Færslur: Notendastýrð persónuleg aðstoð

Fréttaskýring
Óvenjulegt starf: „Kannski ekki allra“
Það er frekar óljóst hvað nákvæmlega felst í starfi aðstoðarmanns í NPA, þrátt fyrir að um hálft ár sé liðið frá því lög um NPA tóku gildi og fyrstu NPA samningarnir hafi verið gerðir fyrir nokkrum árum. Starfið er óvenjulegt og vaktirnar geta verið allt að tveggja sólarhringa langar. Oftast gengur vel en fulltrúi Eflingar segir dæmi um að þangað leiti niðurbrotnir aðstoðarmenn. Það eru líka dæmi um að aðstoðarmenn brjóti á notendum, NPA miðstöðin hefur kært slíkt mál til lögreglu. 
Viðtal
Mikilvægt að geta mætt of seint í skólann
„Ég byrjaði í háskólanum og byrjaði á að setjast í sæti sem ég gat ekki staðið upp úr þannig að ég þurfti bara að pikka í næsta mann. Ég kynntist hellingi af fólki þannig en það var mjög óþægilegt,“ svona lýsir Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 24 ára háskólanemi, lífinu fyrir NPA. Hún er nú búin að vera með notendastýrða persónulega aðstoð í fjögur ár. Aðstoðarkona hennar, Sylvía Ösp Símonardóttir, gleymir því stundum að hún sé í vinnunni.
Viðtal
„Dagarnir mínir eru hættir að vera einsleitir“
Brandur Bjarnason Karlsson er frumkvöðull og listmálari á fertugsaldri. Hann hefur meðal annars vakið athygli á aðgengismálum og komið að ýmsum frumkvæðisverkefnum sem miða að því að bæta samfélagið. Brandur hefur verið með NPA í um hálft ár en hann hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Spegillinn ræddi við Brand um lífið með NPA, það að vera verkstjóri allan sólarhringinn og hvort hægt sé að biðja starfsfólk um aðstoð við hvað sem er.
Fréttaskýring
Takmarkaður réttur slítur barnsskónum
NPA er að geta skrópað í skólanum, NPA er rjóminn af félagsþjónustu - crème de la crème,  NPA er álag, NPA er flókið, NPA er uppspretta siðferðislegra álitamála, NPA er frelsi, NPA er nánd, NPA er að losna úr stofufangelsi, NPA er ábyrgð. Þetta er meðal þess sem Spegillinn hefur heyrt um Notendastýrða persónulega aðstoð en lög um hana voru samþykkt í apríl í fyrra. Þjónustan er óðum að slíta barnskónum hér á landi, þó ekki án vaxtaverkja.
„Furðulegt að setja kvóta á mannréttindi“
Stjórnvöld hyggjast innleiða Notendastýrða persónulega aðstoð í skrefum. Formaður velferðarnefndar segir að með því sé settur kvóti á mannréttindi. Stefnt er að því að lögfesta aðstoðina í ár en fyrst þarf að leysa fjölda ágreiningsmála. Hversu hátt hlutfall kostnaðar á ríkið að taka á sig? Hvað á að innleiða þjónustuna hratt? Eiga börn og fólk með þroskahömlunað geta sótt um hana eða hentar hún einungis þeim sem sjálfir geta verkstýrt aðstoðarmanneskju sinni?