Færslur: Nýja-Sjáland

Lík tveggja barna fundust í ferðatöskum á Nýja-Sjálandi
Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust í tveimur ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði í Auckland í síðustu viku. Líkin eru af tveimur ungum börnum og hafa verið í töskunni í nokkur ár.
18.08.2022 - 17:10
Skólum á Nýja-Sjálandi lokað vegna sprengjuhótana
Á annan tug skóla á Nýja-Sjálandi hefur verið lokað í dag eftir að hafa borist sprengjuhótanir. Lögregla telur hótanirnar hluta af erlendri netárás og að engin hætta sé á ferðum.
28.07.2022 - 10:16
Nýsjálendingar breyta lögum til að geta refsað Rússum
Ríkisstjórn Nýja-Sjálands ætlar að hraða lagabreytingu í gegnum þingið svo hægt sé að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
07.03.2022 - 08:50
Maóríar vilja aðskilnað frá bresku krúnunni
Stjórnmálaflokkur Maóría, sem eru frumbyggjar á Nýja-Sjálandi, vill að landið slíti öll tengsl við bresku krúnuna. 182 ár eru síðan sáttmálinn var gerður um að konungur eða drottning Breta yrði jafnframt þjóðhöfðingi Nýja-Sjálands.
07.02.2022 - 12:19
Stefna að opnun landamæra í október
Nýsjálendingar stefna að því að opna landamærin að fullu í október, að því er Jacinda Ardern, forsætisráðherra tilkynnti í morgun. Í lok þessa mánaðar verður þó bólusettum Nýsjálendingum frá Ástralíu leyft að snúa heim.
03.02.2022 - 10:56
Vinsældir Ardern hafa aldrei verið minni
Efasemdir um um réttmæti harðra sóttvarnaráðstafana ríkisstjórnar Nýja-Sjálands og ótti um stöðu efnahagsmála hafa dregið verulega úr vinsældum Jacindu Ardern, forsætisráðherra landsins, meðal kjósenda. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar í landinu.
Nýsjálendingar losa lítillega tökin á landamærum
Vertíðarstarfsmönnum frá útvöldum Kyrrahafseyjum hefur verið heimilað að ferðast til Nýja-Sjálands án þess að undirgangast tveggja sóttkví. Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti þetta í morgun.
02.08.2021 - 11:19
Útvarpsfrétt
Ferðakúla opnuð á milli Nýja-Sjálands og Ástralíu
Svokölluð ferðakúla var opnuð í dag á milli Ástralíu og Nýja-Sjálands. Það þýðir að fólk getur nú ferðast á milli landanna tveggja án takmarkana í fyrsta sinn í meira en ár.
19.04.2021 - 13:07
Neitaði að bera snöru nýlenduherranna
Nýsjálenska þingmanninum Rawiri Waititi var meinað að bera frem spurningu á þinginu á þriðjudag. Þegar hann hélt áfram með spurninguna, þrátt fyrir áminningu þingforseta, var honum vísað út úr þingsal. Ástæða brottrekstursins var að hann neitar að bera það sem hann kallar hengingarsnöru nýlenduherranna um hálsinn.
11.02.2021 - 06:56
Skemmdir unnar á nýsjálenska þinghúsinu
Það er víðar en í Bandaríkjunum sem ráðist er á eða í þinghús. Ríflega þrítugur karlmaður réðist með exi á þinghúsið í Nýja Sjálandi snemma í morgun að staðartíma, eða um miðjan dag í gær að íslenskum tíma. Maðurinn var einn á ferð og olli talsverðum skemmdum á húsinu.
13.01.2021 - 05:17
Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi á Nýja-Sjálandi
Efnahagsbati er hafinn á Nýja-Sjálandi en hagvöxtur í landinu mældist fjórtán af hundraði á tímabilinu frá júlí fram í september. Þetta sýna opinberar tölur sem birtar voru í dag.
17.12.2020 - 01:36
Býst við að mynda samsteypustjórn á Nýja-Sjálandi
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gefið í skyn að hún hyggist mynda samsteypustjórn. Talningu atkvæða í þingkosningum er ekki lokið en allt bendir til þess að Verkamannaflokkur Ardern hafi fengið hreinan meirihluta þingsæta. Verkamannaflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum og hefur líklega fengið 64 þingsæti af 120 á þingi Ný-Sjálendinga. Það er besti árangur flokksins í meira en hálfa öld.
