Færslur: Norðurskautsráðið

80 milljóna króna fundur Norðurskautsráðs
Kostnaður utanríkisráðuneytisins við fund Norðurskautsráðsins hér á landi í síðasta mánuði verður líklega á bilinu 70-80 milljónir króna.
Framtíðarstefna arfleifð formennsku Íslands
Utanríkisráðherra er hæstánægður með nýafstaðinn ráðherrafund Norðurskautsráðsins og trúir því að fundur utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna sé fyrsta skrefið að bættum samskiptum ríkjanna. 
Myndskeið
Ræddu aukin menningartengsl þjóðanna
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ræddu saman í dag. Lavrov lýsti í þeim viðræðum yfir vilja til að aukinn gangur færðist í byggingu kirkju Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi auk þess sem þeir lýstu yfir gagnkvæmum áhuga á auknum menningartengslum ríkjanna.
Myndskeið
Katrín og Lavrov ræddust við
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittust á fundi í Hörpu síðdegis. Þau ræddu saman að loknum fundi Norðurskautsráðsins sem haldinn var í dag.
Myndskeið
Blinken farinn af landi brott
Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er farinn af landi brott, að loknum ráðherrafundi Norðurskautsráðs.
20.05.2021 - 14:55
Myndskeið
Gagnrýndi aukinn vígbúnað nærri landamærum Rússlands
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýndi á blaðamannafundi í dag aukinn vígbúnað vestrænna ríkja nærri landamærum Rússlands og ræddi hernaðaruppbyggingu á norðurslóðum. Blaðamannafundurinn var haldinn að loknum ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þar sem Rússar tóku við formennsku í ráðinu af Íslandi.
20.05.2021 - 12:43
„Þátttaka er eitt og það að hafa áhrif er annað“
Leiðtogar frumbyggjasamtaka á norðurslóðum minntu í dag á mikilvægi þess að þeir fengju að taka þátt í ákvörðunum sem snertu þeirra samfélög, þeir væru upplýstir um þær rannsóknir sem færu fram á þeirra samfélögum og fengju upplýsingar um mengun og eiturefni í umhverfinu. Leiðtogarnir ávörpuðu ráðherrafund Norðurskautsráðsins í morgun. Þeir sögðust myndu halda áfram að leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á norðurslóðum. 
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Norðurskautsráðið og stofnun Ísraels
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins er í Reykjavík í dag, en hvaða fyrirbrigði er Norðurskautsráðið? Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu það í Heimsglugga Morgunvaktar Rásar-1. Þá ræddu þeir bakgrunn deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna sem rekja má tvö þúsund ár aftur í tímann.
Innleiða nýja stefnu Norðurskautsráðsins
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins samþykkir í dag nýja stefnu ráðsins til ársins 2030. Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins hófst klukkan níu í morgun og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, flutti í upphafi fundarins ávarp þar sem hann ræddi formennsku Íslands síðustu tvö ár. Hann þakkaði hinum norðurskautsríkjunum fyrir stuðninginn við formennskuna og vinnuhópum ráðsins fyrir málefnavinnu og stefnumótun.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins í beinni útsendingu
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins verður haldinn í Hörpu í dag og hefst klukkan níu. Fundurinn markar lok tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Rússar taka við keflinu. Norðurskautsráðið heldur ráðherrafundi á tveggja ára fresti, í lok hvers formennskutímabils.
Myndskeið
Fundi Lavrovs og Blinkens lokið
Fundi Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lauk um klukkan ellefu í kvöld. Hvorugur þeirra svaraði spurningum að fundi loknum. Þeir gengu beint að bílum sem fluttu þá á brott, fyrst Blinken og nokkrum mínútum síðar Lavrov. Rússneskir fjölmiðlar höfðu þó eftir Lavrov, fljótlega eftir fundinn, að honum hefði virst sem viðræðurnar hefðu verið uppbyggilegar.
Myndskeið
Segja mikilvægt að tala saman og vonast eftir árangri
Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, lýstu von um að viðræður þeirra í Reykjavík í kvöld gætu skilað árangri í að ná saman um deilumál ríkjanna. Utanríkisráðherrarnir ávörpuðu hvor annan fyrir framan fjölmiðla við upphaf fundar þeirra í Hörpu í kvöld. Þeir voru sammála um mikilvægi þess að þjóðirnar ræddu saman um þau mál sem þær greinir á um.
