Færslur: Nýsköpun

Morgunútvarpið
Draga lærdóm af stafrænu heljarstökki í faraldrinum
Á morgun fara fram nýsköpunardagar hins opinbera þar sem verður dreginn jákvæður lærdómur af kórónuveirufaraldrinum og þeim áskorunum sem veiran skapaði á síðasta ári hjá hinu opinbera.
20.01.2021 - 10:06
Mikill vöxtur hjá Kerecis
Tekjur íslenska fyrirtækisins Kerecis sem framleiðir afurðir byggðar á affrumuðu þorskroði tvöfölduðust rúmlega milli áranna 2019 og 2020. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fyrirtækisins sem hélt aðalfund sinn í síðustu viku.
22.12.2020 - 05:32
Viðtal
Heima valin besta viðskiptahugmyndin
Viðskiptahugmyndin Heima varð hlutskörpust í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í ár. Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga. Verðlaunahafarnir Sigurlaug Jóhannsdóttir, Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Alma Dóra Ríkharðsdóttir skipta með sér verðlaunafénu, einni milljón króna frá Landsbankanum.
17.10.2020 - 18:27
Myndskeið
Hafa þróað munn- og nefúða gegn COVID-19
Fyrirtækið Kerecis hefur þróað nef- og munnúða gegn COVID-19. Hann á að nýtast sem hluti af persónulegum sóttvörnum en rannsóknir sýna að hann eyði 99,97 prósentum veirunnar.
14.10.2020 - 21:45
Myndskeið
Gegna lykilhlutverki við dreifingu COVID-19 bóluefnis
Íslenskt sprotafyrirtæki ætlar sér lykilhlutverk í innflutningi bóluefnis gegn COVID-19 og hefur gert samning við stærstu lyfjafyrirtæki í heiminum.
13.10.2020 - 21:00
Gagnrýna samsetningu í nýju Vísinda- og nýsköpunarráði
Vísindafélag Íslands óttast að dregið verði úr áhrifum íslensks vísinda- og nýsköpunarsamfélags á stefnumótun í málaflokknum með nýju Vísinda- og nýsköpunarráði. Háskóli Íslands gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að í ráðinu sitji sérfræðingar sem starfi erlendis þegar nóg sé af sérfræðingum hér á landi og Rannís telur tilnefningar frá sérstakri nefnd kunna að vera heppilegri en tilnefningar hagaðila.
08.09.2020 - 22:49
Þrír milljarðar í nýsköpun – styrkhlutfall aldrei lægra
Samtök sprotafyrirtækja kalla eftir auknum fjármunum í framtaksverkefni vegna nýsköpunar í atvinnulífinu. Hlutfall sprota sem fá styrk frá Tækniþróunarsjóði hefur aldrei verið lægra, eða 6,5%.
28.08.2020 - 17:30
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
17 aðilar að starfsemi nýsköpunarseturs á Akranesi
Akraneskaupstaður og Brim hafa stofnað sameiginlegt þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Fyrsta verkefni félagsins er að koma á fót rannsóknar- og nýsköpunarsetri.
02.07.2020 - 20:43
Íslenska fyrirtækið CRI útnefnt lykilfrumkvöðull af ESB
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International var útnefnt Lykilfrumkvöðull (e. Key Innovator) af Evrópusambandinu, fyrst íslenskra fyrirtækja.
01.07.2020 - 15:54
Styrkja rannsóknir á áhrifum COVID-19
Rannís úthlutaði 360 milljónum króna til 426 námsmanna úr Nýsköpunarsjóði námsmanna á föstudag. Rannsóknirnar verða unnar í sumar og margar þeirra tengjast COVID-19 faraldrinum.
Telur tilefni sem aldrei fyrr að stefna í nýsköpun
Sjávarútvegsklasi Vestfjarða býður frumkvöðlum og háskólanemum að sækja styrki fyrir verkefni tengdum sjávarútvegi. Verkefnið kallast Hafsjór af hugmyndum, en umsóknarfresti var seinkað vegna heimsfaraldursins.
04.06.2020 - 18:12
Sigruðu með þróun á greiningartæki fyrir heilabilun
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn í dag. Fjögur verkefni voru verðlaunuð, en sigurverkefnið snýst um að þróa sjálfvirkt, þrívítt myndgreiningartól sem byggist á gervigreind og á að auðvelda og flýta greiningu á heilabilun. Aðstandendur verkefnisins fengu þrjár milljónir króna í verðlaunafé. 
12.05.2020 - 14:27
BEINT
Afhenda vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands verða afhent í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 11 í dag. Streymt verður frá athöfninni á vefnum, enda er gestum ekki leyfilegt að vera viðstaddir athöfnina vegna samkomutakmarkana. Aðeins verðlaunahafar og dómnefnd fá að vera viðstaddir.
