Færslur: Norðurlönd

Sjónvarpsfrétt
Mesta verðbólga á Norðurlöndunum í áraraðir
Verðbólgan í Danmörku og Svíþjóð er sú mesta í áratugi. Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að styrkja lífeyrisþega um 5 þúsund danskar krónur og stýrivextir í Svíþjóð eru fyrir ofan núllið í fyrsta sinn í sjö ár.
10.05.2022 - 22:23
Vöruðu Alþingi við afnámi leyfisveitinga og trygginga
Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandið vöruðu Alþingi við því að fella niður skilyrði um leyfisveitingu og starfsábyrgðartryggingu fyrir sölu notaðra bíla. Það gæti leitt af sér að sviksamlegt athæfi færðist í aukana.
Leggur til að hætt verði að breyta klukkunni í Færeyjum
Bárður á Steig Nielsen lögmaður Færeyja segir ekki útilokað að hætt verði að skipta yfir í vetrartíma á eyjunum. Öllum klukkum á meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum og í Færeyjum var flýtt um eina klukkustund síðustu nótt.
Hækkun fasteignaverðs mest hér meðal Norðurlandanna
Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi meðal Norðurlanda í heimsfaraldrinum þótt það risi talsvert um þau öll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
Spegillinn
Umdeildar sykurpabbasíður
Félagsþjónusta, lögregla og starfsmenn skóla í Svíþjóð vara við svokölluðum sykurpabba-vefsíðum, sem fjöldi ungmenna hefur skráð sig á undanfarin ár. Forsvarsmenn vefsíðnanna segjast tengja saman gjafmilt og veraldarvant fólk á miðjum aldri, og yngra fólk, fullt af æskufjöri. Gagnrýnendur segja hins vegar að fyrirkomulagið sé einfaldlega vændi í nýjum umbúðum. Og geti verið leið barna, allt niður í þrettán ára, inn í ljótan heim.
10.03.2022 - 09:12
Úkraínudeilan
Johnson hyggst ræða við leiðtoga heimsins um Úkraínu
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst ræða við leiðtoga heimsins í vikunni með það í huga að lægja öldurnar í Úkraínudeilunni. Hann segist einkum vilja ræða við forystumenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
Spegillinn
Vopnaskak á Gotlandi
Liðsflutningar til Gotlands, rússnesk herskip í Eystrasalti, tölvuárásir á sænsk fyrirtæki og stofnanir. Ógnin frá Rússlandi er mjög raunveruleg í sænskri fjölmiðlaumræðu, þótt engin viti hvort hún sé raunveruleg eða í hverju hún felst nákvæmlega.
19.01.2022 - 18:35
Mesta verðbólga í rúman áratug í Svíþjóð
Verðbólga í Svíþjóð mældist 3,1 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið svo mikil frá því í september 2008. Þetta segir í frétt sænska ríkisútvarpsins sem byggir á tölum SCB, sænsku hagstofunnar.
15.11.2021 - 17:22
Vilja að Finnar fái að sjá launaseðla samstarfsfólks
Ríkisstjórn Finnlands leggur til að Finnar fái rétt til þess að sjá launaseðla samstarfsfólks síns ef þá grunar að þeir sæti mismunun. Með frumvarpinu vill stjórn Sönnu Marin forsætisráðherra færast nær því að útrýma launamun kynjanna.
11.11.2021 - 13:33
Grænland: tvennt í gæsluvarðhaldi vegna líkfundarmáls
Tvennt situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við líkfundarmál i grænlenska bænum Ilulissat. Líkamsleifar karlmanns fundust við sorpbrennslu í bænum um síðustu helgi.
Heimsglugginn: Nóbelsverðlaun og ís og loft frá 1765
Þessa vikuna er verið að tilkynna um þá sem fá Nóbelsverðlaunin, þau vekja alltaf mikla athygli en við leiðum ekki alltaf hugann að uppruna þeirra eða hvenær þau öðluðust þann virðingarsess sem þau hafa.
Grænland: Vonast til að bera kennsl á hinn látna
Lögregla í grænlenska bænum Ilulissat vonast til unnt verði að bera kennsl á lík sem fannst í bænum með hjálp danskra réttarmeinafræðinga og tæknifólks frá ríkislögreglunni.
Fundu lík í sorpbrennslu í bænum Ilulissat á Grænlandi
Lögreglan á Grænlandi leitar nú vitna sem gætu hafa orðið einhvers vör í bænum Ilulissat þar sem hluti af mannslíki fannst í sorpbrennslu um helgina. Málið er rannsakað sem morð og hefur lögreglan óskað eftir aðstoð frá dönskum stjórnvöldum.