19.05.2021 - 21:48
Upptaka
Fundur Lavros og Blinkens í Hörpu
Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast í fyrsta sinn augliti til auglitis í Hörpu í kvöld. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kom til landsins undir kvöld en bæði hann og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, taka þátt í fundi Norðurskautsráðsins á morgun. Búist er við að þeir flytji hvor um sig stutta yfirlýsingu fyrir fundinn sem á að hefjast um klukkan níu.
19.05.2021 - 20:48
Viðtal
Vongóður vegna fundar Blinken og Lavrov
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarmálaráðherra, kvaðst vongóður um að fundur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í kvöld skili árangri. Samskipti ríkjanna hafa verið stirð og sagði Guðlaugur Þór mikilvægt að ráðamenn þeirra ræddu saman. Jafnframt sé brýnt að deilur ríkja nái ekki inn í störf Norðurskautsráðsins.
19.05.2021 - 18:27
Myndskeið
Lavrov lentur í Keflavík - ræðir við Katrínu og Blinken
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er lentur í Keflavík. Lavrov sækir ráðherrafund Norðurskautsráðsins og ætlar meðal annars að eiga fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Mesta spennan ríkir þó um fund hans og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en samskipti stórveldanna hafa verið ákaflega stirð að undanförnu.
19.05.2021 - 17:33
Spegillinn
Norðurskautsráðið banni svartolíu á norðurslóðum
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands vonar að á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins á morgun verði tekin ákvörðun um að bannað verði að nota svartolíu á norðurslóðum. Hann bindur vonir við að Ísland stuðli að því að í ráðherraályktun fundarins verði kafli um svartolíubann.
Viðtal
Óvíst hvort takist að halda hernaði utan ráðsins
Utanríkisráðherra Rússa kemur til landsins síðdegis. Hann á fund í Hörpu í kvöld með bandarískum kollega sínum, en það er þeirra fyrsti fundur augliti til auglitis. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi, segir Rússa ósátta með aukna sókn Bandaríkjahers á norðurslóðir. Pólitískum deilum verði líklega haldið utan við fund Norðurskautsráðsins á morgun en nú reyni á hvort það takist áfram að halda þeim og hernaðarlegum málefnum utan ráðsins.
19.05.2021 - 11:17
Viðtal
Vonast eftir árangursríkum fundi Norðurskautsráðs
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti fund með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Guðni segist hafa tjáð vonir sínar um árangursríkan fund Norðurskautsráðsins og lýst vonum Íslendinga allra um að hægt yrði að koma á vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.
Viðtal
Beita sér fyrir friðsamlegum lausnum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðu mála á Gaza við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi þeirra í Hörpu í dag. Katrín sagði þau bæði hafa lýst mikilli áherslu á að koma á friði svo hægt væri að vinna að langtímalausn. Hún sagði yfirlýsingar utanríkisráðherra Rússlands í gær til marks um að hann væri að marka sér stöðu fyrir fund Norðurskautsráðsins.
Átök á Gaza og norðurslóðamál í brennidepli
Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og staða norðurslóðamála þegar Rússar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum bar hæst á sameiginlegum blaðamannafundi Antonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarmálaráðherra.
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum í dag
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta í dag.
Myndskeið
Blinken kominn til landsins
Flugvél Anthony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í kvöld. Blinken kom til landsins frá Danmörku, þar sem hann varði deginum.
17.05.2021 - 19:51
Myndskeið
Breytum ekki leiknum en stjórnum sviðsljósinu
Utanríkisráðherrar allra aðildarríkja Norðurskautsráðsins koma saman í Hörpu en það er aðeins í þriðja skipti sem það gerist. Ekki er búist við að miklar breytingar verði á starfsemi ráðsins þegar Rússar taka við keflinu af Íslendingum.
Myndskeið
Lögðum mikið í þessa formennsku
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir áhuga aðildarríkjanna á fundinum sýna aukið vægi Norðurskautsráðsins. Hann er ánægður með hvernig til hefur tekist þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn.
Fréttavaktin
Mikil eftirvænting vegna fundar Lavrovs og Blinkens
Fundur Norðurskautsráðsins í Hörpu á fimmtudag markar lok tveggja ára formennsku Íslendinga í ráðinu en Rússar taka við formennskunni. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, lagði línurnar fyrir fundinn í gær þegar hann varaði vestræn ríki við að gera kröfu til Norðurheimskautssvæðisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að funda með Lavrov í Hörpu á morgun en mikil eftirvænting er vegna fundar Lavrovs og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Hörpu í kvöld.