Færslur: Óeirðir í Washington

Heimsglugginn: Sláandi vitnisburður í Washington
Cassidy Hutchinson bar vitni fyrir nefnd Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið í Washington 6. janúar í fyrra. Frásögn hennar af hegðan Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þann dag hefur vakið mikla athygli. Hutchinson er sanntrúaður repúblikani og starfaði í Hvíta húsinu í forsetatíð Trumps. Þetta ræddu Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elisabet Bogadóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1.
Trump veittist að bílstjóra og greip um stýrið
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greip í stýrið á forsetabifreið sem hann var í og veittist að bílstjóranum þegar hann neitaði að aka að þinghúsinu í Washington þegar æstur múgur reyndi að koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joe Bidens. 
Segja Trump hafa þrýst á Pence að brjóta lög
Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, þrýsti á þáverandi varaforseta landsins, Mike Pence, að brjóta lög í kjölfar kosninga í landinu árið 2020. Trump hafi með ólögmætum hætti reynt að fá Pence til þess að ógilda niðurstöðu kosninganna.
Trump veitti Steve Bannon og 72 öðrum sakaruppgjöf
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur veitt Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa sínum, sakaruppgjöf, nokkrum klukkustundum áður en hann lætur af embætti. Bannon er einn 73 sakamanna sem bætast við þann hóp sem Trump hefur náðað undanfarið.
Útvarp
Súrt andrúmsloft í höfuðborginni
Andrúmsloftið í höfuðborg Bandaríkjanna virðist vera nokkuð rafmagnað, nú þegar tveir dagar eru í embættistöku Joe Biden, verðandi forseta. Gríðarleg öryggisgæsla er í Washington og fólk beðið um að halda sig fjarri. Þinghúsinu var lokað í dag þegar lítill eldur kviknaði. Rudy Guiliani verður ekki meðal verjenda Donald Trump þegar öldungadeildin tekur fyrir kæru til embættismissis í næstu viku.
18.01.2021 - 18:29
Lítill eldur við þinghúsið í DC og gæsla hert til muna
Svæðinu í kring um þinghúsið í Washington-borg og húsinu sjálfu var lokað seinnipartinn í dag vegna elds sem kviknaði út frá gaskútum í tjaldi þar sem heimilislaust fólk heldur til. Neyðartilkynning hljómaði í hátölurum frá lögreglu og hernum og æfingu vegna vígsluathafnar Joe Biden, sem verður á miðvikudag, hefur verið hætt. Þegar búið var að slökkva eldinn var hertu viðbúnaðarstigi aflétt.
18.01.2021 - 16:00
Myndskeið
Stendur nú mest ógn af árásum innlendra öfgahópa
Rúmlega 20 þúsund þjóðvarðliðar standa vaktina í Washington næstu daga. Það er samdóma álit heimavarnaráðuneytisins og alríkislögreglunnar að Bandaríkjunum standi nú mest ógn af árásum innlendra öfgahópa.
14.01.2021 - 23:00
Spegillinn
Óttast vopnuð mótmæli Trumpfólks
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn í dag, þegar hann hélt áleiðis að mexíkósku landamærunum til að virða fyrir sér vegginn sem hann lét reisa, að hann vildi ekki sjá neitt ofbeldi í fyrirhuguðum mótmælum stuðningsmanna sinna næstu daga.
Enn er Pence brýndur til beitingar 25. viðaukans
Katherine Clark, varaforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, brýnir Mike Pence varaforseta til að standa við stjórnskipulegar skyldur sínar og grípa til 25. viðauka stjórnarskrárinnar. Hún segir það fljótlegustu leiðina til að gera Donald Trump brottrækan úr forsetaembættinu.
Repúblikanaþingmaður útilokar ekki stuðning við ákæru
Peter Meijer, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana segir ekki útilokað að hann styðji ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp.
Twitter lokar 70 þúsund aðgöngum tengdum QAnon
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter tilkynntu í gær að yfir 70 þúsund aðgöngum tengdum samsæriskenningahópnum QAnon hefði verið lokað.