12.05.2020 - 10:51
Viðskiptin hafa þrefaldast í faraldrinum
Viðskipti hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu CrankWheel hafa þrefaldast eftir að kórónuveirufaraldurinn fór að breiðast um heiminn. Fyrirtækið selur búnað sem gerir sölufólki kleift að selja á netinu í stað þess að mæta á staðinn. Jói Sigurðsson, stofandi og forstjóri fyrirtækisins, telur að faraldurinn hafi hraðað ýmsum ferlum sem þegar voru í gangi.
04.05.2020 - 16:41
Menntaskólanemar framleiða sápu með gjósku
Haframjöl, hunang og eldfjallagjóska eru meðal hráefna í sápu sem fjórir nemendur við Menntaskólann við Sund hafa framleitt og selt vel. Þær segja sápuna ekki síst henta vel núna þegar aukin krafa er um handþvott og hreinlæti, því hún fari vel með húðina.
15.04.2020 - 08:15
Landinn
Endurnýta fiskvinnslusalt á Flateyri
„Uppistaðan er náttúrlega salt sem við fáum úr saltfiskverkunum. Í staðinn fyrir að henda saltinu, þá nýtum við það í þessar fötur til að gefa skepnum,“ segir Eyvindur Atli Ásvaldsson, annar eigenda Kalksalts á Flateyri. Eyvindur og Sæbjörg Freyja Gísladóttir, festu nýlega kaup á verksmiðju Kalksalts af Úlfari Önundarsyni sem þróaði uppskriftina og aðferðirnar.
11.03.2020 - 15:06
Þórdís Kolbrún leggur niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, hefur ákveðið að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) niður um næstu áramót. Starfsmenn eru 81 talsins.
Vilja gera trjágarða þar sem aska látinna er grafin
Tré lífsins vill búa til bálstofur og grafreiti, eða minningargarða, þar sem aska látins fólks er sett í lífrænt duftker. Það er svo gróðursett ásamt tré sem vex til minningar um hinn látna. Þegar hefur verkefnið haft samband við öll sveitarfélög á landinu til að athuga viðmót þeirra við hugmyndinni.
19.11.2019 - 17:30
Myndskeið
Færslu- og þjónustugjöld gætu snarlækkað
Færslu- og þjónustugjöld banka gætu lækkað verulega með tilkomu opins bankakerfis. Að sama skapi gætu tekjur bankanna dregist verulega saman og eru þeir þegar farnir að búa sig undir harðari samkeppni.
16.10.2019 - 21:38
Myndskeið
Hætta á að íslensk fyrirtæki verði undir
Íslensk tækni- og nýsköpunarfyrirtæki eiga á hættu að verða undir í samkeppni við erlend fyrirtæki, verði tilskipun Evrópusambandsins um opin bankaviðskipti ekki innleidd í íslensk lög fljótlega, segir talsmaður Samtaka fjártæknifyrirtækja.
15.10.2019 - 22:22
innslag
Stór áfangi í íslenskri skógræktarsögu
Framleiðsla á límtré úr íslenskum við gæti orðið raunhæfur möguleiki í náinni framtíð. Landinn fékk að fylgjast með þegar fyrstu íslensku límtrésbitarnir voru burðarþolsprófaðir og þar kom öspin langbest út.
14.10.2019 - 11:00
Unnið að loftslagslausnum í Blábankanum
Um þrjátíu manns frá Íslandi og útlöndum unnu að nýjum lausnum og hugmyndum í tengslum við hafið í Loftslagsskólanum í Blábankanum á Þingeyri á Vestfjörðum. Skólinn er hluti af alþjóðlegu samstarfi og hefur verið haldinn með mismunandi áherslum í New York, Tókíó og á Þingeyri.
06.09.2019 - 17:59
„Ég myndi gera þetta allt aftur“
„Ég myndi gera þetta allt aftur ef ég fengi tækifæri til þess. Þetta hefur verið hápunktur lífs míns,“ sagði Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi og forstjóri WOW air, í fyrirlestri á Startup Iceland 2019. Þar fjallaði hann um ris og fall flugfélagsins og hvað væri hægt að læra af því. Hann ræddi líka hvernig hann myndi byggja upp WOW air 2.0 ef hann kæmi að slíku.
03.06.2019 - 11:26
Verksmiðjan komin í gang
Í Verksmiðjunni fjalla tónlistarmaðurinn Daði Freyr og leikkonan Berglind Alda um nýsköpun, skapandi hugsun og iðngreinar. Fylgst er með ungum snillingum þróa hugmyndiur sínar í flottar frumgerðir.
03.05.2019 - 15:11