Færslur: Noregur

Íbúum heimilað að snúa aftur í hús sín
Íbúum við Tethusbakken í Osló hefur verið leyft að snúa aftur í hús sín eftir að þau voru rýmd vegna jarðfalls. Þó má ekki að fullu nýta það hús sem verst varð úti. Húsin eru flest gömul og götumyndin þykir fögur og því er það í verkahring byggingafulltrúa borgarinnar að ákveða með framhaldið.
27.02.2021 - 15:07
Suðurafríska afbrigðið greinist í Kaupmannahöfn
Allir íbúar í norðvesturhverfinu í Kaupmannahöfn þurfa að fara í Covid-próf um helgina vegna útbreiðslu suðurafríska afbrigðisins af Covid nítján þar. Þá greindist metfjöldi smita í Ósló í gær.
27.02.2021 - 12:49
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Sökuð um samstarf við vígamenn
Þrítug norsk kona af pakistönskum uppruna hefur verið látin laus eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en eitt ár. Aftenposten hefur eftir yfirmanni í norsku öryggislögreglunni PST að ekki hafi verið ástæða til að halda henni lengur.
23.02.2021 - 15:03
Spenna milli Rússa og Norðmanna vegna heræfinga NATO
Spenna ríkir nú á milli Rússa og Norðmanna vegna heræfinga Atlantshafsbandalagins í og við Noreg. Rússnesk stjórnvöld hafa brugðist illa við fréttum um að fjórar langdrægar bandarískar sprengjuflugvélar verði staðsettar tímabundið í Noregi. Yfirmaður norska hersins segir æfingarnar ekkert óvenjulegar og að Rússum hafi verið tilkynnt um þær með góðum fyrirvara.
23.02.2021 - 12:23
Verjandi Gunnars segir manndráp af gáleysi auðsýnt
Brynjar Meling, annar verjanda Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, segir héraðsdóm hafa horft framhjá staðreyndum máls og farið á svig við lög með því að dæma hann til þrettán ára fangavistar fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana í apríl 2019.
22.02.2021 - 17:11
Málflutningur áfrýjunarmáls Gunnars Jóhanns hefst í dag
Málflutningur í áfrýjunarmáli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar fyrir Lög­manns­rétti Hålogalands í Tromsø hófst klukkan 9 í morgun að norskum tíma.
22.02.2021 - 10:11
Norðmenn ólmir í bólusetningu en efins um framkvæmdina
Norðmenn eru ákafir í að láta bólusetja sig gegn COVID-19 en efast um skilvirkni bólusetningaráætlunar heilbrigðisyfirvalda. Þetta er megin niðurstaða skoðanakönnunar sem Opinion gerði á dögunum.
22.02.2021 - 06:47
Siv Jensen boðar brottför úr stjórnmálunum
Siv Jensen tilkynnti í gær að hún ætli að láta af formennsku í norska Framfaraflokknum, eftir fimmtán ára setu í formannsstólnum. Hún hvetur flokkssystkini sín til að kjósa Sylvi Listhaug til að taka við formennskunni. Jensen greindi frá þessu á fréttamannafundi í þinghúsinu í Osló í gær og sagðist finna hjá sér þörf fyrir að breyta til.
19.02.2021 - 01:37
Rússar boða æfingar norður af Noregi
Rússar boða flugskeytatilraunir á Barentshafi, skammt norðan við Noreg, næstu vikuna. Alþjóðaflugmálastofnunin hefur gefið út tilkynningu til flugmanna um að gæta sín á stóru svæði milli Bjarnareyjar og meginlands Noregs.
18.02.2021 - 17:07
Slakað á sóttvörnum í Ósló
Borgaryfirvöld í Ósló heimiluðu í dag að börn og ungt fólk upp að nítján ára aldri megi hefja íþróttaiðkun að nýju, jafnt innan dyra sem utan. Tómstundastarf ungmenna hefst einnig að nýju. Háskólanemum verður heimilað að mæta til náms frá og með morgundeginum. Einnig verða bókasöfn opnuð fljótlega, sömuleiðis lestrarsalir.
17.02.2021 - 15:13
Hætt við að bílar frjósi fastir við götur í Ósló
Mikill vatnsflaumur rennur eftir götum miðborgar Óslóar eftir að stórar kaldavatnslagnir fóru snemma í morgun. Slökkvilið borgarinnar vinnur að því að dæla vatni upp úr kjöllurum og vatnsveitan reynir að stöðva lekann. Mörg heimili í miðborginni eru án vatns. 
