Færslur: Norðurlönd

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Líklegt að Löfven fái umboðið
Stefan Löfven ákvað í dag að láta af embætti forsætisráðherra Svíþjóðar í kjölfar vantrauststillögu. Hann hefur óskað eftir að fá umboð til að mynda nýja ríkisstjórn en dósent í stjórnmálafræði telur hann líklegastan formanna til að mynda meirihluta.
28.06.2021 - 19:39
Dönskukennsla verði endurskoðuð
Endurskoða þarf dönskukennslu í íslensku skólakerfi til að tryggja að hún geri Íslendingum kleift að taka þátt í norrænu samstarfi til fulls. Þetta segir í ályktun Ung norræn, ungmennadeildar Norræna félagsins.
Tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari eru tilnefnd af hálfu Íslands til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Færeyingar tilnefna söngkonuna Eivöru Pálsdóttur. 13 listamenn og hópar sem skapað hafa einstakar tónlistarupplifanir hljóta tilnefningar til verðlaunanna. Í hópnum eru meðal annars söngvarar, þjóðlagatónlistarkona, trompetleikari, píanóleikari, fjölhljóðfæraleikari og plötusnúðahópur
Kallar eftir aukinni samkeppni á lyfjamarkaði
Minni hömlur á netverslun með lyf og auknar heimildir til sölu lausasölulyfja utan apóteka eru líkleg til að auka samkeppni og lækka verð til neytenda. Þetta kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins sem sent hefur verið heilbrigðisráðherra.
02.06.2021 - 08:56
Gæti reynst erfiðara að komast inn á vinnumarkað
Niðurstaða samnorræns rannsóknarverkefnis um vinnumarkaðinn sýnir horfur um minni skort á vinnuafli hér en á Norðurlöndunum vegna þess að hér er meira flæði vinnuafls inn í landið. Það gæti verið erfiðara að komast inn á vinnumarkað eftir því sem kröfur um menntun aukast.
25.05.2021 - 08:23
Stjórnarkreppu afstýrt í Finnlandi
Stjórnarflokkarnir í Finnlandi hafa náð samkomulagi um fjárlagaramma eftir rúmlega viku samningaþóf. Yfirvofandi stjórnarkreppu hefur verið afstýrt. Sanna Marin forsætisráðherra Finna tilkynnti eftir fund leiðtoga stjórnarflokkanna í morgun að náðst hefði samkomulag og málamiðlun í erfiðustu málunum.
28.04.2021 - 13:10
Erfiður ágreiningur innan finnsku ríkisstjórnarinnar
Leiðtogar finnsku ríkisstjórnarflokkanna hafa nú setið að samningum um framhald stjórnarsamstarfsins í heila viku, árangurslaust. Samningaviðræður halda áfram í dag, áttunda daginn í röð, og finnskir stjórnmálaskýrendur eru sammála um að brugðið geti til beggja vona. Greint hefur verið frá því í finnskum fjölmiðlum að formaður Miðflokksins hafi hótað stjórnarslitum, en forsætisráðherrann kannast ekki við neinar slíkar hótanir.
28.04.2021 - 05:54
Íslenskar konur eignast færri börn og síðar á ævinni
Frjósemi á Íslandi dróst örlítið saman frá 2019-2020, úr 1,75 lifandi fæddum börnum á ævi hverrar konu niður í 1,72. Árið 2018 var frjósemin 1,7 barn og hafði aldrei verið minni. Íslenskar konur eignast börn síðar á ævinni en áður var.
09.04.2021 - 13:47
Gervigreind verði beitt við lækningu á mænuskaða
Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands leggur til að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði í gervigreindarstefnu Íslands. Fjórar umsagnir hafa borist inn á samráðsgátt stjórnvalda vegna spurninga nefndar um stefnuna. Umsagnarfrestur rennur út á morgun 15. mars.
Hertar sóttvarnarreglur á landamærum Danmerkur
Ný og strangari skilyrði fyrir komu til Danmerkur taka gildi á miðnætti, jafnt á flugvöllum, höfnum og landamærum. Frá og með þessum sunnudegi verða allir sem til Danmerkur koma að undirgangast hraðpróf fyrir COVID-19 áður en þeir fá að yfirgefa viðkomandi flugvöll, höfn eða landamærastöð og fara í 10 daga sóttkví í framhaldinu, óháð niðurstöðu hraðprófsins.
06.02.2021 - 23:12
Heimskviður
Mun fleiri smitaðir en staðfestar tölur segja
Í síðustu viku fór tala staðfestra kórónuveirusmita í heiminum yfir hundrað milljónir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðssérfræðingur, sem heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn, telur að raunveruleg tala smita sé á fimmta hundrað milljóna. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimskviðum um farsóttina, mismunandi leiðir þjóða til að verjast veirunni, sænsku aðferðina svonefndu og fleira um COVID-19.
