Færslur: ofbeldi

Senda bréf vegna ofbeldis meðal ungmenna á Akureyri
Lögreglan, Barnavernd Eyjafjarðar og Akureyrarbær hafa sent foreldrum grunnskóla í bænum bréf vegna öldu ofbeldis meðal ungmenna. Eru foreldrar hvattir til að ræða við börn sín um ábyrgð og hættu af slagsmálum.
11.05.2022 - 14:47
Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi
Gísli Hauksson, einn stofnenda sjóðstýringafélagsins GAMMA, játaði í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína ofbeldi fyrir tveimur árum.
Sjónvarpsfrétt
Árásarmönnum var vísað úr Flensborg, flestum tímabundið
Fimm nemendum var vísað úr Flensborgarskóla, flestum tímabundið, eftir að þeir réðust á tvo samnemendur sína í mars. Skólameistarinn segir skólann hafa gripið til fleiri aðgerða í kjölfarið og þykir leitt að heyra að upplifun nemenda sé önnur.  
Myndskeið
Mæta ekki í skólann vegna líkamsárásar og hótana
Nemandi í Flensborgarskóla sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda segir skólayfirvöld ekkert bregðast við og hann treysti sér ekki til að mæta í skólann. Nemendafélag Flensborgarskóla segja yfirvöld skólans ekki bregðast við alvarlegum líkamsárásum og einelti nemenda í skólanum í garð samnemenda.
Trump yngri bar vitni fyrir þingnefnd
Donald Trump yngri, sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var í vikunni kallaður fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar 2021.
8% kæra ofbeldi af hendi maka til lögreglu í Danmörku
Aðeins um átta prósent af þeim sem verða fyrir ofbeldi af hendi maka í Danmörku, tilkynna málin til lögreglu.
01.04.2022 - 05:42
Þrisvar sinnum fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Fjöldi tilkynninga til lögreglu um ofbeldisbrot í nánu sambandi hefur meira en þrefaldast á sjö árum. Næstum helmingur af öllum tilkynntum ofbeldisbrotum er núna vegna heimilisofbeldis, en var áður um fimmtungur.
Hundaræningjar færa sig upp á skaftið vestanhafs
Hundaránum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum og gildir þá nánast einu hvert litið er í landinu. Svo virðist vera sem ræningjar ásælist helst franska bolabíta sem eru smávaxnir og vinalegir.
Áströlskum ráðherra vikið frá vegna ásakana um ofbeldi
Alan Tudge ráðherra æskulýðs- og menntamála í ríkisstjórn Ástralíu hefur verið vikið úr embætti meðan rannsókn á meintum brotum hans gegn samstarfskonu eru rannsökuð.
02.12.2021 - 06:39
Morgunútvarpið
Segir aukast að ungmenni kaupi vopn á smáforriti
Færst hefur í aukana að ungmenni hérlendis beri vopn, að sögn Guðrúnar Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðings. Hún tekur undir orð lögreglumanns sem ræddi um aukningu grófra ofbeldisbrota við fréttastofu um helgina. Hún segir ungmennin útvega sér ólöglegan varning á snjallforriti og margir sem hún hafi rætt við beri ýmiss konar vopn á skólatíma.
Fjórir handteknir á leik Brøndby og Glasgow Rangers
Forystumenn danskrar knattspyrnu hafa áhyggjur af auknu ofbeldi í kringum knattspyrnuleiki. Iðulega sýður upp úr milli áhangenda fótboltaliða og lögregla þarf að hafa afskipti af þeim. Það gerðist seinast í gærkvöldi.
05.11.2021 - 02:35
Sjónvarpsfrétt
Tilkynningum um byrlanir fjölgar í Bretlandi
Mikil fjölgun hefur verið á tilkynningum um byrlanir hjá lögreglunni í Bretlandi undanfarna tvo mánuði. Skipulagðir hópar frá 60 háskólum í landinu hyggjast sniðganga bari og skemmtistaði næstu daga vegna þessa.
27.10.2021 - 22:26
Ofbeldi gegn öldruðum falið vandamál
Aldraðir tilkynna síður ofbeldi en þeir sem yngri eru. Sautján tilkynningar um ofbeldi gegn öldruðu fólki bárust til átaks Reykjavíkurborgar gegn heimilisofbeldi fyrstu átta mánuði ársins. Félagsráðgjafi segir að líklega sé það bara toppurinn á ísjakanum.  
