Færslur: OECD

PISA-könnuninni frestað vegna COVID
PISA-könnuninni, sem leggja átti fyrir 15 ára nemendur víða um heim á næsta vori hefur nú verið frestað um ár, til vorsins 2022. Það er gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta þýðir að þeir nemendur sem hefja nám í 10. bekk hér á landi í haust munu ekki taka þátt í könnuninni eins og gert hafði verið ráð fyrir. Það munu aftur á móti þeir skólafélagar þeirra gera sem eru árinu yngri.
Atvinnuleysið meira en eftir bankakreppuna
Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að atvinnuástand í heiminum sé mun verra af völdum COVID-19 farsóttarinnar en eftir bankakreppuna 2008. Batinn sem varð eftir hana sé að engu orðinn.
07.07.2020 - 15:53
Myndskeið
Spá mesta efnahagssamdrætti í sögu OECD
Efnahagssamdráttur á heimsvísu á þessu ári verður sá mesti í sextíu ára sögu OECD. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir hundruð milljóna hafa misst vinnuna og ástandið verði enn verra ef önnur bylgja kórónuveirunnar skellur á.
10.06.2020 - 22:10
Myndskeið
Skammarlegar tölur fyrir okkur
Ísland ver hlutfallslega mun minna fjármagni til heilbrigðisþjónustu en önnur norræn lönd. Íslendingar borga þó minna fyrir þjónustuna úr eigin vasa en aðrir Norðurlandabúar. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir tölurnar skammarlega lágar.
Alþingi og ríkisstjórn hunsi vilja þjóðarinnar
Ísland er undir meðaltali OECD-ríkja þegar kemur að heildarútgjöldum til heilbrigðisþjónustu. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir niðurstöðuna dapurlega úttekt á starfi þeirra sem stjórna landinu.
07.12.2019 - 12:43
Horfurnar í heimsviðskiptum versna
Efnahags- og framfarastofnunin OECD lækkaði í dag hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár um 0,1 prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst spenna í milliríkjaviðskiptum, einkum milli Bandaríkjanna og Kína.
21.11.2019 - 14:10
Vinnutími sá sjötti stysti á Íslandi
Á Íslandi var sjötti stysti meðalársvinnutími fólks á vinnumarkaði af aðildarríkjum OECD í fyrra. Fólk vann að meðaltali 1.469 vinnustundir á ári hér á landi. Það eru tæpar sex klukkustundir á dag, ef miðað er við 248 virka daga að hátíðisdögum frádregnum.
06.09.2019 - 21:30
Kaupmáttur meðalárslauna mestur á Íslandi
Kaupmáttur meðalárslauna var mestur á Íslandi í fyrra af OECD-ríkjunum. Meðalárslaun voru tæplega átta og hálf milljón króna hér á landi. Þau voru næsthæst í Lúxemborg og Sviss, eða um átta milljónir króna. Meðalárslaun á öðrum Norðurlöndum voru nokkuð lægri, eða tæpar sjö milljónir króna í Danmörku, tæplega sex og hálf í Noregi og um fimm og hálf í Svíþjóð og Finnlandi.
04.09.2019 - 14:24
Vill mæla hagvöxt í sæld frekar en framleiðslu
Kristín Vala Ragnarsdóttir, jarðvísindakona og kennari við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem undanfarin ár hafa talað fyrir því að árangur þjóða verði mældur í öðru en vergri landsframleiðslu. Hún vinnur nú með alþjóðlegum vísindahópi við að þróa hugsun og vísa til að nálgast sældarhagkerfi.
07.08.2018 - 10:17