Færslur: Ný smit

Telur að afbrigðið á Grænlandi geti verið mjög smitandi
Ekki er enn vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar herjar á Grænland en margt bendir til að það sé mjög smitandi, þrátt fyrir að harla fáir hafi smitast. Smitrakning heldur áfram af miklu kappi.
17.06.2021 - 22:47
Tveir liggja nú á sjúkrahúsi í Nuuk með COVID-19
Nú liggja tveir á sjúkrahúsinu í Nuuk á Grænlandi smitaðir af COVID-19. Einn var lagður inn í gær sem hafði verið veikur í nokkra daga en svo kom að hann þurfti á sjúkrahúsvist að halda.
17.06.2021 - 06:30
Hópsmit virðist komið upp í Nuuk á Grænlandi
Landlæknir Grænlands staðfestir að fimm ný kórónuveirusmit eru komin upp í Nuuk, höfuðstað landsins. Því er ákveðið að grípa til harðra ráðstafana til að stöðva útbreiðslu smita, þar á meðal er allt flug til og frá bænum bannað.
16.06.2021 - 00:20
Tvö ný kórónuveirusmit í Nuuk á Grænlandi
Tvö ný kórónuveirusmit hafa komið upp í Nuuk höfuðstað Grænlands. Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um þetta í gær og að smitin tengjast bæði Munck verktakafyrirtækinu sem vinnur við byggingu flugstöðvar við bæinn.
15.06.2021 - 02:53
Slakað á sóttvarnareglum á Grænlandi
Slakað hefur verið á hertum sóttvarnareglum í Nuuk, höfuðstað Grænlands, enda hefur tekist að finna uppruna lítils hópsmits sem kom þar upp í síðustu viku. Grænlenska flugfélaginu Air Greenland er nú heimilt að flytja 810 farþega vikulega frá Danmörku til Grænlands.
03.06.2021 - 14:31
Víðir bjartsýnn á að slaka megi á sóttvarnareglum
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir ástæðu til bjartsýni á að enn megi slaka á sóttvarnareglum um miðjan mánuð, enda minnki líkur á stórum hópsmitum. Núgildandi reglugerð um takmarkanir innanlands gildir til 16. júní.
Eitt smit innan sóttkvíar í gær
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær innan sóttkvíar. Nú eru 45 í einangrun með virkt smit hér á landi og 163 í sóttkví.Nýgengi innanlandssmita lækkar nokkuð milli daga.
03.06.2021 - 11:04
Kórónuveiran stöðvar hátíðarhöld norskra stúdentsefna
Öll hátíðarhöld stúdentsefna í Ósló hafa verið bönnuð til og með 8. júní næstkomandi. Þetta á bæði við þau sem sem búa í borginni og þau sem þangað ferðast annars staðar frá. Ástæðan er mikil fjölgun kórónuveirutilfella á svæðinu.
Öllu skellt í lás við skemmtistaðagötu í Álaborg
Jomfru Ane Gade í Álaborg verður lokuð um hálfsmánaðar skeið svo draga megi úr útbreiðslu kórónuveirusmita í borginni. Sóttvarnarnefnd danska þingsins ákvað þetta í dag.
02.06.2021 - 13:03
Þrjú smit og einn utan sóttkvíar
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring, þar af var einn utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 211 einstaklingar í sóttkví og 44 í einangrun.
Sóttvarnareglur ekki hertar í Færeyjum að sinni
Ekki stendur til að herða sóttvarnareglur í Færeyjum þrátt fyrir að 48 séu með COVID-19 í eyjunum. Ekki hafa fleiri smit greinst í vikunni sem styrkir stjórnvöld í þeirri fyrirætlan sinni, en 500 eru nú í sóttkví.
Tvö af þremur innanlandssmitum í gær utan sóttkvíar
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands í gær, aðeins eitt þeirra innan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgatölum frá almannavörnum. Ekkert smit greindist á landamærunum.
Indverska afbrigðið gæti verið ónæmt fyrir mótefni
Það afbrigði kórónuveirunnar sem nú fer sem eldur í sinu um Indland virðist meira smitandi en önnur. Auk þess telja vísindamenn sig sjá vísbendingar um að það komist framhjá þeim vörnum sem bóluefni veita.
Fjögur innanlandssmit í gær og tvö við landamærin
Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Þrjú þeirra voru í sóttkví en tvö smit greindust við landmærin. 
Þrjú innanlandssmit í gær og öll í sóttkví
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Öll voru í sóttkví en enginn greindist við landmærin. 
02.05.2021 - 10:07
Þrjú innanlandssmit í gær og allir í sóttkví
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Allir voru í sóttkví en einn greindist við landmærin. 
Sigríður spyr hvort fórna eigi öllu vegna þriggja smita
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að fara að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra gerir athugasemdir við það að herða eigi sóttvarnaaðgerðir vegna þriggja smita utan sóttkvíar. Loforð um eðlilegt líf sé þar með fokið.
Sjö smit og allir í sóttkví
Sjö greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví. Alls voru tekin 449 sýni innanlands í gær.
13 smit innanlands í gær og fimm þeirra voru í sóttkví
13 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamærin, tveir greindust með mótefni þar og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnum.
08.11.2020 - 11:02
27 ný smit og 10 utan sóttkvíar
27 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru 1o ekki í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka, það er nú 188,4, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 198.
26 ný smit, tíu ekki í sóttkví
26 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru tíu ekki í sóttkví. Sex smit greindust á landamærunum og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr einni sýnatöku þar frá því fyrr í vikunni. Nýgengi innanlandssmita er 198, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 202,3.
Níu smit greindust innanlands í gær
Níu ný smit greindust innanlands í gær. Sex á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og þrjú hjá Íslenskri erfðagreiningu. Allir nema einn þeirra sem greindust voru í sóttkví.
22.08.2020 - 11:17