Færslur: ofbeldi

Jolie sakar Pitt um ofbeldi gegn sér og börnum þeirra
Leikkonan Angelina Jolie segir að fyrrverandi eiginmaður hennar, leikarinn Brad Pitt, hafi beitt hana og börn þeirra ofbeldi í flugferð árið 2016. Þetta kemur fram í málskjölum vegna deilna um eignir hjónanna fyrrverandi.
Myndskeið
Klippti hár sitt í ræðustól Evrópuþingsins
Sænskur þingmaður á Evrópuþinginu sýndi konum í Íran stuðning sinn og samstöðu með því að klippa hár sitt í miðri ræðu í umræðum um mótmælin í kvöld. Fjöldi íranskra kvenna hefur skorið hár sitt í mótmælaskyni ásamt því að brenna höfuðslæður á báli.
Stríðsfangi segist aldrei aftur geta hlustað á Abba
Shaun Pinner er einn þeirra fimm bresku stríðsfanga sem látnir voru lausir í viðamiklum fangaskiptum milli Rússlands og Úkraínu í síðustu viku. Hann segist feginn að vera laus en hann muni aldrei geta hlustað á ABBA framar.
„Óttinn mun ekki færa okkur neitt, bara aðgreina okkur“
Þegar geðrænn vandi og ofbeldi er annars vegar þarf að líta til samfélagslegra þátta. Vitundarvakning og umburðarlyndi eru þeir þættir sem huga þarf að.
22.08.2022 - 14:10
Biðjast loks afsökunar vegna fimmtíu ára gamals atviks
Bandaríska kvikmyndaakademían hefur beðið Sacheen Littlefeather afsökunar, næstum fimmtíu árum eftir að hróp voru gerð að henni þegar hún fyrir hönd leikarans Marlon Brando afþakkaði Óskarsverðlaun hans fyrir leik í kvikmyndinni Guðföðurnum.
Maður svipti sig lífi nærri þinghúsinu í Washington
Maður ók bíl sínum á vegartálma nærri þinghúsbyggingunni í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í morgun sunnudag. Eldur kviknaði í bílnum, maðurinn rauk út, skaut nokkrum skotum upp í loftið áður en hann beindi vopninu að sjálfum sér og svipti sig þannig lífi.
Lögregla rannsakar hótanir í garð JK Rowling
Lögregla á Bretlandi rannsakar nú hótun gegn rithöfundinum JK Rowling, höfundar bókanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hótunin barst í kjölfar batakveðju sem hún sendi rithöfundinum Salman Rushdie.
Talibanar handtóku blaðamenn
Öryggissveitir Talibana í afgönsku höfuðborginni Kabúl handtóku í dag nokkrun hóp afganskra og alþjóðlegra blaðamamanna. Blaðamennirnir voru að fylgjast með og skrifa um baráttufund þarlendra kvenna fyrir auknum réttindum.
13.08.2022 - 22:30
Rúmlega fimm ára fangelsi fyrir aðild að uppþotum
Dómstóll í Hong Kong dæmdi í morgun tvo unga menn í rúmlega fimm ára fangelsi fyrir óspektir sem tengjast andláti roskins manns meðan á hörðum mótmælum stóð árið 2019.
Giggs mætir fyrir dóm vegna heimilisofbeldis ákæru
Ryan Giggs, fyrrum landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu og einn dáðasti leikmaður Manchester United, mætir fyrir dómstóla í Bretlandi í dag. Hann var ákærður á síðasta ári fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar ofbeldi á heimili sínu í nóvember árið 2020. Talið er að réttarhöldin muni taka um tíu daga.
Móðir og tvö börn laus úr sautján ára langri prísund
Lögreglan í brasilísku borginni Rio de Janeiro bjargaði nýverið konu og tveimur fullvaxta börnum hennar úr prísund. Eiginmaður konunnar og faðir barnanna er talinn hafa haldið þeim föngnum á heimili þeirra um sautján ára skeið.
Fallið frá kynferðisbrotakæru á hendur Bob Dylan
Kona sem sakaði tónlistarmanninn Bob Dylan um kynferðislega misnotkun gegn sér þegar hún var tólf ára, hefur dregið kæru sína til baka. Konan lagði fram kæru í ágúst á síðasta ári og sagði Dylan hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi um sex vikna skeið í apríl og maí 1965.
