Færslur: norðurland vestra

Ítreka að ferðast aðeins í brýnni nauðsyn
Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ítrekar að fólk takmarki ferðalög eins og kostur er. Að íbúar svæðisins fari ekki til höfuðborgarinnar né annara svæða þar sem þau geti verið útsett fyrir smiti. Þá eru höfuðborgarbúar beðnir að halda sig heima.
09.10.2020 - 15:54
Fjögur í einangrun á Akureyri
Fjögur eru í einangrun á Norðurlandi af þeim 72 sem skráðir eru í einangrun samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Skriður féllu víða um helgina 
Skriður féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í óveðrinu um helgina. Veðurstofan og Vegagerðin höfðu varað við hættu á skriðum og grjóthruni á vegum og ráðið vegfarendum frá því að ferðast um tiltekna fjallvegi. 
20.07.2020 - 15:23
13,6 metra langan búrhval rak á land í Kálfshamarsvík
Búrhvalur, sem hafði rekið á land, fannst á fimmtudag í Kálfshamarsvík á Skaga á Norðurlandi vestra. Þetta er annar búrhvalurinn sem fannst í þessum landshluta á árinu og segir Bjarni Jónsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvesturlands, að það sé athyglisvert að tvö stórhveli reki þar á land á stuttum tíma og að það þurfi að rannsaka.
11.05.2020 - 17:59
Fréttaskýring
Fara í hvert útkall með Covid-19 sér við hlið
Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fimmtung starfsmanna í sóttkví. Það gengur á ýmsu, fólk sem á að vera í sóttkví gengur berserksgang í miðbænum og of mörg börn safnast saman á fótboltavöllum. Faraldurinn kann að hafa haft áhrif á glæpalandslagið en það er erfitt að átta sig á þeim áhrifum í miðju kófi. 
Þrír fluttir á Landspítala eftir harðan árekstur
Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á þjóðvegi 1 við Stóru Giljá í A-Húnavatnssýslu á þriðja tímanum í dag. Fjórir voru í öðrum bílnum og tveir í hinum. Fólkið var allt flutt á Sjúkrahúsið á Blönduósi til aðhlynningar. Lögreglan óskaði eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni og er hefur þyrlu hennar verið lent á flugvellinum á Blönduósi og er gert ráð fyrir að þrír verði fluttir með henni á Landspítalann, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
17.02.2020 - 16:10
Viðtal
Allar rúður á austurhlið bæjar í Vatnsdal sprungu
Töluvert tjón hefur orðið á tveimur bæjum í Húnavatnssýslum, öðrum í Vatnsdal og hinum í Víðidal, í fárviðrinu sem nú gengur yfir landið. Á Norðurlandi hefur bætt töluvert í vindinn á síðustu klukkustund.
14.02.2020 - 12:44
Óvissustig á Holtavörðuheiði frá klukkan 15 í dag
Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á Holtavörðuheiði frá klukkan 15:00 í dag vegnar slæmrar veðurspár og er búist við loka þurfi veginum. Nú er hált á Holtavörðuheiði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir nær allt landið í dag og þar til á morgun.
13.01.2020 - 11:11
Lögregla biður fólk að halda kyrru fyrir á N-vestra
Lögreglan á Norðurlandi vestra biðlar til fólks að halda kyrru fyrir á morgun vegna veðurs. Búast má við víðtækum vegalokunum í umdæminu strax í fyrramálið. Allt skólahald fellur niður á morgun og á miðvikudag.
09.12.2019 - 22:08