14.02.2021 - 14:02
Erlent · Veður · Noregur · Ósló
Spegillinn
Norðmenn loka landamærum að mestu
Norðmenn hafa lokað landamærum sínum að mestu í von um að nýtt kovid-19 smit berist til landsins með farandverkafólki. Eftirlit við landamærin og á flugvöllum þykir hafa brugðist nú í janúar. Á sama tíma eru miklar takmarkanir á ferða- og samkomufrelsi fólks í 25 sveitarfélögum í og við höfuðborgina Ósló.
Landamærum Noregs næstum alveg lokað
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að landamærum Noregs yrði lokað fyrir öllum sem ekki búa þar, nema ákveðnum undanþáguhópum. Takmarkanirnar, sem taka gildi á miðnætti annað kvöld, eru þær hörðustu sem gilt hafa á landamærum Noregs frá því um miðjan mars.
27.01.2021 - 18:56
Spá ögn minni hagvexti vegna lægri loðnukvóta
Hagfræðideild Landsbankans gerir nú ráð fyrir örlítið minni hagvexti á árinu 2021 en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Því veldur að minni loðnukvóta verður úthlutað en ætlað var í þjóðhagsspá bankans í október síðastliðnum.
Víða gripið til aðgerða á landamærum
Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.
25.01.2021 - 12:12
Hvetja til að bátnum Blátindi verði bjargað frá förgun
Stjórn Hollvina Húna II á Akureyri og stjórn Hollvina Magna í Reykjavík skora á stjórn Minjastofnunar Íslands og framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá því að farga bátnum Blátindi.
Svíar banna ferðir frá Noregi
Sænsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að bann við ferðum til landsins frá Noregi taki gildi á miðnætti í kvöld, vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar í Noregi. Bann við ferðum frá Danmörku og Bretlandi hefur verið í gildi í Svíþjóð frá því í lok desember. Komubannið frá öllum ríkjunum gildir til 14. febrúar.
24.01.2021 - 17:06
Hertari aðgerðir í Ósló og nágrenni
Norsk stjórnvöld gripu í skyndi til harðra aðgerða í Ósló og nágrenni í morgun vegna útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19. Fjöldi Norðmanna dreif sig í áfengisverslanir til að ná sér í byrgðir áður en þeim var lokað.
23.01.2021 - 19:48
Lukkan og norsk ,,auðlindablessun“
Náttúruauðlindir eru ekki alltaf nýttar til góðs. Mýmörg dæmi um lönd sem eru þjökuð af svokallaðir ,,auðlindabölvun.“ Nýting Norðmanna á sinni olíu gefur þó tilefni til að tala um ,,auðlindablessun“ og Norski olíusjóðurinn er ein skýring þess. Áhugavert umhugsunarefni í tilefni af umræðum um íslenskan þjóðarsjóð, sem nú hefur verið frestað vegna veirufaraldursins.
22.01.2021 - 17:00
Telja heilsuspillandi að sleppa hádegismat og slökun
Hætta er á að þau sem vinna af sér hádegismatinn í vinnunni og láta hjá líða að taka sér hlé geti orðið berskjölduð fyrir andlegri og líkamlegri þreytu og kvillum. Þetta sýna nýjar rannsóknir sem sálfræðiprófessorarnir Leif Rydstedt og David Andersen við háskólann í Innlands-fylki í Noregi unnu í samvinnu við Mark Cropley við háskólann í Surrey.
21.01.2021 - 14:03
Spegillinn
Olía, kvótakerfið og þjóðarsjóður
Alveg frá því á sjöunda áratugnum að hyllti í norska olíuævintýrið var það viðmiðun að olían væri þjóðarauðlind sem ætti að koma allri þjóðinni til góða. Liður í þessu var stofnun þjóðarsjóðs fyrir um þrjátíu árum. Á Íslandi hefur einnig verið rætt um auðlinda- eða þjóðarsjóð, hugmyndir sem hafa flækst saman við hvað ætti að telja auðlind í þjóðareign.
20.01.2021 - 11:06
Lík allra sem fórust í brunanum á Andøya fundin
Björgunarfólk hefur fundið lík allra þeirra fimm sem fórust í eldsvoðanum í Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi aðfaranótt laugardags. Ekki hafa enn verið borin kennsl á hin látnu en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 18:23
Erlent · Noregur · Evrópa · Eldsvoði · Bruni · Banaslys · Andlát · lögregla · Slökkvilið
Tvö fundin látin í brunarústum hússins á Andøya
Björgunarfólk hefur fundið tvö lík í brunarústum húss á Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi. Ekki hafa enn verið borin kennsl á þau en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 12:22
Fjögurra barna saknað eftir húsbruna í Norður-Noregi
Fimm er saknað eftir að sumarbústaður brann til grunna í Risøyhamn á Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi. Mikil leit stendur yfir í brunarústunum og umhverfis húsið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru fjögur þeirra sem saknað er börn undir sextán ára aldri.
16.01.2021 - 14:22