Trump og Pence funda í fyrsta sinn eftir árásina
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti töluðu saman í dag fyrsta sinni eftir árás áhangenda forsetans á þinghúsið. CNN fréttastofan hefur þetta eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta mjög á Pence að víkja Trump úr embætti forseta.
Tveimur lögreglumönnum á Capitol-hæð vikið úr starfi
Tveimur lögreglumönnum í lögregluliðinu á þinghúshæðinni í Washington hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um aðild að árásinni á þinghúsið 6. janúar.
Chad Wolf, ráðherra heimavarna, segir af sér embætti
Chad Wolf ráðherra heimavarna í Bandaríkjunum sagði af sér embætti í dag að því er kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Að sögn heimildamanns AFP fréttastofunnar tekur afsögn ráðherrans gildi á miðnætti.
Ákæra til að halda Trump fjarri opinberum embættum
Demókratar á Bandaríkjaþingi, undir forystu Nancy Pelosi, eru staðráðnir í að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisglöp enda beri hann ábyrgð á árás áhangenda sinna á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag.
Þingið tilbúið til ákæru verði ekki af brottvikningu
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á morgun, mánudag, verði gerð samþykkt í þinginu um að ríkisstjórnin hlutist fyrir um að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði vikið úr embætti á grundvelli 25. viðauka stjórnarskrárinnar.
Öldungadeildarþingmenn hvetja Trump til afsagnar
Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja bestu lausnina að Donald Trump Bandaríkjaforseti segði af sér og sá þriðji segir forsetann eiga að fara „afar varlega" síðustu daga sína í embætti.
Demókratar stefna að því að kæra Trump í næstu viku
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings róa að því öllum árum að fá Donald Trump, fráfarandi forseta, ákærðan fyrir embættisglöp, eftir að æstur múgur réðist inn í þinghúsið í fyrradag. Stefnt er að því að hægt verði að kjósa um kæruna í deildinni í næstu viku.
08.01.2021 - 15:08
Spegillinn
Verður að sæta ábyrgð
Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, sem hefur búið í Bandaríkjunum, segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sé ekki í jafnvægi og að hann geti ekki setið næstu tvær vikur sem forseti. Hann verði að sæta ábyrgð fyrir það sem hann hafi gert. Jón Óskar Sólnes, hagfræðingur, sem býr í Washington, hefur trú á því að forsetinn hafi misst áhugann á starfinu. Hann eigi eftir að láta lítið fyrir sér fara næstu tvær vikunnar og verði aðallega í golfi.
Ritstjóri Wall Street Journal hvetur Trump til afsagnar
Ritstjóri The Wall Street Journal hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til að segja af sér, það væri best fyrir hann og alla aðra.
Lögreglustjóri á Capitol-hæð segir upp
Lögreglumaður lést eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á þinghúsið í Washington. Fjögur úr hópi mótmælenda féllu í valinn og fjöldi fólks særðist. Varðgæsla á Capitol-hæð þykir hafa brugðist.
Betsy DeVos menntamálaráðherra Trumps segir af sér
Betsy DeVos menntamálaráðherra í stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt afsögn sína vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið í Washington.
Mike Pence andvígur því að víkja Trump úr embætti
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er andvígur því að beita því ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar brottvikningu forsetans. Fjöldi Demókrata og nokkur hópur Repúblikana hefur lagt hart að honum að fara þá leið.
Trump fordæmir ofbeldið harðlega
Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmir harðlega og afdráttarlaust það ofbeldi sem stuðningsmenn hans beittu með því að ryðjast inn í þinghúsbygginguna í gær. Kayleigh McEnany, talskona forsetans greindi fréttamönnum frá þessu í dag.
Kastljós
Leið sem demókratar horfa á til að ná sér niðri á Trump
Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum fór ítarlega yfir stöðuna í bandarískum stjórnmálum eftir óeirðir gærdagsins í þinghúsinu í Washington í Kastljósi í kvöld.
07.01.2021 - 21:25