Færslur: OECD

Yfir 60 milljarðar þvættaðir hér á landi
Áætlað er að jafnvirði um 64 milljarða króna af illa fengnu fé sé þvættað hér á landi, sem er hlutfallslega á pari við það sem þekkist í mörgum öðrum aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta er á meðal niðurstaðna greiningar breska öryggisfyrirtækisins Credas á peningaþvætti innan OECD, sem byggð er á gögnum frá stofnuninni og greint er frá í Fréttablaðinu í dag.
16.02.2022 - 06:55
Ný skýrsla: Konur fá 13% lægri eftirlaun en karlar
Íslenskar konur hafa 13 prósent lægri eftirlaun en karlmenn en eftirlaun karla eru hærri en kvenna í öllum OECD ríkjunum. Íslenska lífeyrissjóðakerfið fær háa einkunn í nýrri skýrslu.
04.11.2021 - 06:12
Meðallaun á Íslandi næsthæst í samanburði 28 landa
Ísland stendur vel þegar kemur að alþjóðlegum samanburði á launum. Meðallaun hérlendis voru þau næsthæstu í fyrra í samanburði milli tuttugu og átta landa. Ísland kemur næst á eftir Bandaríkjunum, samkvæmt gögnum OECD.
29.10.2021 - 04:56
Hlutfallsleg fátækt í ríkjum OECD minnst á Íslandi
Hlutfallsleg fátækt er hvergi minni í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD en hér á landi, samkvæmt tölum sem stofnunin birti í gær í tilefni alþjóðlegs dags sem tileinkaður er baráttunni gegn fátækt í heiminum.
19.10.2021 - 06:19
Efnahagsmál · Erlent · Innlent · Stjórnmál · Tekjur · Fátækt · OECD
Samiðn gagnrýnir harðlega stöðu iðnnáms
Samiðn hefur sent frá sér ályktun þar sem staða iðnnáms hér á landi er gagnrýnd harðlega. Staðan sé orðin mjög alvarleg þegar 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám. Þá eigi 18 ára og eldri nánast enga möguleika á að komast í iðnnám og það sé algerlega óviðunandi.
01.09.2021 - 10:05
Ísland stóðst COVID-storminn betur en flestar þjóðir
Ísland stóð storminn sem fylgdi COVID-19 faraldrinum betur af sér en flestar aðrar þjóðir og viðsnúningur er framundan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf. Fjármálaráðherra segir að þetta megi þakka góðri stöðu ríkisfjármála fyrir faraldur.
Mæla traust og bera saman milli ríkja
Norðurlöndin öll, Ísland þeirra á meðal og mörg OECD-ríki ætla að gera könnun á trausti almennings til opinberra stofnana. OECD hefur lengi þróað kannanir um traust, því það er ekki einfalt að mæla segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem kynnti þessi áform á ríkisstjórnarfundi.
06.07.2021 - 14:37
Spegillinn
Covid-áhrif gegn skattaskjólum
Skattareglur, sem gera stórfyrirtækjum kleyft að færa hagnað í skattaskjól, hafa lengi verið þyrnir í augum baráttufólks fyrir réttlátari sköttum. Covid hefur ýtt undir skilning á samhjálp og á laugardaginn var gerðu fjármálaráðherrar G7-ríkjanna samkomulag sem miðar að því að að afnema skattaskjól. Róttæk fyrirætlun þó það eigi enn eftir að koma í ljós hvað mun nákvæmlega felast í þessum nýju reglum.
08.06.2021 - 16:54
Segja alheimsfyrirtækjaskatt innan seilingar
Samkomulag G7-ríkjanna um alheimsfyrirtækjaskatt er innan seilingar. Þetta segja fjármálaráðherrar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar í grein sem birt er í breska blaðinu Guardian í dag.
04.06.2021 - 10:52
Efnahagsmál · Erlent · G7 · Þýskaland · Bretland · Bandaríkin · Ítalía · Spánn · Frakkland · OECD
OECD hækkar hagvaxtarspána
Efnahags- og framfarastofnunin OECD hækkaði í dag hagvaxtarspá sína um 1,4 prósentustig frá síðustu spá í desember. Að mati sérfræðinga stofnunarinnar hefur dreifing bóluefnis gegn COVID-19 og risastór bjargráðapakki Bandaríkjastjórnar bætt efnahagshorfur í heiminum umtalsvert. Samkvæmt nýju spánni er útlit fyrir að hagvöxtur í heiminum verði 5,6 prósent. Spáð er 6,5 prósenta hagvexti í Bandaríkjunum, það er 3,3 prósentustigum meira en í síðustu efnahagsspá OECD.
09.03.2021 - 14:58
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Skaðlegt að skilgreina offitu ekki sem sjúkdóm
Tryggvi Helgason, barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna, segir að skilgreina þurfi offitu sem sjúkdóm á Íslandi. Hann segir mikinn mun vera á höfuðborg og landsbyggð þegar kemur að fjölda barna í ofþyngd.
