Færslur: Ófærð

Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla
Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla tekur gildi nú klukkan 16:00 og verður veginum lokað. Á Siglufjarðarvegi er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Veginum um Kjalarnes hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna slæms skyggnis.
10.03.2021 - 15:46
Holtavörðuheiði lokað vegna veðurs
Storm- og hríðarviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt norðan- og vestanvert landið frá Faxaflóa til Norðurlands vestra. Færð hefur þegar spillst á mörgum fjallvegum norðan- og vestanlands. Búið er að loka veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Holtavörðuheiði og Fljótsheiði.
10.03.2021 - 13:53
Myndskeið
Ófærð 3: Sambland af vestra og Íslendingasögum
Nýjasta Ófærðar-þáttaröðin verður sambland af vestra og Íslendingasögum, segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Hann segir að tafir hafi orðið á tökum vegna faraldursins, en þær hafi þó gengið vel.
Myndskeið
Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.
09.02.2021 - 22:39
Erlent · Vetur · snjór · Ófærð · Evrópa · Danmörk · Holland · Þýskaland · Tékkland
Myndskeið
Mesta hættan við Jökulsá á Fjöllum liðin hjá
Litlu munaði að krapi og jakahröngl færi á brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í mikilli flóðbylgju í ánni í gær. Ekki er talin hætta á frekari flóðum þar í bili. Þjóðvegi eitt yfir Jökulsá var lokað aftur til öryggis í kvöld.
27.01.2021 - 20:11
„Best að hafa varann á þegar farið er um fjöll"
Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði hefur verið aflétt og rýmingu atvinnuhúsnæðis í bænum líka. Óvissustig er enn á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. Ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að endurmeta þurfi aðstæður þar sem byggð er undir varnargörðum.
25.01.2021 - 12:18
Býst við áframhaldandi innilokun í Fjallabyggð
Bæjarstjóri Fjallabyggðar býst við því að Siglfirðingar verði meira og minna innlyksa í bænum næstu daga þar sem veðurhorfur séu ekki góðar. Vegurinn var opnaður á hádegi í gær en lokað að nýju í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Siglufirði á miðvikudag og hús voru rýmd.
22.01.2021 - 09:15
„Þetta hefur einhvern veginn bjargast hjá okkur í dag“
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir daginn hafa gengið vonum framar. Vonskuveður hefur verið í umdæminu en fólk lítið á ferðinni. Það sama má segja um umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem allt er með kyrrum kjörum.
03.12.2020 - 15:30
Gul stormviðvörun og ekkert ferðaveður
Gul stormviðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðurlandi eystra, miðhálendi og Austurland. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum á norður- og Austurlandi á meðan viðvörunin er í gildi.
02.11.2020 - 13:39
Umferðarslys á Kjalarnesi - einn fluttur á slysadeild
Umferðarslys varð á Kjalarnesi á níunda tímanum í morgun og var veginum lokað um tíma vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var bíl ekið aftan á annan bíl. Einn var fluttur á slysadeild en ekki fást upplýsingar um hvort hann sé alvarlega slasaður.
05.04.2020 - 09:44
Myndskeið
Óveður og ófærð: „Það er búið að vera nóg af verkefnum“
„Það var þónokkuð að gera hjá björgunarsveitum í gær og fram á kvöld. Svo eru björgunarsveitir búnar að vera að í alla nótt,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vonskuveður gengur nú yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun. Ekkert ferðaveður er á landinu og fjölmargir vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir. 
05.04.2020 - 09:05
Fjölmargir ökumenn í vanda: „Ekkert ferðaveður hérna“
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa þurft að aðstoða fjölda ökumanna sem hafa lent í vandræðum vegna óveðursins sem nú gengur yfir svæðið. Ekkert ferðaveður er frá Pétursey að Skógum, að sögn björgunarsveita.
04.04.2020 - 17:18
Myndskeið
Snjóþyngsli gera landanum erfitt fyrir
Snjóþyngsli og ófærð síðustu vikur hafa gert landsmönnum víða um land erfitt fyrir. Á Grenivík hafa snjókmoksturstæki verið á ferðinni um bæinn frá því í desember.
19.03.2020 - 11:48
Svekktir ferðalangar misstu af flugi vegna ófærðar
„Fólkinu líður að mestu leyti vel. Það eru einhverjir svolítið svekktir. Þeir eru að missa af flugi sennilega núna í morgunsárið,“ segir Árni Jóhannsson, formaður Víkurdeildar Rauða krossins. Vonast er til að hægt verði að opna veginn upp úr ellefu. 104 ferðalangar frá frá tuttugu löndum dvelja nú í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í Mýrdal, þar sem þjóðvegur 1 er lokaður til vesturs, frá Vík að Steinum, vegna óveðurs.
