Færslur: Ófærð

Síðdegisútvarpið
Ófærðar-garðálfar framleiddir í óþökk aðstandenda
Baltasar Kormákur er spenntur fyrir því að kynna fyrir landsmönnum þriðju Ófærðarseríuna, þegar fyrsti þátturinn verður sýndur á sunnudag. Þættirnir hafa slegið í gegn um allan heim og ýmiss konar varningur verið framleiddur þeim tengdur, stundum án vitneskju framleiðenda.
Myndskeið
Andri kominn í þægilega innivinnu í Ófærð 3
Ný þáttaröð af Ófærð hefur göngu sína á RÚV sunnudagskvöldið 17. október. Sjáðu stikluna hér.
01.10.2021 - 10:26
Auður klipptur út úr Ófærð 3 að eigin ósk
Auðunn Lúthersson, sem gengur alla jafna undir listamannsnafninu Auður, verður klipptur út úr aukahlutverki sem hann fór með í þáttaröðinni Ófærð 3. Þetta staðfestir Agnes Johansen framleiðandi og segir að Auðunn hafi sjálfur óskað eftir þessu. Hann viðurkenndi fyrr í sumar að hafa farið yfir mörk ungrar konu árið 2019.
06.08.2021 - 15:43
Innlent · AUÐUR · #Meetoo · Ófærð
Myndskeið
Þriðja serían af Ófærð líklega sú síðasta
Leikstjóri Ófærðar segir að þriðja þáttaröðin verði líklega sú síðasta. Ólíkt fyrri þáttaröðunum tveimur situr Netflix nú nánast eitt að sýningarréttinum, að minnsta kosti til að byrja með.
18.05.2021 - 19:00
Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla
Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla tekur gildi nú klukkan 16:00 og verður veginum lokað. Á Siglufjarðarvegi er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Veginum um Kjalarnes hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna slæms skyggnis.
10.03.2021 - 15:46
Holtavörðuheiði lokað vegna veðurs
Storm- og hríðarviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt norðan- og vestanvert landið frá Faxaflóa til Norðurlands vestra. Færð hefur þegar spillst á mörgum fjallvegum norðan- og vestanlands. Búið er að loka veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Holtavörðuheiði og Fljótsheiði.
10.03.2021 - 13:53
Myndskeið
Ófærð 3: Sambland af vestra og Íslendingasögum
Nýjasta Ófærðar-þáttaröðin verður sambland af vestra og Íslendingasögum, segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Hann segir að tafir hafi orðið á tökum vegna faraldursins, en þær hafi þó gengið vel.
Myndskeið
Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.
09.02.2021 - 22:39
Erlent · Vetur · snjór · Ófærð · Evrópa · Danmörk · Holland · Þýskaland · Tékkland
Myndskeið
Mesta hættan við Jökulsá á Fjöllum liðin hjá
Litlu munaði að krapi og jakahröngl færi á brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í mikilli flóðbylgju í ánni í gær. Ekki er talin hætta á frekari flóðum þar í bili. Þjóðvegi eitt yfir Jökulsá var lokað aftur til öryggis í kvöld.
27.01.2021 - 20:11
„Best að hafa varann á þegar farið er um fjöll"
Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði hefur verið aflétt og rýmingu atvinnuhúsnæðis í bænum líka. Óvissustig er enn á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. Ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að endurmeta þurfi aðstæður þar sem byggð er undir varnargörðum.
25.01.2021 - 12:18
Býst við áframhaldandi innilokun í Fjallabyggð
Bæjarstjóri Fjallabyggðar býst við því að Siglfirðingar verði meira og minna innlyksa í bænum næstu daga þar sem veðurhorfur séu ekki góðar. Vegurinn var opnaður á hádegi í gær en lokað að nýju í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Siglufirði á miðvikudag og hús voru rýmd.
22.01.2021 - 09:15
„Þetta hefur einhvern veginn bjargast hjá okkur í dag“
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir daginn hafa gengið vonum framar. Vonskuveður hefur verið í umdæminu en fólk lítið á ferðinni. Það sama má segja um umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem allt er með kyrrum kjörum.
03.12.2020 - 15:30
Gul stormviðvörun og ekkert ferðaveður
Gul stormviðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðurlandi eystra, miðhálendi og Austurland. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum á norður- og Austurlandi á meðan viðvörunin er í gildi.
02.11.2020 - 13:39
Umferðarslys á Kjalarnesi - einn fluttur á slysadeild
Umferðarslys varð á Kjalarnesi á níunda tímanum í morgun og var veginum lokað um tíma vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var bíl ekið aftan á annan bíl. Einn var fluttur á slysadeild en ekki fást upplýsingar um hvort hann sé alvarlega slasaður.
