Færslur: Norðurlöndin

Landsfundur Vinstri grænna: Saman til framtíðar
Rafrænn landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hefst í dag og verður fram haldið á morgun. Yfirskrift fundarins er Saman til framtíðar. Hann er haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík og hefst á ávarpi formannsins, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Brýnt að stytta afgreiðslutíma upplýsinganefndar
Bæta þarf starfskilyrði og -aðstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að stytta megi afgreiðslutíma mála hjá henni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Bréfið var sömuleiðis sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til upplýsingar. 
Myndskeið
Stærri hópur fær AstraZeneca hér, enginn í Noregi
Sóttvarnalæknir segir að bráðlega hefjist bólusetningar á 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca og mögulega verði aldursviðmiðið fært enn neðar. Norðmenn ætla að gefa sér frest til að ákveða hvort efnið verði leyft á ný eða ekki. Danir ætla ekki að nota það enda myndi stór hluti landsmanna hafna því - hér er traustið meira.
15.04.2021 - 18:49
Löng bið eftir bóluefni Janssen gæti seinkað áætlun
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ekkert í þeim gögnum sem fyrir liggi, til dæmis frá Bandaríkjunum, benda til þess að bóluefni Janssen sé skaðlegra en bóluefni AstraZeneca. Hlutfall blóðsegavandamála sé mjög lágt. Hann segir að heilbrigðisstarfsfólk fái líklega ekki seinni skammt af AstraZeneca
Brasilíska afbrigðið greinist í Svíþjóð
Fjórir Svíar hafa greinst með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta afbrigði greinist í landinu. Allir sem greindust eru búsettir í Gävleborg-héraði sem er í austurhluta landsins.
Goldman Sachs og fleiri gera bindandi tilboð í Advania
Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs, ásamt danska fjárfestingasjóðnum VIA Equity, lykilstjórnendum á Norðurlöndum og nokkrum smærri hluthöfum hafa gert bindandi kauptilboð í  meirihluta hlutafjár upplýsingatæknifyrirtækinu Advania.
15.02.2021 - 07:44
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Hafa rætt um að aðstoða við COVID-gjörgæslumeðferð Svía
Óformlegar viðræður hafa verið á milli Svíþjóðar og hinna Norðurlandanna, þar á meðal Íslands, um að löndin aðstoði Svía við gjörgæslumeðferð COVID-19 sjúklinga verði þess þörf. Gjörgæsludeildir á flestum spítölum í Svíþjóð eru fullar vegna mikillar útbreiðslu sjúkdómsins þar í landi.
Stefnir í messufall í Danmörku um jólin
Messufall verður í Danmörku yfir hátíðarnar, fari prestar landsins að ráðum biskupa, prófasta, samtaka danskra sóknarnefnda og heilbrigðisyfirvalda. Hin síðastnefndu birtu í gærkvöld enn nýjar sóttvarnareglur um fyrirkomulag helgihalds í dönsku þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum. Nýju tilmælin setja messuhaldi talsvert strangari skorður en þau sem gefin voru út degi fyrr, þann 22. desember.
24.12.2020 - 04:49
Svíar fjölga gjörgæslurýmum vegna COVID
Fjölga þarf gjörgæslurýmum á sjúkahúsum í Svíþjóð vegna kórónuveirufaraldursins. Dugi það ekki til verða sjúklingar sem þurfa á gjörgæsluinnlögn að halda hugsanlega sendir á gjörgæsludeildir á hinum Norðurlöndunum.
13.12.2020 - 12:47
Myndskeið
Skýrsla Björns sögð nýr kafli í norrænni samvinnu
Utanríkisráðherra segir að vel hafi verið tekið í skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um þróun samstarfs Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum. Björn kynnti norrænu utanríkisráðherrunum niðurstöður sínar í Danmörku í dag.
17.09.2020 - 20:32
Finnair segir upp þúsund manns
Finnska ríkisflugfélagið Finnair ætlar að segja upp þúsund starfsmönnum vegna kórónuveirufaraldursins og horfna í efnahagsmálum. Uppsagnirnar ná til 15 prósenta starfsfólks flugfélagsins en þó ekki til flugfreyja og flugmanna.
25.08.2020 - 13:32
Ekkert Norðurlandaráðsþing í ár
Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekki af þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í október eins og ráðgert hafði verið. Þetta ákvað forsætisnefnd ráðsins á fundi sínum í morgun. Í stað þess verða haldnir fjarfundir til að sinna hinu pólitíska starfi.
