Færslur: Norðurskautsráðið

Spegillinn
Skilja má ummæli Lavrovs á tvo vegu
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að skilja megi orð Sergeis Lavrovs, utanríkiráðherra Rússlands, á tvennan hátt. Annars vegar sem hernaðarleg ummæli og hins vegar að ræða þurfi yfirráðasvæði á fundum Norðurheimskautsráðsins. Lavrov varaði vestræn ríki við því að gera kröfu til Norðurheimskautssvæðisins.
Lavrov segir Rússa eiga Norðurskautssvæðið
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, varar vestræn ríki við því að gera kröfur til Norðurheimskautssvæðisins. Hann sagði á fundi með fréttamönnum í Moskvu í dag að öllum hafi verið það lengi ljóst að það tilheyrði Rússlandi. Rússum bæri að tryggja öryggi strandlengjunnar sem liggur að Norðurheimskautinu.
17.05.2021 - 14:00
Viðbúnaður er Blinken lendir í kvöld
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í kvöld. Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna komu hans og annarra utanríkisráðherra sem sækja ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni.
Spegillinn
UArtic gefi tóninn í loftslagsmálum eftir COVID-19
Halla Hrund Logadóttir, einn af stofnendum og stjórnendum Miðstöðvar norðurslóða við Harvard-háskóla og verðandi orkumálastjóri, bindur vonir við fund Norðurskautsráðsins í næstu viku. Hún telur að ráðstefna háskóla norðurslóða gefi tóninn eftir COVID-19 og verði vonandi sá stökkpallur háskólasamfélagsins inn í aukna samvinnu sem mikil þörf sé fyrir.
Ráðherrar Norðurskautsráðs verða í vinnusóttkví
Gestir á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem verður í Hörpu 20. maí, verða í vinnusóttkví meðan á fundinum stendur og mega hvorki fara út að borða né í skoðunarferðir. Þetta verður fyrsti alþjóðlegi fundurinn í Hörpu síðan í mars í fyrra þar sem gestir verða viðstaddir. 
Lavrov kemur til Reykjavíkur og tekur við af Íslandi
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ætlar að mæta á ráðherrafund Norðurskautsráðsins í eigin persónu í maí. Rússar taka þá við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Frá þessu greindi Maria Zakharóva, upplýsingafulltrúi Lavrov, á vikulegum blaðamannafundi rússneska utanríkisráðuneytisins í dag.
15.04.2021 - 15:58
Heimskviður
Einstakt samstarf á Norðurslóðum og áhrifin af COVID
Norðurheimskautið er í hugum einhverra kannski bara Norðurpóllinn sjálfur, með tilheyrandi kulda og myrkri. Þetta svæði er hins vegar mun umfangsmeira en svo og hefur orðið sífellt mikilvægara í augum margra ríkja síðustu ár, ekki síst vegna bráðnunar heimskautaíssins. Þar er nú orðinn greiðari aðgangur að verðmætum náttúruauðlindum á borð við olíu og gas, og nýjar siglingaleiðir orðnar færar um Norður-Íshaf
Viðtal
Óttast að Ísland geti dregist inn í átök
Íslensk stjórnvöld ættu að tala skýrar um frið á norðurslóðum, segir sagnfræðingur. Heræfingar hér á landi rími ekki við boðskap þeirra um að svæðið eigi að vera laust við átök stórvelda. Hann óttast að Ísland geti dregist inn í átök.
25.08.2019 - 18:55
Bandaríkjamenn vilja fjárfesta á norðurslóðum
Ísland tók þátt í sínum fyrsta viðburði sem tengist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í ráðstefnunni sem var um viðskipti á norðurslóðum. Aðalefni ráðstefnunnar var formennska Íslands í ráðinu og efnahagshvatar og fjárfestingar á norðurslóðum.
23.05.2019 - 23:05
Ísland tekið við formennsku í Norðurskautsráði
Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu í morgun. Í fyrsta sinn í 23 ára sögu ráðsins kom það sér ekki saman um yfirlýsingu á fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segist ekki hafa fundið aukna spennu milli ríkja á fundi ráðherranna í Finnlandi.
07.05.2019 - 12:42
Guðlaugur Þór ræddi við Lavrov í Rovaniemi
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í gær með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en þeir sækja báðir utanríkisráðherrafund Norðurskautsráðsins sem hefst formlega í Rovaniemi í Finnlandi í dag. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að samskipti Íslands og Rússlands, málefni norðurslóða og öryggismál í Evrópu hafi verið á meðal umræðuefna á fundinum, auk málefna Norðurskautsráðsins.
07.05.2019 - 04:35
Katrín vill ekki hernaðarumsvif á norðurskauti
Forsætisráðherra sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær að mikilvægt sé að ekki verði hernaðarumsvif á norðurskauti. Bandaríski ráðherrann hlakkar til þess að Ísland taki við formennsku í Norðurskautsráðinu í vor og að ríkin ræði flutning á hergögnum og öðrum gögnum á svæðið.
16.02.2019 - 12:06
Mikilvægt skref fyrir Vestnorræna ráðið
Vestnorræna ráðið hefur fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, sem er mikilvægt skref að sögn Unnar Brár Konráðsdóttur, fyrrverandi formanns Vestnorræna ráðsins. Hlýnun loftslags veldur örum breytingum og hvergi meira en á norðurslóðum. Unnur Brá telur að miklu skipti að raddir þeirra, sem búa á svæðinu og nálægt því, heyrist á alþjóðavettvangi. 
  •