Færslur: Nýja-Sjáland

Páskakanínan og í tannálfurinn í framvarðarsveitinni
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur skilgreint páskakanínuna og tannálfinn þar sem mikilvægar starfsstéttir í kórónaveirufaraldrinum. Hún leggur þó áherslu á að fólk stilli væntingar sínar um að þessir gleðigjafar láti sjá sig, enda getur það reynst þeim erfitt komast leiðar sinnar á tímum útgöngubanns í Nýja-Sjálandi.
06.04.2020 - 14:07
Fjöldamorðingi skiptir um skoðun og játar
Fjöldamorðinginn sem var 51 að bana í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra játaði í dag sök í öllum ákæruatriðum. Hann hafði áður neitað sök vegna 51 morðs, 40 morðtilrauna og fyrir að fremja hryðjuverk. Engar ástæður voru gefnar upp um hvers vegna maðurinn skipti um skoðun. 
26.03.2020 - 01:35
Kafarar leita að líkum við Hvíteyju
Lögregla á Nýja-Sjálandi hefur greint frá nafni eins þeirra sem létust í eldgosinu á Hvítueyju í vikunni. Krystal Eve Browitt, 21 árs Ástrali frá Melbourne var á eyjunni með fjölskyldu sinni. Hún var meðal þeirra 15 sem staðfest er að fórust. 20 brenndust illa og eru á gjörgæsludeild. Faðir og systir Browitt eru bæði illa haldin vegna brunasára. Nafn hennar er það fyrsta sem lögregla birtir en ættingjar höfðu áður birt nöfn sumra. Kafarar á vegum lögreglu leita enn að líkum við eyjuna.
14.12.2019 - 15:35