Færslur: nýbygging

Sjónvarpsfrétt
Sunnuhlíð verður heilsugæslustöð
Staðsetning hefur verið ákveðin fyrir tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri og loka á þeirri sem nú er starfrækt. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gerir ráð fyrir að auðveldara verði að laða til sín starfsfólk þegar starfsaðstæður batna.
Sjónvarpsfrétt
Raki og plast í vistvæna þorpinu í Gufunesi
Of mikill raki mældist undir plasti í gólfi þriggja íbúða sem mældar voru í vistvænu byggðinni í Gufunesi. Það er ekkert vistvænt við að hafa plast undir öllu gólfinu í vistvæna þorpinu í Gufunesi, segir Heiða Mjöll Stefánsdóttir sem býr í einni íbúðinni og þurfti að skipta um gólfefni vegna raka. Runólfur Ágústsson forsvarsmaður seljandans segir að brugðist verði við íbúum að kostnaðarlausu. Í einni íbúðanna mælist 41 stigs hiti við gólf barnaherbergis. 
05.11.2021 - 17:42