Færslur: Nýr landspítali

Hyggjast bjóða út verk að verðmæti 139 milljarða
Áætlað er að varið verði 139 milljörðum til ýmissa framkvæmda af hálfu hins opinbera á árinu 2021. Þetta kom fram á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins (SI) í gær þar sem ellefu fulltrúar kynntu þau verk sem fara eiga í útboð á árinu. Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Framkvæmdasýsla ríkisins boða viðamestu framkvæmdirnar á árinu.
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Eykt byggir nýjan Landspítala
Nýr Landspítali hefur samið við Eykt hf. um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Tilboð Eyktar er 8,68 milljarðar króna sem er um 82% af kostnaðaráætlun sem er 10,5 milljarðar án vsk. Nýr meðferðarkjarni verður um 70.000 fermetrar að stærð.
05.10.2020 - 13:18
Stýrihópi ætlað að móta starfsemi nýs sjúkrahúss
Nýskipuðum stýrihópi um nýjan Landspítala er ætlað að hafa yfirsýn um öll verkefni tengd sjúkrahúsinu.
Mjög ásættanleg tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna
Verkatakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna nýs Landspítala eða tæp 83% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboð áttu ítalska verktakafyrirtækið Rizzani De Eccher ásamt Þingvangi, rétt rúmlega 83%.
Opna tilboð í eitt stærsta hús sem hefur verið byggt
Tilboð í uppsteypu á meðferðarkjarna nýja Landspítalans verða opnuð á föstudag. Fimm fyrirtæki undirbúa tilboð. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri nýs Landspítala, segir spennandi að sjá hvernig tilboðin verða, hvort þau verði í samræmi við kostnaðaráætlun, eða undir áætlun, svo stjórnvöld geti haldið óhikað áfram.
Öll tilboð undir áætlun ríkisins
Fjögur tilboð bárust í verkeftirlit með uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Landspítalann við Hringbraut og voru þau öll undir þeirri áætlun sem ríkið hafði gert.
19.08.2020 - 15:02
Síðasta sprengingin fyrir nýjum meðferðarkjarna
Sprengingum í grunni meðferðarkjarna nýs Landspítala lauk í morgun. Meðferðarkjarninn verður stærsta bygging nýja spítalans; 70 þúsund fermetrar og átta hæðir þar af allt að þrjár neðanjarðar.
11.06.2020 - 20:30
Myndskeið
Framkvæmdir við stærstu bygginguna að hefjast
Stefnt er að því að byrja að steypa stærstu byggingu nýs Landspítala í vor. Fimm fyrirtæki sækjast eftir verkinu og er áætlað að um 200 starfsmenn komi að því þegar mest lætur.
Fimm fyrirtæki vilja byggja nýja Landspítalann
Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut. Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefnu, um sjötíu þúsund fermetrar, og í henni verður þungamiðjan í starfsemi spítalans.
16.12.2019 - 18:22
Gagnrýnir 3 milljarða tilfærslu á framkvæmdafé spítala
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýnir tilfærslur á framkvæmdafé Nýs landspítala milli ára. Framkvæmdastjóri Nýs landspítalans segir að þetta eigi ekki að hafa áhrif á lengd framkvæmdatímans.
20.11.2019 - 11:05