Færslur: óeirðir

Útgöngubann allar nætur í New York út vikuna
Borgaryfirvöld í New York hafa lýst yfir útgöngubanni að kvöldi og nóttu næstu sex sólarhringa til að stemma stigu við spellvirkjum óeirðaseggja. Útgöngubannið í gærkvöld var virt að vettugi.
„Ástandið er stjórnlaust og hættulegt“
Mótmæli héldu áfram í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær og í nótt. Ríkisstjóri Minnesota segir ástandið í ríkinu stjórnlaust og hættulegt. Hann segir að viðbúnaður vegna mótmælanna sé sá mesti í sögu ríkisins.
30.05.2020 - 12:36
Einn alvarlega særður í óeirðum í Charlotte
Einn er alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skoti í gærkvöld í mótmælum í Charlotte í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Mótmælt var í borginni annað kvöldið í röð í kjölfar þess að lögregla skaut til bana svartan mann þar á þriðjudag.
22.09.2016 - 02:18