Færslur: Nýja Sjáland

Fyrsta kórónuveirutilfellið greinist á Cook-eyjum
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst á Cook-eyjum í Suður-Kyrrahafi. Eyjarnar hafa sjálfstjórn en eru í frjálsu sambandi við Nýja Sjáland. Þar búa um 17 þúsund manns.
Nýsjálenskir friðargæsluliðar halda til Salómonseyja
Nýsjálsenskir hermenn bætast við fjölþjóðlegt friðargæslulið sem ætlað er að halda uppi lögum og reglum á Salómonseyjum. Óeirðir á eyjunum í síðustu viku kostuðu þrjú mannslíf og mikið eignatjón í höfuðborginni Honiara.
Nýja Sjáland lokað útlendingum í fimm mánuði í viðbót
Nýsjálendingar hyggjast ekki fara að fordæmi granna sinna í Ástralíu og opna landið fyrir heimsóknum erlendis frá enn um sinn. Chris Hipkins, ráðherra viðbragðsáætlunar vegna COVID-19, greindi frá því í dag að landið yrði áfram lokað útlendingum næstu fimm mánuðina hið minnsta.
24.11.2021 - 03:08
Nýsjálendingar láta af útgöngubanni í næsta mánuði
Ætlunin er að láta af útgöngubanni í Auckland, fjölmennustu borg Nýja Sjálands, snemma í næsta mánuði. Forsætisráðherra landsins kynnti nýjar reglur um viðbrögð við faraldrinum í morgun.
Mótmæli á Nýja Sjálandi gegn Covid-ráðstöfunum
Þúsundir Nýsjálendinga tóku í morgun þátt í mótmælum gegn hörðum samkomutakmörkunum í landinu. Strangar samkomutakmarkanir og útgöngubann eru meðal þeirra ráða sem nýsjálensk stjórnvöld hafa gripið til svo hamla megi útbreiðslu faraldurins.
Nýja Sjáland
Fugl ársins er leðurblaka
Á Nýja Sjálandi voru í gær kynnt úrslit árlegrar kosningar á fugli ársins, sem jafnan er beðið með mikilli eftirvæntingu. Metþátttaka var í kosningunum í ár og óhætt að fullyrða að niðurstaðan sé afar umdeild þrátt fyrir að sigurfuglinn hafi unnið með fáheyrðum yfirburðum. Ástæðan er sú að fugl ársins í ár er alls enginn fugl heldur spendýr, nánar til tekið langhala leðurblakan pekapeka-tou-roua, eins og tegundin kallast á máli Maóría.
01.11.2021 - 06:48
Fyrsta kórónuveirusmitið greinist á Vináttueyjum
Íbúar Vináttueyja, eða konungsríkisins Tonga, í Suður-Kyrrahafi flykktust þúsundum saman í bólusetningu gegn COVID-19 í morgun eftir að fréttir bárust af fyrsta smitinu á eyjunum.
Lögregla staðfesti grun um svalt dót
Nýsjálenski lögreglumaðurinn Kurt fór í nokkuð óvenjulegt útkall á dögunum, en staðfesti þó grun fjögurra ára drengs sem hringdi í neyðarlínuna. Drengurinn hafði samband við neyðarlínuna og sagðist þurfa að segja konunni sem svaraði svolítið. Hann sagðist vera með dót sem hann vildi fá að sýna lögreglunni.
21.10.2021 - 06:49
Metfjöldi covid-smita á Nýja-Sjálandi
Metfjöldi COVID-19 smita greindist á Nýja-Sjálandi í gær. Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun að 94 hefðu greinst með COVID-19 síðasta sólarhringinn. Fyrra met hljóðaði upp á 89 smit á einum degi og er síðan í apríl á síðasta ári. Tilkoma delta-afbrigðisins veldur þessu, en hröð útbreiðsla þess varð til þess að stjórnvöld á Nýja-Sjálandi sáu sér ekki annað fært en að hverfa frá fyrri stefnu sinni um „Núll-covid.“
Framlínustarfsfólk skyldað í bólusetningu
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi tilkynntu í morgun að framlínustarfsfólk í ýmsum greinum verði skyldað í bólusetningu við COVID-19. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að verða orðið fullbólusett í síðasta lagi í desember og kennarar í janúar, ef það ætlar sér að halda vinnunni.
11.10.2021 - 07:49
Stefnubreyting í baráttunni við faraldurinn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, viðurkenndi í morgun að nýrrar stefnu væri þörf í baráttu við kórónuveirufaraldurinn. Fjölgun bólusettra auðveldi stefnubreytinguna en Delta-afbrigðið breytti sviðsmyndinni mjög. Smám saman verður slakað á takmörkunum í Auckland, stærstu borg landsins.
