Færslur: nýsköpunarmiðstöð íslands

Sumir færast til en aðrir missa vinnuna
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um opinberan stuðning við nýsköpun er orðið að lögum og í þeim felst að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður. Sumir starfsmenn miðstöðvarinnar færast til í starfi en aðrir missa vinnuna.
Mikilvægt að tryggja óháðar rannsóknir
Forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins segir mikilvægt að halda úti óháðum rannsóknum og eftirliti með myglu og rakaskemmdum í húsum. Annað auki hættu á hagsmunaárekstrum.
Gagnrýna stefnuleysi við aflögn starfsemi NMÍ
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið getur ekki upplýst um gögn sem eru til grundvallar ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra, frá í febrúar um að hefja áform um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður. Gögnin séu ekki tilbúin.
Rannsóknir á myglu í húsbyggingum stundaðar áfram
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála segir að ekki verði skorið niður til myglurannsókna en ekki sé ljóst hvor þær rannsóknir sem nú eru í gangi haldi áfram í núverandi mynd. Almennt standi til að efla byggingarannsóknir.
Óvissa um framtíð myglurannsókna í húsbyggingum
Allt stefnir í að rannsóknir á myglu í íslenskum húsum leggist af um áramótin þegar Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins hættir. Ólafur Wallevik, forstöðumaður rannsóknastofunnar óttast að vandamálum í íslenskum byggingum eigi eftir að fjölga. Stofan hefur gert átak í að finna út orsakir myglu í húsum hér á landi
Þórdís Kolbrún leggur niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, hefur ákveðið að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) niður um næstu áramót. Starfsmenn eru 81 talsins.