Færslur: Nýja Sjáland

Ardern heldur til fundar við bandaríska ráðamenn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst einkum ræða viðskipti og málefni ferðaþjónustu við nokkra öldungadeildarþingmenn. Ardern kveðst jafnframt umhugað um að sjónum verði beint að öryggismálum á Kyrrahafi.
„Innrásin ógn við alþjóðalög og atlaga að mennskunni“
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og hvetur til að allt verði gert til að koma á friði. Þetta kom fram í ræðu sem hún flutti í tilefni af Anzac-deginum sem haldinn er hátíðlegur 25. apríl ár hvert.
Rússar leggja refsiaðgerðir á Ástrala og Nýsjálendinga
Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að beita ástralska og nýsjálenska ríkisborgara refsiaðgerðum. Utanríkisráðuneyti Rússlands greindi frá þessu og að aðgerðirnar nái meðal annars til forsætisráðherra beggja ríkjanna sem verður óheimilt að sækja Rússland heim.
Slakað á takmörkunum á Nýja-Sjálandi
Slakað verður á ströngum sóttvarnartakmörkunum á Nýja Sjálandi í vikunni. Jacinda Ardern forsætisráðherra segir að faraldurinn hafi náð hámarki og að ónæmi gegn veirunni sé orðið verulegt.
Mannskaðaveður á Nýja Sjálandi
Minnst þrir drukknuðu þegar fiskiskip sökk undan ströndum Norðureyju Nýja Sjálands í miklu illviðri sem þar geisar og ringulreið ríkir í Auckland, fjölmennustu borg landsins, vegna veðurofsans, að sögn borgaryfirvalda. AFP-fréttastofan hefur eftir lögreglu að lík þriggja skipverja á hinu sokkna skipi hafi þegar fundist en tveggja sé enn saknað. Fimm skipverjum var bjargað við illan leik og njóta nú aðhlynningar á sjúkrahúsi. Er líðan þeirra sögð stöðug og eftir aðstæðum góð.
21.03.2022 - 03:18
Sprenging í fjölda rafmagnsbíla á einum áratug
Óhætt er að fullyrða að sprenging hafi orðið í fjölgun rafknúinna heimilisbíla undanfarinn áratug. Árið 2012 voru sex rafmagns- og raftengifjölskyldubifreiðar skráðar á Íslandi en undir lok síðasta árs voru þær rétt tæplega sautján þúsund.
Bælingarmeðferðir refsiverðar á Nýja Sjálandi
Nýsjálenska þingið hefur samþykkt löggjöf sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir, sem ætlað er að „lækna“ fólk af samkynhneigð, að refsiverðu athæfi. Samkvæmt lögunum er bannað að reynda að breyta eða bæla kynhneigð fólks eða kynvitund, með skaðlegum og skipulegum meðferðum hvers konar. Hámarksrefsing fyrir sérlega alvarleg tilfelli er fimm ára fangelsisvist.
16.02.2022 - 03:57
Lögreglumenn kvarta sáran undan lögum Manilow
Lögreglumenn sem standa vörð við þinghúsið í Wellington höfuðborg Nýja Sjálands hafa kvartað sáran undan að lög bandaríska söngvarans Barrys Manilow séu í sífellu spiluð til að reyna að hrekja mótmælendur á brott.
Ambassador-brúin opnuð eftir að mótmæli voru leyst upp
Borgarstjóri Windsor í Kanada segir að opnað verði að nýju fyrir ferðir yfir Ambassador-brúna sem tengir borgina við Detroit í Bandaríkjunum um leið og það telst fullkomlega öruggt.
Nýja Sjáland
Spila Manilow og Macarena til að fæla brott mótmælendur
Nýsjálensk yfirvöld tóku upp á þeirri nýlundu að spila í sífellu nokkur lög bandaríska söngvarans Barry Manilow og spænskan danssmell til að hrekja mótmælendur brott frá þinghúsinu í Wellington. Mótmælendur svöruðu í svipaðri mynt.
Mótmæli gegn skyldubólusetningu vaxa í Wellington
Mótmælendum við þinghús Nýja Sjálands í Wellington fjölgaði mjög í dag. Lögregla hefur dregið úr viðbúnaði og látið af tilraunum til að dreifa mótmælendum.
Mótmælendur loka fleiri birgðaleiðum
Mótmælendur í Kanada hafa nú lokað þriðju birgðaleiðinni sem tengir landið við Bandaríkin. Svipuð mótmæli eru hafin í Evrópu en stjórnvöld í Washington hvetja nágranna sína í norðri til að stöðva mótmælin.
Nýja Sjáland
Um 50 andstæðingar skyldubólusetningar handteknir
Yfir fimmtíu voru handtekin í dag meðan á mótmælum andstæðinga skyldubólusetninga stóð við þinghúsið í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands. Mótmælin höfðu staðið í tvo daga en til átaka kom þegar lögregla hugðist leysa þau upp.
