Færslur: Norðvesturkjördæmi

Ríkissaksóknari staðfestir ákvörðun lögreglu
Ríkissaksóknari hefur staðfest að rétt hafi verið að fella niður rannsókn á meintum brotum yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, vegna talningar atkvæða í þingkosningum síðasta haust. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
„Með löggjafa sem ákvað að gera lögbrot að sínum“
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir þá ákvörðun Alþingis vera vonbrigði að láta seinni talningu í þingkosningunum standa. Hún segir málið snúast um hvort hægt sé að treysta niðurstöðum kosninga og sem ekki sé hægt að gera að þessu sinni.
Myndskeið
Dottandi Tommi segist hafa lokað augum til einbeitingar
Þingmenn settust loks á þing í dag tveimur mánuðum eftir alþingiskosningar. Marga þingmenn var farið að lengja eftir því að geta loks hafið hina eiginlegu þingmennsku. Mikil ró virðist hafa færst yfir þingsalinn í dag og rúmum hálftíma eftir að þingfundur hófst leit út fyrir að einhverjir í salnum væru farnir að dotta. Tómas A. Tómasson, veitingamaður og nýr þingmaður Flokks fólks, sat með lokuð augun undir ræðum þingmanna.
Má ætla að annmarkar hafi haft áhrif á niðurstöðu?
Fundur stendur nú á þingi, þar sem til stendur að afgreiða útgáfu kjörbréfa og um leið leiða til lykta talningarmál í Norðvesturkjördæmi.
Vonast til að ljúka talningarumræðunni á morgun
Kosið verður um þrjár tillögur á Alþingi á morgun í tengslum við talningarmálið í Norðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forseti Alþingis, vonast til að hægt verði að ljúka umræðunni með atkvæðagreiðslu á morgun. Ef það verður er ríkisstjórninni ekkert að vanbúnaði að kynna nýja ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála. 
24.11.2021 - 18:09
Kærir oddvita yfirkjörstjórnar til lögreglu
Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi Alþingismaður og umboðsmaður Pírata í nýafstöðnum þingkosningum, hefur lagt fram kæru gegn oddvita yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis til lögreglu fyrir mögulegt kosningasvindl. Hann segir oddvitann meðal annars hafa með lögbroti skapað sér tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningunum.
Telur líklegt að kjörbréfamálið endi hjá MDE
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur allar líkur á því að kjörbréfamálinu í Norðvesturkjördæmi verði vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu óháð því hver niðurstaða Alþingis verður.
23.11.2021 - 21:56
Segist ekki ætla að styðja seinni talninguna
Atkvæðagreiðsla verður á Alþingi á fimmtudag um niðurstöðu kjörbréfanefndar vegna talningar í Norðvesturkjördæmi um hvort kjósa eigi aftur í kjördæminu eða hvort seinni talning verði látin gilda og þar með eru útgefin kjörbréf gild. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki ætla að styðja seinni talninguna.
Býst við niðurstöðu undirbúningsnefndar í vikunni
Alþingi kemur saman um leið og undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa lýkur störfum. Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis, á von á að það gerist í þessari viku. Fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa nýja kjörbréfanefnd sem sker úr um hvort farið verður í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi eða hvort fyrri eða seinni talning standi.
16.11.2021 - 09:33
Kjörgögn rangt flokkuð við talningu í NV-kjördæmi
Undirbúningskjörbréfanefnd uppgötvaði í vettvangsferð sinni í Borgarnes í dag að einhver kjörgögn höfu verið rangt flokkuð við talningu. Formaður nefndarinnar segir ekki hægt að skera úr um alvarleika þessa fyrr en nefndin hefur fundað.
Undirbúningsnefnd á minnst viku eftir
Gert er ráð fyrir að undirbúningskjörbréfanefnd muni starfa út næstu viku hið minnsta. Þetta segir Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar. Nefndin er langt á veg komin með gagnaöflun, sem snýst að mestu um að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Atkvæði greitt Framsókn í bunka með auðum seðlum
Undirbúnings kjörbréfanefnd Alþingis fann á miðvikudag, í ferð sinni til Borganess, kjörseðil með gildu atkvæði í bunka sem átti að vera fyrir auða seðla.
