Færslur: Norðurlönd

Maður skotinn til bana í Södertälje
Maður var skotinn til bana í bænum Södertälje, suður af Stokkhólmi, í nótt og annar maður særðist í skotárás í bænum fyrr um kvöldið. Lögregla var kölluð út um klukkan hálf þrjú í nótt að staðartíma þegar maður fannst liggjandi í blóði sinu, alvarlega særður. Var hann fluttur á sjúkrahús með hraði, þar sem hann lést af sárum sínum skömmu síðar.
17.10.2020 - 05:24
Lóga 1,5 milljónum minka á 80 minkabúum vegna COVID-19
Dönsk minkabú gætu orðið gróðrarstía veiruafbrigðis sem líklega mun draga úr virkni mögulegra bóluefna gegn COVID-19 og því þarf að aflífa um 1,5 milljónir danskra eldisminka. Þetta er niðurstaða rannsókna vísindamanna dönsku bóluefnastofnunarinnar, Statens Serum Institut, SSI, á smituðum eldisminkum á Norður-Jótlandi.
14.10.2020 - 04:40
Hundruð mótmæltu grænlensku landstjórninni
Hundruð mótmælenda gengu um götur Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, síðdegis á þriðjudag og kröfðust afsagnar grænlensku landstjórnarinnar og kosninga við fyrsta tækifæri. „Nóg er nóg!" hrópuðu mótmælendur, og „Við viljum kosningar!"
14.10.2020 - 02:40
Smitvarnir hertar í Ósló
Borgaryfirvöld í Ósló tilkynntu í dag um hertar aðgerðir í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Allir borgarhlutarnir eru orðnir rautt svæði vegna þess hve veiran hefur breiðst hratt út upp á síðkastið.
21.09.2020 - 14:19
Norræn velferð vörn í COVID kreppu
Norðurlöndin hafa ekki farið eins illa út úr efnahagskreppunni vegna COVID-19 og flest önnur Evrópuríki, segir í frétt frönsku AFP-fréttastofunnar í dag. Landsframleiðsla hafi dregist saman um 15 prósent á evrusvæðinu en mun minna á Norðurlöndunum samkvæmt tölum Eurostat, Hagstofu ESB.
03.09.2020 - 17:55
Tölvuþrjótar komust í tölvupóst norskra þingmanna
Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi norska Stórþingsins á dögunum. Þeir komust inn í tölvupóst nokkurra þingmanna. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki glæpnum og hefur málið verið tilkynnt lögreglu.
01.09.2020 - 15:38
Ekki fleiri dauðsföll í Svíþjóð síðan 1869
Talsvert fleiri hafa látist í Svíþjóð á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma og í fyrra. Sænsk heilbrigðisyfirvöld gripu ekki til harðra viðbragða við kórónuveirufaraldrinum í vor. Ekki virðist hjarðónæmi það hafa náðst sem sóttvarnarlæknir bjóst við.
Viðtal
Fjöldi Íslendinga ferðast til Svíþjóðar
Miðað við hörmungarástandið sem ríkir í Svíþjóð kemur á óvart hversu margir Íslendingar ferðast þangað þessa dagana. Þetta sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is, sem er búsettur í Svíþjóð, í viðtali í Morgunvaktinni á RÁS 1 í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
31.07.2020 - 09:09
Skulda milljarða vegna aflýstra flugferða
Norrænu flugfélögin SAS og Norwegian skulda viðskiptavinum sínum milljarða vegna flugferða sem fljúga átti í apríl og maí, en sem var svo aflýst vegna kórónaveirufaraldursins.
12.06.2020 - 07:21
Rannsaka viðbrögð Norðurlanda við COVID-19
Norrænir fræðimenn á sviði félags-, stjórnmála og lýðheilsufræða undirbúa nú rannsókn á ólíkum viðbrögðum Norðurlandaþjóðanna við COVID-19 faraldrinum. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði segir að faraldurinn hafi afhjúpað veikleika og styrkleika hinna ýmsu kerfa.   
11.06.2020 - 13:08
Vill að Bjarni svari fyrir afstöðu ráðuneytisins
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, verður beðinn um að svara fyrir afstöðu ráðuneytisins fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Sérfræðingur ráðuneytisins lagðist gegn ráðningu Þorvaldar Gylfasonar í stöðu fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.
10.06.2020 - 09:35
Ráðuneytið studdist við gamlar upplýsingar af Wikipedia
Fjármálaráðuneytið studdist við úreltar upplýsingar af alfræðisíðunni Wikipedia þegar það mælti gegn því að Þorvaldur Gylfason prófessor yrði ráðinn til að ritstýra samnorrænu fræðiriti. Ráðuneytið baðst velvirðingar á því í dag að hafa farið með rangt mál. 
09.06.2020 - 21:54
Ræða samnorræna nálgun eftir faraldurinn
Viðskiptaráðherrar Norðurlandanna hafa rætt um að beita þver-norrænni nálgun til að finna leiðir til að efla viðskipti, ferðaþjónustu, þjónustugreinar, aðrar atvinnugreinar og nýsköpun í kjölfar COVID-19 faraldursins. Ætlunin er að stofna hóp leggur áherslu á að gera útlínur að nánara samstarfi, með aðstoð norrænu ráðherranefndarinnar, um það hvernig ríkin geti unnið saman að því að endurræsa hagkerfi sín eftir faraldurinn.