Landamærareglur hertar á Nýja Sjálandi
Hertar landamærareglur voru tilkynntar á Nýja Sjálandi í morgun. Allir ferðalangar, 17 ára og eldri, búsettir utan Nýja Sjálands skulu vera fullbólusettir ætli þeir sér að heimsækja landið.
Skammt í opnun landamæra Ástralíu eftir 18 mánaða lokun
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu tilkynnti í morgun að tekið yrði til við að opna landamærin að nýju í næsta mánuði. Það veltur á því að bólusetning gegn COVID-19 gangi samkvæmt áætlun.
Ný og hert hryðjuverkalöggjöf á Nýja Sjálandi
Ný hryðjuverkalöggjöf tók gildi á Nýja Sjálandi í morgun. Ákveðið var að herða slíka löggjöf í landinu eftir hryðjuverkaárás í Auckland snemma í september.
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi en óvissa um framhaldið
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi mældist 2,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í morgun. Sérfræðingar óttast talsverðan samdrátt á þriðja fjórðungi en spá bata og vaxtahækkunum í kjölfarið.
Slakað á reglum í stærstum hluta Nýja Sjálands
Slakað verður á útgöngubanni og öðrum samkomutakmörkunum á Nýja Sjálandi í vikunni. Strangar reglur gilda þó áfram í Auckland, stærstu borg landsins.
Vill breyta hryðjuverkalögum eftir hnífaárás í gær
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands vill að hryðjuverkalögum landsins verði breytt eftir að sjö særðust í hnífaárás í gær.
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 um sex mánaða skeið
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 um sex mánaða skeið var tilkynnt á Nýja Sjálandi í dag. Heilbrigðisyfirvöld álíta að bylgja veikinda af völdum Delta-afbrigðis kórónuveirunnar sé í rénun.
Heitasti vetur Nýja Sjálands frá upphafi mælinga
Opinber nýsjálensk rannsóknarstofnun segir loftslagsbreytingar valda því að veturinn í ár er sá heitasti frá því að mælingar hófust þar í landi.
Hryðjuverkaárás í verslanamiðstöð á Nýja Sjálandi
Maður sem talinn er hallur undir hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki réðist að og særði sex í verslanamiðstöð í Auckland í Nýja Sjálandi í morgun. Lögregla skaut árásarmanninn til bana.
Smitum heldur áfram að fjölga í Eyjaálfu
COVID-19 smitum heldur áfram að fjölga í Ástralíu og á Nýja Sjálandi, þar sem heilbrigðisyfirvöld eru tekin að efast um að svokölluð „Núll-covid"-stefna þeirra sé raunhæfur möguleiki eftir tilkomu hins bráðsmitandi delta-afbrigðis kórónaveirunnar. Öll smit sumarsins í ríkjunum tveimur eru af þeim skæða stofni.
Útgöngubann á öllu Nýja Sjálandi vegna nokkurra smita
Nær algjört útgöngubann var innleitt um gjörvallt Nýja Sjáland í gær eftir að einn maður greindist með COVID-19 í stærstu borg landsins, Auckland. Jacinda Ardern, forsætisráðherra, staðfesti í morgun að maðurinn hafi smitast af delta-afbrigði veirunnar og sagði sex til viðbótar hafa greinst með veiruna í kjölfarið. Þeirra á meðal er hjúkrunarkona á sjúkrahúsi í borginni.
Nýja-Sjáland
Taka við fyrrum liðsmanni hryðjuverkasamtaka
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi munu leyfa 26 ára gamalli konu, sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2014 að snúa aftur til heimalandsins frá Tyrklandi. Forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, segir að ákvörðunin um að hleypa konunni og tveimur ungum börnum hennar til landsins hafi ekki verið auðveld.
26.07.2021 - 09:08
Vikulangt útgöngubann í miðborg Sydney
Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu fyrirskipuðu í dag útgöngubann í fjórum hverfum í miðborg Sydney til að hindra frekari útbreiðslu Delta-afbrigðis COVID-19 sem þar hefur greinst síðustu daga. Ber íbúum í þessum hverfum að halda sig heima í vikutíma, nema rétt til að sinna brýnustu erindum.
25.06.2021 - 02:15
Kórónuveirukreppan hætt að bíta á Nýja Sjálandi
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi á fyrsta fjórðungi ársins nemur um 1,6% sem er betra en búist hafði verið við. Upphafleg spá gerði ráð fyrir um hálfs prósents vexti mánuðina janúar til mars en samdráttur var um 1% á síðasta fjórðungi ársins 2020.