19.08.2020 - 14:03
Myndskeið
Ríkur vilji fyrir þéttara Norðurlandasamstarfi
Alls staðar á Norðurlöndunum er sterkur pólitískur vilji fyrir því að Norðurlöndin vinni þéttar saman, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann fagnar skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um þróun norræns samstarfs á sviði utanríkis- og öryggismála.
Gremja og óvissa meðal íbúa á landamærum Norðurlandanna
Hertar takmarkanir á landamærum norrænu ríkjanna valda mikilli óvissu og gremju meðal margra sem búa á nálægt landamærum. Enn eru ferðatakmarkanir til Norðurlandanna og hafa þær skapað nýjar hindranir fyrir íbúa á landamærunum.
Svíar mega fara til 10 landa - meðal annars Íslands
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti í dag um rýmkun ferðatakmarkana sem Svíar hafa þurft að sæta síðan í mars. Frá og með 30. júní mega Svíar ferðast til tíu landa, þeirra á meðal er Ísland sem er það eina af Norðurlöndunum sem býður Svía velkomna.
17.06.2020 - 16:25
Ráðuneytið studdist við gamlar upplýsingar af Wikipedia
Fjármálaráðuneytið studdist við úreltar upplýsingar af alfræðisíðunni Wikipedia þegar það mælti gegn því að Þorvaldur Gylfason prófessor yrði ráðinn til að ritstýra samnorrænu fræðiriti. Ráðuneytið baðst velvirðingar á því í dag að hafa farið með rangt mál. 
09.06.2020 - 21:54
Traust Svía til stjórnvalda snarminnkar
Traust almennings í Svíþjóð til stjórnvalda hefur minnkað umtalsvert frá því að COVID-19 faraldurinn hófst. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Novus.
04.06.2020 - 15:15
Spegillinn
„Úrræði fyrir lágtekjuhópa eru oft fátækleg“
Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp. Það er flókið og erfitt að greina í því heildstæða hugsun. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, vann fyrir BSRB og var kynnt í morgun. Fram kemur að barnabótakerfið hér stingi í stúf við kerfi annars staðar á Norðurlöndunum því það gagnist nær eingöngu tekjulægstu fjölskyldunum.
04.12.2019 - 18:16
Spegillinn
Almenningur telur lífskjör aldraðra slæm
Mikill meirihluti Íslendinga telur að lífskjör aldraða hér á landi séu slæm. Þetta kemur fram í nýrri samevrópskri viðhorfskönnun. Afstaða Íslendinga er á skjön við afstöðu annars staðar á Norðurlöndunum. Mikill meirihluti almennings hér á landi telur að stjórnvöld beri mikla ábyrgð á lífsgæðum aldraðra
12.11.2019 - 16:57
Beint
Þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi
Þing Norðurlandaráðs fer nú fram í þinghúsi Svíþjóðar í Stokkhólmi. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2020 hefst samkvæmt dagskrá klukkan korter yfir þrjú að íslenskum tíma.
29.10.2019 - 15:05
Viðtal
Sjálfbærar áherslur krefjist hugrekkis
Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni stóðu Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Festa- miðstöð um samfélagsábyrgð fyrir fundi um markmið sem Norðurlandaþjóðirnar hafa sett sér á sviði sjálfbærni og hvað fyrirtæki geta lagt af mörkum til að ná þeim markmiðum.  Framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, segir að stjórnvöld þurfi að setja ramma og stjórnendur fyrirtæki þurfi að sýna hugrekki. 
Myndskeið
Þétta raðirnar gegn loftslagsvá
Norðurlöndin eiga að verða sjálfbærasta svæði heims árið 2030, samkvæmt yfirlýsingu sem forsætisráðherrar ríkjanna undirrituðu í dag. Kanslari Þýskalands vill leggjast á árina með Norðurlöndunum í málefnum norðurslóða.
20.08.2019 - 19:39
Myndband
Kalla eftir aðgerðum áður en tíminn rennur út
Leiðtogar Norðurlanda skrifuðu ásamt forstjórum aðildarfyrirtækja Samtaka norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð undir yfirlýsingu um sjálfbærni og jafnrétti í Hörpu í dag. Yfirlýsingin er liður í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Stefnt er að því að Norðurlöndin verði sjálfbærust allra svæða, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
20.08.2019 - 16:15
Viðtal
Konur í forystu skipta miklu máli
Það segir mikið um Norðurlöndin að þrír af fimm leiðtogum þeirra séu konur, segir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Það skipti miklu máli. Hún telur að ef horft væri á allan heiminn væri hlutfall kvenna í leiðtogastöðum eflaust ekki eins hátt.
20.08.2019 - 15:05