Færslur: Nýsköpun

Sjónvarpsfrétt
„Fjölbreytt matvæli sem gera lífið skemmtilegra“
Súrdeigsbrauð úr heimamöluðu korni og matvæli úr sjávarþangi frá Vestfjörðum var á meðal þess sem frumkvöðlar í matvælaiðnaði buðu upp á á uppskeruhátið þeirra á Laugarbakka. 
Sjónvarpsfrétt
Sönkuðu að sér tækjum og opnuðu Fablab á Ströndum
Hjón sem kaupa frekar verkfæri og tæki en föt og bíla hafa nú opnað minnstu Fablab smiðju landsins á Hólmavík á Ströndum. Þau vona að smiðjan sýni fram á að slíkt starf gagnist litlum byggðum jafnt sem smáum.
21.03.2022 - 09:43
Sögur af landi
Lækningavörur úr þorskroði í frystihúsum fyrri tíma
„Þetta ótrúlega flotta fyrirtæki er komið með yfir 200 manns sem eru að vinna við að koma íslenska roðinu til þeirra sem þurfa á því að halda,“ segir Dóra Hlín Gísladóttir, þróunarstjóri hjá Kerecis. Fyrirtækið hefur þróað sáravörur úr þorskroði með góðum árangri, vaxið hratt og komið sér fyrir í tveimur fyrrverandi frystihúsum á Ísafirði og víðar um heim. „Stór hluti af þessari sýn sem við höfðum hefur gengið eftir, eða er kominn vel á veg,“ segir Dóra Hlín.
Nýsköpunarsetur í fiskvinnsluhúsi
„Breið - Þróunarfélag var stofnað fyrir einu og hálfu ári síðan og fyrsta verkefnið var að breyta þessu gamla fiskverkunarhúsi HB og co í nýsköpunarsetur og á þessum stutta tíma erum við komin með hátt í hundrað manns hérna inn og er að verða uppselt," segir Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Breiðar Þróunarfélags á Akranesi.
15.02.2022 - 11:52
Sjónvarpsfrétt
Þróa vöru úr lífmassa í nýrri líftæknismiðju á Akranesi
Í nýrri líftæknismiðju á Akranesi er hægt að stunda rannsóknir og vöruþróun úr lífmassa. Frumkvöðlar sem þar eru teknir til starfa hafa sumir beðið í áratugi eftir slíkri aðstöðu.
14.12.2021 - 10:50
Landinn
„Af hverju fæ ég ekki svona rétt úti í búð?“
„Það eru allir með matarhugmyndir það vilja allir smakka eitthvað nýtt. Við erum alltaf að leita að einhverju nýju eða öðruvísi", segir Eva Michelsen sem stofnaði Eldstæðið í september í fyrra. „Þetta er tilraunaeldhús fyrir matarfrumkvöðla. Hingað geta þeir komið sem vilja reyna fyrir sér í matargerð. Hér getur fólk fengið aðstöðu til að prófa sig áfram án þess að leggja í mikinn kostnað", segir Eva.
03.11.2021 - 07:50
Sjávarklasi í viðræðum um kaup á álveri í Helguvík
Íslenski sjávarklasinn, í samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum, á í viðræðum við Norðurál um að kaupa byggingar í Helguvík í Reykjanesbæ sem byggðar voru fyrir álver á sínum tíma. Hugmyndin er að koma á stofn grænum sprotagarði þar sem fyrirtæki geta samnýtt auðlindir. Það sem fellur til hjá einu fyrirtæki gæti orðið að nýtanlegri auðlind hjá öðru.
29.10.2021 - 06:51
Landinn
Blandar nú landakokteila í stað „landa í sprite“
„Við erum búin að taka út þetta skítabragð, sem margir kannast við og er oft í landanum, og margir eru með slæmar minningar um. Og það sem eftir stendur er bara ótrúlega mjúkur spíri sem virkar ótrúlega vel í margt,“ segir Dagrún Sóla Óðinsdóttir, yfirkokkur á Blábjörgum á Borgarfirði eystra.
27.09.2021 - 14:00
Nýsköpun til framtíðar á landsbyggðinni
Fyrstu regnhlífarsamtök nýsköpunar á landsbyggðinni hafa verið sett á laggirnar undir nafninu Norðanátt. Markmiðið er að skapa tækifæri fyrir atvinnuskapandi frumkvöðlastarf.
Strætisvagnaþök verða hleðsluvöggur fyrir flygildi
Strætó og Svarmi, íslenskt fyrirtæki á sviði fjarkönnunar, gegna stóru hlutverki í Evrópuverkefni sem gengur út á að flygildi, eða drónar, noti strætisvagna sem nokkurs konar ferðahleðsluvöggur. Alls eru 30 aðilar frá átta Evrópulöndum, þar á meðal Finnlandi og Austurríki, þátttakendur í verkefninu sem er styrkt af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon 2020, en Tækniþróunarsjóður styrkir íslenska hluta verkefnisins.
