Færslur: Norðurlöndin

Viðræður við flugmenn SAS dragast fram eftir nóttu
Kjaraviðræður samninganefnda skandinavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins standa enn yfir, en þær hófust klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Þetta er fjórði fundur nefndanna á jafn mörgum dögum.
16.07.2022 - 23:29
Ísland efst á lista um jöfnuð kynjanna 13. árið í röð
Ójöfnuður kynjanna er minnstur á Íslandi, er fram kemur í nýútgefinni árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, eða World Economic Forum. Það er þrettánda árið í röð sem Ísland trónir á toppi listans.
SAS: Samningaviðræðum frestað til morguns
Marianne Hærnes, einn aðalsamningamanna flugfélagsins SAS í kjaradeilu við flugmenn þess, kveðst miður sín yfir því að viðsemjendurnir vildu gera hlé á viðræðum í nótt. Frestur fyrir fyrirhugað verkfall var á laugardag framlengdur til hádegis á mánudag.
Flugmenn SAS fresta boðuðu verkfalli um þrjá daga
Flugmenn skandinavíska flugfélagsins SAS hafa frestað boðuðu verkfalli sem átti að hefjast á miðnætti.
29.06.2022 - 02:18
Fæðingum fjölgaði á Norðurlöndum í fyrstu bylgju covid
Fæðingum fjölgaði umtalsvert á Norðurlöndunum í fyrstu bylgju heimsfaraldursins, eins og fram kemur í nýrri skýrslu norrænu hagstofanna um áhrif COVID-19 á Norðurlöndum.
Vonar að NATO umsókn Finna og Svía yrði afgreidd fljótt
Forsætisráðherra fundaði í dag með norrænum kollegum ásamt forsætisráðherra Indlands. Á fundinum var meðal annars rætt um fjölþjóðahyggju, loftslagsmál og aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu.
04.05.2022 - 18:31
Flóttinn frá Úkraínu
Svíar taka upp landamæraeftirlit að nýju
Ríkisstjórn Svíþjóðar áformar að innleiða vegabréfaeftirlit á landamærum sínum að nýju, eins og tíðkaðist þegar flóttamannastraumurinn vegna Sýrlandsstríðsins var hvað mestur árið 2015. Ástæðan er sá mikli flótti sem brostinn er á eftir innrás Rússa í Úkraínu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst sem mesta fólksflótta í Evrópu frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sænska innviðaráðuneytinu.
Myndskeið
Stormurinn Malik olli miklu tjóni og rafmagnsleysi
Foráttuveður gengur yfir Noreg, Svíþjóð og Danmörku. Stormurinn hefur valdið tjóni og rafmagnsleysi víða og sjór hefur flætt upp á land. Þá eru vegir víða lokaðir. Vindhviður á Jótlandi hafa mælst hátt í fjörutíu metrar á sekúndu.
30.01.2022 - 13:09
Bjartsýni í Noregi á að lok faraldursins fylgi omíkron
Mildari sjúkdómseinkenni sem fylgja omíkron-afbrigði kórónuveirunnar gefa ástæðu til bjartsýni um að endalok faraldursins gætu verið að nálgast. Þetta sagði Espen Nakstad, aðstoðarforstjóri hjá norska landlæknisembættinu, við NRK í morgun.
04.01.2022 - 07:53
Fréttaskýring
Akkilesarhæll Finna og markmiðið um kolefnishlutleysi
Finnland ætlar að verða kolefnishlutlaust árið 2035 - fyrst norrænu ríkjanna og fimm árum á undan Íslandi. Einn stærsti akkilesarhæll Finna í loftslagsmálum virðist nánast ætla að hverfa af sjálfu sér. 
Heilsupassinn tekinn upp í Danmörku á ný á föstudag
Frá og með föstudeginum næsta þurfa Danir aftur að framvísa rafrænum heilsupassa til að taka þátt í og vera viðstaddir fjölmenna viðburði. Passann fá þau sem eru fullbólusett gegn COVID-19, hafa fengið sjúkdóminn og náð sér að fullu eða framvísa neikvæðri niðurstöðu úr nýju COVID-19 prófi. Farsóttarnefnd danska þingsins samþykkti þessa tillögu ríkisstjórnar Mette Frederiksen í gærkvöld og leiðin því greið fyrir endurupptöku heilsupassans, sem aflagður var í sumar.
Spegillinn
Áfangasigur fyrir norrænt menningarstarf
Norðurlöndin eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi, stórauka á samvinnu í loftslagsmálum og efla innra samstarf. Svona er framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar og lögð hefur verið fram aðgerðaáætlun sem á að tryggja að sú sýn verði að veruleika. Í aðdraganda Norðurlandaráðs-þings i Kaupmannahöfn sem haldið var nýlega bar nokkuð á gagnrýni vegna þess að skera ætti niður í menningarstarfi á vegum Norðurlandaráðs. 
