Færslur: óeirðir

Indónesía
Minnst 174 létust í troðningi eftir fótboltaleik
Minnst 174 létu lífið og enn fleiri slösuðust í miklum troðningi eftir að átök brutust út í lok fótboltaleiks í borginni Malang á eyjunni Jövu í Indónesíu á laugardagskvöld. Forseti landsins hefur fyrirskipað allsherjar úttekt á öryggismálum á knattspyrnuvöllum landsins vegna þessa hörmulega atburðar.
02.10.2022 - 03:12
Stórfelld neyð yfirvofandi á Haítí
Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna á Haítí lýsir ástandinu þar sem stórfelldri neyð. Örvænting landsmanna hefur náð nýjum hæðum að mati sendinefndarinnar en ofbeldisfullar óeirðir hafa staðið yfir í meira en hálfan mánuð.
Þrettán fangar létust í blóðugum slagsmálum í Ekvador
Þrettán létust og tveir slösuðust þegar óeirðir brutust út milli glæpagengja í fangelsi í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador í gær. Þetta hefur AFP eftir fangelsismálayfirvöldum í landinu.
19.07.2022 - 03:44
Reyna að semja við stjórnarandstæðinga á Srí Lanka
Ríkisstjórn Srí Lanka stendur nú í viðræðum við leiðtoga andófsmanna á Srí Lanka. Þetta hefur AFP eftir talsmönnum stjórnarandstæðinga.
14.07.2022 - 06:24
Segja Trump hafa þrýst á Pence að brjóta lög
Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, þrýsti á þáverandi varaforseta landsins, Mike Pence, að brjóta lög í kjölfar kosninga í landinu árið 2020. Trump hafi með ólögmætum hætti reynt að fá Pence til þess að ógilda niðurstöðu kosninganna.
Hernum skipað að skjóta lögbrjóta
Varnarmálaráðuneytið á Sri Lanka skipaði hermönnum í dag að skjóta alla sem staðnir eru að verki við það að brjóta lögin. Átök stjórnarliða og stjórnarandstæðinga hafa kostað átta manns lífið. Á þriðja hundrað hafa særst.
10.05.2022 - 17:27
Útgöngubann í kjölfar mannskæðra mótmæla á Sri Lanka
Þúsundum her- og lögreglumanna er ætlað að tryggja að útgöngubann haldi í Sri Lanka en fimm fórust í gær í mestu átökum sem brotist hafa út í tengslum við mótmæli í landinu. Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra sagði af sér í gær en sú ákvörðun sló ekkert á bræði almennings.
Marcos yngri talinn sigurstranglegastur frambjóðenda
Forsetakosningar standa nú yfir á Filippseyjum. Tíu eru í framboði en sonur fyrrverandi einræðisherra og núverandi varaforseti njóta mestrar hylli kjósenda. Skoðanakannanir benda til stórsigurs þess fyrrnefnda.
Svíþjóð
Lítið um uppþot á mánudag en erfitt verk fyrir höndum
Mánudagurinn, annar dagur páska, var mun friðsamari í Svíþjóð en síðustu fjórir dagar þar á undan, og hvergi kom til uppþota eða óeirða sem orð er á gerandi. Talsmaður lögreglu segist sleginn yfir því mikla hatri og ofbeldi sem lögreglumenn mættu af hólfu mótmælenda og grunur leikur á að glæpasamtök hafi notfært sér ástandið og kynt undir ófriðarbálinu.
19.04.2022 - 01:34
Lífshættulegar árásir á lögreglu í óeirðum
Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir óeirðirnar í landinu undanfarna daga gríðarlega alvarlegt mál. Líf fólks hafi verið í hættu, og grunur sé um að skipulagðir glæpahópar hafi tekið þátt.
18.04.2022 - 12:16
Eldar og óeirðir í Malmö, fjórða daginn í röð
Uppþot og óeirðir héldu áfram í sænsku borginni Malmö á Skáni á páskadag, þar sem ítrekað hefur komið til harðra mótmæla og átaka síðustu daga. Fjöldi fólks safnaðist saman í Rosengård-hverfinu í hjarta borgarinnar í síðdegis og lét ófriðlega fram eftir kvöldi. Lögregla var með fjölmennt lið á vettvangi og freistaði þess að dreifa mannfjöldanum, en um klukkan 23 að staðartíma hitnaði enn í kolunum þegar mótmælendur kveiktu elda á nokkrum stöðum, þar á meðal í skóla í hverfinu.
