Færslur: Nýr Herjólfur

Vilja að ráðherra banni verkfallsbrot Herjólfs
Sjómannafélag Íslands krefst þess að ráðherra, ríkisstjórn og þingmenn banni stjórnendum Herjólfs að nota skip og hafnaraðstöðu í ríkiseigu til verkfallsbrota. Þetta kemur fram í opnu bréf til samgönguráðherra sem sjómannafélagið sendi frá sér nú síðdegis.
Sakar bæjarstjórn í Eyjum um lögbrot
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafi brotið grunnréttindi launafólks. Útgerð Herjólfs ohf, sem sé í eigu bæjarins noti eigur ríkisins til að beita launafólk ofríki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jónas sendi frá sér.
Herjólfur siglir ekki þriðjudag og miðvikudag
Herjólfur siglir ekki 14. og 15. júlí vegna verkfalls undirmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar er því beint til farþega sem þurfa að ferðast til eða frá Vestmannaeyjum að gera ráðstafanir.
10.07.2020 - 14:36
Myndskeið
Farþegar óttaslegnir um borð í Herjólfi
Hvassviðri og mikil ölduhæð varð til þess að illa gekk að sigla Herjólfi inn í Landeyjahöfn í kvöld. Siglt var af stað frá Vestmannaeyjum klukkan 20:00, og þegar Herjólfur nálgaðist Landeyjahöfn var sjólag orðið mjög vont. Að sögn fréttamiðilsins Tígulsmat skipstjórinn Brynjar Smári Unnarsson stöðuna svo að rétt væri að sigla Herjólfi til hliðar og bíða versta brotið af sér.
21.06.2020 - 22:51
Myndskeið
Herjólfur á rafmagn: „Hálfur sigur unninn“
Herjólfur hefur siglt á rafmagni til Landeyja undanfarna daga. Þar á hins vegar enn eftir að virkja hleðslustöð til að skipið sigli báðar leiðir alfarið án olíu. „Það er nákvæmlega eins að sigla skipinu en nú fáum við orku frá batteríum í staðinn fyrir vélum,“ segir Sigmar Logi Hinriksson, skipstjóri.
02.02.2020 - 10:14
Herjólfi snúið við vegna brotsjóar
Herjólfi var snúið við rétt utan við Landeyjahöfn í morgun. Að sögn Gísla Vals Gíslasonar, skipstjóra, var brotsjór í hafnarmynninu og því ófært þangað inn. Útlitið var betra þegar lagt var í hann frá Eyjum í morgun.
08.10.2019 - 12:17
Þorlákshöfn brátt klár fyrir nýja Herjólf
Vegagerðin vinnur að bráðabirgðalausnum á höfninni í Þorlákshöfn svo nýi Herjólfur geti lagst þar að bryggju. Að sögn Fannars Gíslasonar hjá Vegagerðinni er vonast til þess að lausnirnar verði klárar síðar í vikunni. Herjólfur IV ætti því að geta siglt þangað þegar ófært verður í Landeyjahöfn.
23.09.2019 - 13:16
Nýi Herjólfur á leið í slipp
Nýi Herjólfur fer í slipp í haust vegna galla í öðrum jafnvægisugga skipsins. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að gallinn hafi ekki áhrif á siglingar nýja skipsins fram að því. Hann vonast til að það liggi fyrir eftir helgi hvenær siglingar nýju ferjunnar hefjast.
19.07.2019 - 15:05
Myndskeið
Tafir á því að nýr Herjólfur sigli til Eyja
Tafir verða á því að nýr Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja. Breyta þarf höfninni í Vestmannaeyjum til að nýr Herjólfur geti hafið siglingar. Í gær kom í ljós að skipið getur ekki lagst að bryggju án þess að eiga á hættu að skemmast.
18.07.2019 - 19:57
Ræðst í dag hvort Herjólfur siglir á morgun
Síðar í dag verður tekin ákvörðun um hvort nýr Herjólfur fer í sína fyrstu áætlunarferð til Vestmannaeyja seinnipartinn á morgun. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir prufusiglingar og mátun hafa gengið vel en að það hafi þurft að stilla brýr af. 
17.07.2019 - 12:32