Færslur: Nýja Sjáland

Nýja-Sjáland
Taka við fyrrum liðsmanni hryðjuverkasamtaka
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi munu leyfa 26 ára gamalli konu, sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2014 að snúa aftur til heimalandsins frá Tyrklandi. Forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, segir að ákvörðunin um að hleypa konunni og tveimur ungum börnum hennar til landsins hafi ekki verið auðveld.
26.07.2021 - 09:08
Vikulangt útgöngubann í miðborg Sydney
Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu fyrirskipuðu í dag útgöngubann í fjórum hverfum í miðborg Sydney til að hindra frekari útbreiðslu Delta-afbrigðis COVID-19 sem þar hefur greinst síðustu daga. Ber íbúum í þessum hverfum að halda sig heima í vikutíma, nema rétt til að sinna brýnustu erindum.
25.06.2021 - 02:15
Kórónuveirukreppan hætt að bíta á Nýja Sjálandi
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi á fyrsta fjórðungi ársins nemur um 1,6% sem er betra en búist hafði verið við. Upphafleg spá gerði ráð fyrir um hálfs prósents vexti mánuðina janúar til mars en samdráttur var um 1% á síðasta fjórðungi ársins 2020.
Mörg hundruð handtekin í alþjóðlegri lögregluaðgerð
Eftir þriggja ára alþjóðlegt samvinnuverkefni löggæslustofnana voru mörg hundruð handtekin á grundvelli samskipta á dulkóðuðum samskiptavef.  Löggæslustofnanir í Bandaríkjunum, Evrópu, Nýja Sjálandi og Ástralíu upplýstu í gær að þær hafi haft aðgang að samskiptavefnum AN0M árum saman.
08.06.2021 - 03:18
Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta af stærðinni 8.1
Tugir þúsunda flúðu heimili sín á Nýju Kaledóníu, Vanúatú og strandhéruðum Nýja Sjálands vegna hættu á flóðbylgjum í kjölfar öflugs jarðskjálfta árla föstudagsmorguns þar eystra, eða klukkan hálfátta í kvöld að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans, sem var 8,1 að stærð og átti upptök sín við Kermanec-eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi. Þetta var þriðji stóri skjálftinn á þessum slóðum í dag, hinir tveir sem á undan fóru mældust 7,3 og 7,4 að stærð.
05.03.2021 - 00:44
Tíu ár frá mannskæðum skjálfta í Christchurch
Nýsjálendingar minnast þess í dag að 10 ár eru liðin frá því að jarðskjálfti varð 185 manns að fjörtjóni í borginni Christchurch og nágrenni. Efnt var til minningarathafnar í miðborg Christchurch, þar sem fólk safnaðist saman við minnismerki um fórnarlömb skjálftans. Klukkan 12.51 hófst einnar mínútu þögn í minningu þeirra sem fórust í skjálftanum, sem reið yfir klukkan 12.51 hinn 22. febrúar 2011.
22.02.2021 - 04:32
Bólusetning hafin á Nýja Sjálandi
Bólusetning gegn COVID-19 hófst á Nýja Sjálandi í dag og byrjar í Ástralíu á mánudag. Heilbrigðisyfirvöld í Auckland segja fyrstu bólusetningarnar marka tímamót en þær séu þó aðeins fyrsta skrefið á langri leið.
Gúmmíkúlum skotið að mótmælendum
Lögregla skaut viðvörunarskotum upp í loftið til að dreifa mótmælendum í Naypyidaw, höfuðborg Mjanmar, í morgun og skaut síðan gúmmíkúlum að þeim. Fréttamaður AFP hafði þetta eftir sjónarvottum.
09.02.2021 - 10:35
Landamærin líklega lokuð stóran hluta árs
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, telur líklegt að landamæri ríkisins verði að mestu lokuð út árið.
26.01.2021 - 09:04
Víða gripið til aðgerða á landamærum
Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.
25.01.2021 - 12:12
Suðurafríska afbrigðið greindist á Nýja Sjálandi
Fyrsta samfélagssmit sem greinst hefur á Nýja Sjálandi í meira en tvo mánuði er afbrigði sem kennt er við Suður-Afríku. Chris Hipkins, heilbrigðisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun.
25.01.2021 - 08:31
Suðurafríska afbrigðið greinist á Nýja Sjálandi
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar um tveggja mánaða skeið hefur greinst á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingum hefur gengið vel að glíma við faraldurinn en þar hafa alls 1.927 greinst með COVID-19 og 25 látist. Nýsjálendingar eru 5 milljónir talsins.
Fyrsta samfélagssmitið á Nýja Sjálandi í tvo mánuði
Heilbrigðisyfirvöld á Nýja Sjálandi tilkynntu í dag að þar hefði í gær greinst kórónuveirusmit utan sóttkvíar í fyrsta sinn síðan 18. nóvember. Sett hefur verið af stað víðtæk smitrakning í norðurhluta landsins.
