Færslur: Norðvesturkjördæmi

Valgarður efstur í forvali Samfylkingarinnar
Valgarður Lyngdal Jónsson, kennari og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Hann varð efstur í kjöri í flokksvali á auknu kjördæmisþingi sem fór fram rafrænt í dag.
Valgarður vill fara fyrir Samfylkingu í Norðvestur
Valgarður Lyngdal Jónsson kennari og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness sækist eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Valgarður er umsjónarkennari á unglingastigi við Grundaskóla en hann hefur starfað við kennslu frá árinu 2003. 
Gunnar vill leiða lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi
Gunnar Tryggvason verkfræðingur sækist eftir oddvitasæti framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust.
62 í framboði í prófkjörum Pírata
Prófkjör Pírata í öllum kjördæmum hófust á miðvikudag í síðustu viku og standa fram á laugardag. Úrslit verða kynnt fljótlega eftir að prófkjörunum lýkur klukkan fjögur á laugardag og staðfestir listar næsta dag. Þó með þeim fyrirvara að prófkjör framlengjast ef lágmarksfjölda greiddra atkvæða hefur ekki verið náð klukkan fjögur á laugardag.
Haraldur vill vera efstur í Norðvesturkjördæmi
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lýst því yfir að hann sækist eftir fyrsta sætinu á ný fyrir alþingiskosningarnar í haust.
Stefnir í átök um efstu sætin
Útlit er fyrir að nokkur barátta verði um efstu sæti á framboðslistum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Stjórnmálaflokkarnir hafa ýmsan hátt á því hvernig valið er á lista en viðbúið er að nokkrar breytingar verði í efstu sætunum víða, enda eru þau takmörkuð auðlind.
Tíu gefa kost á sér hjá Framsókn í NV-kjördæmi
Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst í gær. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Katrín Sif vill leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, vill leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.
Guðveig Lind sækist eftir efsta sæti á lista Framsóknar
Guðveig Lind Eyglóardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð, vill leiða framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Tveir aðrir frambjóðendur vilja leiða listann.
Halla Signý vill leiða lista Framsóknar í NV-kjördæmi
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér í efsta eða næst efsta sæti framboðsins fyrir Alþinigskosningarnar í haust.
Talningu lokið í Norðvesturkjördæmi
Lokatölur bárust úr Norðvesturkjördæmi á sjöunda tímanum í morgun. Þar féllu atkvæði þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut um 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson um átta prósent. Kjörsókn var 69,2 prósent í kjördæminu.
Vísukorn úr kjörkassa
Enn koma stundum vísur upp úr kjörkössunum sem kjósendur hafa hripað niður á kjörseðla sína. Þessu komumst við að þegar við tókum Inga Tryggvason, formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, tali í Borgarnesi í gærkvöld. Ingi segir að vísukornin séu afar misjöfn að gæðum en fór þó með eitt sem hann taldi skárra en önnur sem komið hefðu upp úr kössunum að þessu sinni. Það er svohljóðandi:
Myndskeið
Rúnar var úti í alla nótt
Rúnar Gíslason, frambjóðandi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, mældist úti af þingi í alla nótt. Hann skipaði þriðja sætið á lista flokksins, sem fékk hins vegar bara einn mann kjörinn. Og Rúnar var úti í fleiri en einum skilningi – hann var líka bókstaflega úti: úti í kofa í garðinum heima hjá sér í Borgarnesi. Kofi þessi hefur leikið stórt hlutverk í kosningamyndböndum sem Rúnar hefur unnið um húsnæðismál.
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi
Þrír flokkar fengu tvo þingmenn hver í Norðvesturkjördæmi og tveir til viðbótar einn þingmann. Sjálfstæðisflokkurinn varð flokka stærstur með 24,5 prósent og Framsóknarflokkurinn næststærstur með 18,4 prósent. Þriðji flokkurinn til að fá tvo þingmenn í kjördæminu var Miðflokkur með 14,2 prósent þrátt fyrir að Vinstri-græn fengju 17,8 prósent en einn þingmann. Það skýrist af skiptingu jöfnunarþingsæta milli flokka og kjördæma.
Sjálfstæðisflokkur stærstur í Norðvestri
Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn í Norðvesturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum úr síðasta kjördæminu til að birta tölur. Sjálfstæðisflokkurinn fær samkvæmt þessu þrjá þingmenn í kjördæminu en fimm flokkar fá einn þingmann hver. Það eru Samfylkingin sem er næst stærst og svo Vinstri-græn, Miðflokkur, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins.
Bergþór oddviti Miðflokksins í norðvestri
Bergþór Ólason leiðir lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann starfaði áður í Sjálfstæðisflokknum og var um skeið aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Bergþór er fyrsti oddviti á lista Miðflokksins sem tilkynnt er um. Hann segir í myndbandi á vef Miðflokksins að hann leggi áherslu á að byggt verði nýtt sjúkrahús og að það verði á nýjum stað. Það er í samræmi við fyrri orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, stofnanda flokksins.
Lilja og Bjarni leiða aftur VG í NV-kjördæmi
Þingkonan Lilja Rafney Magnúsdóttir og varaþingmaðurinn Bjarni Jónsson skipa tvö efstu sætin á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi eins og fyrir síðustu kosningar. Kjördæmisráð Vinstri grænna samþykkti listann á fundi sínum á Hótel Bjarkalundi í kvöld. Rúnar Gíslason, háskólanemi í Borgarnesi, situr í þriðja sæti listans, en hann var í fjórða sætinu í fyrra.
Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Auk hennar koma Jasmina Crnac og Arngrímur Viðar Ásgeirsson inn sem nýir oddvitar. Þá skipta Óttarr Proppé, formaður flokksins, og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um kjördæmi á milli kosninga.
Guðjón oddviti í Norðvesturkjördæmi
Guðjón S. Brjánsson, verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Þetta var samþykkt á kjördæmisþingi á Hótel Bjarkarlundi í dag. Anna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri, verður í öðru sæti og Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona, verður í þriðja sæti.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Þörf á samfélagsbyltingu fyrir vestan
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um stöðu samfélagsins á Vestfjörðum. Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir þó að hugur sé í Vestfirðingum: „Það er búið að fýra upp í mannskapnum – sem er gott.“ Hann segir að tækifærin séu framundan en hinsvegar mæti Vestfirðingar ekki alltaf miklum skilningi. „Náttúran fyrir okkur er ekki frístundasport.“ Vestfirðingar verða boðaðir til borgarafundar á Ísafirði
06.09.2017 - 12:37
Lilja Rafney leiðir VG í Norðvesturkjördæmi
Lilja Rafney Magnúsdóttir skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Jónsson úr Skagafirði skipar annað sætið, Dagný Rósa Úlfarsdóttir það þriðja og Rúnar Gíslason er í fjórða sæti.
Guðjón leiðir listann í Norðvesturkjördæmi
Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Listinn var samþykktur í dag. Inga Björk Bjarnadóttir háskólanemi skipar annað sætið og Hörður Ríkharðsson er í þriðja.
Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í fyrsta sæti er Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur á Ísafirði. Lee Ann Maginns, verkefnisstjóri á Blönduósi, skipar annað sætið og þá er Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri RARIK á Vesturlandi í því þriðja.
Guðjón efstur en Ólína í þriðja sæti
Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, hreppti efsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Inga Björk Bjarnadóttir listfræðinemi varð önnur og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, varð í þriðja sæti.