Færslur: Nýja Sjáland

Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Morðingi ungrar breskrar konu nafngreindur
Karlmaður sem myrti unga breska konu, Grace Millane að nafni, á Nýja Sjálandi fyrir tveimur árum hefur verið nafngreindur. Á sama tíma var upplýst að hann var dæmdur sekur á þessu ári fyrir mjög alvarleg kynferðisbrot gegn tveimur öðrum konum.
22.12.2020 - 04:26
Boðar úrbætur eftir skýrslu rannsóknarnefndar
Lögregla og leyniþjónustustofnanir á Nýja Sjálandi gerðu margvísleg mistök í aðdraganda hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch 15. mars í fyrra, en alls er óvíst að tekist hefði að koma í veg fyrir árásina þótt breytt hefði verið öðruvísi.
08.12.2020 - 09:49
Kærur gefnar út vegna dauða 22 túrista á eldfjallaeyju
Vinnueftirlitið á Nýja Sjálandi hefur kært þrettán aðila, þrjá einstaklinga og tíu fyrirtæki, fyrir alvarleg brot á vinnuverndarlöggjöf landsins í tengslum við dauða 22 ferðalanga og ferðaþjónustustarfsmanna í eldgosi á Whakaari-eyju, einnig þekktri sem Hvítueyju, 9. desember í fyrra. Tugir til viðbótar slösuðust í gosinu, sem hófst með litlum fyrirvara þegar fólkið var í skoðunarferð um óbyggða eyjuna.
30.11.2020 - 02:32
Feitur, feiminn og ófleygur páfagaukur er fugl ársins
Kjörstöðum hefur verið lokað, atkvæði hafa verið talin og sigurvegarinn krýndur: kākāpō, feitasti og feimnasti páfagaukur í heimi, er fugl ársins á Nýja Sjálandi.
16.11.2020 - 04:06
Stórfelld kosningasvik valda fjaðrafoki á Nýja-Sjálandi
Ekki hefur tekist að finna nein sönnunargögn sem renna stoðum undir endurteknar fullyrðingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hans fólks um víðtækt kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum vestra. Á Nýja-Sjálandi komst hins vegar upp um stórfellt kosningasvindl í vikunni.
12.11.2020 - 05:49
Nýja Sjáland: Dánaraðstoð leyfð, kannabis bannað áfram
Meirihluti kjósenda á Nýja Sjálandi samþykkti lögleiðingu dánaraðstoðar en felldi tillögu um lögleiðingu á almennri neyslu kannabisefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um þetta tvennt samfara þingkosningunum 17. október síðastliðinn og voru bráðabirgðaniðurstöður birtar í dag. Samkvæmt þeim samþykktu nær tveir af hverjum þremur kjósendum, 65,2 prósent, löggjöf um virka dánaraðstoð. Rúmur helmingur þeirra sem greiddu atkvæði, 53,1 prósent, var hins vegar mótfallinn lögleiðingu kannabisefna.
30.10.2020 - 03:58
Ardern og Verkamannaflokkurinn ná meirihluta á þingi
Kjörstöðum var lokað á Nýja Sjálandi klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og fyrstu tölur benda til þess að spár um öruggan sigur forsætisráðherrans Jacindu Ardern og Verkamannaflokksins í þingkosningunum muni ganga eftir. Þegar búið var að telja 10 prósent atkvæða var útlit fyrir að flokkurinn fengi 65 af 120 þingsætum og Ardern því ekkert að vanbúnaði að mynda ríkisstjórn án annarra flokka, en hún hefur farið fyrir meirihlutastjórn Verkamannaflokks og mið-hægri flokks síðustu þrjú árin.
17.10.2020 - 07:37
Kosið á Nýja Sjálandi: Ardern næsta örugg um sigur
Þingkosningar standa nú yfir á Nýja Sjálandi og fátt bendir til annars en að Verkamannaflokkurinn, með forsætisráðherrann Jacindu Ardern í fylkingarbrjósti, muni vinna öruggan sigur. Flokkurinn hefur raunar misst nokkuð fylgi síðustu daga ef marka má nýjustu skoðanakannanir, en mun engu að síður geta myndað meirihlutastjórn einn og óstuddur, gangi þær eftir.
17.10.2020 - 01:46
Fjöldamorðingi bíður dóms í Christchurch
Dómsuppkvaðning yfir Brenton Tarrant sem varð 51 múslima að bana í tveimur moskum á Nýja Sjálandi á síðasta ári, er hafin í Christchurch.
Útgöngubann í Auckland framlengt
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur framlengt útgöngubann í Auckland um tólf daga vegna nýrra kórónuveirutilfella sem greinst hafa í landinu á undanförnum dögum.
14.08.2020 - 11:38
Verðlaunahöfundur fær hæli á Nýja Sjálandi
Flóttamaður og rithöfundur, sem skrifaði verðlaunabók á farsíma sinn í flóttamannabúðum á Papúa Nýju-Gíneu, hefur fengið hæli á Nýja Sjálandi. Honum var tilkynnt um hælisveitinguna á 37 ára afmælisdegi sínum í gær. 
24.07.2020 - 08:41
Leiðtogi nýsjálensku stjórnarandstöðunnar segir af sér
Leiðtogi og forsætisráðherraefni stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Nýja Sjálandi sagði óvænt af sér formennsku í morgun af heilsufarsástæðum, aðeins nokkrum vikum eftir að hann settist í formannsstólinn. Þingkosningar fara fram á Nýja Sjálandi í september og ljóst að flokki hans er nokkur vandi á höndum að finna arftaka sem veitt getur Jacindu Ardern raunverulega samkeppni um hylli kjósenda.