29.07.2022 - 06:30
Mikið mannfall tengt þingkosningum á Papúa Nýju-Gíneu
Gríðarmikið ofbeldi hefur varpað dökkum skugga á yfirstandandi þingkosningar á Papúa Nýju-Gíneu. Um það bil 50 manns liggja í valnum en kosningar standa til mánaðamóta.
Minnst 89 myrt í gengjastríði á Haítí
Minnst 89 voru myrt í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í síðustu viku, þegar til blóðugra átaka kom mill tveggja glæpagengja. Þetta hefur AFP eftir mannúðarsamtökum í landinu.
14.07.2022 - 01:35
Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn andófskonum
Mannréttindasamtökin Amnesty International krefja stjórnvöld í Marokkó um að rannsaka umsvifalaust ásakanir fimm andófskvenna um ofbeldi öryggissveita ríkisins gegn þeim. Tvær þeirra segja að brotið hafi verið á þeim kynferðislega.
Senda bréf vegna ofbeldis meðal ungmenna á Akureyri
Lögreglan, Barnavernd Eyjafjarðar og Akureyrarbær hafa sent foreldrum grunnskóla í bænum bréf vegna öldu ofbeldis meðal ungmenna. Eru foreldrar hvattir til að ræða við börn sín um ábyrgð og hættu af slagsmálum.
11.05.2022 - 14:47
Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi
Gísli Hauksson, einn stofnenda sjóðstýringafélagsins GAMMA, játaði í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína ofbeldi fyrir tveimur árum.
Sjónvarpsfrétt
Árásarmönnum var vísað úr Flensborg, flestum tímabundið
Fimm nemendum var vísað úr Flensborgarskóla, flestum tímabundið, eftir að þeir réðust á tvo samnemendur sína í mars. Skólameistarinn segir skólann hafa gripið til fleiri aðgerða í kjölfarið og þykir leitt að heyra að upplifun nemenda sé önnur.  
Myndskeið
Mæta ekki í skólann vegna líkamsárásar og hótana
Nemandi í Flensborgarskóla sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda segir skólayfirvöld ekkert bregðast við og hann treysti sér ekki til að mæta í skólann. Nemendafélag Flensborgarskóla segja yfirvöld skólans ekki bregðast við alvarlegum líkamsárásum og einelti nemenda í skólanum í garð samnemenda.
Trump yngri bar vitni fyrir þingnefnd
Donald Trump yngri, sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var í vikunni kallaður fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar 2021.
8% kæra ofbeldi af hendi maka til lögreglu í Danmörku
Aðeins um átta prósent af þeim sem verða fyrir ofbeldi af hendi maka í Danmörku, tilkynna málin til lögreglu.
01.04.2022 - 05:42
Þrisvar sinnum fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Fjöldi tilkynninga til lögreglu um ofbeldisbrot í nánu sambandi hefur meira en þrefaldast á sjö árum. Næstum helmingur af öllum tilkynntum ofbeldisbrotum er núna vegna heimilisofbeldis, en var áður um fimmtungur.
Hundaræningjar færa sig upp á skaftið vestanhafs
Hundaránum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum og gildir þá nánast einu hvert litið er í landinu. Svo virðist vera sem ræningjar ásælist helst franska bolabíta sem eru smávaxnir og vinalegir.
Áströlskum ráðherra vikið frá vegna ásakana um ofbeldi
Alan Tudge ráðherra æskulýðs- og menntamála í ríkisstjórn Ástralíu hefur verið vikið úr embætti meðan rannsókn á meintum brotum hans gegn samstarfskonu eru rannsökuð.
02.12.2021 - 06:39
Morgunútvarpið
Segir aukast að ungmenni kaupi vopn á smáforriti
Færst hefur í aukana að ungmenni hérlendis beri vopn, að sögn Guðrúnar Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðings. Hún tekur undir orð lögreglumanns sem ræddi um aukningu grófra ofbeldisbrota við fréttastofu um helgina. Hún segir ungmennin útvega sér ólöglegan varning á snjallforriti og margir sem hún hafi rætt við beri ýmiss konar vopn á skólatíma.