakanlegum upptökum af nauðgunum og öðru ofbeldi innan þarlendra fangelsa. Maðurinn hefur leitað hælis í Frakklandi.
23.10.2021 - 20:56
Fréttaskýring
Kaflarnir sem eru ekki í sögubókunum
Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé beitt í nær öllum hernaðarátökum hafa sárafáir dómar fallið fyrir slíka glæpi. Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, hefur ferðast um allan heim og heyrt frásagnir þessara kvenna. Hún segir að lítið sem ekkert breytist í þessum efnum fyrr en stjórnvöld um allan heim láti sig málið varða, hingað til hefur þó alltaf eitthvað annað virst vera mikilvægara.
17.10.2021 - 08:30
Kastljós
Segir ekki öllu skipta á hvað sé horft heldur hve lengi
Sálfræðingur segir ekki skipta öllu máli hvað börn horfa á heldur hve löngum tíma þau verji í áhorfið. Yfir 100 milljónir hafa séð suðurkóreska þáttinn Squid Game á streymisveitunni Netflix á aðeins öráum vikur.
Rússland
Myndböndum af ofbeldi gegn föngum lekið
Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa vikið fimm yfirmönnum í fangelsum frá störfum eftir að mannréttindasamtök birtu í vikunni myndbönd sem þau segja tekin á fangelsisspítala. Á þeim má sjá grimmilegt ofbeldi.
06.10.2021 - 15:10
Erlent · Rússland · ofbeldi · fangar · fangelsi · Evrópa
Talsmaður Talibana kveðst fordæma allt ofbeldi
Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana segir að það séu skýr skilaboð til liðsmanna samtakanna að þeir skuli ekki láta hendur skipta í samskiptum við fólk. 
Helmingur allra ofbeldisbrota eru heimilisofbeldisbrot
Helmingur allra ofbeldisbrota sem komið hafa til meðferðar lögreglu frá byrjun árs 2020 eru heimilisofbeldisbrot. Rúmlega fimmtán hundruð heimilisofbeldisbrot komu á borð lögreglunnar á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til ágústloka 2021. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.
23.09.2021 - 11:36
KSÍ vill að nefnd fari yfir viðbrögð vegna ofbeldismála
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur óskað eftir því við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að stofnuð verði nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála tengdum leikmönnum landsliða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.
21.09.2021 - 22:02
Ofbeldismálum gagnvart fötluðum fjölgar
Ofbeldismálum gagnvart fötluðum sem berast réttindagæslumönnum þeirra hefur fjölgað. Dæmi eru um umönnunarofbeldi, ekki síður en kynferðis- og heimilisofbeldi.
17.09.2021 - 17:58
Hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem hafði skemmt bíla og veist að fólki í Neðra-Breiðholti. Hann tók handtökunni ekki vel og hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.
Finnsk ungmenni dæmd fyrir hrottalegt morð
Dómstóll í Helsinki dæmdi þrjá finnska unglinga fædda árið 2004 í fangelsi fyrir að hafa orðið sextán ára dreng að bana með hrottalegum hætti.
05.09.2021 - 02:32
Tólfan stendur með þolendum ofbeldis
Tólfan, stuðningsmannafélag, karlalandsliðsins í knattspyrnu, stendur við bakið á þolendum í þeim ofbeldismálum sem tengjast knattspyrnuhreyfingunni og fjallað hefur verið um undanfarna daga.
01.09.2021 - 09:58
Embættismaður rannsakar örlög frumbyggjabarna
Kanadíska ríkisstjórnin hyggst skipa sérstakan óháðan embættismann til að finna og stuðla að verndun ómerktra grafa frumbyggjabarna við heimavistarskóla í landinu.
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Sjónvarpsfrétt
„Það er ekkert ofbeldi án geranda“
Það er ekkert ofbeldi án geranda. Þetta segir Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra, en í dag voru kynntar viðamiklar aðgerðir fyrir gerendur í ofbeldismálum. Skortur hefur verið á úrræðum fyrir þennan hóp.