04.10.2021 - 09:54
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Líklegt að Löfven fái umboðið
Stefan Löfven ákvað í dag að láta af embætti forsætisráðherra Svíþjóðar í kjölfar vantrauststillögu. Hann hefur óskað eftir að fá umboð til að mynda nýja ríkisstjórn en dósent í stjórnmálafræði telur hann líklegastan formanna til að mynda meirihluta.
28.06.2021 - 19:39
Dönskukennsla verði endurskoðuð
Endurskoða þarf dönskukennslu í íslensku skólakerfi til að tryggja að hún geri Íslendingum kleift að taka þátt í norrænu samstarfi til fulls. Þetta segir í ályktun Ung norræn, ungmennadeildar Norræna félagsins.
Tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari eru tilnefnd af hálfu Íslands til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Færeyingar tilnefna söngkonuna Eivöru Pálsdóttur. 13 listamenn og hópar sem skapað hafa einstakar tónlistarupplifanir hljóta tilnefningar til verðlaunanna. Í hópnum eru meðal annars söngvarar, þjóðlagatónlistarkona, trompetleikari, píanóleikari, fjölhljóðfæraleikari og plötusnúðahópur
Kallar eftir aukinni samkeppni á lyfjamarkaði
Minni hömlur á netverslun með lyf og auknar heimildir til sölu lausasölulyfja utan apóteka eru líkleg til að auka samkeppni og lækka verð til neytenda. Þetta kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins sem sent hefur verið heilbrigðisráðherra.
02.06.2021 - 08:56
Gæti reynst erfiðara að komast inn á vinnumarkað
Niðurstaða samnorræns rannsóknarverkefnis um vinnumarkaðinn sýnir horfur um minni skort á vinnuafli hér en á Norðurlöndunum vegna þess að hér er meira flæði vinnuafls inn í landið. Það gæti verið erfiðara að komast inn á vinnumarkað eftir því sem kröfur um menntun aukast.
25.05.2021 - 08:23
Stjórnarkreppu afstýrt í Finnlandi
Stjórnarflokkarnir í Finnlandi hafa náð samkomulagi um fjárlagaramma eftir rúmlega viku samningaþóf. Yfirvofandi stjórnarkreppu hefur verið afstýrt. Sanna Marin forsætisráðherra Finna tilkynnti eftir fund leiðtoga stjórnarflokkanna í morgun að náðst hefði samkomulag og málamiðlun í erfiðustu málunum.
28.04.2021 - 13:10
Erfiður ágreiningur innan finnsku ríkisstjórnarinnar
Leiðtogar finnsku ríkisstjórnarflokkanna hafa nú setið að samningum um framhald stjórnarsamstarfsins í heila viku, árangurslaust. Samningaviðræður halda áfram í dag, áttunda daginn í röð, og finnskir stjórnmálaskýrendur eru sammála um að brugðið geti til beggja vona. Greint hefur verið frá því í finnskum fjölmiðlum að formaður Miðflokksins hafi hótað stjórnarslitum, en forsætisráðherrann kannast ekki við neinar slíkar hótanir.
28.04.2021 - 05:54
Íslenskar konur eignast færri börn og síðar á ævinni
Frjósemi á Íslandi dróst örlítið saman frá 2019-2020, úr 1,75 lifandi fæddum börnum á ævi hverrar konu niður í 1,72. Árið 2018 var frjósemin 1,7 barn og hafði aldrei verið minni. Íslenskar konur eignast börn síðar á ævinni en áður var.
09.04.2021 - 13:47
Gervigreind verði beitt við lækningu á mænuskaða
Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands leggur til að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði í gervigreindarstefnu Íslands. Fjórar umsagnir hafa borist inn á samráðsgátt stjórnvalda vegna spurninga nefndar um stefnuna. Umsagnarfrestur rennur út á morgun 15. mars.
Hertar sóttvarnarreglur á landamærum Danmerkur
Ný og strangari skilyrði fyrir komu til Danmerkur taka gildi á miðnætti, jafnt á flugvöllum, höfnum og landamærum. Frá og með þessum sunnudegi verða allir sem til Danmerkur koma að undirgangast hraðpróf fyrir COVID-19 áður en þeir fá að yfirgefa viðkomandi flugvöll, höfn eða landamærastöð og fara í 10 daga sóttkví í framhaldinu, óháð niðurstöðu hraðprófsins.
06.02.2021 - 23:12
Heimskviður
Mun fleiri smitaðir en staðfestar tölur segja
Í síðustu viku fór tala staðfestra kórónuveirusmita í heiminum yfir hundrað milljónir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðssérfræðingur, sem heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn, telur að raunveruleg tala smita sé á fimmta hundrað milljóna. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimskviðum um farsóttina, mismunandi leiðir þjóða til að verjast veirunni, sænsku aðferðina svonefndu og fleira um COVID-19.