Færslur: Ný smit
Segjast hafa náð tökum á útbreiðslu COVID-19
Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðhæfa að tekist hafi að koma böndum á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Nýjum smitum sé þegar tekið að fækka. Undanfarinn sólarhring greindust ríflega 134 þúsund ný tilfelli af COVID-19 í Norður-Kóreu.
24.05.2022 - 01:55
Nokkrar tilslakanir í Shanghai
Almenningssamgöngur hófust að hluta til í kínversku borginni Shanghai í morgun. Það er til marks um að lífið þar sé smám saman að færast í fyrra horf eftir nærri tveggja mánaða einangrun vegna útbreiðslu COVID-19.
22.05.2022 - 23:00
Um það bil 1,7 milljón Norður-Kóreumanna með COVID-19
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu kennir leti og vanrækslu embættismanna um sífellt aukna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Nú eru skráð tilfelli COVID-19 komin í 1,7 milljónir.
18.05.2022 - 04:30
Tugum jarðlestastöðva lokað í Beijing vegna COVID-19
Borgaryfirvöld kínversku höfuðborgarinnar Beijing tóku til þess ráðs að loka tugum jarðlestastöðva í morgun. Smám saman hefur verið hert á sóttvarnareglum í borginni sem telur 21 milljón íbúa, vegna nýrra kórónuveirusmita.
04.05.2022 - 06:30
Bandaríkjamenn skipa starfsfólki heim frá Shanghai
Öllu starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna innan bandarísku ræðismannsskrifstofunnar í kínversku borginni Shanghai hefur verið skipað að yfirgefa borgina. Mikil fjölgun kórónuveirusmita og hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda eru ástæða heimkvaðningarinnar.
12.04.2022 - 03:20
Þýska þingið felldi frumvarp um skyldubólusetningu
Þýska þingið felldi í dag tillögu ríkisstjórnar Olafs Scholz kanslara um skyldubólusetningar gegn COVID-19 fyrir alla sextuga og eldri. Kanslarinn sagði í nóvember að tryggasta leiðin út úr faraldrinum væri bólusetning fyrir alla fullorðna.
07.04.2022 - 23:55
Kínverjar glíma enn við aukna útbreiðslu COVID-19
Stjórnvöld í Kína greina frá því að á fjórtánda þúsund nýrra kórónuveirutilfella hafi greinst í landinu undanfarinn sólarhring. Aldrei hafa greinst fleiri smit í landinu frá því faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum.
03.04.2022 - 04:20
Helmingur íbúa Shanghai sætir útgöngubanni
Milljónir íbúa kínversku borgarinnar Shanghai þurfa að halda sig heima við þar sem stjórnvöld fyrirskipuðu útgöngubann í austurhluta hennar. Ástæðan er mesta útbreiðsla kórónuveirusmita frá upphafi faraldurs.
28.03.2022 - 05:05
Slakað á takmörkunum á Nýja-Sjálandi
Slakað verður á ströngum sóttvarnartakmörkunum á Nýja Sjálandi í vikunni. Jacinda Ardern forsætisráðherra segir að faraldurinn hafi náð hámarki og að ónæmi gegn veirunni sé orðið verulegt.
23.03.2022 - 03:45
Enn beita Kínverjar útgöngubanni í baráttu við veiruna
Næstum þrjátíu milljónir Kínverja sæta nú útgöngubanni um gjörvallt landið. Mikil fjölgun smita hefur leitt af sér upptöku fjöldasýnataka og sjá má heilbrigðisstarfsfólk í hlífðarbúningum á strætum stórborga.
15.03.2022 - 05:54
Kínverjar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirusmita
Enn fjölgar kórónuveirutilfellum í Kína en heilbrigðisyfirvöld þar í landi greindu frá því að 3.393 ný tilfelli hefðu greinst þar í gær. Það er tvöfalt meira en daginn áður og stjórnvöld óttast að versta bylgja faraldursins sé í uppsiglingu.
13.03.2022 - 04:06
Fjöldaskimunum frestað í Hong Kong
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, segir ekki lengur forgangsmál að skylda alla íbúa borgarinnar í PCR-próf. Þó stendur ekki til að hætta algerlega við þær fyrirætlanir.
09.03.2022 - 05:00
Suður-Kóreumenn kjósa forseta í skugga omíkron-bylgju
Forsetakosningar standa nú yfir í Suður-Kóreu og búist er við að valið standi á milli hins frjálslynda Lee Jae-myung og Yoon Suk-yeol, sem álitinn er íhaldssamari. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu, drifinn áfram af omíkron-afbrigði veirunnar.