24.01.2021 - 12:26
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Morðingi ungrar breskrar konu nafngreindur
Karlmaður sem myrti unga breska konu, Grace Millane að nafni, á Nýja Sjálandi fyrir tveimur árum hefur verið nafngreindur. Á sama tíma var upplýst að hann var dæmdur sekur á þessu ári fyrir mjög alvarleg kynferðisbrot gegn tveimur öðrum konum.
22.12.2020 - 04:26
Boðar úrbætur eftir skýrslu rannsóknarnefndar
Lögregla og leyniþjónustustofnanir á Nýja Sjálandi gerðu margvísleg mistök í aðdraganda hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch 15. mars í fyrra, en alls er óvíst að tekist hefði að koma í veg fyrir árásina þótt breytt hefði verið öðruvísi.
08.12.2020 - 09:49
Kærur gefnar út vegna dauða 22 túrista á eldfjallaeyju
Vinnueftirlitið á Nýja Sjálandi hefur kært þrettán aðila, þrjá einstaklinga og tíu fyrirtæki, fyrir alvarleg brot á vinnuverndarlöggjöf landsins í tengslum við dauða 22 ferðalanga og ferðaþjónustustarfsmanna í eldgosi á Whakaari-eyju, einnig þekktri sem Hvítueyju, 9. desember í fyrra. Tugir til viðbótar slösuðust í gosinu, sem hófst með litlum fyrirvara þegar fólkið var í skoðunarferð um óbyggða eyjuna.
30.11.2020 - 02:32
Feitur, feiminn og ófleygur páfagaukur er fugl ársins
Kjörstöðum hefur verið lokað, atkvæði hafa verið talin og sigurvegarinn krýndur: kākāpō, feitasti og feimnasti páfagaukur í heimi, er fugl ársins á Nýja Sjálandi.
16.11.2020 - 04:06
Stórfelld kosningasvik valda fjaðrafoki á Nýja-Sjálandi
Ekki hefur tekist að finna nein sönnunargögn sem renna stoðum undir endurteknar fullyrðingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hans fólks um víðtækt kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum vestra. Á Nýja-Sjálandi komst hins vegar upp um stórfellt kosningasvindl í vikunni.
12.11.2020 - 05:49
Nýja Sjáland: Dánaraðstoð leyfð, kannabis bannað áfram
Meirihluti kjósenda á Nýja Sjálandi samþykkti lögleiðingu dánaraðstoðar en felldi tillögu um lögleiðingu á almennri neyslu kannabisefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um þetta tvennt samfara þingkosningunum 17. október síðastliðinn og voru bráðabirgðaniðurstöður birtar í dag. Samkvæmt þeim samþykktu nær tveir af hverjum þremur kjósendum, 65,2 prósent, löggjöf um virka dánaraðstoð. Rúmur helmingur þeirra sem greiddu atkvæði, 53,1 prósent, var hins vegar mótfallinn lögleiðingu kannabisefna.
30.10.2020 - 03:58
Ardern og Verkamannaflokkurinn ná meirihluta á þingi
Kjörstöðum var lokað á Nýja Sjálandi klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og fyrstu tölur benda til þess að spár um öruggan sigur forsætisráðherrans Jacindu Ardern og Verkamannaflokksins í þingkosningunum muni ganga eftir. Þegar búið var að telja 10 prósent atkvæða var útlit fyrir að flokkurinn fengi 65 af 120 þingsætum og Ardern því ekkert að vanbúnaði að mynda ríkisstjórn án annarra flokka, en hún hefur farið fyrir meirihlutastjórn Verkamannaflokks og mið-hægri flokks síðustu þrjú árin.
17.10.2020 - 07:37
Kosið á Nýja Sjálandi: Ardern næsta örugg um sigur
Þingkosningar standa nú yfir á Nýja Sjálandi og fátt bendir til annars en að Verkamannaflokkurinn, með forsætisráðherrann Jacindu Ardern í fylkingarbrjósti, muni vinna öruggan sigur. Flokkurinn hefur raunar misst nokkuð fylgi síðustu daga ef marka má nýjustu skoðanakannanir, en mun engu að síður geta myndað meirihlutastjórn einn og óstuddur, gangi þær eftir.
17.10.2020 - 01:46
Fjöldamorðingi bíður dóms í Christchurch
Dómsuppkvaðning yfir Brenton Tarrant sem varð 51 múslima að bana í tveimur moskum á Nýja Sjálandi á síðasta ári, er hafin í Christchurch.
Útgöngubann í Auckland framlengt
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur framlengt útgöngubann í Auckland um tólf daga vegna nýrra kórónuveirutilfella sem greinst hafa í landinu á undanförnum dögum.
14.08.2020 - 11:38
Verðlaunahöfundur fær hæli á Nýja Sjálandi
Flóttamaður og rithöfundur, sem skrifaði verðlaunabók á farsíma sinn í flóttamannabúðum á Papúa Nýju-Gíneu, hefur fengið hæli á Nýja Sjálandi. Honum var tilkynnt um hælisveitinguna á 37 ára afmælisdegi sínum í gær. 
24.07.2020 - 08:41