Færslur: Norski Verkamannaflokkurinn

Segir Norðmenn eiga að ræða inngöngu í Evrópusambandið
Raymond Johansen, formaður borgarráðs Oslóar, segir tímabært að Norðmenn hefji samtal um inngöngu í Evrópusambandið. Samstarfsmaður hans í Verkmannaflokknum, þingmaðurinn Kari Henriksen tekur undir það.
Hagfræðingar telja framtíð bjarta fyrir stjórn Støres
Norskir hagfræðingar álíta framtíðina bjarta fyrir nýja ríkisstjórn Jónasar Gahr Støre formanns Verkamannaflokksins. Efnahagurinn sé á uppleið, bæði í Noregi og helstu viðskiptalöndum og kórónuveirusmitum sé jafnframt tekið að fækka.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Stjórnmál í Noregi og Bretlandi
Vinstriflokkar unnu sigur í kosningum til Stórþingsins í Noregi á mánudaginn. Jonas Gahr Støre tekur því að öllum líkindum við forsætisráðherraembættinu af Ernu Solberg. Hún hefur verið forsætisráðherra síðan 2013. Støre hefur hafið viðræður um stjórnarmyndun við leiðtoga SV, Sósíalíska vinstriflokksins, og Senterpartiet, Miðflokksins. Þetta var aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1.
Vinstrimönnum enn spáð sigri í Noregi
Norðmenn ganga til Stórþingskosninga á mánudag og skoðanakannanir benda til þess að níu flokkar fái menn kjörna. Allt virðist benda til þess að Erna Solberg, sem verið hefur forsætisráðherra síðastliðin átta ár, þurfi að láta af embætti. Bæði flokkur hennar, Hægriflokkurinn, Høyre, og Framfaraflokkurinn, sem lengst af var í stjórn með Høyre, missa umtalsvert fylgi ef marka má niðurstöður kannana
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Kosningabaráttan í Noregi
Norðmenn ganga til kosninga 13. september og kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að þeir fái meirihluta á Stórþinginu ásamt miðjuflokkum. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg, sem hefur setið frá 2013. Þetta var umfjöllunarefni í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 í morgun og rætt var við Herdísi Sigurgrímsdóttur. Hún er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi fréttamaður RÚV en er búsett í Noregi.
Vinstrimönnum spáð sigri í Noregi
Kannanir í Noregi benda til þess að mið- og vinstriflokkar fái meirihluta á Stórþinginu í kosningunum 13. september. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg. 
Odvar Nordli látinn
Odvar Nordli, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, er látinn. Hann var níræður. Nordli var leiðtogi Verkamannaflokksins og forsætisráðherra frá 1976-1981, en þá tók Gro Harlem Brundtland við af honum sem leiðtogi flokksins. Jonas Gahr Støre, núverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, minntist forvera síns í dag og sagði að hann hefði átt rætur sínar í verkalýðshreyfingunni og verið forsætisráðherra á miklum breytingatímum í Noregi. Olíuvinnsla Norðmanna hófst er Nordli var forsætisráðherra.
10.01.2018 - 17:04