Færslur: Nýlistasafnið

Viðtal
Andi í efnisleit í Nýló
Salthlaðið parísarhjól, ketilbjöllur úr leir og hráolía í glerkúpli er meðal þess sem ber fyrir sjónir á samsýningunni Veit andinn af efninu? sem var opnuð í Nýlistasafninu á dögunum.
Víðsjá
Við ætlum að hafa það skemmtilegt
Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona sýnir verk sín í Nýlistasafninu þessa dagana. Hjartsláttur er yfirlitssýning en elstu verkin eru frá námsárum Ástu í upphafi níunda áratugarins. Hlýlegir og oft hnyttnir skúlptúrar setja mark sitt á sýninguna en þar er líka að finna videóverk sem Ásta gerði á námsárum sínum í Hollandi.
20.09.2020 - 08:46
Menningin
Myndlist af mörkuðum í jólapakkana
Markaðir með myndlist hafa rutt sér til rúms síðustu ár og allnokkrir í aðdraganda jóla að þessu sinni. Meðal þeirra stærstu eru sölusýningin Ég hlakka svo til í Ásmundarsal og fjáröflunarsýningin Ljósabasar í Nýlistasafninu.
20.12.2019 - 16:35
Listin sem dyr inn í aðra heima
Sunna Ástþórsdóttir sýningarstjóri Og hvað svo? sem verður opnuð í Nýlistasafninu í kvöld segir að vangaveltur um tilgang listarinnar, hvað sé list og hvað ekki, hafi tilhneigingu til að breikka frekar en að brúa bilið á milli áhorfenda og samtímalistar. „Mig langar að leggja megináherslu á skynræna upplifun, hljóð, lykt og myndir.“
13.06.2019 - 13:42
Viðtal
„Þetta er alltaf áhættuatriði“
„Það er enginn endapunktur fyrirséður, þannig að þetta er alltaf áhættuatriði,“ segir Eygló Harðardóttir um listsköpun sína. „Maður er ekki að leita að einhverri ákveðinni útkomu, heldur verða verkin til í ferlinu.“
Þrjú þúsund og níu ára Cryptopia í Nýló
Sýningarrými Nýlistasafnsins er skipt í tvennt fyrir fyrstu sýningar ársins, Cryptopíu, eftir Kolbein Huga og Þrjú þúsund og níu ár eftir Bjarka Bragason. Sjónarhorn þeirra er ólíkt en engu að síður kallast á hugleiðingar um samband mannsins við umhverfið, sem flakka um í tíma og rúmi. 
24.01.2019 - 14:24
Pistill
Það er ekkert til sem heitir Nýló-list
„Nýlistasafnið er hulstur utan um starfsemi fólks sem hefur trú á því að það sem það er að gera skipti máli - fyrir fagið og fyrir heiminn allan,“ segir Anna Líndal í pistli af tilefni af fjörtíu ára afmæli Nýlistasafnsins.
18.11.2018 - 13:27
Afslappað, óformlegt, heimilislegt
„Ég er utan af landi, og flestar ferðir fjölskyldunnar í höfuðborgina á uppvaxtarárunum snerust um Kringluna og IKEA en ekki söfn og myndlist,“ Nýlistasafnið sendir Víðsjá mánaðarlegar pistlasendingar í tilefni af fjörtíu ára afmæli safnsins út afmælisárið. Að þessu sinni er Birkir Karlsson, safneignarfulltrúi safnins höfundur.
19.10.2018 - 16:56
Pistill
Með listum skal land byggja
Dorothee Kirch, safnstjóri Nýlistasafnsins, útlistar af hverju hún býr á Íslandi.
16.10.2018 - 14:43
Sállíkamleg rými í Nýlistasafninu
Eldra efni fær nýtt líf á sýningu Eyglóar Harðardóttur myndlistarkonu á Nýlistasafninu þar sem hún fæst meðal annars við kortlagningu líkamans gegnum hugleiðslu.
24.09.2018 - 10:50
Pistill
Hringt í fjórar Önnur
Bjarki Bragason komst að því að Anna er algengasta nafnið á meðlimum Nýlistasafnsins. Alls eru níu Önnur meðlimir og heita því tæp 3% meðlima Anna. Bjarki hringdi í fjórar Önnur eftir að hafa ávarpað landsmenn í Víðsjá, í tilefni af fjörtíu ára afmæli safnsins.
05.05.2018 - 13:00
Rotvarnarefni gjörningasögunnar
„Leifarnar er að finna í svokölluðu gjörningaarkífi. Reyndar má færa rök fyrir því að safnið sé í raun að nota rotvarnarefni á gjörningana. Önnur hringrás, annar kleinuhringur. Kynslóðir að hringast um hvor aðra, ögrandi og lærandi af hvort öðru. Kannski er Nýló meira eins og súrdeigsmamma.“ Bára Bjarnadóttir sendi Víðsjá skilaboð frá Nýlistasafninu í tilefni af 40 ára afmæli safnsins.
08.04.2018 - 10:00
Það er góð lykt af safninu
„Á Nýlistasafninu getur maður, og hefur maður getað, haft aðgang að andartökum fólks sem mótaði heiminn er hefur mettast. Borið saman þá móðu við það sem nýjast er í listinni. Nýlist er alltaf nýlist,“ segir Starkarður Sigurðsson. Nýlistasafnið fagnar fjörtíu ára afmæli í ár og af því tilefni berast Víðsjá mánaðarlegir pistlar frá safninu eftir ólíka höfunda.
04.03.2018 - 11:05
Eitt elsta listamannarekna sýningarýmið
Í tilefni af 40 ára starfsafmæli Nýlistasafnsins birtir Víðsjá á Rás 1 mánaðarlega pistla um starfsemi listamannarekinna rýma ásamt hugleiðingum um myndlistarumhverfið á Íslandi. Fyrstu skilaboðin frá Nýló flytur Þorgerður Ólafsdóttir, safnstjóri og formaður stjórnar.
Nýló er hress miðaldra unglingur
Nýló, Nýlistasafn Íslands, er 40 ára í dag en safnið er nú komið í öruggt skjól í Marshallhúsinu nyrst á Grandanum í Reykjavík. Víðsjá á Rás 1 kíkti í morgunkaffi í Nýló í vikunni og ræddi við myndlistarkonurnar Þorgerði Ólafsdóttur og Önnu Líndal sem eiga sæti í stjórn safnsins en því er að fullu haldið úti að listamönnunum sjálfum. Viðtalið má heyra hér fyrir ofan.
05.01.2018 - 09:17
„Það er ekki auðvelt að búa til list“
„Elskaðu það sem þú gerir því það er ekki auðvelt að búa til list,“ sagði listakonan Joan Jonas eitt sinn. Hluta verka hennar er hægt að sjá á yfirlitssýningunni Does the Mirror Make the Picture í Nýlistasafninu.
16.11.2017 - 15:00
Hamingjusamt fólk í reykmekki listarinnar
Um margt óvenjuleg sýning opnaði laugardaginn var í Nýlistasafninu í Marshall húsinu úti á Granda. Þar stendur til að reykja myndlistina í sérsmíðuðum vatnspípum með vægu og bragðgóðu tóbaki. Sýningin heitir Happy People og er hugarfóstur Arnars Ásgeirssonar. 
27.06.2017 - 13:15