08.11.2021 - 17:05
Ráðherrar á þönum og hlé á stjórnarmyndunarviðræðum
Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow: Forsætisráðherra, umhverfisráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Þá sækir formaður Framsóknarflokksins þing Norðurlandaráðs á sama tíma. Því er ljóst að formlegar stjórnarmyndunarviðræður munu liggja niðri um hríð.
Borga til að verja dæturnar gegn kynfæravörtum
Foreldrar um sjötíu unglingsstúlkna greiddu tæpar 60 þúsund krónur fyrir að verja þær sérstaklega gegn kynfæravörtum með öðru HPV-bóluefni en stjórnvöld bjóða upp á. Eldra bóluefni, sem notað er hér, ver einungis gegn leghálskrabba. Sérfræðingur hjá landlæknisembættinu segir að stefnubreytingu þurfi til að bjóða öllum stúlkum nýja efnið, sama gildir þegar kemur að ákvarðanatöku um hvort bólusetja skuli drengi en þeir fá efnið allls staðar annars staðar á Norðurlöndunum.
29.10.2021 - 12:17
Grafa lengstu neðansjávargöng heims á jarðskjálftasvæði
Norskir jarðvísindamenn telja Vegagerðina þar í landi hafa sýnt ábyrgðarleysi með ákvörðun um að grafa lengstu og dýpstu neðansjávargöng heims á virkasta jarðskjálftasvæði Noregs, án þess að gera áhættumat. 
27.10.2021 - 11:29
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.
Flóttamannastofnun SÞ vill að Norðurlöndin geri betur
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR; vill að Norðurlöndin hraði og einfaldi málsmeðferð í málum afganskra flóttamanna sem þegar hafa fengið vernd og vilja fá fjölskyldumeðlimi til sín. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni. 
15.10.2021 - 20:20
Rafskutlum líklega fækkað um 70 prósent í Osló
Borgarstjórn Oslóar mun að öllum líkindum samþykkja að fækka skuli rafskutlum á götum borgarinnar um 68 prósent frá því sem nú er. Greidd verða atkvæði um tillögu þessa efnis á aukafundi borgarstjórnar, sem boðað var til sérstaklega af þessu tilefni. Könnun sem gerð var meðal Norðmanna leiddi í ljós að nær 70 prósent Oslóarbúa vilja banna rafskutlur - eða rafskútur - alfarið á götum og gangstéttum borgarinnar. Rétt rúmur helmingur allra Norðmanna, 52 prósent, er á sömu skoðun.
13.07.2021 - 06:29
Morgunvaktin
Milljarður nægir til að tryggja menningarstarfsemi
Fjárframlög til mennta- og menningarmála á Norðurlöndunum verða skorin niður um tæpan fimmtung á næstu árum. Formaður Norræna félagsins vonast til að ekki verði af því og segir tiltölulega litla fjármuni þurfa til að tryggja menningarstarfsemi á Norðurlöndum og óbreyttan rekstur Norræna hússins í Reykjavík áfram.
Þungar áhyggjur af niðurskurði til menningarmála
Forstjóri Norræna hússins í Reykjavík lýsir þungum áhyggjum vegna áforma Norrænu ráðherranefndarinnar um að skera niður framlög til menningar á næstu árum. Það þýði um 26,6% niðurskurð til hússins næstu fjögur ár. Forseti Norðurlandaráðs tekur í sama streng.
Vandi ráðherranefndar að mestu vegna nýs kerfis
Engir fjármunir töpuðust vegna alvarlegra vandamála við fjármálastjórn Norrænu ráðherranefndarinnar. Frá þessu var greint á fréttamannafundi með framkvæmdastjóra og fjármálastjóra hennar í morgun.
23.06.2021 - 14:12
„Veruleg vandamál“ í fjármálastjórn ráðherranefndar
Umfangsmikil innri endurskoðun leiddi í ljós alvarleg vandamál í fjármálastjórn Norrænu ráðherranefndarinnar. Frá þessu er greint á heimasíðu Norðurlandasamstarfsins, norden.org. Þar segir að Norræna ráðherranefndin eigi „við verulegan vanda að etja“ í tengslum við fjármála- og verkefnastjórn nefndarinnar.
23.06.2021 - 01:49
Svíar leita aðstoðar við mönnun sjúkrahúsa í sumar
Félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Lena Hallengren, á í viðræðum við dönsk og norsk yfirvöld um aðstoð við mönnun sjúkrahúsa í sumar vegna þess álags sem skapast hefur af völdum kórónuveirufaraldursins.
FÍB segir skýringar á iðgjaldahækkunum ekki standast
Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38% frá árinu 2015, á sama tíma fækkaði umferðarslysum um 15% og slösuðum um 23%. Hækkunin er umfram vísitölu neysluverðs að því er fram kemur í máli framkvæmdastjóra FÍB.
Landsfundur Vinstri grænna: Saman til framtíðar
Rafrænn landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hefst í dag og verður fram haldið á morgun. Yfirskrift fundarins er Saman til framtíðar. Hann er haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík og hefst á ávarpi formannsins, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.