Færslur: Novak Djokovic

Djokovic gert að yfirgefa Ástralíu
Dómstóll í Ástralíu staðfesti ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að ógilda vegabréfsáritun serbneska tennisleikarans Novaks Djokovic og er honum því skylt að yfirgefa landið umsvifalaust. Djokovic segir að hann virði niðurstöðu dómstólsins en að hún valdi honum gríðarlegum vonbrigðum.
Niðurstöðu að vænta í máli Djokovic
Málflutningi er nú lokið í máli serbneska tennisleikarans Novaks Djokovic sem verst því að verða vísað frá Ástralíu. Lögmenn hans sögðu kröfu stjórnvalda um brottrekstur hans svo skömmu fyrir upphaf Opna ástralska meistaramótsins ósanngjarna og órökrétta.
Frakkar mótmæltu covid-ráðstöfunum stjórnvalda í gær
Þúsundir mótmæltu í gær hertum ráðstöfunum franskra stjórnvalda vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þeim er einkum beint gegn þeim sem ekki eru bólusettir gegn COVID-19.
Ögurstund í máli Djokovic í dag
Málflutningur stendur nú yfir í Melbourne þar sem serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic verst því að verða vísað frá Ástralíu. Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst á mánudag.
Djokovic bíður enn niðurstöðu
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er nú á farsóttarhóteli í Melbourne í Ástralíu þar sem hann bíður þess að beiðni hans um endurnýjun vegabréfsáritunar verði tekin fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í gær.
Djokovic í haldi uns mál hans verður tekið fyrir
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er í haldi ástralska yfirvalda þar til dómstólar taka mál hans um leyfi til áframhaldandi dvalar í landinu fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í dag.
Djokovic óbólusettur - Fékk aldrei loforð um inngöngu
Dómsgögn í máli tennisspilarans Novak Djokovic staðfesta að Serbinn sé ekki bólusettur en það hafði Djokovic aldrei staðfest sjálfur. Lögfræðingar sem vinna í málinu gegn honum í Ástralíu segja að honum hafi aldrei verið lofað að læknisfræðileg undanþága myndi leyfa honum að koma inn í landið.
09.01.2022 - 15:25
Mótmæla fyrirhugaðri liþín-námuvinnslu í Serbíu
Þúsundir lokuðu vegum víða um Serbíu til að mótmæla áformum stjórnvalda um að veita Rio Tinto leyfi til að vinna liþín úr jörð. Efnið er meðal annars notað í rafhlöður rafknúinna ökutækja.
05.12.2021 - 01:19
Sjónvarpsfrétt
Osaka óskar eftir upplýsingum um horfna tenniskonu
Enn hefur ekkert spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun. Yfirlýsing var send út í nafni tenniskonunnar í gær, en margir draga sannleiksgildi hennar í efa. Kollegar hennar á borð við Naomi Osaka, Serenu Williams og Novak Djokovic hafa óskað eftir upplýsingum um hvarfið.
18.11.2021 - 20:22