Færslur: Odesa

Láta Írani fækka verulega starfsliði sendiráðs
Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa krafið Írani um að fækka í starfsliði sendiráðs þeirra í Kyiv vegna vopnasendinga þeirra til Rússlands. Það segja Úkraínumenn alvarlegt brot gegn fullveldi landsins.
24.09.2022 - 02:35
Guterres í Odesa
Fagnaði kornflutningum og bað um aukna neyðaraðstoð
Tvö skip lestuð hveiti og sólblómaolíu lögðu úr höfn í úkraínska hafnarbænum Chornomorsk í morgun, að sögn varnarmálaráðherra Tyrklands, en Tyrkir hafa eftirlit með framkvæmdinni á samkomulagi Rússa, Úkraínumanna og Sameinuðu þjóðanna um útflutning á úkraínsku korni og öðrum matvælum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði kornútflutningnum í Odesa í gær en sagði aukinn útflutning lítið gagnast þeim sem ekki hefðu efni á að kaupa korn.
Guterres og Erdogan halda til Úkraínu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti halda til fundar við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Guterres.
Önnur eldflaugaárás á Odesa og sprengjuárás á Karkív
Rússneski innrásarherinn gerði eldflaugaárás á úkraínsku hafnarborgina Odesa við Svartahaf eldsnemma í morgun og sprengjuárás á stórborgina Karkív í landinu norðanverðu um svipað leyti. Einnig berast fréttir af sprengjuárásum á hafnarborgina Mykolaív í Suður-Úkraínu.
26.07.2022 - 06:47
Rússneskum flugskeytum skotið á Odessa
Rússneskum flugskeytum var skotið á úkraínsku hafnaborgina Odessa í morgun, tæpum sólarhring eftir að samkomulag náðist um útflutning á korni frá Úkraínu. Sendiherra Úkraínu í Tyrklandi segir að árásinni megi líkja við að rússlandsforseti hafi hrækt framan í viðsemjendur gærdagsins.
23.07.2022 - 12:14
Johnson útnefndur heiðursborgari í Odesa
Henady Trukhanov, borgarstjóri úkraínsku hafnarborgarinnar Odesa, hefur útnefnt Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sem heiðursborgara.
02.07.2022 - 05:15
Zelensky segir Rússa ástunda hryðjuverk
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Rússa ástunda hryðjuverk en á þriðja tug allmennra borgara féll í loftskeytaárás á bæinn Serhiivka í Odesa-héraði snemma í gærmorgun.
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Almennir borgarar enn sagðir vera í stálverksmiðjunni
Enn er sagt öruggt að minnst eitt hundrað almennir borgarar hafist við í Azov-stálverksmiðjunni í hafnarborginni Mariupol. Rússneskar hersveitir hafa lengi setið um verksmiðjuna og láta sprengjum rigna yfir hana. Rússar gerðu sprengjuárás á hafnarborgina Odesa í kvöld.
Heimsókn bandarískra ráðherra til Úkraínu óstaðfest enn
Bandarísk yfirvöld hafa ekki staðfest þau orð Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta að Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna væri væntanlegur til Kyiv.
Úkraínumenn finna leiðir til vöruútflutnings
Úkraínumenn hyggjast reyna að flytja ýmsar landbúnaðarvörur um rúmensku hafnarborgina Constanta. Með því er vonast til að efnahagur Úkraínu styrkist auk þess sem mætt er þörf fjölmargra ríkja í brýnni þörf fyrir vörur þaðan.

Mest lesið