Færslur: Ofanflóð

Fjórir kostir til að efla ofanflóðavarnir á Flateyri
Verkfræðistofan Verkís leggur til fjórar tillögur til þess að efla varnir gegn ofanflóðum á Flateyri í Önundarfirði. Meðal þeirra er að styrkja húsin efst í bænum og setja snjósöfnunargrindur á Eyrarfjall sem myndu minnka snjómagnið sem safnast upp í giljunum fyrir ofan þorpið.
Óheimilt að búa í fjórum húsum við Stöðvarlæk
Óheimilt verður að búa í fjórum húsum sem standa við Stöðvarlæk á Seyðisfirði utan við stóru aurskriðuna sem féll 18. desember. Samkvæmt frumathugunarskýrslu Veðurstofu Íslands um mögulegar ofanflóðavarnir fyrir íbúabyggð verður ómögulegt að verja svæðið fyrir skriðum, og sveitarstjórn Múlaþings samþykkti í gær að íbúabyggð yrði óheimil á svæðinu. Austurfrétt greindi frá þessu í gær.
02.02.2021 - 07:30
Rýmingu aflétt á Siglufirði — Vegfarendur sýni aðgát
Rýmingu vegna snjóflóðahættu á Siglufirði hefur verið aflétt en vegfarendur eru beðnir um að hafa varann á á svæðum þar sem snjóflóð geta fallið. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Óvissustig er enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi.
24.01.2021 - 17:28
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt, niður með leiðigarðinum ofan byggðarinnar og stöðvaðist skammt utan við veginn að Sólbakka. Veðurstofan tilkynnti um flóðið nú í morgun og kannar ummerki þess.
24.01.2021 - 11:25
„Engin hætta á ferðum ef fólk fylgir fyrirmælum“
„Það er engin hætta á ferðum ef fólk fer að fyrirmælum,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, í samtali við fréttastofu. Reitur með atvinnuhúsum hefur verið rýmdur á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. „Fólk sem vinnur á svæðinu flýtti för sinni heim í gær og mætir ekki á þetta svæði í dag,“ segir hann.
23.01.2021 - 10:31
Rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu
Ákveðið hefur verið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Þar eru atvinnuhúsnæði og áður hafði verið tryggt að húsin væru mannlaus. Nokkur flóð hafa fallið í Skutulsfirði í gær og í nótt, þar af þrjú ofan atvinnuhúsanna sem nú á að rýma. Ekkert flóðanna hefur verið mjög stórt.
23.01.2021 - 10:03
Snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum — Óvissustig
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð en fylgst er með aðstæðum.
22.01.2021 - 18:35