Færslur: Ófærð

Hundruð snjóteppt eftir hríðarbyl í Andesfjöllum
Yfir 400 manns, þar á meðal ferðafólk og vöruflutningabílstjórar, eru snjóteppt nærri landamærum Argentínu og Chile í Andesfjöllunum, þar sem köld heimskautalægð gekk yfir á laugardagskvöld með hríðarbyl og gaddi. Landamærastöðinni Los Libertadores, sem er í miðjum jarðgöngum í 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli, hefur verið lokað vegna fannfergis og ófærðar beggja vegna landamæranna.
11.07.2022 - 03:19
Ófærð á Akureyri í morgun
Lögregla og björgunarsveitir á Norðurlandi eystra þurftu að aðstoða ökumenn bíla sem sátu fastir í ófærð og sköflum. Einhverjir bílar fóru út af enda hefur verið mjög blint verið á mörgum vegum.
Hellisheiðin lokuð í 138 klukkustundir í febrúar
Hellisheiði hefur verið lokað oftar það sem af er febrúar en allan síðasta vetur. Heiðin er lokuð núna. Þar hefur verið þæfingsfærð og mikill skafrenningur síðan í morgun.
23.02.2022 - 12:13
Fjórða umferð af snjóruðningi í húsagötum
Búið er að ryðja helstu stofnbrautir í höfuðborginni í morgun. Mokstursfólk er á fjórðu umferð í húsagötum frá því byrjaði að snjóa fyrir um tveimur vikum. 
23.02.2022 - 08:25
Hundruð manna strandaglópar í Bláa lóninu
Hundruð fólks frá öllum heimshornum voru strandaglópar í veitingasal Bláa lónsins við Svartsengi í kvöld, þar sem Grindavíkurvegur var ófær og illa gekk að opna hann vegna bíla sem þar eru fastir í snjónum. Enn er fjöldi fólks í Bláa Lóninu en unnið að því að koma því í burtu.
19.02.2022 - 23:37
Viðtöl
Um 60 bílar festust á Sólheimasandi
Björgunarsveitir hafa haft í nægu að snúast í dag vegna þungrar færðar á vegum sunnanlands. Björgunarsveitir voru kallaðar að vegi um Sólheimasand nærri Jökulsá, þar sem um sextíu bílar sátu fastir í snjó.
19.02.2022 - 18:27
Björgunarsveitir aðstoðað tugi ökumanna í dag
Björgunarsveitum hafa sinnt fjölda verkefna í dag, flest þeirra hafa verið á Suður- og Suðvesturlandi. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir að víða séu mjög varasöm akstursskilyrði vegna skafrennings.
19.02.2022 - 15:21
Fylgdarakstur að Hvalfjarðargöngum og víða ófært
Boðið verður upp á fylgdarakstur milli Hvalfjarðarganga og Esjumela á meðan veður leyfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Víða er þung færð á höfuðborgarsvæðinu og ófært á fjallvegum suðvestanlands.
14.02.2022 - 15:33
Vegir víða ófærir eða lokaðir
Vegir eru víða lokaðir eða ófærir. Laust fyrir klukkan sjö var Vesturlandsvegur lokaður frá Kjalarnesi í Borgarnes og Akranesvegur, Mosfellsheiði, Hellisheiði, Reykjanesvegur og Suðurstrandarvegur líka. Holtavörðuheiði, Brattabrekka, Vatnsskarð og Öxnadalsheiði eru líka lokaðar, rétt eins og Siglufjarðarvegur og allir helstu fjallvegir á Vestfjörðum. Lokað er um Mývatnsöræfi og Biskupsháls, Fagradal og Fjarðarheiði og vetrarfærð er á flestum þjóðvegum.
07.02.2022 - 06:58
Samgöngur raskast vegna óveðursins
Töluverðar raskanir hafa orðið á samgöngum í morgun vegna krapprar lægðar sem gengur nú yfir landið. Öllu morgunflugi var aflýst frá Keflavíkurflugvelli og mest allt innanlandsflug hefur verið fellt niður. Strætó aflýsti ferðum um landsbyggðina vegna hvassviðris og slæmrar færðar. Ferðum með Herjólfi til Vestmannaeyja hefur einnig verið aflýst.
25.01.2022 - 09:25
Með Ófærð á heilanum
Andri tók umdeildar ákvarðanir í þessari þáttaröð
Síðasti þáttur Ófærðar, líklega nokkurn tíma, var sýndur á RÚV í kvöld þegar þriðju seríu lauk með látum. Eins og venjulega ratar hlaðvarpið Með Ófærð á heilanum á streymisveitur strax að þætti loknum. Athugið að þessi hlaðvarpsþáttur og færsla innihalda spennuspilli svo það er ekki ráðlegt að hlusta eða lesa lengra fyrr en horft hefur verið á lokaþáttinn.
