Færslur: Norðurlöndin

Heilsupassinn tekinn upp í Danmörku á ný á föstudag
Frá og með föstudeginum næsta þurfa Danir aftur að framvísa rafrænum heilsupassa til að taka þátt í og vera viðstaddir fjölmenna viðburði. Passann fá þau sem eru fullbólusett gegn COVID-19, hafa fengið sjúkdóminn og náð sér að fullu eða framvísa neikvæðri niðurstöðu úr nýju COVID-19 prófi. Farsóttarnefnd danska þingsins samþykkti þessa tillögu ríkisstjórnar Mette Frederiksen í gærkvöld og leiðin því greið fyrir endurupptöku heilsupassans, sem aflagður var í sumar.
Spegillinn
Áfangasigur fyrir norrænt menningarstarf
Norðurlöndin eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi, stórauka á samvinnu í loftslagsmálum og efla innra samstarf. Svona er framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar og lögð hefur verið fram aðgerðaáætlun sem á að tryggja að sú sýn verði að veruleika. Í aðdraganda Norðurlandaráðs-þings i Kaupmannahöfn sem haldið var nýlega bar nokkuð á gagnrýni vegna þess að skera ætti niður í menningarstarfi á vegum Norðurlandaráðs. 
08.11.2021 - 17:05
Ráðherrar á þönum og hlé á stjórnarmyndunarviðræðum
Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow: Forsætisráðherra, umhverfisráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Þá sækir formaður Framsóknarflokksins þing Norðurlandaráðs á sama tíma. Því er ljóst að formlegar stjórnarmyndunarviðræður munu liggja niðri um hríð.
Borga til að verja dæturnar gegn kynfæravörtum
Foreldrar um sjötíu unglingsstúlkna greiddu tæpar 60 þúsund krónur fyrir að verja þær sérstaklega gegn kynfæravörtum með öðru HPV-bóluefni en stjórnvöld bjóða upp á. Eldra bóluefni, sem notað er hér, ver einungis gegn leghálskrabba. Sérfræðingur hjá landlæknisembættinu segir að stefnubreytingu þurfi til að bjóða öllum stúlkum nýja efnið, sama gildir þegar kemur að ákvarðanatöku um hvort bólusetja skuli drengi en þeir fá efnið allls staðar annars staðar á Norðurlöndunum.
29.10.2021 - 12:17
Grafa lengstu neðansjávargöng heims á jarðskjálftasvæði
Norskir jarðvísindamenn telja Vegagerðina þar í landi hafa sýnt ábyrgðarleysi með ákvörðun um að grafa lengstu og dýpstu neðansjávargöng heims á virkasta jarðskjálftasvæði Noregs, án þess að gera áhættumat. 
27.10.2021 - 11:29
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.
Flóttamannastofnun SÞ vill að Norðurlöndin geri betur
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR; vill að Norðurlöndin hraði og einfaldi málsmeðferð í málum afganskra flóttamanna sem þegar hafa fengið vernd og vilja fá fjölskyldumeðlimi til sín. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni. 
15.10.2021 - 20:20
Rafskutlum líklega fækkað um 70 prósent í Osló
Borgarstjórn Oslóar mun að öllum líkindum samþykkja að fækka skuli rafskutlum á götum borgarinnar um 68 prósent frá því sem nú er. Greidd verða atkvæði um tillögu þessa efnis á aukafundi borgarstjórnar, sem boðað var til sérstaklega af þessu tilefni. Könnun sem gerð var meðal Norðmanna leiddi í ljós að nær 70 prósent Oslóarbúa vilja banna rafskutlur - eða rafskútur - alfarið á götum og gangstéttum borgarinnar. Rétt rúmur helmingur allra Norðmanna, 52 prósent, er á sömu skoðun.
13.07.2021 - 06:29
Morgunvaktin
Milljarður nægir til að tryggja menningarstarfsemi
Fjárframlög til mennta- og menningarmála á Norðurlöndunum verða skorin niður um tæpan fimmtung á næstu árum. Formaður Norræna félagsins vonast til að ekki verði af því og segir tiltölulega litla fjármuni þurfa til að tryggja menningarstarfsemi á Norðurlöndum og óbreyttan rekstur Norræna hússins í Reykjavík áfram.
Þungar áhyggjur af niðurskurði til menningarmála
Forstjóri Norræna hússins í Reykjavík lýsir þungum áhyggjum vegna áforma Norrænu ráðherranefndarinnar um að skera niður framlög til menningar á næstu árum. Það þýði um 26,6% niðurskurð til hússins næstu fjögur ár. Forseti Norðurlandaráðs tekur í sama streng.
Vandi ráðherranefndar að mestu vegna nýs kerfis
Engir fjármunir töpuðust vegna alvarlegra vandamála við fjármálastjórn Norrænu ráðherranefndarinnar. Frá þessu var greint á fréttamannafundi með framkvæmdastjóra og fjármálastjóra hennar í morgun.