Stefna að opnun landamæra í október
Nýsjálendingar stefna að því að opna landamærin að fullu í október, að því er Jacinda Ardern, forsætisráðherra tilkynnti í morgun. Í lok þessa mánaðar verður þó bólusettum Nýsjálendingum frá Ástralíu leyft að snúa heim.
03.02.2022 - 10:56
Nýja Sjáland
Berjast gegn omíkron á sama hátt og delta-afbrigðinu
Rauðu viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á Nýja Sjálandi vegna útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi. Þetta þýðir ekki að öllu verði skellt í lás, en fjöldatakmarkanir hafa verið innleiddar á ný ásamt kröfu um framvísun bólusetningarvottorðs. Innandyra mega nú mest 100 manns koma saman, og þau ein fá að vera með í gleðskapnum sem geta framvísað bólusetningarvottorði.
Fyrstu hjálpargögnin komin til Tonga
Fyrstu sendingarnar af hjálpargögnum eru komnar til Tonga, þar sem ógnarmikið sprengigos varð síðasta föstudag og flóðbylgja reið yfir í kjölfarið. Eyjarnar hafa verið nánast einangraðar frá umheiminum frá því að gosið varð og fjarskipti legið meira og minna niðri þar sem allir sæstrengir til eyjanna og milli þeirra eyðilögðust eða skemmdust mikið í hamförunum.
20.01.2022 - 06:58
Ekkert mannfall en allnokkrar skemmdir á Tonga
Allnokkrar skemmdir hafa orðið í hluta Nuku'alofa höfuðborgar Kyrrahafsríkins Tonga í kjölfar öflugs neðansjávareldgoss. Engin tíðindi hafa þó borist af mannfalli eða slysum. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið afturkölluð.
16.01.2022 - 03:49
Flóðbylgjuviðvaranir í gildi við Kyrrahaf
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan vara almenning við Kyrrahafsstrendur ríkjanna við því að flóðbylgja kunni að skella á. Í morgun skall nærri metrahá flóðbylgja á ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi eftir að neðansjávareldgos hófst í fjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai.
16.01.2022 - 00:44
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Norður Ameríka · Hamfarir · Náttúra · Kyrrahaf · eldgos · flóðbylgja · Bandaríkin · Japan · Tonga · Tasmanía · Auckland · Nýja Sjáland · Fiji · Vanuatu
Flóðbylgjuviðvörun vegna neðansjávareldgoss í Kyrrahafi
Yfirvöld eyríkisins Tonga í Kyrrahafi hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að eldgos hófst í neðansjávareldfjalli. Nýsjálendingar hafa gert hið sama.
15.01.2022 - 07:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Nýja Sjáland · Tonga · eldgos · Kyrrahaf · flóðbylgja
Nýsjálendingar fresta enn opnun landamæra
Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa ákveðið að fresta því að opna landamærin til febrúarloka á næsta ári af ótta við flóðbylgju smita af völdum Omíkrón-afbrigðis kórónuveirunnar.
Reyklaust Nýja Sjáland 2025?
Nýsjálensk yfirvöld kynntu í gær áætlun sem miðar að því að uppræta tóbaksreykingar í landinu fyrir árslok 2025 og koma í veg fyrir að komandi kynslóðir ánetjist reykinginum. Þetta verður meðal annars gert með því að hækka löglegan tóbakskaupaaldur um eitt ár á ári, sem þýðir að börn sem eru 14 ára og yngri í dag munu aldrei geta keypt sígarettur með löglegum hætti.
09.12.2021 - 04:49
Fyrsta kórónuveirutilfellið greinist á Cook-eyjum
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst á Cook-eyjum í Suður-Kyrrahafi. Eyjarnar hafa sjálfstjórn en eru í frjálsu sambandi við Nýja Sjáland. Þar búa um 17 þúsund manns.
Nýsjálenskir friðargæsluliðar halda til Salómonseyja
Nýsjálsenskir hermenn bætast við fjölþjóðlegt friðargæslulið sem ætlað er að halda uppi lögum og reglum á Salómonseyjum. Óeirðir á eyjunum í síðustu viku kostuðu þrjú mannslíf og mikið eignatjón í höfuðborginni Honiara.
Nýja Sjáland lokað útlendingum í fimm mánuði í viðbót
Nýsjálendingar hyggjast ekki fara að fordæmi granna sinna í Ástralíu og opna landið fyrir heimsóknum erlendis frá enn um sinn. Chris Hipkins, ráðherra viðbragðsáætlunar vegna COVID-19, greindi frá því í dag að landið yrði áfram lokað útlendingum næstu fimm mánuðina hið minnsta.
24.11.2021 - 03:08
Nýsjálendingar láta af útgöngubanni í næsta mánuði
Ætlunin er að láta af útgöngubanni í Auckland, fjölmennustu borg Nýja Sjálands, snemma í næsta mánuði. Forsætisráðherra landsins kynnti nýjar reglur um viðbrögð við faraldrinum í morgun.