Aðsókn í ráðgjöf Heimilisfriðs jókst mjög í faraldrinum
Eftirspurn eftir þjónustu Heimilisfriðs, meðferðarstöðvar fyrir fólk sem beitir ofbeldi í nánum samböndum, hefur aukist mjög í faraldrinum. Á árinu 2019 voru að meðaltali 42 einstaklingsviðtöl við gerendur á mánuði. Í byrjun árs 2020 fór að bera á aukinni aðsókn og í apríl voru viðtölin yfir 100 á mánuði og hefur sá fjöldi haldist nokkuð stöðugur síðan, að því er fram kemur í samantekt frá Ríkislögreglustóra.
Fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi enn í hæstu hæðum
Yfir tvö hundruð manns fara daglega á vefgátt Neyðarlínunnar vegna ofbeldis. Þar geta þolendur ofbeldis, gerendur og aðstandendur leitað aðstoðar og nálgast fræðslu. Enn fjölgar tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglu og eins tilkynningum til barnaverndar.
26.10.2021 - 15:35
Rússar lýsa eftir uppljóstrara um ofbeldi í fangelsum
Rússnesk yfirvöld leita nú fyrrum fanga sem lak átakanlegum upptökum af nauðgunum og öðru ofbeldi innan þarlendra fangelsa. Maðurinn hefur leitað hælis í Frakklandi.
23.10.2021 - 20:56
Fréttaskýring
Kaflarnir sem eru ekki í sögubókunum
Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé beitt í nær öllum hernaðarátökum hafa sárafáir dómar fallið fyrir slíka glæpi. Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, hefur ferðast um allan heim og heyrt frásagnir þessara kvenna. Hún segir að lítið sem ekkert breytist í þessum efnum fyrr en stjórnvöld um allan heim láti sig málið varða, hingað til hefur þó alltaf eitthvað annað virst vera mikilvægara.
17.10.2021 - 08:30
Kastljós
Segir ekki öllu skipta á hvað sé horft heldur hve lengi
Sálfræðingur segir ekki skipta öllu máli hvað börn horfa á heldur hve löngum tíma þau verji í áhorfið. Yfir 100 milljónir hafa séð suðurkóreska þáttinn Squid Game á streymisveitunni Netflix á aðeins öráum vikur.
Rússland
Myndböndum af ofbeldi gegn föngum lekið
Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa vikið fimm yfirmönnum í fangelsum frá störfum eftir að mannréttindasamtök birtu í vikunni myndbönd sem þau segja tekin á fangelsisspítala. Á þeim má sjá grimmilegt ofbeldi.
06.10.2021 - 15:10
Erlent · Rússland · ofbeldi · fangar · fangelsi · Evrópa
Talsmaður Talibana kveðst fordæma allt ofbeldi
Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana segir að það séu skýr skilaboð til liðsmanna samtakanna að þeir skuli ekki láta hendur skipta í samskiptum við fólk. 
Helmingur allra ofbeldisbrota eru heimilisofbeldisbrot
Helmingur allra ofbeldisbrota sem komið hafa til meðferðar lögreglu frá byrjun árs 2020 eru heimilisofbeldisbrot. Rúmlega fimmtán hundruð heimilisofbeldisbrot komu á borð lögreglunnar á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til ágústloka 2021. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.
23.09.2021 - 11:36
KSÍ vill að nefnd fari yfir viðbrögð vegna ofbeldismála
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur óskað eftir því við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að stofnuð verði nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála tengdum leikmönnum landsliða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.
21.09.2021 - 22:02
Ofbeldismálum gagnvart fötluðum fjölgar
Ofbeldismálum gagnvart fötluðum sem berast réttindagæslumönnum þeirra hefur fjölgað. Dæmi eru um umönnunarofbeldi, ekki síður en kynferðis- og heimilisofbeldi.
17.09.2021 - 17:58
Hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem hafði skemmt bíla og veist að fólki í Neðra-Breiðholti. Hann tók handtökunni ekki vel og hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.
Finnsk ungmenni dæmd fyrir hrottalegt morð
Dómstóll í Helsinki dæmdi þrjá finnska unglinga fædda árið 2004 í fangelsi fyrir að hafa orðið sextán ára dreng að bana með hrottalegum hætti.
05.09.2021 - 02:32