17.04.2022 - 23:35
Nýsjálenskir friðargæsluliðar halda til Salómonseyja
Nýsjálsenskir hermenn bætast við fjölþjóðlegt friðargæslulið sem ætlað er að halda uppi lögum og reglum á Salómonseyjum. Óeirðir á eyjunum í síðustu viku kostuðu þrjú mannslíf og mikið eignatjón í höfuðborginni Honiara.
Miklar óeirðir skekja Salómónseyjar
Miklar óeirðir hafa skekið Salómónseyjar í Suður-Kyrrahafi undanfarna þrjá daga. Þúsundir vopnaðra óeirðaseggja hafa farið um götur í höfuðborginni Honiara og kveikt í húsum og vöruskemmum.
Nítján lögreglumenn særðir og 49 handtekin í ólátum
Lundúnalögreglan handtók fjörutíu og níu í ólátum sem brutust út í Lundúnum eftir tap Englands gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Lögregla kveðst ætla að rannsaka uppruna hatursfullra skilaboða til landsliðsmanna.
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í París
Parísarlögreglan beitti táragasi og sprautaði vatni á mótmælendur sem söfnuðust saman til stuðnings málstað Palestínu í dag. Yfirvöld óttast að gyðingahatur blossi upp og bönnuðu því mótmælin.
15.05.2021 - 18:50
Tveimur lögreglumönnum á Capitol-hæð vikið úr starfi
Tveimur lögreglumönnum í lögregluliðinu á þinghúshæðinni í Washington hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um aðild að árásinni á þinghúsið 6. janúar.
Reynir að takmarka rétt Trump til beitingar kjarnavopna
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Nancy Pelosi, á í viðræðum við hæstráðendur í Bandaríkjaher um að takmarka möguleika Donalds Trump, fráfarandi forseta, á að fyrirskipa beitingu kjarnorkuvopna. Demókratar leita allra leiða til að koma forsetanum sem fyrst frá völdum. 
08.01.2021 - 18:15
Betsy DeVos menntamálaráðherra Trumps segir af sér
Betsy DeVos menntamálaráðherra í stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt afsögn sína vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið í Washington.
Fjórir látnir eftir árásina á bandaríska þinghúsið
Fjórir eru látnir, tvær konur og tveir karlar, eftir að vopnaðir stuðningsmenn Donalds Trumps, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ruddust inn í þinghúsið í Washington í gærkvöldi. Lögreglumaður skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarsástæðum í mannmergðinni. Samkvæmt AFP-fréttastofunni var konan sem var skotin ötull stuðningsmaður forsetans.
07.01.2021 - 07:40
Kallað eftir auknu öryggi franskra lögreglumanna
Hópur fólks vopnaður stálrörum og flugeldum réðst að og sat um lögreglustöð í bænum Champigny-sur-Marne í Frakklandi, um tólf kílómetra sunnan Parísar. Atvikið átti sér stað í gærkvöldi í Bois-L'Abbe-hverfinu.
11.10.2020 - 18:55
Saka lögreglu um að skjóta fatlaðan dreng til bana
Hörð mótmæli blossuðu upp í úthverfi Jóhannesarborgar í Suður-Afríku í dag eftir að lögregla var sökuð um að hafa skotið fatlaðan ungling til bana.
27.08.2020 - 17:46
Ólæti og handtökur í París eftir tap PSG
Meira en 80 voru handtekin í París í kvöld eftir eitt núll sigur Bayern München á Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
24.08.2020 - 01:20
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.
Á annað hundrað handtekin í óeirðum í Chicago
Yfir eitt hundrað voru handtekin í fjölmennum óeirðum í miðborg Chicago í gærkvöld. Þrettán lögreglumenn slösuðust.
10.08.2020 - 18:00
Útgöngubann allar nætur í New York út vikuna
Borgaryfirvöld í New York hafa lýst yfir útgöngubanni að kvöldi og nóttu næstu sex sólarhringa til að stemma stigu við spellvirkjum óeirðaseggja. Útgöngubannið í gærkvöld var virt að vettugi.

Mest lesið