Færslur: Nuuk

Smitum fækkar á Grænlandi nema í tveimur bæjum
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað talsvert í Tasiilaq stærsta þéttbýlisstaðnum á Austur-Grænlandi en annars staðar í landinu hefur smitum fækkað nokkuð. Öllum sóttvarnaraðgerðum var aflétt í landinu um miðja vikuna.
12.02.2022 - 01:10
Enginn vafi leikur á að omíkron er komið til Grænlands
Enginn vafi leikur á að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið sér niður í Grænlandi líkt og víðast hvar um heiminn. Þetta er mat Henriks L. Hansen landlæknis sem óttast að smitum taki nú að fjölga verulega í landinu.
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
Mikill fjöldi smita í litlum bæ á Grænlandi
Langstærstur hluti nýrra kórónuveirusmita á Grænlandi greindist í Qasigiannguit, bæ í vestanverðu landinu á suðausturströnd Diskó-flóa. Af þeim 87 nýju smitum sem tilkynnt var um í dag eru 53 í bænum. Seinast var greint frá nýjum smittölum í Grænlandi á mánudaginn var.
03.12.2021 - 02:45
Óbólusettum víða meinaður aðgangur á Grænlandi
Hertar samkomutakmarkanir tóku í dag gildi í Nuuk höfuðstað Grænlands og í bænum Upernavik á norðvesturströndinni ásamt nærliggjandi svæðum. Óbólusettum verður bannað að heimsækja fjölmenna staði, allt frá veitingastöðum til íþróttahalla.
Harðar sóttvarnaaðgerðir í Nuuk
Grænlenska landsstjórnin hefur hert mjög á sóttvarnaaðgerðum í Nuuk, höfuðstað Grænlands, vegna fjölgunar kórónuveirusmita þar upp á síðkastið. Frá þessu er greint á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Reglurnar gengu í gildi á miðnætti og kveða meðal annars á um 20 manna fjöldatakmarkanir, jafnt innandyra sem utan.
13.11.2021 - 01:41
Heimastjórn Grænlands íhugar upptöku bólusetningarpassa
Heimastjórnin á Grænlandi íhugar nú að taka upp bólusetningarvegabréf. Þeim sem ekki hafa fengið bólusetningu verður þá óheimilt að heimsækja fjölmenna staði á borð við kaffihús og líkamsræktarstöðvar. Ungmennum verður boðið upp á bólusetningu nú í vikunni.
Aldrei fleiri smituð á Grænlandi - reglur hertar
Á Grænlandi eru nú 29 virk smit sem er það mesta sem verið hefur frá því að faraldurinn braust út, tíu þeirra er í höfuðstaðnum Nuuk. Heimastjórn Grænlands kynnti nýjar og hertar samkomureglur á blaðamannafundi í dag.
Eitt nýtt COVID smit innan sóttkvíar á Grænlandi í gær
Eitt nýtt kórónuveirusmit bættist við í Nuuk, höfuðstað Grænlands í gær. Henrik L. Hansen landlæknir segir þó enga ástæðu til að örvænta enda hafi viðkomandi verið í sóttkví.
Telur að afbrigðið á Grænlandi geti verið mjög smitandi
Ekki er enn vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar herjar á Grænland en margt bendir til að það sé mjög smitandi, þrátt fyrir að harla fáir hafi smitast. Smitrakning heldur áfram af miklu kappi.
17.06.2021 - 22:47
Tveir liggja nú á sjúkrahúsi í Nuuk með COVID-19
Nú liggja tveir á sjúkrahúsinu í Nuuk á Grænlandi smitaðir af COVID-19. Einn var lagður inn í gær sem hafði verið veikur í nokkra daga en svo kom að hann þurfti á sjúkrahúsvist að halda.
17.06.2021 - 06:30
Hópsmit virðist komið upp í Nuuk á Grænlandi
Landlæknir Grænlands staðfestir að fimm ný kórónuveirusmit eru komin upp í Nuuk, höfuðstað landsins. Því er ákveðið að grípa til harðra ráðstafana til að stöðva útbreiðslu smita, þar á meðal er allt flug til og frá bænum bannað.
16.06.2021 - 00:20
Tvö ný kórónuveirusmit í Nuuk á Grænlandi
Tvö ný kórónuveirusmit hafa komið upp í Nuuk höfuðstað Grænlands. Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um þetta í gær og að smitin tengjast bæði Munck verktakafyrirtækinu sem vinnur við byggingu flugstöðvar við bæinn.
