Færslur: Nýr landspítali

Sjónvarpsfrétt
„Við megum í rauninni engan tíma missa“
Forstjóri Landspítala segir að bregðast þurfi við skýrslu McKinsey ráðgjafarfyrirtækisins um stöðu heilbrigðiskerfisins án tafar. Í skýrslunni kemur fram að grípa þurfi til stórtækra aðgerða í heilbrigðiskerfinu. Forstjóri segir að aðstöðuleysi gætu hamlað því að umbætur sem stungið er upp á í skýrslunni komist í gagnið.
27.03.2022 - 19:38
Sjónvarpsfrétt
Nýr Landspítali dugar ekki til að mæta framtíðarþörf
Að óbreyttu verður þörf fyrir legurými árið 2040 helmingi meiri en nýr Landspítali við Hringbraut getur annað, samkvæmt nýrri skýrslu. Vonast er til að Úkraínustríðið tefji ekki uppbyggingu spítalans þar sem byggingarefni gæti vantað. Sumir hlutar byggingarinnar eru á eftir áætlun, aðrir á undan, samkvæmt þeim sem halda utan um framkvæmdina.
25.03.2022 - 19:47
Framkvæma fyrir 125 milljarða í ár
Stærstu opinberu verkkaupar landsins ætla að verja 125 milljörðum króna í innviðaframkvæmdir í ár en þeir kynntu fyrirætlanir sínar á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.
Morgunvaktin
„Er einhver sem hefur tekið 15 ár í að reisa spítala?“
Það er óviðunandi hversu langan tíma hefur tekið að byggja nýjan Landspítala ekki síst í ljósi þess að sá sem fyrir er er löngu hættur að standast nútímakröfur sjúkrahúsa. Efla þarf eftirlit með heilbrigðiskerfinu. Þetta er mat formanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélags Íslands.
Um 200 starfsmenn komið að hönnun nýja Landspítalans
Framkvæmdastjóri nýja Landspítalans segir að þrátt fyrir ólíkar skoðanir séu allir þeir sem koma að framkvæmdum vissir um að vera á réttri leið. Reiknað er með að lyklarnir að sjúkrahúsinu verði afhentir eftir 5 til 6 ár.
18.09.2021 - 19:16
Yfirlæknar benda á galla í hönnun nýs rannsóknahúss
Yfirlæknar á Landspítala hafa ítrekað bent á hönnunargalla í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala en segja samráð við lækna hafa skort verulega. Bæði séu fyrirhuguð opin skrifstofurými fyrir lækna mjög óhentug vinnuaðstaða og áætluð staðsetning þyrlulendingarpalls gæti raskað rannsóknum í húsinu.
Ekki of seint að bæta geðsviði inn í Nýjan Landspítala
Heilbrigðisráðherra segir umhugsunarvert hvers vegna geðsvið Landspítalans varð útundan í verkefninu um nýjan spítala og segir enn ekki of seint að bæta því inn í . Landlæknir mælir með að laga liti á geðdeildinni á Kleppi sem fyrst, en húsakostur geðsviðsins barn síns tíma og brýnt að endurskoða það í heild.
Engar úrbætur á geðdeildum í 80 milljarða framkvæmd LSH
Þröngir gangar, reykingalykt, mikill fjöldi tvíbýla, gegndræpir gluggar og takmarkað aðgengi að útisvæði eru lýsingar sérnámslækna í geðlækningum um húsnæðiskost geðdeilda Landspítalans. Húsin eru sum að verða hundrað ára og er geðsviðið algjörlega undanskilið í framkvæmdum við nýjan Landspítala. Sérnámslæknir í geðlækningum segir nýja geðdeild einu lausnina til að þjónustan geti samræmst nútímakröfum.
Aukið umfang skýrir hækkun áætlana við Landspítala
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. segir hækkun á áætlunum við nýbyggingarnar við Hringbraut skýrist meðal annars af auknu umfangi framkvæmdanna. Hann býst við að verkinu ljúki árið 2025.
Kostnaður við nýjan Landspítala hækkar um 16 milljarða
Heildarkostnaður við nýbyggingar Landspítalans við Hringbraut verður rúmum 16 milljörðum króna hærri en ráð var fyrir gert. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um kostnað við framkvæmdirnar; stækkun húsa og styrkingu.
13.07.2021 - 06:48
Hyggjast bjóða út verk að verðmæti 139 milljarða
Áætlað er að varið verði 139 milljörðum til ýmissa framkvæmda af hálfu hins opinbera á árinu 2021. Þetta kom fram á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins (SI) í gær þar sem ellefu fulltrúar kynntu þau verk sem fara eiga í útboð á árinu. Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Framkvæmdasýsla ríkisins boða viðamestu framkvæmdirnar á árinu.
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Eykt byggir nýjan Landspítala
Nýr Landspítali hefur samið við Eykt hf. um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Tilboð Eyktar er 8,68 milljarðar króna sem er um 82% af kostnaðaráætlun sem er 10,5 milljarðar án vsk. Nýr meðferðarkjarni verður um 70.000 fermetrar að stærð.
05.10.2020 - 13:18
Stýrihópi ætlað að móta starfsemi nýs sjúkrahúss
Nýskipuðum stýrihópi um nýjan Landspítala er ætlað að hafa yfirsýn um öll verkefni tengd sjúkrahúsinu.
Mjög ásættanleg tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna
Verkatakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna nýs Landspítala eða tæp 83% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboð áttu ítalska verktakafyrirtækið Rizzani De Eccher ásamt Þingvangi, rétt rúmlega 83%.
Opna tilboð í eitt stærsta hús sem hefur verið byggt
Tilboð í uppsteypu á meðferðarkjarna nýja Landspítalans verða opnuð á föstudag. Fimm fyrirtæki undirbúa tilboð. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri nýs Landspítala, segir spennandi að sjá hvernig tilboðin verða, hvort þau verði í samræmi við kostnaðaráætlun, eða undir áætlun, svo stjórnvöld geti haldið óhikað áfram.
Öll tilboð undir áætlun ríkisins
Fjögur tilboð bárust í verkeftirlit með uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Landspítalann við Hringbraut og voru þau öll undir þeirri áætlun sem ríkið hafði gert.
19.08.2020 - 15:02
Síðasta sprengingin fyrir nýjum meðferðarkjarna
Sprengingum í grunni meðferðarkjarna nýs Landspítala lauk í morgun. Meðferðarkjarninn verður stærsta bygging nýja spítalans; 70 þúsund fermetrar og átta hæðir þar af allt að þrjár neðanjarðar.
11.06.2020 - 20:30
Myndskeið
Framkvæmdir við stærstu bygginguna að hefjast
Stefnt er að því að byrja að steypa stærstu byggingu nýs Landspítala í vor. Fimm fyrirtæki sækjast eftir verkinu og er áætlað að um 200 starfsmenn komi að því þegar mest lætur.
Fimm fyrirtæki vilja byggja nýja Landspítalann
Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut. Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefnu, um sjötíu þúsund fermetrar, og í henni verður þungamiðjan í starfsemi spítalans.
16.12.2019 - 18:22
Gagnrýnir 3 milljarða tilfærslu á framkvæmdafé spítala
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýnir tilfærslur á framkvæmdafé Nýs landspítala milli ára. Framkvæmdastjóri Nýs landspítalans segir að þetta eigi ekki að hafa áhrif á lengd framkvæmdatímans.
20.11.2019 - 11:05