14.04.2020 - 09:09
Hamingjusamasta þjóðin er viðbúin því versta
Á sama tíma og aðrar þjóðir keppast við að útvega sífellt fleiri grímur, hanska og annan heilbrigðisbúnað í baráttunni við Covid19-farsóttina, eiga Finnar nóg af slíku. Stjórnvöld þar í landi hafa allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar gætt þess að ávallt séu til nægar birgðir af sjúkravörum.
13.04.2020 - 11:31
Farsóttin leikur efnahag Norðurlanda grátt
Kórónaveirufaraldurinn hefur leikið efnahag Norðurlanda grátt, atvinnuleysi í Noregi er meira en 15 prósent. Öll Norðurlöndin hafa gripið til efnahagsaðgerða sem eiga sér enga líka í sögunni.
09.04.2020 - 13:11
Segir að lokun Danmerkur vari ekki lengur en þarft er
Danir hafa í auknum mæli farið að velta því fyrir sér hversu lengi strangt samkomubann og lokun landamæra verður í gildi vegna COVID-19 faraldursins. Sumir eru farnir að búa sig undir að núverandi ástand ríki næstu mánuði, en Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, reiknar ekki með að ástandið vari svo lengi.
28.03.2020 - 22:10
Útvarpsfrétt
Viðbúnaður á sænskum sjúkrahúsum
Mikill viðbúnaður er á sænskum sjúkrahúsum þar sem búist er við að kórónasmituðum fjöldi mjög. 20 hafa látist af Covid-19 í Svíþjóð, þar hafa tæplega tvö þúsund verið greinir með kórónaveiruna og 200 liggja á sjúkrahúsum. Í Danmörku og Noregi hefur eftirlit samkomubanni verið hert. Tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið í Finnlandi í gær. 
22.03.2020 - 13:55
Skólastarfi aflýst í Danmörku og Noregi
Öllu skólastarfi hefur verið aflýst í Danmörku, opinberri þjónustu hefur verið lokað og samkomubanni komið á næsta hálfa mánuðinn vegna útbreiðslu COVID-19. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa síðastliðinn sólarhring gripið til víðtækari aðgerða.
12.03.2020 - 12:47
Danir banna komur flugvéla frá Íran og Norður-Ítalíu
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa ekki lendingar flugvéla sem koma frá Norður-Ítalíu, Íran, svæðum í nágrenni við skíðasvæðið Ischgl í Austurríki og frá ákveðnum svæðum í Kína og Suður-Kóreu næstu 14 daga. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar varúðarráðstafanir vegna útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar á fundi með blaðamönnum í dag.
10.03.2020 - 11:38
Gestir á skemmtistað í Kaupmannahöfn settir í sóttkví
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa beðið gesti sem sóttu skemmtistaðinn Søpavillonen í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 5. mars milli 23 og 02 að vera heima hjá sér í sóttkví. Einn þeirra sem var á staðnum hefur greinst með COVID-19. Hann er sjálfur kominn í einangrun og þeir sem standa honum næst eru í heimasóttkví.
09.03.2020 - 11:58
Skotar sækjast eftir auknum tengslum við Norðurlandaráð
Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, og Oddný G. Harðardóttir, varaforseti, fóru í dag í opinbera heimsókn í skoska þingið í Edinborg. Þetta er í fyrsta skipti sem forseti Norðurlandaráðs heimsækir Skotland formlega. Skoska þingið hefur að undanförnu sóst eftir auknum tengslum við Norðurlandaráð og segir Silja það tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
30.01.2020 - 18:14
Eyrarsundsbrúin máluð - verkið tekur 13 ár
Í dag hefst vinna við að mála Eyrarsundsbrúna sem liggur á milli Kaupmannahafnar og Malmö. Það er ekkert áhlaupaverk að mála þessa brú, hún er átta kílómetra löng og alls þarf að mála 300.000 fermetra. Það samsvarar 45 fótboltavöllum. 
17.01.2020 - 07:54
Norræn börn vilja að hlustað sé á þau
Norræna barnaþingið sem nú er haldið í Kaupmannahöfn hefur samið og sent frá sér ályktun sem í dag verður lögð fyrir ráðherra, umboðsmenn og fagfólk, en þingið er haldið í bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 
16.01.2020 - 15:30
Myndband
Takkasímarnir sækja í sig veðrið á ný
Aldurshópurinn 18 til 24 ára er sá hópur þar sem fæstir eiga snallsíma samkvæmt nýrri norrænni könnun. Ungt fólk í nágrannalöndum kýs í auknum mæli minna áreiti og salan á gamla góða takkasímanum hefur aukist.
15.12.2019 - 20:43
Spegillinn
Vilja auka samstarf á sviði samfélagsöryggis
Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt á Norðurlandaráðsþinginu  í Stokkhólmi í síðasta mánuði. Ísland sem tekur við formennsku í ráðinu á næsta ári og mun leggja áherslu á þennan málaflokk. Silja Dögg Gunnarsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs og Oddný Harðardóttir varaforseti.
15.11.2019 - 13:33