10.03.2020 - 08:08
Þjóðvegur 1 lokaður á milli Hvolsvallar og Víkur
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og hefur Þjóðvegi eitt á Suðurlandi verið lokað frá Hvolsvelli að Vík. Fyrr í dag fóru nokkrir bílar út af veginum austan við Hvolsvöll og fór Björgunarsveitin Dagrenning á vettvang til að aðstoða fólk. Engin slys urðu að sögn Magnúsar Kristjánssonar, formanns Dagrenningar, og var bílunum ekið aftur til baka í vesturátt.
01.03.2020 - 17:35
Hvasst í dag og vegir víða lokaðir
Áfram verður hvasst á landinu í dag, sérstaklega við Suður- og Suðausturströndina og í Skagafirði, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir verða í gildi víða um landið í dag. Vindhraði verður víða 13 til 20 metrar á sekúndu og þar sem ekki hefur hlánað aðeins ofan í snjó skefur mjög auðveldlega, það gæti átt við inn til landsins og á fjallvegum.
01.03.2020 - 07:54
Líkur á ófærð fyrir norðan í fyrramálið
Líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, sérstaklega í Skagafirði, Eyjafirði og með ströndinni á Norðausturlandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Útlit er fyrir hríðarveður norðanlands og á Vestfjörðum eftir klukkan 22:00 í kvöld og í nótt.
09.02.2020 - 18:26
Vetrarfærð og vegir víða lokaðir
Veðrið hefur áhrif á færð víða um land. Óvissustig er á vegum á Suðvesturlandinu og gætu þeir lokað fyrirvaralaust. Á Vestfjörðum eru vegir víða lokaðir og beðið með mokstur vegna veðurs. Ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður.
23.01.2020 - 11:02
Hvasst og flughált víða um land
Útlit er fyrir hvassviðri eða storm með vætusömu veðri í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Austanlands rofar til eftir hádegi og þar verðu rjafnframt hlýjast. Búast má við að hiti mælist þar yfir 10 stig í hnjúkaþey á völdum stöðum. Enn er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og líkur á töluverðum vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun.
19.01.2020 - 08:21
Vonskuveður og útlit fyrir víðtækar samgöngutruflanir
Appelsínugular og gular veðurviðvaranir um nær allt land taka gildi seint í kvöld og í nótt. Útlit er fyrir víðtækar samgöngutruflanir á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra upp úr miðnætti.
18.01.2020 - 15:44
Tómlegt í hillum verslana – ráðast í brauðbakstur
Eftir mikla ófærð og óveður síðustu daga er orðið tómlegt í hillum verslana á norðanverðum Vestfjörðum. Þangað hafa flutningabílar ekki komist og að sama skapi kemst fólk ekki á milli byggðarlaga. Sjoppan er eina verslunin sem selur mat á Flateyri og í þessu tíðarfari komast Flateyingar ekki á Ísafjörð að versla í matinn og því hefur verið brugðið á það ráð í Gunnu kaffi á Flateyri að nýta iðnaðarhrærivélina og baka brauð sem selt er í sjoppunni.
14.01.2020 - 09:58
Skafrenningur í öllum landshlutum
Veðurviðvaranir Veðurstofu Íslands eru enn í gildi. Appelsínugul viðvörun fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra gildir til miðnættis. Appelsínugul viðvörun fyrir Suðausturland og miðhálendið gildir til hádegis í dag. Gul viðvörun er í gildi í öðrum landshlutum.
14.01.2020 - 06:20
Myndskeið
Hafa aldrei lent í öðru eins óveðri
Sandra McGannon og Brendon Collin voru meðal þeirra 180 sem vörðu nóttinni í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í nótt. Þau eru frá Boston og hafa aldrei lent í öðru eins hvassviðri.
13.01.2020 - 13:59
Óvissustig á Holtavörðuheiði frá klukkan 15 í dag
Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á Holtavörðuheiði frá klukkan 15:00 í dag vegnar slæmrar veðurspár og er búist við loka þurfi veginum. Nú er hált á Holtavörðuheiði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir nær allt landið í dag og þar til á morgun.
13.01.2020 - 11:11
Tugir flutningabíla milli Reykjavíkur og Akureyrar
Það losnaði um mikla stíflu hjá flutningafyrirtækjum þegar loksins tókst að opna landleiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar í gærkvöld. Tugir bíla fóru af stað að norðan og annað eins frá Reykjavík. Margir hafa verið strandaglópar í Varmahlíð síðustu daga.
10.01.2020 - 10:39