Færslur: Nuuk

Ístak byggir nýjan skóla í Nuuk
Bæjayfirvöld í Nuuk á Grænlandi hafa samið við verktakafyrirtækið Ístak um bygginu nýs skóla sem verður hinn stærsti á Grænlandi. Nýi skólinn á að vera tilbúinn árið 2023. Áætlaður kostnaður er rúmlega 11 milljarðar íslenskra króna.
26.12.2019 - 13:16
Erlent · Evrópa · Norður Ameríka · Innlent · Grænland · Nuuk · Ístak
Viðtal
Hóstasaft og rifflar á menningarhátíð í Nuuk
Erpur Eyvindarson eða Blaz Roca eins og rappaðdáendur og vinir kalla hann verður eitt aðalnúmerið á skemmtistaðnum Manhattan í Nuuk, höfuðborg Grænlands um helgina. Þar mun hann halda uppi stuðinu með því að þruma vel völdum rímum yfir mannskapinn.
18.10.2019 - 14:54
Guðni og Eliza í opinberri heimsókn í Nuuk
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og frú Eliza Reid halda í formlega heimsókn til Nuuk í dag, 23. september, í boði Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. 
23.09.2019 - 13:00
Miklar breytingar framundan á Grænlandi
Ef Grænland væri fyrirtæki á markaði hefði gengi hlutabréfa margfaldast á undanförnum misserum, segir Damien Degeorges, franskur sérfræðingur í málefnum norðurslóða. Degeorges flutti fyrirlestur um stöðu Grænlands í Norræna húsinu í dag. Hann segir miklar breytingar nú á Grænlandi og enn meiri breytingar séu fram undan. Stækkun flugvallarins í Nuuk sem á að ljúka 2023 eigi eftir að skipta miklu máli.  
28.08.2019 - 18:27
Fréttaskýring
Grænland, sjálfstjórn í 10 ár
Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlendinga og tíu ár eru liðin frá því að lögin um sjálfstjórn Grænlendinga gengu í gildi. Miklar vonir voru bundnar við að þau leiddu til framfara og sköpuðu Grænlendingum möguleika á fullu sjálfstæði, en hver hefur raunin verið?
21.06.2019 - 16:07
Borgarstjóri segir af sér eftir heimildarmynd
Borgarstjóri Nuuk á Grænlandi sagði af sér í gær eftir sýningu á heimildarmynd um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í landinu. Heimildarmyndin nefnist Bærinn þar sem börnin hverfa.
12.06.2019 - 16:14
Erlent · Grænland · Tasiilaq · Nuuk
Aðalræðisskrifstofa Grænlands væntanleg
Verulegar líkur eru á því að Grænlendingar opni aðalræðisskrifstofu á Íslandi innan tíðar. Íslenskur aðalræðismaður hefur starfað í Nuuk frá því 2013. Grænlenska þingið tekur til umræðu í byrjun maí tillögu um að veita fé til aðalræðisskrifstofu í Reykjavík. Slík tillaga var í fjárlagatillögum sem lagðar voru fyrir þingið síðasta haust en hún var tekin út. Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, segir að ný tillaga sé betur rökstudd en sú fyrri.
18.04.2017 - 18:30