Færslur: Norræna húsið

BEINT
Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa nú í fimmta sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál í Norræna húsinu.
Sjónvarpsfrétt
Sýna samstöðu í verki
Rússneskar konur tóku sig saman og skipulögðu góðgerðarmarkað sem haldinn var í Norræna húsinu í dag til styrktar flóttafólki frá Úkraínu. 
13.03.2022 - 21:15
Víðsjá
Stórar frásagnir í Norræna húsinu
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Hvelfinguna, sýningarsal Norræna hússins, þar sem nú stendur yfir aðkallandi sýning um jarðfræðileg og jarðsöguleg fyrirbæri af ýmsum toga.
Morgunvaktin
Milljarður nægir til að tryggja menningarstarfsemi
Fjárframlög til mennta- og menningarmála á Norðurlöndunum verða skorin niður um tæpan fimmtung á næstu árum. Formaður Norræna félagsins vonast til að ekki verði af því og segir tiltölulega litla fjármuni þurfa til að tryggja menningarstarfsemi á Norðurlöndum og óbreyttan rekstur Norræna hússins í Reykjavík áfram.
Þungar áhyggjur af niðurskurði til menningarmála
Forstjóri Norræna hússins í Reykjavík lýsir þungum áhyggjum vegna áforma Norrænu ráðherranefndarinnar um að skera niður framlög til menningar á næstu árum. Það þýði um 26,6% niðurskurð til hússins næstu fjögur ár. Forseti Norðurlandaráðs tekur í sama streng.
Pistill
Framlag listanna til fræðilegrar orðræðu
Sýningin Í síkvikri mótun í Hvelfingu Norræna hússins er tilraun til þátttöku í fræðilegri orðræðu í alþjóðlegu samhengi, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sjónlistarýnir.
Pistill
Brýn sýning um norræna normalíseringu hins kynjaða
Þó lítið sé að gerast í myndlistarlífi Reykjavíkur þessa dagana fór Ólöf Gerður Sigfúsdóttir engu að síður í kjallara Norræna hússins á dögunum til að skoða sýninguna Undirniðri, en þar eiga norrænir myndlistarmenn verk.
Menningin
Jay-Z og Beethoven á súkkulaðiplötu
Í jólamánuðinum voru gestir Norræna hússins minntir á ýmsar birtingarmyndir neyslumenningar á sýningunni Af stað!, sem stendur fram yfir næstu helgi.
08.01.2020 - 10:17
Spegillinn
Spennandi þingkosningar í Færeyjum
Þingkosningar verða í Færeyjum á laugardaginn 31. ágúst. 33 þingmenn eru á færeyska lögþinginu. 9 flokkar eru nú í framboði, en fjórir flokkar hafa í gegnum söguna fengið 80-90% atkvæða.  Ríkisstjórn Þjóðveldisflokksins og Jafnaðarflokksins undir forystu Aksels V. Johannessen lögmanns úr síðarnefnda flokknum hefur nauman meirihluta og benda skoðanakannanir til að hún missi meirihluta sinn.
27.08.2019 - 10:01
Nánast eins og að koma heim
Norræna húsið í Vatnsmýrinni hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt í fyrra og seint á afmælisárinu var tilkynnt um að nýr forstjóri hefði verið ráðinn til starfa í húsinu og myndi hann taka við störfum í ársbyrjun nú árið 2019. Hún heitir Sabina Westerholm, kemur frá heimalandi Alvars Aalto, en hefur sænsku að móðurmáli.
08.03.2019 - 16:01
Óður til óbilgjarnra kvenna
Grýla í öllu sínu veldi hefur tekið yfir anddyri Norræna hússins í birtingarmyndum ólíkra listamanna. Klausturmálið svonefnda rataði jafnvel inn í sum verkanna.
13.12.2018 - 14:32
Lífið í Norræna húsinu í Reykjavík í 50 ár
Fljótlega eftir að Norræna húsið í Reykjavík hafði verið vígt 24. ágúst 1968 var farið að tala um það sem perlu í Vatnsmýrinni. Norræna húsið er ekkert venjulegt hús það er líka tákn. Húsið beinlínis breiðir út faðm sinn gagnvart hverjum og einum sem þar stígur inn og umvefur táknrænu gildi sínu sem demantur norræns samstarfs og menningar.
17.09.2018 - 15:23
Hin norska Miss Tati á leið til landsins
Norræna húsið fagnar fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir og því verður boðið í norræna menningarveislu þann 25. ágúst. Norska poppstjarnan Miss Tati mun koma fram við þetta tilefni en að auki mun grænlensk rokksveit koma fram sem og íslenska raftónlistarsveitin SEINT.
07.08.2018 - 17:58
Vinnur með húmor í verkunum
Myndlistarkonan Edda Mac sýndi portrett af fólki úr Félagi áhugamanna um árshátíðir á Barnamenningarhátið.
Myndskeið
Ómótstæðilegur Aalto
„Þessi fína blanda af miklum gæðum, náttúrulegu efni og þessi fallegu mjúku form - þetta er náttúrulega alveg ómótstæðilegt,“ segir Kristín Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Norræna húsinu, um hönnun Alvars Aalto. Henni eru gerð skil á nýrri sýningu sem einnig tekur til annarra finnskra hönnuða.
18.04.2018 - 11:40