Færslur: Norðvesturland

Endurtalning atkvæða í Húnaþingi vestra
Fulltrúar N-lista Nýs afls í Húnaþingi vestra hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í sveitarfélaginu. Afar mjótt var á mununum á sjöunda manni inn í sveitarstjórn í kosningunum á laugardaginn en einungis munaði tveimur atkvæðum að N-listinn fengi þriðja mann inn á kostnað B-lista.
Sjónvarpsfrétt
„Enginn kostur góður í stöðunni“
Frambjóðandi sem kærði kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingis segir ekki saknæmt að benda á mistök. Annar segir að enginn kostur sé góður í stöðunni. Þrettándi fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa var í dag.
Sjónvarpsfrétt
Nefndin fundaði í 12. sinn - flókið mál segir formaður
Birgir Ármannsson, formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, segir flókið þegar framkvæmd kosningar er kærð af mörgum aðilum.
Vonast til að lögreglugögn varpi ljósi á talningarmálið
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú fengið gögn frá lögreglunni á Vesturlandi sem varða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar vonast til að gögnin varpi ljósi á atburðarásina. 
Nýr verkefnisstjóri fjárfestinga hjá SSNV
Á vef Samtaka sveitarfélaga Norðurlands vestra (SSNV) kemur fram að Magnús Barðdal hefur verið ráðinn í starf verkefnisstjóra fjárfestinga hjá samtökunum.
10.08.2021 - 11:48
„Þetta er ekki dagur til að vera að ferðast“
Fólki ætti ekki að vera á ferðinni í norðvesturhluta landsins í dag, frá Breiðafirði að Norðurlandi eystra. Vonskuveður er við það að skella á. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vind lægi ekki fyrr en í fyrramálið. „Þetta er ekki dagur til að vera að ferðast. Þetta er bara vonskuveður. Þetta er ekki góður dagur til ferðalaga og alls ekki til að vera í fjallgöngum,“ segir hann.