Færslur: Ofanflóðahætta

Sjálfhætt með þjónustu eftir hádegi
Vonda veðrið lætur áfram finna fyrir sér. Norðaustan hríðarveður gengur nú yfir landið norðvestanvert og stendur fram á kvöld með versnandi akstursskilyrðum. Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum hefur verið lokað.
Hættustigi aflýst á Patreksfirði og fólk má snúa heim
Óvissustigi á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum og hættustigi á Patreksfirði, vegna snjóflóðahættu, hefur verið aflýst. Tuttugu og átta Patreksfirðingar fá því að snúa heim eftir að hafa þurft að rýma hús sín í gær.
Súðavíkurhlíð opin en verður lokað aftur
Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum. Óvissustig vegna ofanflóðhættu er í gildi á veginum. Vegagerðin áætlar að halda honum opnum til sex í kvöld en mögulegt er að lokað verði fyrr.
Súðavíkurhlíð lokuð - snjóflóð féll á veginn
Vegurinn um Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum er lokaður vegna snjóflóða. Veginum var lokað rétt fyrir hádegi þegar lítið snjóflóð féll úr hlíðinni og á veginn. Verið er að meta aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu.
Sjónvarpsfrétt
„Situr í maganum á þér og þér finnst þú ekki öruggur“
Súðvíkingar finna til óöryggis og kvíða vegna ástandsins í Súðavíkurhlíð. Sextán ára stúlka sér ekki fyrir sér að búa í Súðavík í framtíðinni.
Sjónvarpsfrétt
Súðavíkurhlíð ekki einkamál hreppsbúa
Sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir ástandið í Súðavíkurhlíð ekki einkamál heimamanna og að einungis tímaspursmál sé hvenær illa fari.
Áfram óvissustig í Súðavíkurhlíð
Vegagerðin hefur opnað vegina um Eyrarhlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum, en þeim var lokað í gærkvöld vegna snjóflóðahættu. Best er þó að hafa varann á þar sem það rignir enn mikið á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.
Spegillinn
Þarf að endurmeta hættu á aurskriðum
Við gerð hættumats á ofanflóðasvæðum í þéttbýli var að mestu litið til snjóflóða, og ástæða er til að endurskoða matið á ýmsum stöðum þar sem er skriðuhætta, að mati hópstjóra ofanflóðahættumats á Veðurstofu Íslands.
08.10.2021 - 16:55
Rýming og hættustig á Seyðisfirði
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Spáð er ákafri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði verði jafnvel yfir 60 mm, sem leggst við 70 mm úrkomu og leysingar síðan á laugardag.
16.02.2021 - 15:06
Ganga í hús og tryggja að íbúar séu í viðbragðsstöðu
„Það eru allir í viðbragðsstöðu til að rýma í fyrramálið ef til þess kemur,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Klukkan átta í kvöld tók gildi óvissustig á Austurlandi vegna ofanflóðahættu og búist er við að í fyrramálið komi í ljós hvort þurfi að rýma ákveðið svæði á Seyðisfirði.
13.02.2021 - 20:31