09.03.2022 - 01:14
Lýðheilsufræðingur telur 90% Færeyinga smitast af COVID
Færeyskur lýðheilsufræðingur telur líklegt að nærri níu af hverjum tíu eyjarskeggja smitist af COVID-19 áður en faraldurinn gengur yfir. Hann telur ólíklegt að nýjum smitum fækki á næstunni.
14.02.2022 - 06:23
Smitum fækkar á Grænlandi nema í tveimur bæjum
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað talsvert í Tasiilaq stærsta þéttbýlisstaðnum á Austur-Grænlandi en annars staðar í landinu hefur smitum fækkað nokkuð. Öllum sóttvarnaraðgerðum var aflétt í landinu um miðja vikuna.
12.02.2022 - 01:10
Álag á sjúkrahús í Færeyjum eykst
Álag á sjúkrahús er tekið að aukast í Færeyjum. Allmargt sjúkrahússtarfsfólk er smitað af COVID-19 og kórónuveirusjúklingum fjölgar á sjúkrahúsinu. Forstjóri sjúkrahússins segir að ástandið sé þó enn viðráðanlegt.
10.02.2022 - 00:18
Hálf milljón dauðsfalla af völdum COVID frá í nóvember
Yfir 130 milljónir nýrra kórónuveirutilfella hafa greinst um heim allan frá því að omíkron-afbrigðið skaut upp kollinum í nóvember. Um hálf milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins síðan þá.
09.02.2022 - 02:33
Áfengissölubann í fjórum af fimm sveitarfélögum
Áfengissölubann gildir nú í fjórum af fimm sveitarfélögum á Grænlandi. Lögreglu hefur nú í janúar borist fleiri tilkynningar um heimilisófrið en á sama tíma síðasta ár. Við því segir lögreglustjóri að þurfi að bregðast og segir mánaðamótin nú áhyggjuefni.
30.01.2022 - 06:16
Segja sóttvarnareglur valda fjarvistum frekar en COVID
Um það bil 450 þúsund Norðmenn þurfa að halda sig heimavið og taka veikindaleyfi vegna kórónuveirufaraldursins á hverjum tíma að mati Lýðheilsustofnunar Noregs (FHI). Það sé fyrst og fremst vegna sóttvarnatakmarkana en ekki vegna þess að fólk sé mjög veikt.
29.01.2022 - 06:55
Telja að hylli undir lok kórónuveirufaraldursins
Sænskur smitsjúkdómasérfræðingur telur að með mikilli útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar stefni í nægilega öflugt hjarðónæmi til að faraldurinn gæti fljótlega orðið að baki. Fjöldi nýrra smita dag hvern gæti verið vanmetinn verulega.
28.01.2022 - 02:10
Landlæknir Færeyja telur stutt í hámark smitbylgjunnar
Landlæknir Færeyja álítur að hámarki yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins verði senn náð. Nú er mánuður í að öllum takmörkunum verði aflétt þar.
27.01.2022 - 03:25
Metfjöldi smita en hægjast virðist á útbreiðslu omíkron
Omíkron er nú orðið ráðandi um víða veröld og því metur Alþjóðheilbrigðisstofnunin (WHO) áhættuna af því enn mikla en svo virðist sem hægt hafi á útbreiðslunni. Enn meira smitandi gerð omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hefur orðið vart í meira en 40 löndum.
26.01.2022 - 04:44
Samkomutakmarkanir auknar og áfengissölubanni komið á
Samkomutakmarkanir voru enn hertar á Grænlandi í gær auk þess sem tímabundið bann var sett við sölu áfengis í þremur sveitarfélögum. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu.
26.01.2022 - 04:12
Metfjöldi kórónuveirusmita í Moskvu
Aldrei hafa fleiri greinst með covid í Moskvu, höfuðborg Rússlands en í gær. Rússar búa sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar sem omíkron-afbrigðið verður ráðandi. Smitum á heimsvísu hefur fjölgað mjög frá því omíkron afbrigðisins varð vart.
20.01.2022 - 14:10
Kína: Allar erlendar póstsendingar skulu sótthreinsaðar
Póstþjónustan í Kína skipar starfsmönnum að sótthreinsa allar sendingar sem berast frá útlöndum og hvetur almenning til að draga úr vörupöntunum erlendis frá.
18.01.2022 - 06:34