23.06.2021 - 14:12
„Veruleg vandamál“ í fjármálastjórn ráðherranefndar
Umfangsmikil innri endurskoðun leiddi í ljós alvarleg vandamál í fjármálastjórn Norrænu ráðherranefndarinnar. Frá þessu er greint á heimasíðu Norðurlandasamstarfsins, norden.org. Þar segir að Norræna ráðherranefndin eigi „við verulegan vanda að etja“ í tengslum við fjármála- og verkefnastjórn nefndarinnar.
23.06.2021 - 01:49
Svíar leita aðstoðar við mönnun sjúkrahúsa í sumar
Félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Lena Hallengren, á í viðræðum við dönsk og norsk yfirvöld um aðstoð við mönnun sjúkrahúsa í sumar vegna þess álags sem skapast hefur af völdum kórónuveirufaraldursins.
FÍB segir skýringar á iðgjaldahækkunum ekki standast
Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38% frá árinu 2015, á sama tíma fækkaði umferðarslysum um 15% og slösuðum um 23%. Hækkunin er umfram vísitölu neysluverðs að því er fram kemur í máli framkvæmdastjóra FÍB.
Landsfundur Vinstri grænna: Saman til framtíðar
Rafrænn landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hefst í dag og verður fram haldið á morgun. Yfirskrift fundarins er Saman til framtíðar. Hann er haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík og hefst á ávarpi formannsins, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Brýnt að stytta afgreiðslutíma upplýsinganefndar
Bæta þarf starfskilyrði og -aðstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að stytta megi afgreiðslutíma mála hjá henni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Bréfið var sömuleiðis sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til upplýsingar. 
Myndskeið
Stærri hópur fær AstraZeneca hér, enginn í Noregi
Sóttvarnalæknir segir að bráðlega hefjist bólusetningar á 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca og mögulega verði aldursviðmiðið fært enn neðar. Norðmenn ætla að gefa sér frest til að ákveða hvort efnið verði leyft á ný eða ekki. Danir ætla ekki að nota það enda myndi stór hluti landsmanna hafna því - hér er traustið meira.
15.04.2021 - 18:49
Löng bið eftir bóluefni Janssen gæti seinkað áætlun
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ekkert í þeim gögnum sem fyrir liggi, til dæmis frá Bandaríkjunum, benda til þess að bóluefni Janssen sé skaðlegra en bóluefni AstraZeneca. Hlutfall blóðsegavandamála sé mjög lágt. Hann segir að heilbrigðisstarfsfólk fái líklega ekki seinni skammt af AstraZeneca
Brasilíska afbrigðið greinist í Svíþjóð
Fjórir Svíar hafa greinst með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta afbrigði greinist í landinu. Allir sem greindust eru búsettir í Gävleborg-héraði sem er í austurhluta landsins.
Goldman Sachs og fleiri gera bindandi tilboð í Advania
Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs, ásamt danska fjárfestingasjóðnum VIA Equity, lykilstjórnendum á Norðurlöndum og nokkrum smærri hluthöfum hafa gert bindandi kauptilboð í  meirihluta hlutafjár upplýsingatæknifyrirtækinu Advania.
15.02.2021 - 07:44
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Hafa rætt um að aðstoða við COVID-gjörgæslumeðferð Svía
Óformlegar viðræður hafa verið á milli Svíþjóðar og hinna Norðurlandanna, þar á meðal Íslands, um að löndin aðstoði Svía við gjörgæslumeðferð COVID-19 sjúklinga verði þess þörf. Gjörgæsludeildir á flestum spítölum í Svíþjóð eru fullar vegna mikillar útbreiðslu sjúkdómsins þar í landi.
Stefnir í messufall í Danmörku um jólin
Messufall verður í Danmörku yfir hátíðarnar, fari prestar landsins að ráðum biskupa, prófasta, samtaka danskra sóknarnefnda og heilbrigðisyfirvalda. Hin síðastnefndu birtu í gærkvöld enn nýjar sóttvarnareglur um fyrirkomulag helgihalds í dönsku þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum. Nýju tilmælin setja messuhaldi talsvert strangari skorður en þau sem gefin voru út degi fyrr, þann 22. desember.
24.12.2020 - 04:49
Svíar fjölga gjörgæslurýmum vegna COVID
Fjölga þarf gjörgæslurýmum á sjúkahúsum í Svíþjóð vegna kórónuveirufaraldursins. Dugi það ekki til verða sjúklingar sem þurfa á gjörgæsluinnlögn að halda hugsanlega sendir á gjörgæsludeildir á hinum Norðurlöndunum.
13.12.2020 - 12:47
Myndskeið
Skýrsla Björns sögð nýr kafli í norrænni samvinnu
Utanríkisráðherra segir að vel hafi verið tekið í skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um þróun samstarfs Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum. Björn kynnti norrænu utanríkisráðherrunum niðurstöður sínar í Danmörku í dag.
17.09.2020 - 20:32