15.06.2021 - 02:53
Stjórnarandstaðan vann á Grænlandi
Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Grænlandi, verður líklega næsti formaður landstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Flokkur hans fékk flest atkvæði í þingkosningunum sem haldnar voru í gær.
07.04.2021 - 12:55
Metfjöldi utankjörfundaratkvæða á Grænlandi
Í Nuuk, höfuðstað Grænlands og sveitarfélaginu Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, hafa rúmlega tvöfalt fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningarnar á þriðjudag en áður hefur þekkst. Yfirvöld í Sermersooq höfðu þó vonast eftir enn fleiri utankjörfundaratkvæðum.
05.04.2021 - 04:54
Heimsglugginn
Barist um fisk, flugvelli og námur á Grænlandi
Boðað hefur verið til þingkosninga á Grænlandi þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár. Síðast var kosið á vormánuðum 2018. Aðalmál kosningabaráttunnar verða líklega ný fiskveiðilöggjöf, bygging þriggja alþjóðaflugvalla og námuvinnsla.
Ístak byggir nýjan skóla í Nuuk
Bæjayfirvöld í Nuuk á Grænlandi hafa samið við verktakafyrirtækið Ístak um bygginu nýs skóla sem verður hinn stærsti á Grænlandi. Nýi skólinn á að vera tilbúinn árið 2023. Áætlaður kostnaður er rúmlega 11 milljarðar íslenskra króna.
26.12.2019 - 13:16
Erlent · Evrópa · Norður Ameríka · Innlent · Grænland · Nuuk · Ístak
Viðtal
Hóstasaft og rifflar á menningarhátíð í Nuuk
Erpur Eyvindarson eða Blaz Roca eins og rappaðdáendur og vinir kalla hann verður eitt aðalnúmerið á skemmtistaðnum Manhattan í Nuuk, höfuðborg Grænlands um helgina. Þar mun hann halda uppi stuðinu með því að þruma vel völdum rímum yfir mannskapinn.
18.10.2019 - 14:54
Guðni og Eliza í opinberri heimsókn í Nuuk
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og frú Eliza Reid halda í formlega heimsókn til Nuuk í dag, 23. september, í boði Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. 
23.09.2019 - 13:00
Miklar breytingar framundan á Grænlandi
Ef Grænland væri fyrirtæki á markaði hefði gengi hlutabréfa margfaldast á undanförnum misserum, segir Damien Degeorges, franskur sérfræðingur í málefnum norðurslóða. Degeorges flutti fyrirlestur um stöðu Grænlands í Norræna húsinu í dag. Hann segir miklar breytingar nú á Grænlandi og enn meiri breytingar séu fram undan. Stækkun flugvallarins í Nuuk sem á að ljúka 2023 eigi eftir að skipta miklu máli.  
28.08.2019 - 18:27
Fréttaskýring
Grænland, sjálfstjórn í 10 ár
Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlendinga og tíu ár eru liðin frá því að lögin um sjálfstjórn Grænlendinga gengu í gildi. Miklar vonir voru bundnar við að þau leiddu til framfara og sköpuðu Grænlendingum möguleika á fullu sjálfstæði, en hver hefur raunin verið?
21.06.2019 - 16:07
Borgarstjóri segir af sér eftir heimildarmynd
Borgarstjóri Nuuk á Grænlandi sagði af sér í gær eftir sýningu á heimildarmynd um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í landinu. Heimildarmyndin nefnist Bærinn þar sem börnin hverfa.
12.06.2019 - 16:14
Erlent · Grænland · Tasiilaq · Nuuk
Aðalræðisskrifstofa Grænlands væntanleg
Verulegar líkur eru á því að Grænlendingar opni aðalræðisskrifstofu á Íslandi innan tíðar. Íslenskur aðalræðismaður hefur starfað í Nuuk frá því 2013. Grænlenska þingið tekur til umræðu í byrjun maí tillögu um að veita fé til aðalræðisskrifstofu í Reykjavík. Slík tillaga var í fjárlagatillögum sem lagðar voru fyrir þingið síðasta haust en hún var tekin út. Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, segir að ný tillaga sé betur rökstudd en sú fyrri.
18.04.2017 - 18:30