Færslur: Ný smit

Sjö smit og allir í sóttkví
Sjö greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví. Alls voru tekin 449 sýni innanlands í gær.
13 smit innanlands í gær og fimm þeirra voru í sóttkví
13 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamærin, tveir greindust með mótefni þar og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnum.
08.11.2020 - 11:02
27 ný smit og 10 utan sóttkvíar
27 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru 1o ekki í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka, það er nú 188,4, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 198.
26 ný smit, tíu ekki í sóttkví
26 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru tíu ekki í sóttkví. Sex smit greindust á landamærunum og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr einni sýnatöku þar frá því fyrr í vikunni. Nýgengi innanlandssmita er 198, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 202,3.
Níu smit greindust innanlands í gær
Níu ný smit greindust innanlands í gær. Sex á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og þrjú hjá Íslenskri erfðagreiningu. Allir nema einn þeirra sem greindust voru í sóttkví.
22.08.2020 - 11:17