Færslur: ofanflóðavarnir

Rýmingu ekki aflétt á Siglufirði í dag
Enn er hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og rýmingu þar verður ekki aflétt að svo stöddu. Það er óvissustig á öllu Norðurlandi og snjóflóðhætta á Vestfjðrum er að aukast. Það er mikil ófærð á öllu norðanverðu landinu, skafrenningur og slæmt skyggni.
Segir ekki ganga að fólk sé innikróað dögum saman
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir það ekki ganga í nútímasamfélagi að íbúar í 2.000 manna sveitarfélagi séu innikróaðir dögum saman. Siglfirðingur, sem þurfti að rýma hús sitt, segir það hafa komið á óvart því öflugur varnargarður sé rétt ofan við götuna. 
Myndskeið
Áhrifaríkast að minnka vatnsmettunina fyrir ofan bæinn
Áhrifaríkasta lausnin til að verja byggðina á Seyðisfirði fyrir aurskriðum er að minnka vatnið sem sest í jarðveginn fyrir ofan bæinn, segir verkfræðingur. Erfitt verður að verjast eins stórri skriðu og féll 18. desember.
26.12.2020 - 19:29
Ekki lengur talin skriðuhætta á Eskifirði
Ekki er lengur talin skriðuhætta á Eskifirði, en eins og fram hefur komið þurfti að rýma þar hús við fimm götur á föstudag. Þeirri rýmingu var aflétt á sunnudag. Bæjarstjórinn segir nauðsynlegt að gera nýtt hættumat.
23.12.2020 - 16:29
Viðtal
Tillögur að ofanflóðavörnum á Seyðisfirði kynntar í vor
Næsta vor eiga að liggja fyrir tillögur um ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, segir umhverfisráðherra. Ekki sé verið að draga lappirnar. Til standi að finna leið til að drena vatn úr jarðlögum
Viðtal
Þrír ráðherrar á leið austur á firði
Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætla austur á Seyðisfjörð í fyrramálið til að kynna sér aðstæður, ræða við heimamenn og sýna stuðning í verki. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir að ríkisstjórnin muni styðja við bakið á Seyðfirðingum.