Færslur: Ofanflóðasjóður

Myndskeið
300.000 rúmmetrar jarðvegs í varnargarða á Patreksfirði
Á Patreksfirði eru framkvæmdir hafnar við tvo nýja ofanflóðagarða. Um 300 þúsund rúmmetrar jarðvegs fara í varnirnar sem kosta 1,3 milljarða króna. Hafist var handa við nýju garðana vor. Framkvæmdaaðilinn er Suðurverk sem annast einnig gerð Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Vinnan er umfangsmikil og dylst engum sem í þorpið kemur að staðið sé í stórræðum.
Spegillinn
Hægt að ljúka ofanflóðavörnum verði staðið við loforð
Það er óhætt að segja að veðurfarið í vetur hafi ýtt hressilega við landsmönnum og stjórnvöldum. Í ljós hefur komið að ýmsir innviðir, eins og raforkukerfið, stóðu ekki eins traustum fótum og talið var. Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar urðu einnig til þess að endurskoða þurfti hraðann á framkvæmdum við ofanflóðavarnir.
Vilja upphitaðan þyrlupall og betra viðbragð á Ísafirði
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill að upphitaður og upplýstur þyrlupallur verði gerður á Ísafjarðarflugvelli. Til þess að stytta viðbragðstíma leggur bæjarráðið það til við bæjarstjórn Ísafjarðar að aðstaða verði fyrir þyrlu á flugvellinum.
Viðtal
Leggjast yfir áætlanir og reyna að flýta uppbyggingu
Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, finnst skjóta skökku við að gjald sé innheimt í ákveðnum tilgangi en hluti þess svo notaður í eitthvað annað. Þeir ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiði að reyna að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.