19.10.2020 - 10:12
Kreppuástand á Nýja-Sjálandi
Í fyrsta sinn í áratug ríkir kreppuástand á Nýja Sjálandi. Metsamdráttur, eða rúmlega 12%, varð frá apríl til júní sem kenna má heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Myndskeið
Hlýtur þyngsta dóm í nýsjálenskri réttarsögu
Ástralinn Brenton Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn í morgun. Tarrant myrti 51 í skotárás á tvær moskur í Christchurch í Nýja-Sjálandi í mars í fyrra. Dómari sagði Tarrand vart mennskan og dómstólar verði að taka hart á þeim sem fremja voðaverk af þessu tagi. Dómurinn er sá þyngsti í nýsjálenskri réttarsögu, og á sér engin fordæmi.
27.08.2020 - 02:27
Kosningum frestað vegna faraldursins í Nýja-Sjálandi
Þingkosningum í Nýja-Sjálandi hefur verið frestað um fjórar vikur vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Ganga átti til kosninga 19. september, en Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í morgun að þær verði 17. október. 
17.08.2020 - 01:09
Kórónuveiran greinst á innfluttum matvælum í Kína
Kórónuveira hefur í tvígang greinst á frosnum matvælum í Kína, sem koma frá Suður-Ameríku. Nýsjálendingar rannsaka nú hvort nýlegt hópsmit þar sé vegna innfluttra matvæla.
13.08.2020 - 11:21
Kanna hvort veiran hafi borist til landsins með frakt
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi skoða nú hvort kórónuveirusmit, sem greindust í landinu í fyrsta skipti í meira en hundrað daga, eigi rætur sínar að rekja til fraktflutninga.
12.08.2020 - 07:44
Fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi í 102 daga
Útgöngubanni hefur verið komið á í Auckland í Nýja-Sjálandi eftir að fjögur ný kórónuveirusmit greindust þar. Þetta eru fyrstu innanlandssmit kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi í 102 daga. Smitin fjögur greindust í sömu fjölskyldunni og uppruni þeirra er ekki þekktur.
11.08.2020 - 10:52
Lögreglumaður drepinn við skyldustörf í Auckland
Óvopnaður nýsjálenskur lögreglumaður lést af sárum sínum eftir að maður skaut hann og annan lögreglumann í Auckland í morgun. Hann er fyrsti lögreglumaðurinn í rúman áratug sem deyr við skyldustörf.
19.06.2020 - 06:28
Herinn sér um sóttkví í Nýja-Sjálandi
Nýsjálenski herinn hefur verið kallaður út til þess að sjá um að fylgja farþegum sem koma til landsins í sóttkví og halda þeim þar þangað til þeir verða prófaðir við COVID-19. Tveir farþegar frá Bretlandi komust úr einangrun áður en tekin voru úr þeim sýni. Þeir greindust svo með COVID-19. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði það ekki mega endurtaka sig. 
17.06.2020 - 06:42
Páskakanínan og í tannálfurinn í framvarðarsveitinni
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur skilgreint páskakanínuna og tannálfinn þar sem mikilvægar starfsstéttir í kórónaveirufaraldrinum. Hún leggur þó áherslu á að fólk stilli væntingar sínar um að þessir gleðigjafar láti sjá sig, enda getur það reynst þeim erfitt komast leiðar sinnar á tímum útgöngubanns í Nýja-Sjálandi.
06.04.2020 - 14:07
Fjöldamorðingi skiptir um skoðun og játar
Fjöldamorðinginn sem var 51 að bana í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra játaði í dag sök í öllum ákæruatriðum. Hann hafði áður neitað sök vegna 51 morðs, 40 morðtilrauna og fyrir að fremja hryðjuverk. Engar ástæður voru gefnar upp um hvers vegna maðurinn skipti um skoðun. 
26.03.2020 - 01:35
Óttast að COVID-19 hafi kraumað lengi í samfélaginu
Nýsjálendingar óttast að kórónuveirusýking hafi kraumað í samfélaginu í margar vikur. Guardian hefur eftir ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins í Nýja-Sjálandi að smit hafi nú greinst í næststærsta skóla landsins þar sem 3.000 nemendur stunda nám.
12.02.2020 - 00:01
Kafarar leita að líkum við Hvíteyju
Lögregla á Nýja-Sjálandi hefur greint frá nafni eins þeirra sem létust í eldgosinu á Hvítueyju í vikunni. Krystal Eve Browitt, 21 árs Ástrali frá Melbourne var á eyjunni með fjölskyldu sinni. Hún var meðal þeirra 15 sem staðfest er að fórust. 20 brenndust illa og eru á gjörgæsludeild. Faðir og systir Browitt eru bæði illa haldin vegna brunasára. Nafn hennar er það fyrsta sem lögregla birtir en ættingjar höfðu áður birt nöfn sumra. Kafarar á vegum lögreglu leita enn að líkum við eyjuna.
14.12.2019 - 15:35