Færslur: Noregur

Sektuð fyrir að fara með höndina inn í Rússland
Norsk kona hefur verið sektuð um 8.000 norskar krónur, um 115.000 íslenskar, fyrir þær sakir að hafa farið með vinstri höndina yfir landamærin að Rússlandi.
23.07.2021 - 23:02
Ísland áfram grænt í Noregi
Flokkun norskra heilbrigðisyfirvalda á brottfararlöndum ferðamanna til Noregs var uppfærð í dag. Ísland er áfram grænt á kortinu eftir nýjustu uppfærslu. Norski fréttamiðillinn VG greindi sérstaklega frá því í gær að Ísland yrði hugsanlega fært á appelsínugult stig í dag vegna fjölgunar smita undanfarna daga. En svo varð ekki.  
23.07.2021 - 12:47
Norðmenn mótfallnir endurupptöku erfðafjárskatts
Mikill meirihluti Norðmanna er því mótfallinn að erfðafjárskattur verði tekinn þar upp að nýju. Skoðanakönnun sem gerð var á vegum norska blaðsins Klassekampen leiðir þetta í ljós. Ríkisstjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins, undir forsæti Ernu Solberg, felldi erfðafjárskattinn niður árið 2014. Samkvæmt könnun Klassekampen eru nær sjö af hverjum tíu Norðmönnum enn hæstánægðir með þá ákvörðun og mótfallnir því að innleiða skattinn að nýju.
23.07.2021 - 02:42
Sjónvarpsfrétt
„Hatrið lifir enn meðal okkar“
Norðmenn minntust þess í dag að tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló. Hatrið lifir enn meðal okkar, sögðu núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar Noregs í minningarræðum sínum í dag.
22.07.2021 - 16:30
Föt sviðnuðu af drengjum í aftursæti bíls
Bilun í bílaleigubíl varð til þess að föt sviðnuðu aftan af tveimur íslenskum drengjum. Faðir drengjanna, Arnar Þórisson, sagði í viðtali við fréttastofu að drengirnir hefðu kvartað undan kláða í fótum, stuttu áður en þeir æptu upp fyrir sig og í ljós komu stór göt á fötum þeirra.
22.07.2021 - 13:44
Myndskeið
Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló
Reiði yfir að hafa ekki fengið viðunandi aðstoð við að vinna úr áfallinu er meðal tilfinninga þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás í Útey árið 2011. Tíu ár eru í dag frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló.
22.07.2021 - 07:30
Manndráp í miðborg Óslóar
Karlmaður á fimmtugsaldri lést af sárum sínum í gærkvöld eftir skotárás í miðborg Óslóar í Noregi. Lögreglan í Ósló greindi frá því á Twitter á sjöunda tímanum að staðartíma í gærkvöld að maður hefði verið skotinn á Tordenskioldsgötu.
20.07.2021 - 05:20
Hlutabréf lækka í Noregi vegna verðlækkunar á olíu
Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló féll í dag um 2,39 prósent. Það er afleiðing þess að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag um sex prósent eftir að OPEC+ samtökin ákváðu í gær að auka olíuframleiðsluna til að lækka verð og draga úr þrýstingi á efnahagskerfi heimsins af völdum COVID-19 faraldursins. 
19.07.2021 - 17:34
Rafmagnsleysi vegna eldinga í Noregi
Nokkur þúsund heimili í Austur-Noregi eru án rafmagns eftir að mikið eldingaveður gerði þar síðdegis. Veðurstofan hafði sent út viðvörun um þrumur og eldingar í dag. Á einni klukkustund, frá klukkan hálf þrjú, sýndu mælar yfir sjö þúsund eldingar og einni stund síðar voru þær orðnar fleiri en ellefu þúsund.
14.07.2021 - 16:24
Erlent · Evrópa · Veður · Noregur
Banna leigu á rafskútum frá 11 á kvöldin
Borgarráð Óslóar samþykkti í dag bann við útleigu á rafskútum frá ellefu að kvöldi til fimm að morgni alla daga vikunnar. Bannið gengur í gildi fyrsta september. Leiguskútum verður sömuleiðis fækkað til muna.
13.07.2021 - 12:23
Rafskutlum líklega fækkað um 70 prósent í Osló
Borgarstjórn Oslóar mun að öllum líkindum samþykkja að fækka skuli rafskutlum á götum borgarinnar um 68 prósent frá því sem nú er. Greidd verða atkvæði um tillögu þessa efnis á aukafundi borgarstjórnar, sem boðað var til sérstaklega af þessu tilefni. Könnun sem gerð var meðal Norðmanna leiddi í ljós að nær 70 prósent Oslóarbúa vilja banna rafskutlur - eða rafskútur - alfarið á götum og gangstéttum borgarinnar. Rétt rúmur helmingur allra Norðmanna, 52 prósent, er á sömu skoðun.
13.07.2021 - 06:29
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Myndskeið
Setja lög um breyttar myndir á samfélagsmiðlum
Norskir áhrifavaldar þurfa brátt að láta fylgjendur sína vita ef þeir fegra myndir af sér á samfélagsmiðlum, samkvæmt nýjum lögum. Markmiðið er að stuðla að jákvæðari líkamsímynd ungs fólks.
