Færslur: Nýja-Sjáland

Skemmdir unnar á nýsjálenska þinghúsinu
Það er víðar en í Bandaríkjunum sem ráðist er á eða í þinghús. Ríflega þrítugur karlmaður réðist með exi á þinghúsið í Nýja Sjálandi snemma í morgun að staðartíma, eða um miðjan dag í gær að íslenskum tíma. Maðurinn var einn á ferð og olli talsverðum skemmdum á húsinu.
13.01.2021 - 05:17
Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi á Nýja-Sjálandi
Efnahagsbati er hafinn á Nýja-Sjálandi en hagvöxtur í landinu mældist fjórtán af hundraði á tímabilinu frá júlí fram í september. Þetta sýna opinberar tölur sem birtar voru í dag.
17.12.2020 - 01:36
Býst við að mynda samsteypustjórn á Nýja-Sjálandi
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gefið í skyn að hún hyggist mynda samsteypustjórn. Talningu atkvæða í þingkosningum er ekki lokið en allt bendir til þess að Verkamannaflokkur Ardern hafi fengið hreinan meirihluta þingsæta. Verkamannaflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum og hefur líklega fengið 64 þingsæti af 120 á þingi Ný-Sjálendinga. Það er besti árangur flokksins í meira en hálfa öld.
19.10.2020 - 10:12
Kreppuástand á Nýja-Sjálandi
Í fyrsta sinn í áratug ríkir kreppuástand á Nýja Sjálandi. Metsamdráttur, eða rúmlega 12%, varð frá apríl til júní sem kenna má heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Myndskeið
Hlýtur þyngsta dóm í nýsjálenskri réttarsögu
Ástralinn Brenton Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn í morgun. Tarrant myrti 51 í skotárás á tvær moskur í Christchurch í Nýja-Sjálandi í mars í fyrra. Dómari sagði Tarrand vart mennskan og dómstólar verði að taka hart á þeim sem fremja voðaverk af þessu tagi. Dómurinn er sá þyngsti í nýsjálenskri réttarsögu, og á sér engin fordæmi.
27.08.2020 - 02:27
Kosningum frestað vegna faraldursins í Nýja-Sjálandi
Þingkosningum í Nýja-Sjálandi hefur verið frestað um fjórar vikur vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Ganga átti til kosninga 19. september, en Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í morgun að þær verði 17. október. 
17.08.2020 - 01:09
Kórónuveiran greinst á innfluttum matvælum í Kína
Kórónuveira hefur í tvígang greinst á frosnum matvælum í Kína, sem koma frá Suður-Ameríku. Nýsjálendingar rannsaka nú hvort nýlegt hópsmit þar sé vegna innfluttra matvæla.
13.08.2020 - 11:21
Kanna hvort veiran hafi borist til landsins með frakt
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi skoða nú hvort kórónuveirusmit, sem greindust í landinu í fyrsta skipti í meira en hundrað daga, eigi rætur sínar að rekja til fraktflutninga.
12.08.2020 - 07:44
Fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi í 102 daga
Útgöngubanni hefur verið komið á í Auckland í Nýja-Sjálandi eftir að fjögur ný kórónuveirusmit greindust þar. Þetta eru fyrstu innanlandssmit kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi í 102 daga. Smitin fjögur greindust í sömu fjölskyldunni og uppruni þeirra er ekki þekktur.
11.08.2020 - 10:52
Lögreglumaður drepinn við skyldustörf í Auckland
Óvopnaður nýsjálenskur lögreglumaður lést af sárum sínum eftir að maður skaut hann og annan lögreglumann í Auckland í morgun. Hann er fyrsti lögreglumaðurinn í rúman áratug sem deyr við skyldustörf.
19.06.2020 - 06:28
Herinn sér um sóttkví í Nýja-Sjálandi
Nýsjálenski herinn hefur verið kallaður út til þess að sjá um að fylgja farþegum sem koma til landsins í sóttkví og halda þeim þar þangað til þeir verða prófaðir við COVID-19. Tveir farþegar frá Bretlandi komust úr einangrun áður en tekin voru úr þeim sýni. Þeir greindust svo með COVID-19. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði það ekki mega endurtaka sig. 
17.06.2020 - 06:42
Páskakanínan og í tannálfurinn í framvarðarsveitinni
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur skilgreint páskakanínuna og tannálfinn þar sem mikilvægar starfsstéttir í kórónaveirufaraldrinum. Hún leggur þó áherslu á að fólk stilli væntingar sínar um að þessir gleðigjafar láti sjá sig, enda getur það reynst þeim erfitt komast leiðar sinnar á tímum útgöngubanns í Nýja-Sjálandi.
06.04.2020 - 14:07
Fjöldamorðingi skiptir um skoðun og játar
Fjöldamorðinginn sem var 51 að bana í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra játaði í dag sök í öllum ákæruatriðum. Hann hafði áður neitað sök vegna 51 morðs, 40 morðtilrauna og fyrir að fremja hryðjuverk. Engar ástæður voru gefnar upp um hvers vegna maðurinn skipti um skoðun. 
26.03.2020 - 01:35
Óttast að COVID-19 hafi kraumað lengi í samfélaginu
Nýsjálendingar óttast að kórónuveirusýking hafi kraumað í samfélaginu í margar vikur. Guardian hefur eftir ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins í Nýja-Sjálandi að smit hafi nú greinst í næststærsta skóla landsins þar sem 3.000 nemendur stunda nám.
12.02.2020 - 00:01
Kafarar leita að líkum við Hvíteyju
Lögregla á Nýja-Sjálandi hefur greint frá nafni eins þeirra sem létust í eldgosinu á Hvítueyju í vikunni. Krystal Eve Browitt, 21 árs Ástrali frá Melbourne var á eyjunni með fjölskyldu sinni. Hún var meðal þeirra 15 sem staðfest er að fórust. 20 brenndust illa og eru á gjörgæsludeild. Faðir og systir Browitt eru bæði illa haldin vegna brunasára. Nafn hennar er það fyrsta sem lögregla birtir en ættingjar höfðu áður birt nöfn sumra. Kafarar á vegum lögreglu leita enn að líkum við eyjuna.
14.12.2019 - 15:35