Færslur: Ný ljóðskáld 2020

Stundum er pikkað í mann og maður bara fylgir
Tilurð ljóðabókarinnar Urð eftir Hjördísi Kvaran Einarsdóttur á rætur sínar í því að það var pikkað í hana. En þótt Urð sé fyrsta ljóðabók Hjördísar Kvaran Einarsdóttur sem ber ISBN númer eins og allar formlega útgefnar bækur þá hefur Hjördís gegnum tíðina sent frá sér ein fimm ljóðahefti sem hún hefur dreift í afmörkuðum hópi.  
Orðin og sorgin
Ljóðabókin Jarðvegur eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur er afar persónuleg bók, í raun sorgarviðbragð. Eigi að síður hefur bókin ríka almenna skírskotun. „Allir geta tengt við sorgina með einhverjum hætti og hvernig hún getur tekið yfir líf manns“ segir Rebekka Sif meðala annars í viðtalinu hér.
Að lesa blóm og jurtir og að lesa bók
„reyni að gleyma/ reyni að skilja/reyni að anda,“ segir í hendingu eins af ljóðunum í ljóðabókinni Les birki, fyrstu bókinni sem myndlistarkonan Kari Ósk Grétudóttir sendir frá sér og kom út á síðasta ári. Í bókinni fjallar Karí Ósk um manneskjuna í samhengi hins stóra og hins smáa, um endalok og nýtt upphaf, reynslu og reynsluleysi.
Ull og stál til að verja hjartað
Ljóðabókaútgáfan árið 2020 var mikil og fjölskrúðug og athyglisvert hversu margir sendu á ólíkindaárinu 2020 frá sér sína fyrstu ljóðabók en af þeim ljóðabókum sem skráðar voru í bókatíðindi voru af um það bil sextíu ljóðabókum hátt í tuttugu bækur sem eru fyrsta bók höfundar.  Í ljósi þeirrar grósku sem nú má sjá í útgáfu ljóðabóka, ekki síst frumrauna, munu á næstu vikum hér í þættinum Orð um bækur sérstaklega viðhöfð orð um nýjar ljóðabækur og rætt við höfunda þeirra