Færslur: Nýja Kaledónía

Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta af stærðinni 8.1
Tugir þúsunda flúðu heimili sín á Nýju Kaledóníu, Vanúatú og strandhéruðum Nýja Sjálands vegna hættu á flóðbylgjum í kjölfar öflugs jarðskjálfta árla föstudagsmorguns þar eystra, eða klukkan hálfátta í kvöld að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans, sem var 8,1 að stærð og átti upptök sín við Kermanec-eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi. Þetta var þriðji stóri skjálftinn á þessum slóðum í dag, hinir tveir sem á undan fóru mældust 7,3 og 7,4 að stærð.
05.03.2021 - 00:44
Kjósa um frelsi frá Frökkum
Íbúar Nýju Kaledóníu munu halda þjóðaratkvæðagreiðslu um heimastjórn á næsta ári. Um þetta sömdu leiðtogar þessa Kyrrahafseyjaklasa við stjórnvöld í París í gær, en eyjarnar lúta franskri stjórn í dag. Fastlega er reiknað með að meirihluti eyjaskeggja greiði aukinni sjálfstjórn atkvæði sitt og að næsta skref verði fullt sjálfstæði innan fárra ára.
04.11.2017 - 07:31