02.02.2021 - 13:32
Sóttvarnir íþyngja síður hér en í flestum OECD-ríkjum
Innlendar sóttvarnir hafa verið minna íþyngjandi hér á landi en í flestum OECD-ríkjum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata.
Vill upplýsingar um viðbrögð við alþjóðlegum mútubrotum
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tók í dag fyrir nýútkomna skýrslu OECD þar sem íslensk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir slæleg viðbrögð við alþjóðlegum mútubrotum. Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, segist í samtali við fréttastofu hafa óskað eftir því að dómsmálaráðuneytið tæki saman gögn yfir það hvað nú þegar hefði verið gert til að bregðast við alþjóðlegum mútubrotum og hvernig stæði til að bregðast við athugasemdum OECD.
13.01.2021 - 12:49
Stjórnvöld mögulega of værukær gagnvart mútubrotum
Verðandi framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International segir að skýrsla OECD um mútubrot sýni að stjórnvöld hér á landi hafi verið værukær gagnvart þessum málaflokki. Skýrsluhöfundar telja að íslensk stjórnvöld hafi vanmetið hættuna af slíkum brotum.
OECD gagnrýnir refsirammann fyrir mútubrot á Íslandi
Starfshópur á vegum OECD telur óljóst hvort refsiramminn við alþjóðlegum mútubrotum á Íslandi sé til þess fallinn að skila árangri í baráttunni gegn slíkum brotum og hvort refsing við því að greiða mútur sé mátuleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps OECD um alþjóðleg mútubrot á Íslandi.
Álasa stjórnvöldum fyrir slæleg viðbrögð gegn mútum
Ísland þarf að bæta verulega getu til að greina mútur og merki þess að slík brot eigi sér stað hér á landi. Í nýrri skýrslu OECD segir að þrátt fyrir að Ísland hafi skrifað undir sáttmála OECD gegn mútum og spillingu fyrir meira en tuttugu árum hafi stjórnvöld fyrst nú nýlega hafið rannsókn á mútubrotum. Málefninu hafi ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti.
17.12.2020 - 12:09
Óvissa um námslok getur fælt fólk frá iðnnámi
Óvissa um námslok er ein af ástæðum þess að iðnnám freistar ekki eins og bóknám segir Hildur Ingvarsdóttir skólastjóri Tækniskólans. Erfitt getur reynst að komast á samning hjá meistara og kynning á iðnnámi í lok grunnskóla mætti vera betri. 
12.11.2020 - 17:50
Spegillinn
Hætta á að kröfur minnki verði farið að ráðum OECD
Skýrsla OECD, Efnahags og framfarastofnunarinnar, á regluverki ferðaþjónustu og byggingaiðnaðar hér á landi, sem kynnt var í vikunni, hefur vakið blendin viðbrögð hjá Samtökum iðnaðarins. Í skýrslunni er lagt til að endurskoða í heild sinni löggjöf um löggiltar starfsgreinar.
12.11.2020 - 15:32
OECD: Kröfur um aðgengi fyrir alla verði endurskoðaðar
OECD telur að endurskoða þurfi kröfur um aðgengi fyrir alla í byggingaregluverki, til dæmis reglur um að húsnæði með lyftu þurfi að lúta reglum um algilda hönnun. Þetta kemur fram í nýju samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi.
Viðtal
Gerir ráð fyrir að lögvernduðum starfsheitum fækki
Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Í nýrri skýrslu OECD er lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara verði afnumin. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir tilefni til breytinga.
10.11.2020 - 22:30
Bakarar gagnrýna tillögur OECD
Landssamband bakarameistara á Íslandi sendi frá sér tilkynningu í kvöld um að sambandið gerði alvarlegar athugasemdir við ummæli Angel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þess efnis að bakaraiðn ætti ekki að njóta lögverndar. Þetta sagði framkvæmdastjórinn á kynningarfundi um niðurstöður mats OECD á samkeppnishindrunum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.
10.11.2020 - 19:37
PISA-könnuninni frestað vegna COVID
PISA-könnuninni, sem leggja átti fyrir 15 ára nemendur víða um heim á næsta vori hefur nú verið frestað um ár, til vorsins 2022. Það er gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta þýðir að þeir nemendur sem hefja nám í 10. bekk hér á landi í haust munu ekki taka þátt í könnuninni eins og gert hafði verið ráð fyrir. Það munu aftur á móti þeir skólafélagar þeirra gera sem eru árinu yngri.
Atvinnuleysið meira en eftir bankakreppuna
Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að atvinnuástand í heiminum sé mun verra af völdum COVID-19 farsóttarinnar en eftir bankakreppuna 2008. Batinn sem varð eftir hana sé að engu orðinn.
07.07.2020 - 15:53
Myndskeið
Spá mesta efnahagssamdrætti í sögu OECD
Efnahagssamdráttur á heimsvísu á þessu ári verður sá mesti í sextíu ára sögu OECD. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir hundruð milljóna hafa misst vinnuna og ástandið verði enn verra ef önnur bylgja kórónuveirunnar skellur á.
10.06.2020 - 22:10