05.12.2021 - 21:55
Með Ófærð á heilanum
Leiðinlegt fyrir stelpurnar að hangsa með fúlum Dönum
Það vekur athygli viðmælenda hlaðvarpsins Með Ófærð á heilanum hve fagrir og smekklegir meðlimir költsins eru annars vegar og mótorhjólagengisins hins vegar í Ófærð. Þeim er lýst sem Farmers market költi og fallegasta mótorhjólagengi sem sést hefur þó ekki virðist sem þau skemmti sér eins vel og þau eru hugguleg. Varúð: Þessi færsla inniheldur spilliefni úr fjórða þætti Ófærðar.
Mannlegi þátturinn
„Að sumu leyti hefur Andri orðið daprari“
Samband Ólafs Darra Ólafssonar við lögreglumanninn Andra Ólafsson er orðið langt. Leikarinn bregður sér á ný í hlutverkið í þriðju þáttaröð Ófærðar og segist kunna vel við sig í sporum hans.
19.10.2021 - 16:07
Síðdegisútvarpið
Ófærðar-garðálfar framleiddir í óþökk aðstandenda
Baltasar Kormákur er spenntur fyrir því að kynna fyrir landsmönnum þriðju Ófærðarseríuna, þegar fyrsti þátturinn verður sýndur á sunnudag. Þættirnir hafa slegið í gegn um allan heim og ýmiss konar varningur verið framleiddur þeim tengdur, stundum án vitneskju framleiðenda.
Myndskeið
Andri kominn í þægilega innivinnu í Ófærð 3
Ný þáttaröð af Ófærð hefur göngu sína á RÚV sunnudagskvöldið 17. október. Sjáðu stikluna hér.
01.10.2021 - 10:26
Auður klipptur út úr Ófærð 3 að eigin ósk
Auðunn Lúthersson, sem gengur alla jafna undir listamannsnafninu Auður, verður klipptur út úr aukahlutverki sem hann fór með í þáttaröðinni Ófærð 3. Þetta staðfestir Agnes Johansen framleiðandi og segir að Auðunn hafi sjálfur óskað eftir þessu. Hann viðurkenndi fyrr í sumar að hafa farið yfir mörk ungrar konu árið 2019.
06.08.2021 - 15:43
Innlent · AUÐUR · #Meetoo · Ófærð
Myndskeið
Þriðja serían af Ófærð líklega sú síðasta
Leikstjóri Ófærðar segir að þriðja þáttaröðin verði líklega sú síðasta. Ólíkt fyrri þáttaröðunum tveimur situr Netflix nú nánast eitt að sýningarréttinum, að minnsta kosti til að byrja með.
18.05.2021 - 19:00
Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla
Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla tekur gildi nú klukkan 16:00 og verður veginum lokað. Á Siglufjarðarvegi er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Veginum um Kjalarnes hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna slæms skyggnis.
10.03.2021 - 15:46
Holtavörðuheiði lokað vegna veðurs
Storm- og hríðarviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt norðan- og vestanvert landið frá Faxaflóa til Norðurlands vestra. Færð hefur þegar spillst á mörgum fjallvegum norðan- og vestanlands. Búið er að loka veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Holtavörðuheiði og Fljótsheiði.
10.03.2021 - 13:53
Myndskeið
Ófærð 3: Sambland af vestra og Íslendingasögum
Nýjasta Ófærðar-þáttaröðin verður sambland af vestra og Íslendingasögum, segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Hann segir að tafir hafi orðið á tökum vegna faraldursins, en þær hafi þó gengið vel.
Myndskeið
Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.
09.02.2021 - 22:39
Erlent · Vetur · snjór · Ófærð · Evrópa · Danmörk · Holland · Þýskaland · Tékkland
Myndskeið
Mesta hættan við Jökulsá á Fjöllum liðin hjá
Litlu munaði að krapi og jakahröngl færi á brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í mikilli flóðbylgju í ánni í gær. Ekki er talin hætta á frekari flóðum þar í bili. Þjóðvegi eitt yfir Jökulsá var lokað aftur til öryggis í kvöld.
27.01.2021 - 20:11
„Best að hafa varann á þegar farið er um fjöll"
Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði hefur verið aflétt og rýmingu atvinnuhúsnæðis í bænum líka. Óvissustig er enn á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. Ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að endurmeta þurfi aðstæður þar sem byggð er undir varnargörðum.
25.01.2021 - 12:18
Býst við áframhaldandi innilokun í Fjallabyggð
Bæjarstjóri Fjallabyggðar býst við því að Siglfirðingar verði meira og minna innlyksa í bænum næstu daga þar sem veðurhorfur séu ekki góðar. Vegurinn var opnaður á hádegi í gær en lokað að nýju í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Siglufirði á miðvikudag og hús voru rýmd.
22.01.2021 - 09:15
„Þetta hefur einhvern veginn bjargast hjá okkur í dag“
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir daginn hafa gengið vonum framar. Vonskuveður hefur verið í umdæminu en fólk lítið á ferðinni. Það sama má segja um umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem allt er með kyrrum kjörum.
03.12.2020 - 15:30