Færslur: ný sprunga

Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Myndskeið
Gengu í sex tíma frá Krísuvík og var snúið við
Gosstöðvarnar voru rýmdar um leið ljóst var að nýjar sprungur væru að opnast þar í dag. Flestir yfirgáfu þær strax en dæmi var um fólk sem kom að gosstöðvunum frá stöðum lengra í burt þar sem ekki voru formlegar lokanir.
Viðtal
Hraunáin rennur hratt í Meradali
Tvær nýjar gossprungur, um eitt til tvö hundruð metrar að lengd, opnuðust í hádeginu í dag um 700 metra norðaustur af gígunum í Geldingadölum. Gossvæðið var rýmt án tafar en þá voru þar nokkur hundruð manns. Ólíklegt þykir að svæðið verði opnað aftur á morgun.
Villa á sér heimildir til að komast að gosstöðvunum
Talið er að um fimm hundruð manns hafi verið við gosstöðvarnar eða á leið að þeim eða frá þeim þegar fyrri sprungan myndaðist á hádegi og byrjað var að rýma svæðið. Einn og einn lætur sér þó ekki segjast og reynir að fara að gosstöðvunum. Þar verður lokað þar til lögregla tilkynnir um annað, að sögn Sigurðar Bergmann, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni og Suðurnesjum og vettvangsstjóra. 
05.04.2021 - 16:00
„Fólk gæti klárlega verið í hættu“
Ný sprunga, um 500 metra löng, hefur opnast í Geldingadölum og verið er að rýma svæðið. Sigurður Bergmann, aðalvarðsstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir að fólk kunni að vera í hættu. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru að leggja af stað á vettvang. Vefmyndavél RÚV hefur verið snúið að nýju sprungunni. 
05.04.2021 - 12:38