12.07.2021 - 15:43
Ný tegund malaríulyfs vinnur samkeppni Háskóla Íslands
Nýtt lyfjaform gegn malaríu fyrir börn bar sigur úr býtum í Vísinda- og nýsköpunarverðlaunakeppni Háskóla Íslands. Í verkefninu var þróað nýtt lyfjaform sem gerir að verkum að ekki þarf hjúkrunarfræðinga til að gefa lyfið á sjúkrahúsum heldur heldur er á færi ófaglærðra að gera það.
Viðtal
Lausnamót haldið á Norðurlandi
Lausnamótið Hacking Norðurland hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Þar verður unnið með sjálfbæra nýtingu auðlinda á Norðurlandi. Þema mótsins er matur, orka og vatn.
15.04.2021 - 12:26
Landinn
Þróa karfasnakk og þaravín á meðan engir eru gestirnir
Ljósin eru slökkt, útidyrahurðin læst og salurinn tómur á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Og þannig hefur það verið um nokkra hríð - sem þó þýðir ekki að þar sé setið auðum höndum. Í bakhúsi er matreiðslumaður að brasa, hann er að búa til karfaroðssnakk.
07.03.2021 - 20:10
Morgunútvarpið
Draga lærdóm af stafrænu heljarstökki í faraldrinum
Á morgun fara fram nýsköpunardagar hins opinbera þar sem verður dreginn jákvæður lærdómur af kórónuveirufaraldrinum og þeim áskorunum sem veiran skapaði á síðasta ári hjá hinu opinbera.
20.01.2021 - 10:06
Mikill vöxtur hjá Kerecis
Tekjur íslenska fyrirtækisins Kerecis sem framleiðir afurðir byggðar á affrumuðu þorskroði tvöfölduðust rúmlega milli áranna 2019 og 2020. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fyrirtækisins sem hélt aðalfund sinn í síðustu viku.
22.12.2020 - 05:32
Viðtal
Heima valin besta viðskiptahugmyndin
Viðskiptahugmyndin Heima varð hlutskörpust í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í ár. Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga. Verðlaunahafarnir Sigurlaug Jóhannsdóttir, Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Alma Dóra Ríkharðsdóttir skipta með sér verðlaunafénu, einni milljón króna frá Landsbankanum.
17.10.2020 - 18:27
Myndskeið
Hafa þróað munn- og nefúða gegn COVID-19
Fyrirtækið Kerecis hefur þróað nef- og munnúða gegn COVID-19. Hann á að nýtast sem hluti af persónulegum sóttvörnum en rannsóknir sýna að hann eyði 99,97 prósentum veirunnar.
14.10.2020 - 21:45
Myndskeið
Gegna lykilhlutverki við dreifingu COVID-19 bóluefnis
Íslenskt sprotafyrirtæki ætlar sér lykilhlutverk í innflutningi bóluefnis gegn COVID-19 og hefur gert samning við stærstu lyfjafyrirtæki í heiminum.
13.10.2020 - 21:00
Gagnrýna samsetningu í nýju Vísinda- og nýsköpunarráði
Vísindafélag Íslands óttast að dregið verði úr áhrifum íslensks vísinda- og nýsköpunarsamfélags á stefnumótun í málaflokknum með nýju Vísinda- og nýsköpunarráði. Háskóli Íslands gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að í ráðinu sitji sérfræðingar sem starfi erlendis þegar nóg sé af sérfræðingum hér á landi og Rannís telur tilnefningar frá sérstakri nefnd kunna að vera heppilegri en tilnefningar hagaðila.
08.09.2020 - 22:49
Þrír milljarðar í nýsköpun – styrkhlutfall aldrei lægra
Samtök sprotafyrirtækja kalla eftir auknum fjármunum í framtaksverkefni vegna nýsköpunar í atvinnulífinu. Hlutfall sprota sem fá styrk frá Tækniþróunarsjóði hefur aldrei verið lægra, eða 6,5%.
28.08.2020 - 17:30
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
17 aðilar að starfsemi nýsköpunarseturs á Akranesi
Akraneskaupstaður og Brim hafa stofnað sameiginlegt þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Fyrsta verkefni félagsins er að koma á fót rannsóknar- og nýsköpunarsetri.
02.07.2020 - 20:43
Íslenska fyrirtækið CRI útnefnt lykilfrumkvöðull af ESB
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International var útnefnt Lykilfrumkvöðull (e. Key Innovator) af Evrópusambandinu, fyrst íslenskra fyrirtækja.
01.07.2020 - 15:54
Styrkja rannsóknir á áhrifum COVID-19
Rannís úthlutaði 360 milljónum króna til 426 námsmanna úr Nýsköpunarsjóði námsmanna á föstudag. Rannsóknirnar verða unnar í sumar og margar þeirra tengjast COVID-19 faraldrinum.
Telur tilefni sem aldrei fyrr að stefna í nýsköpun
Sjávarútvegsklasi Vestfjarða býður frumkvöðlum og háskólanemum að sækja styrki fyrir verkefni tengdum sjávarútvegi. Verkefnið kallast Hafsjór af hugmyndum, en umsóknarfresti var seinkað vegna heimsfaraldursins.
04.06.2020 - 18:12