Færslur: Oddeyri

Segir fjórðungsþátttöku í íbúakosningu stórkostlega
Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður stýrihóps um íbúasamráð á Akureyri, segir nýafstaðna íbúakosningu um skipulagsmál á Oddeyri hafa gefist vel. Hún segir þátttökuna, sem var um 26 prósent, vera stórkostlega í svo afmörkuðu máli.
02.06.2021 - 14:49
Þátttakan ásættanleg en niðurstaðan vonbrigði
Tveir þriðju hlutar þeirra sem tóku þátt í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar kusu með því að þar rísi þriggja til fjögurra hæða hús. Rúmur fjórðungur bæjarbúa tók þátt í kosningunni. Forseti bæjarstjórar segir þátttökuna ásættanlega.
01.06.2021 - 12:59
Mikill meirihluti kaus með 3-4 hæða húsum á Oddeyri
Flestir greiddu atkvæði með gildandi aðalskipulagi í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar sem lauk á miðnætti. 67% þeirra sem tóku þátt kusu með gildandi skipulagi sem gerir ráð fyrir hús á reitnum geti verið 3-4 hæðir.
01.06.2021 - 09:58
Rúmlega 20% Akureyringa búnir að kjósa í íbúakosningu
Rúmlega 20% Akureyringa hafa nú tekið þátt í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar. Lokað verður fyrir könnunina á miðnætti.
31.05.2021 - 13:05
Segir íbúakosningu um skipulag á Oddeyri tilgangslausa
Helgi Örn Eyþórsson, verkefnisstjóri hjá SS Byggi segir íbúakosningu sem fyrirhuguð er í næsta mánuði um skipulagsmál á Oddeyri tilgangslausa. Hún snúist um ósjálfbært verkefni. Hann segir útilokað að SS Byggir komi að því að byggja þar fimm hæða hús.
08.04.2021 - 09:13
Sjónvarpsfrétt
„Tilvalið mál til að fara með í íbúakosningu“
Bæjarstjórnin á Akureyri ætlar setja umdeild skipulagsáform á lóð í bænum í íbúakosningu. Forseti bæjarstjórnar vonast til að með því náist sátt um lóðina sem hefur verið bitbein bæjarbúa.
23.03.2021 - 15:14
Sjónvarpsfrétt
„Okkur þykir bara öllum svo vænt um bæinn okkar“
Skiptar skoðanir eru meðal Akureyringa um fimm fjölbýlishús sem verktaki hyggst reisa ofan við elsta hverfi Akureyrar, Innbæinn. Bæjarfulltrúi segir sterkar skoðanir fólks til marks um væntumþykju í garð bæjarins.
01.03.2021 - 21:36
Vilja íbúakosningu um skipulagið á Oddeyri
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar þar sem hugmyndir eru uppi um að byggja upp nýtt íbúðarsvæði. Þar kemur fram að hæð einstakra bygginga geti orðið allt að 25 metrar yfir sjávarmáli. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vilja halda íbúakosningu um breytinguna.
16.09.2020 - 13:45