14.07.2020 - 05:49
Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands segir af sér
David Clark, heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands, sagði af sér í dag. Clark varð tvisvar sinnum uppvís að því að fara gegn tilmælum sem ríkisstjórn hans setti í baráttunni við kórónuveiruna.
02.07.2020 - 08:56
Nýja-Sjáland ekki lengur laust við COVID-19
Nýja-Sjáland er ekki lengur laust við COVID-19. Tvö ný smit greindust þar í dag í konum sem komu frá Bretlandi til Nýja-Sjálands fyrr í þessum mánuði.
16.06.2020 - 11:55
Nýja Sjáland laust við COVID-19
Ekkert virkt kórónuveirusmit er nú í Nýja Sjálandi, og ekkert smit hefur greinst í 17 daga. Jacinda Ardern, forsætisráðherra, tilkynnti í morgun að öllum hömlum til að hefta útbreiðslu veirunnar sé nú aflétt, nema eftirliti við landamærin. 
08.06.2020 - 04:47
Myndskeið
Jarðskjálfti truflar viðtal við Ardern
Nokkuð snarpur jarðskjálft varð á Norðureyju Nýja-Sjálands þegar kominn var mánudagsmorgunn þar í landi. Skjálftinn mældist 5,6 að stærð og átti upptök sín um 90 kílómetrum norður af Wellington, á um 52 kílómetra dýpi, að sögn AFP fréttastofunnar. Engin slys urðu á fólki að sögn yfirvalda, og ekki hafa borist fregnir af teljandi skemmdum vegna skjálftans. Myndband náðist af viðbrögðum forsætisráðherrans Jacindu Ardern, sem var í sjónvarpsviðtali í morgunþætti þegar skjálftinn reið yfir.
25.05.2020 - 03:25
Ardern vinsælust leiðtoga á Nýja Sjálandi
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er vinsælasti leiðtogi landsins í heila öld eða frá upphafi kannana þar í landi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem birt var þar í morgun. Ástæðan er sögð frammistaða hennar og ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.
18.05.2020 - 08:09
Þungunarrof ekki lengur refsivert á Nýja Sjálandi
Meirihluti þingsins á Nýja Sjálandi samþykkti í morgun breytingar á lögum þannig að þungunarrof verður ekki lengur refsivert. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja Sjálands, segir þetta mikið framfaraskref og tryggja sjálfsákvörðunarrétt kvenna í þessum málum.
18.03.2020 - 09:25
Fullelduðum kræklingum skolaði á land
Um hálf milljón kræklinga fannst nánast fullelduð við Maunganui Bluff ströndina nyrst á Norðureyju Nýja-Sjálands. Sjávarlíffræðingar tengja dauða þeirra við loftslagsbreytingar. Sjórinn við norðurströnd Nýja Sjálands hefur verið óvenju heitur og stilltur. Sérfræðingar telja að þær aðstæður ásamt sólarljósinu hafi hitað kræklinginn verulega upp.
19.02.2020 - 14:09
Þúsundir flýja flóð á Nýja Sjálandi
Mikil flóð hrella nú íbúa Suðureyju Nýja Sjálands í kjölfar úrhellisrigninga. Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín til að koma sér í öruggt skjól og hundruð ferðafólks eru innlyksa á afskekktu en vinsælu ferðamannasvæði við Milfordsund. Stjórnvöld á Suðureyju lýstu yfir neyðarástandi eftir að yfir 1.000 millimetra úrkoma féll á tveimur og hálfum sólarhring, 60 kukkustundum, með þeim afleiðingum að skriður féllu á fjölfarna þjóðvegi og ár flæddu yfir bakka sína.
05.02.2020 - 03:05
Ardern boðar til kosninga í haust
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, tilkynnti í morgun að kosið yrði til þings þar í landi 19. september næstkomandi. Ardern fer fyrir minnihlutastjórn Verkamannaflokksins, sem hún fer fyrir, og þjóðernispopúlistaflokksins Nýja Sjáland fyrst, sem saman eru með 55 af 120 þingmönnum. Græningjar, sem eiga átta fulltrúa á þingi, hafa varið stjórnina falli. Nýsjálenski Þjóðarflokkurinn, borgaralegur hægriflokkur, er með flesta fulltrúa á þingi núna, eða 55.
28.01.2020 - 05:30
Samloka með skorpu, möttli og kjarna
19 ára nýsjálenskur háskólastúdent og spænskur sjálfboðaliði bjuggu til það sem kallað er jarðarsamloka. Etienne Naude og Spánverji, sem hann kann lítil sem engin deili á, nýttu kortavef Google til þess að vera vissir um að þeir væru á nákvæmlega andstæðum stöðum á jarðkringlunni.
21.01.2020 - 07:11
Nítján látnir eftir gosið á Hvítueyju
Nítján eru nú látnir af völdum eldgossins á Hvítueyju við Nýja Sjáland fyrr í mánuðinum. Lögreglan greinir frá því að einn ferðamannanna sem voru á eyjunni hafi látið lífið á sjúkrahúsi í Auckland í gærkvöld. 
23.12.2019 - 01:54
Myndband
Yfir 50.000 byssum skilað til lögreglu á Nýja-Sjálandi
Meira en 50.000 byssum hefur verið skilað til lögreglunnar á Nýja-Sjálandi síðustu mánuði. Skotvopnalöggjöf í landinu var hert til muna eftir hryðjuverkaárásir í mars. Fimmtíu og einn var myrtur og fjörutíu særðir þegar maður ruddist með hálfsjálfvirka byssu inn í tvær moskur í Christchurch 15. mars.
21.12.2019 - 19:22