Færslur: Norðurlöndin

Spegillinn
„Úrræði fyrir lágtekjuhópa eru oft fátækleg“
Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp. Það er flókið og erfitt að greina í því heildstæða hugsun. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, vann fyrir BSRB og var kynnt í morgun. Fram kemur að barnabótakerfið hér stingi í stúf við kerfi annars staðar á Norðurlöndunum því það gagnist nær eingöngu tekjulægstu fjölskyldunum.
04.12.2019 - 18:16
Spegillinn
Almenningur telur lífskjör aldraðra slæm
Mikill meirihluti Íslendinga telur að lífskjör aldraða hér á landi séu slæm. Þetta kemur fram í nýrri samevrópskri viðhorfskönnun. Afstaða Íslendinga er á skjön við afstöðu annars staðar á Norðurlöndunum. Mikill meirihluti almennings hér á landi telur að stjórnvöld beri mikla ábyrgð á lífsgæðum aldraðra
12.11.2019 - 16:57
Beint
Þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi
Þing Norðurlandaráðs fer nú fram í þinghúsi Svíþjóðar í Stokkhólmi. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2020 hefst samkvæmt dagskrá klukkan korter yfir þrjú að íslenskum tíma.
29.10.2019 - 15:05
Viðtal
Sjálfbærar áherslur krefjist hugrekkis
Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni stóðu Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Festa- miðstöð um samfélagsábyrgð fyrir fundi um markmið sem Norðurlandaþjóðirnar hafa sett sér á sviði sjálfbærni og hvað fyrirtæki geta lagt af mörkum til að ná þeim markmiðum.  Framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, segir að stjórnvöld þurfi að setja ramma og stjórnendur fyrirtæki þurfi að sýna hugrekki. 
Myndskeið
Þétta raðirnar gegn loftslagsvá
Norðurlöndin eiga að verða sjálfbærasta svæði heims árið 2030, samkvæmt yfirlýsingu sem forsætisráðherrar ríkjanna undirrituðu í dag. Kanslari Þýskalands vill leggjast á árina með Norðurlöndunum í málefnum norðurslóða.
20.08.2019 - 19:39
Myndband
Kalla eftir aðgerðum áður en tíminn rennur út
Leiðtogar Norðurlanda skrifuðu ásamt forstjórum aðildarfyrirtækja Samtaka norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð undir yfirlýsingu um sjálfbærni og jafnrétti í Hörpu í dag. Yfirlýsingin er liður í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Stefnt er að því að Norðurlöndin verði sjálfbærust allra svæða, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
20.08.2019 - 16:15
Viðtal
Konur í forystu skipta miklu máli
Það segir mikið um Norðurlöndin að þrír af fimm leiðtogum þeirra séu konur, segir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Það skipti miklu máli. Hún telur að ef horft væri á allan heiminn væri hlutfall kvenna í leiðtogastöðum eflaust ekki eins hátt.
20.08.2019 - 15:05
Myndskeið
Forsætisráðherrar og Merkel komin til Viðeyjar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fylgdi forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel kanslara Þýskalands til Viðeyjar laust fyrir hádegi í dag.
20.08.2019 - 12:44
Myndband
Undirrituðu yfirlýsingu um heimsmarkmiðin
Forsætisráðherrar Norðurlanda, ásamt leiðtogum Álandseyja og Grænlands og forstjórum norrænna fyrirtækja, skrifuðu undir yfirlýsingu um sjálfbærni og jafnrétti á fundi í Hörpu í dag. Ráðherrar og forstjórar fluttu erindi tengd undirrituninni. Hér fyrir ofan má sjá myndband af fundinum.
20.08.2019 - 10:28
Fréttaskýring
Svíar fletta ofan af nammimafíunni
Umfangsmikið sælgætissmygl hefur átt sér stað milli Svíþjóðar og Danmerkur síðustu ár. Upphæðirnar hlaupa á milljörðum og hafa yfirvöld lagt hald á næstum eitt hundrað tonn af nammi, sem stundum er komið mánuði eða ár framyfir síðasta söludag. Svo umfangsmikið og skipulagt er þetta nammisvindl að yfirvöld tala um skipulagða glæpastarfsemi. Kári Gylfason, fréttaritari Spegilsins í Gautaborg, skoðaði málið. 