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Myndskeið
Stunda námið í Færeyjum, Danmörku, Grænland og hér
Danmörk, Færeyjar, Ísland og Grænland. Þannig hljómar kennsluskráin hjá fyrsta nemendahópnum í Norður-Atlantshafsbekknum. Í honum eru nemendur frá þessum fjórum löndum sem ferðast þeirra á milli og læra saman. „Þetta er gott framtak vegna þess að þetta er Norður-Atlantshafssamstarf og það er svo mikilvægt,“ segir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Versló.
Bólusetning gengur mishratt á Norðurlöndunum
Stjórnvöld margra ríkja eru gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Ýmislegt hefur orðið til að tefja bólusetningar þó að bóluefni sé til staðar. Þetta gildir til dæmis um Noreg, þar var í gær aðeins búið að bólusetja rúmlega 20 þúsund á sama tíma og Danir hafa bólusett um 130 þúsund manns, hlutfallslega fleiri en önnur Norðurlönd eða rúmlega tvö prósent landsmanna.
14.01.2021 - 12:06
Kynjajafnrétti og alþjóðasamskipti rædd á NB8 fundi
Kynjajafnrétti var í brennidepli á fjarfundi utanríkisráðherra NB8 ríkjanna á föstudaginn. NB8 er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja sem efnt var til árið 1992.
Hægri öfgamenn brugga finnsku stjórnmálafólki launráð
Finnsk lögregla komst í haust á snoðir um ráðabrugg hægri öfgamanna um alvarleg ofbeldisverk gegn háttsettu stjórnmála- og embættisfólki í landinu. Frá þessu var greint í finnskum fjölmiðlum í gær. Samkvæmt þeim hefur hópur hægri öfgamanna lagt á ráðin um „alvarleg brot gegn lífi og heilsu“ ótilgreinds fólks í framlínu finnskra stjórnmála og stjórnsýslu.
12.12.2020 - 04:32
Tryggja þarf Íslendingum dagsbirtu
Doktor Ásta Logadóttir verkfræðingur og lýsingarsérfræðingur hvetur til að skýrt verði kveðið á um rétt fólks til dagsbirtu og sólarljóss í byggingareglugerð og skipulagi.
02.12.2020 - 05:39
Hélt syni sínum innilokuðum við illan kost í 28 ár
Sjötug kona var í gær handtekin í Stokkhólmi eftir að upp komst að hún hefur haldið syni sínum innilokuðum við illan kost á heimili þeirra mæðgina í rúmlega 28 ár, eða frá því að hann var 12 ára gamall. Frænka konunnar, sem hafði lengi alið með sér grun um að ekki væri allt með felldu, braust inn í íbúð hennar að kvöldi sunnudags og fann þar frænda sinn fyrir, afar illa á sig kominn og hringdi eftir sjúkrabíl.
01.12.2020 - 03:30
31% umsækjenda hefur hlotið vernd undanfarin ár
Ísland er næst á eftir Svíþjóð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd á árunum 2015 til 2019, miðað við höfðatölu.
04.11.2020 - 07:24
Metfjöldi smita greindist í Danmörku í gær
1.191 COVID-19 smit var staðfest í Danmörku í gær, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum sólarhring. Í frétt Danmarks Radio segir að fleiri sólahringssmit hafi orðið í fyrstu bylgju farsóttarinnar í vor, en þau hafi einfaldlega ekki verið greind. Skimun var, enda hvergi nærri jafn víðtæk þá og hún er nú, en þessi tæpu 1.200 smit gærdagsins greindust í rúmlega 71 þúsund sýnum sem tekin voru.
31.10.2020 - 07:29
Maður skotinn til bana í Södertälje
Maður var skotinn til bana í bænum Södertälje, suður af Stokkhólmi, í nótt og annar maður særðist í skotárás í bænum fyrr um kvöldið. Lögregla var kölluð út um klukkan hálf þrjú í nótt að staðartíma þegar maður fannst liggjandi í blóði sinu, alvarlega særður. Var hann fluttur á sjúkrahús með hraði, þar sem hann lést af sárum sínum skömmu síðar.
17.10.2020 - 05:24
Lóga 1,5 milljónum minka á 80 minkabúum vegna COVID-19
Dönsk minkabú gætu orðið gróðrarstía veiruafbrigðis sem líklega mun draga úr virkni mögulegra bóluefna gegn COVID-19 og því þarf að aflífa um 1,5 milljónir danskra eldisminka. Þetta er niðurstaða rannsókna vísindamanna dönsku bóluefnastofnunarinnar, Statens Serum Institut, SSI, á smituðum eldisminkum á Norður-Jótlandi.
14.10.2020 - 04:40
Hundruð mótmæltu grænlensku landstjórninni
Hundruð mótmælenda gengu um götur Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, síðdegis á þriðjudag og kröfðust afsagnar grænlensku landstjórnarinnar og kosninga við fyrsta tækifæri. „Nóg er nóg!" hrópuðu mótmælendur, og „Við viljum kosningar!"
14.10.2020 - 02:40
Smitvarnir hertar í Ósló
Borgaryfirvöld í Ósló tilkynntu í dag um hertar aðgerðir í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Allir borgarhlutarnir eru orðnir rautt svæði vegna þess hve veiran hefur breiðst hratt út upp á síðkastið.
21.09.2020 - 14:19