Viðtal
Segir grátandi karla fá meiri samúð en grátandi konur
Eins og flestir hafa tekið eftir hefur ný #metoo-bylgja hafið innreið sína hér á landi. Þessi nýja bylgja hefur að einhverju leyti sprottið fram sem andóf við gerendameðvirkni og þær aðferðir sem notaðar hafa verið til að hindra þolendur í að benda á gerendur kynbundins ofbeldis.
24.05.2021 - 10:00
Sósíalistaflokkurinn vill stofnun ofbeldiseftirlits
Sósíalistaflokkurinn leggur til að ofbeldiseftirlit verði stofnað sem geti brugðist við þar sem sýnt sé að ofbeldi og áreiti vaði uppi. Eftirlitið hafi vald til að fjarlægja ofbeldismenn, svipta staði starfsleyfi og tryggja öryggi með öðrum leiðum.
Myndskeið
Þetta eru ekki bara skrímsli, þetta eru líka góðir menn
Ný #metoo-bylgja er risin og hún er frábrugðin þeirri fyrri. Aðgerðasinnar segja að sá fjöldi kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi síðustu daga, sýni hversu alvarlegur vandinn er. Tími sé kominn til að afnema skrímslavæðinguna sem hefur fylgt umræðu um ofbeldi.
Viðtal
„Ég sagði engum frá og upplifði mikla skömm“
Í þrettán ár segist Jenný Kristín Valberg hafa upplifað sig sem ófullkomna manneskju því hún hafi ekki áttað sig á því að hún væri í ofbeldissambandi sem hún að lokum flúði. Hún segir algengt að gerandi setji sjálfan sig í fórnarlambshlutverk í sambandinu og sannfæri brotaþola um að ofbeldið sé honum sjálfum að kenna, sem veldur því að það tekur oft tíma að átta sig og leita sér aðstoðar.
Heimskviður
Lífseigur boðskapur Rauðhettu og úlfsins
Fjölmenn mótmæli fóru fram í Ástralíu og Bretlandi í síðustu viku. Þó aðskilin mál hafi orðið mótmælendum innblástur eiga þau sameiginlegt að snúast um ofbeldi á konum. Breskar konur hafa mótmælt því að geta ekki verið öruggar á götum úti og segja ólíðandi að konur eigi alltaf að hafa varann á vegna yfirvofandi ógnar, eins og í ævintýrinu um Rauðhettu og úlfinn.
Ofbeldi af hálfu nemenda lítið verið rætt hér á landi
Kennarasamband Íslands, KÍ, fær í hverri viku símtöl frá kennurum sem telja sig verða fyrir ofbeldi af hálfu nemenda. Sambandið hvetur skólastjórnendur til þess að gera viðbragðsáætlun vegna ofbeldis og tilkynna öll atvik. Það sýni sig að opin umræða fækki ofbeldismálum. 
09.02.2021 - 18:20
Myndskeið
Er 75% öryrki eftir árás grunnskólanemanda
Grunnskólakennari sem hlaut áverka af völdum nemanda síns í kennslustofu fyrir nokkrum árum er nú 75% öryrki eftir árásina. Dæmi eru um að kennarar hafi farið í langt leyfi frá störfum í kjölfar slíkra atvika eða jafnvel horfið frá kennslu. Formaður Félags grunnskólakennara segir að réttur kennara til öryggis á vinnustað sé ekki nægilega vel tryggður.
Frábær skóli en líka grimmd og kynferðisofbeldi
Ung kona sem hyggur á atvinnumennsku í tölvuleik segir tölvuleiki hafa kennt sér teymisvinnu, en að þar þrífist einnig kynferðisofbeldi og grimmd. Margir krakkar sem ekki finna sig í hefðbundnu íþróttastarfi hafa blómstrað hjá rafíþróttadeildum íþróttafélaga. 
24.01.2021 - 18:29
 · Innlent · Rafíþróttir · Tölvuleikir · Geðheilsa · íþróttir · Fylkir · ofbeldi · Börn