28.06.2019 - 10:38
Atvinnuþátttaka útlendinga meiri en Íslendinga
Ísland er eina ríki Norðurlandanna þar sem atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara er hlutfallslega meiri en innlendra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um atvinnuþátttöku og menntun innflytjenda og flóttamanna á Norðurlöndunum, sem unnin er fyrir Norrænu ráðherranefndina. 
29.05.2019 - 10:00
Kveikt í þrettán bílum í Danmörku
Brennuvargur kveikti í nótt í þrettán bílum í danska bænum Ishøj skamt frá höfuðborginni. Um þetta upplýstu lögregluyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu í Danmörku snemma í morgun. Kveikt var í bílum á þremur stöðum í bænum en lögregla telur að eldurinn hafi drefit úr sér á hverjum stað fyrir sig. Sumir bílarnir eru stórskaðaðir.
26.06.2018 - 05:44
Námsmenn á hinum Norðurlöndunum geta kosið
Íslenskir námsmenn halda kosningarétti sínum þó að þeir hafi skráð lögheimili á hinum Norðurlöndunum. Nýjung hjá Þjóðskrá er að þeir geti sent inn tilkynningu um að þeir skuli teknir á kjörskrá hér á landi fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Íslensk mynd sögð ramma inn vanda innflytjenda
Ljósmynd sem íslenski ljósmyndarinn Ólafur Steinar Gestsson tók af borgarafundi í íþróttahúsi í Kalundborg er sögð ramma fullkomlega inn stöðu innflytjenda og hælisleitenda á Vesturlöndum. Á myndinni sjást íbúar Kalundborgar sitja á áhorfendabekkjum íþróttahússins á meðan ein kona með slæðu stendur álengdar og horfir á.
18.11.2016 - 15:06
Norðurlöndin vilja ekki yfirgefa ESB
Stuðningur við veru Dana í Evrópusambandinu hefur aukist nokkuð eftir að Bretar tóku ákvörðun um að ganga úr því í þjóðarakvæðagreiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Það sama hefur átt sér stað í Svíþjóð og Finnlandi. Stjórnmálafræðingur segir að svo virðist sem borgarar tengi Brexit við áhættu og óöryggi.
04.07.2016 - 19:51
 · Stjórnmál · Brexit · Dexit · Sexit · Fexit · Evrópusambandið · Norðurlöndin
Þjóðernispopúlismi aldrei verið sterkari
Fjórðungur Svía styður Svíþjóðardemókrata og tæplega fimmtungur Dana styður Danska þjóðflokkinn. Þjóðernispopúlískir flokkar eru orðnir sterkt afl í norrænum stjórnmálum. Þeir hafa í raun tekið yfir orðræðu sósíaldemókrata, þeir standa vörð um þjóðarheimilið og eru málsvari venjulega fólksins. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann í Bifröst, er nú að leggja lokahönd á samanburðarrannsókn sem fjallar um norræna popúlistaflokka og uppgang þeirra.
16.06.2016 - 18:12
Hælisumsóknum fækkar vegna eftirlits
Hælisumsóknum hefur farið fækkandi í bæði Danmörku og Svíþjóð eftir að stjórnvöld tóku upp landamæraeftirlit í gær. Margir efast þó um að ákvörðun stjórnvalda í Svíþjóð um að hefja eftirlit á Eyrarsundsbrúnni hafi verið rétt og segja að ekki hafi nægt tillit verið tekið til aðstæðna á svæðinu. Í tvo áratugi hafi verið unnið að því að gera Skán og Sjáland að einu atvinnusvæði en nú sé hætt við að sú vinna sé fyrir bí.
05.01.2016 - 19:05
  •