Kastljós
Vill að fyrri talning í Norðvestur gildi
Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins, sem datt út af þingi eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, segir að fyrri talning ætti að gilda í kjördæminu. Þá segir hann að fyrst kjörgögnin hafi ekki verið innsigluð, sé ekki hægt að tryggja öryggi eftir að gögnin voru skilin eftir í talningarsalnum.
Gerlegt að ljúka kjörbréfarannsókn í næstu viku
Formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa segir gerlegt að ljúka vinnunni í næstu viku. Gert er ráð fyrir daglegum fundum þangað til.
Enn óútséð með þingsetningu
Ekki er enn farið að sjá til lands í vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Kærufrestur rennur út á föstudaginn og ljóst að þing verður ekki kallað saman fyrir þann tíma.
Mögulega niðurstaða um Norðvesturkjördæmi í næstu viku
Willum Þór Þórsson sitjandi forseti Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks sagði í Silfrinu í dag að undirbúningskjörbréfanefnd myndi mögulega skila niðurstöðu um lögmæti framkvæmdar alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi í næstu viku. Spurður hvort nefndin miðaði við ákveðinn frest, sagði Willum þau gætu til dæmis miðað við kærufrest sem rynni þá út á föstudag í næstu viku.
Sjónvarpsfrétt
„Enginn kostur góður í stöðunni“
Frambjóðandi sem kærði kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingis segir ekki saknæmt að benda á mistök. Annar segir að enginn kostur sé góður í stöðunni. Þrettándi fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa var í dag.
Sjónvarpsfrétt
Nefndin fundaði í 12. sinn - flókið mál segir formaður
Birgir Ármannsson, formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, segir flókið þegar framkvæmd kosningar er kærð af mörgum aðilum.
Taldi sér ekki skylt að innsigla kjörgögnin
Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi taldi sér ekki skylt að innsigla kjörgögnin frá því kjörfundi var frestað að morgni sunnudags þar til hann hófst aftur um hádegi og atkvæði voru talin að nýju. Þá sé ekkert athugavert við að formaður kjörstjórnar hafi verið einn með kjörgögnunum. Þetta kemur fram í svörum yfirkjörstjórnar við kærum og athugasemdum sem bárust undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar og birt eru á vef Alþingis.
Yfirkjörstjórn ósammála um hvor talningin eigi að gilda
Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis var ekki sammála um að telja aftur atkvæði  í Alþingiskosningunum í síðasta mánuði og hvor talningin ætti að gilda.
Spegillinn
12 daga fangelsi ef sektin verður ekki greidd
Karl Gauti Hjaltason, sem kærði endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til lögreglu, segir að ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að bjóða kjörstjórnarmönnum að greiða sekt staðfesti að fyrri talningin eigi að standa. Frambjóðandi Pírata sem ekki náði kjöri segir að staðan í málinu kalli á að uppkosning fari fram í kjördæminu. Svo virðist sem kjörstjórnarmenn ætli ekki að þiggja boð um að greiða sekt. Það gæti varðað 12 daga fangelsi
Myndskeið
Ómögulegt að segja hvenær vinna nefndarinnar klárast
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fundaði í Borgarnesi í dag. Fjöldi ónotaðra atkvæðaseðla stemmir við kjörgögn, samkvæmt talningu á seðlunum sem fram fór í morgun.
Nefndarmenn fylgjast með talningu á ónotuðum seðlum
Þrír nefndarmenn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa eru komnir til Borgarness þar sem þeir fylgjast með fulltrúum frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis og sýslumanninum á Vesturlandi telja ónotaða atkvæðaseðla frá því í Alþingiskosningunum.
Kjörbréfanefndin í vettvangsferð til Borgarness
Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa fer í vettvangsferð til Borgarness á morgun og ræðir í vikunni við kærendur og kjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi. Nefndin hefur fengið brot úr myndbandsupptökum frá hótelinu afhent. 
18.10.2021 - 20:04
Ólíkar skoðanir á lausn í Norðvesturkjördæmi
Skiptar skoðanir eru meðal landsmanna hvernig leysa eigi úr þeim vandkvæðum sem komu upp vegna talningar í Norðvesturkjördæmi. Þetta sýnir þjóðarpúls Gallup. Flestum finnst að síðari talningin eigi að standa.