10.07.2021 - 20:05
Sjónvarpsfrétt
Óvænt hitabylgja í Norður-Noregi
Veðrið hefur leikið við Norðmenn undanfarna daga. Þar hefur verið hitabylgja og hitinn hæst farið í þrjátíu og fjórar gráður. 
08.07.2021 - 21:50
Erlent · Noregur · veður · hitabylgja · Evrópa
Telenor selur dótturfyrirtækið í Mjanmar
Norska símafyrirtækið Telenor ætlar að selja dótturfyrirtæki sitt í Mjanmar. Rekstur þess hefur verið ýmsum erfiðleikum háður eftir að herforingjastjórn landsins hrifsaði til sín öll völd fyrr á árinu.
08.07.2021 - 16:04
Selja hluti sína í fyrirtækjum á landtökubyggðum
Stærsti lífeyrissjóður Noregs, KLP, ætlar að losa sig við hlutafé í sextán fyrirtækjum sem tengjast ísraelskum landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Þeirra á meðal er hlutur sjóðsins í fjarskiptarisanum Motorola.
05.07.2021 - 06:59
Tvær konur urðu fyrir eldingu og létust í Noregi
Tvær konur létust í fylkinu Mæri og Raumsdal í Noregi í kvöld eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þriðja konan liggur á sjúkrahúsi með alvarlega áverka.
04.07.2021 - 18:29
Erlent · Evrópa · Noregur · eldingar
Eftirköst COVID-19 gætu orðið lýðheilsuvandamál
„Ætla má að um 200 milljónir manna í heiminum komi til með að hafa lifað af kórónuveiruna. Eftirköst veirunnar gætu orðið lýðheilsulegt vandamál og huga þarf að eftirfylgni þessara einstaklinga.“ Þetta segir Bjørn Blomberg, sem er einn þeirra sem stendur að baki nýrrar rannsóknar í Noregi um eftirköst kórónuveirunnar. Hún er unnin af faraldursstofnun háskólans í Bergen.
23.06.2021 - 17:19
Dýrbítur felldur í Norður Noregi
Skógarbjörn sem valdið hefur miklum usla síðastliðna tíu daga var felldur í Troms og Finnmörku í Noregi í gær. Björninn er einn fjögurra sem hafa herjað undanfarið á sauðfé bænda í sveitarfélögunum Bardu, Salangen og Lavangen.
22.06.2021 - 03:12
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · bjarndýr · Noregur · Evrópa · Meindýraeyðir · Dýr · sauðfé · kindur · Bændur
Skipið er komið á flot
Frystiskip Eimskips, Hólmfoss, sem strandaði við Álasund í Noregi í dag komst aftur á flot rétt fyrir klukkan tvö og er á leið til hafnar í Álasundi. Þetta staðfestir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta hjá Eimskipi. Hún segir enn óljóst hvað olli strandinu en að enginn hafi slasast.
17.06.2021 - 14:05
Flutningaskip Eimskips strand í Noregi
Flutningaskip Eimskips með níu manna áhöfn er strand við Lerstad í Álasundi í Noregi. Stefnið nær minnst þrjá metra inn í fjöruna en skipið er um 88 metra langt. Lögregla og slökkvilið eru á svæðinu og dráttarbátur er á leiðinni til að freista þess að koma skipinu aftur á flot. Engan hefur sakað og ekki er að sjá neinn leka frá skipinu.
17.06.2021 - 13:36
Borgarráð Óslóar sagði af sér
Borgarráð Óslóar sagði af sér í dag eftir að meirihluti borgarstjórnar samþykkti vantraust á Lan Marie Berg, formann umhverfisráðs. Hún er sökuð um að hafa dregið um of að greina borgaryfirvöldum frá að kostnaður við nýja vatnsveitu Óslóar yrði 5,2 milljörðum norskra króna meiri en ráð var fyrir gert. Það eru um það bil 76 milljarðar íslenskra króna.
16.06.2021 - 14:09
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Noregur · Ósló
Hægt á bólusetningum í Noregi
Norðmenn fá á næstu þremur mánuðum níu hundruð þúsundum færri bóluefnisskammta gegn kórónuveirunni en búist hafði verið við frá lyfjaframleiðendunum Pfizer-BioNTech. Bent Høie heilbrigðisráðherra greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í Ósló í dag. Þetta hefur í för með sér að tólf vikur líða milli þess að fólk fær fyrsta og annan skammt bóluefnisins. Að sögn ráðherrans er það lán í óláni að í júlí og ágúst koma fleiri skammtar af bóluefni frá Moderna en ráð var fyrir gert.
14.06.2021 - 16:37
Þriðjungi færri Pfizer-skammtar til Noregs í júlí
Norðmenn fá þriðjungi færri skammta af bóluefni Pfizer-BioNTech í júlí en norsk heilbrigðisyfirvöld höfðu reiknað með, eða 800.000 í stað 1.200.000. Þetta mun líklega seinka bólusetningu landsmanna um eina til tvær vikur segir Geir Bukholm, yfirmaður bólusetningaráætlunar Norðmanna, í samtali við tíðindamann norska blaðsins VG.