05.04.2020 - 09:44
Myndskeið
Óveður og ófærð: „Það er búið að vera nóg af verkefnum“
„Það var þónokkuð að gera hjá björgunarsveitum í gær og fram á kvöld. Svo eru björgunarsveitir búnar að vera að í alla nótt,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vonskuveður gengur nú yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun. Ekkert ferðaveður er á landinu og fjölmargir vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir. 
05.04.2020 - 09:05
Fjölmargir ökumenn í vanda: „Ekkert ferðaveður hérna“
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa þurft að aðstoða fjölda ökumanna sem hafa lent í vandræðum vegna óveðursins sem nú gengur yfir svæðið. Ekkert ferðaveður er frá Pétursey að Skógum, að sögn björgunarsveita.
04.04.2020 - 17:18
Myndskeið
Snjóþyngsli gera landanum erfitt fyrir
Snjóþyngsli og ófærð síðustu vikur hafa gert landsmönnum víða um land erfitt fyrir. Á Grenivík hafa snjókmoksturstæki verið á ferðinni um bæinn frá því í desember.
19.03.2020 - 11:48
Svekktir ferðalangar misstu af flugi vegna ófærðar
„Fólkinu líður að mestu leyti vel. Það eru einhverjir svolítið svekktir. Þeir eru að missa af flugi sennilega núna í morgunsárið,“ segir Árni Jóhannsson, formaður Víkurdeildar Rauða krossins. Vonast er til að hægt verði að opna veginn upp úr ellefu. 104 ferðalangar frá frá tuttugu löndum dvelja nú í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í Mýrdal, þar sem þjóðvegur 1 er lokaður til vesturs, frá Vík að Steinum, vegna óveðurs.
10.03.2020 - 08:08
Þjóðvegur 1 lokaður á milli Hvolsvallar og Víkur
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og hefur Þjóðvegi eitt á Suðurlandi verið lokað frá Hvolsvelli að Vík. Fyrr í dag fóru nokkrir bílar út af veginum austan við Hvolsvöll og fór Björgunarsveitin Dagrenning á vettvang til að aðstoða fólk. Engin slys urðu að sögn Magnúsar Kristjánssonar, formanns Dagrenningar, og var bílunum ekið aftur til baka í vesturátt.
01.03.2020 - 17:35
Hvasst í dag og vegir víða lokaðir
Áfram verður hvasst á landinu í dag, sérstaklega við Suður- og Suðausturströndina og í Skagafirði, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir verða í gildi víða um landið í dag. Vindhraði verður víða 13 til 20 metrar á sekúndu og þar sem ekki hefur hlánað aðeins ofan í snjó skefur mjög auðveldlega, það gæti átt við inn til landsins og á fjallvegum.
01.03.2020 - 07:54
Líkur á ófærð fyrir norðan í fyrramálið
Líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, sérstaklega í Skagafirði, Eyjafirði og með ströndinni á Norðausturlandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Útlit er fyrir hríðarveður norðanlands og á Vestfjörðum eftir klukkan 22:00 í kvöld og í nótt.
09.02.2020 - 18:26
Vetrarfærð og vegir víða lokaðir
Veðrið hefur áhrif á færð víða um land. Óvissustig er á vegum á Suðvesturlandinu og gætu þeir lokað fyrirvaralaust. Á Vestfjörðum eru vegir víða lokaðir og beðið með mokstur vegna veðurs. Ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður.
23.01.2020 - 11:02
Hvasst og flughált víða um land
Útlit er fyrir hvassviðri eða storm með vætusömu veðri í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Austanlands rofar til eftir hádegi og þar verðu rjafnframt hlýjast. Búast má við að hiti mælist þar yfir 10 stig í hnjúkaþey á völdum stöðum. Enn er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og líkur á töluverðum vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun.
19.01.2020 - 08:21
Vonskuveður og útlit fyrir víðtækar samgöngutruflanir
Appelsínugular og gular veðurviðvaranir um nær allt land taka gildi seint í kvöld og í nótt. Útlit er fyrir víðtækar samgöngutruflanir á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra upp úr miðnætti.
18.01.2020 - 15:44
Tómlegt í hillum verslana – ráðast í brauðbakstur
Eftir mikla ófærð og óveður síðustu daga er orðið tómlegt í hillum verslana á norðanverðum Vestfjörðum. Þangað hafa flutningabílar ekki komist og að sama skapi kemst fólk ekki á milli byggðarlaga. Sjoppan er eina verslunin sem selur mat á Flateyri og í þessu tíðarfari komast Flateyingar ekki á Ísafjörð að versla í matinn og því hefur verið brugðið á það ráð í Gunnu kaffi á Flateyri að nýta iðnaðarhrærivélina og baka brauð sem selt er í sjoppunni.
14.01.2020 - 09:58