Færslur: norðurland vestra

13,6 metra langan búrhval rak á land í Kálfshamarsvík
Búrhvalur, sem hafði rekið á land, fannst á fimmtudag í Kálfshamarsvík á Skaga á Norðurlandi vestra. Þetta er annar búrhvalurinn sem fannst í þessum landshluta á árinu og segir Bjarni Jónsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvesturlands, að það sé athyglisvert að tvö stórhveli reki þar á land á stuttum tíma og að það þurfi að rannsaka.
11.05.2020 - 17:59
Fréttaskýring
Fara í hvert útkall með Covid-19 sér við hlið
Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fimmtung starfsmanna í sóttkví. Það gengur á ýmsu, fólk sem á að vera í sóttkví gengur berserksgang í miðbænum og of mörg börn safnast saman á fótboltavöllum. Faraldurinn kann að hafa haft áhrif á glæpalandslagið en það er erfitt að átta sig á þeim áhrifum í miðju kófi. 
Þrír fluttir á Landspítala eftir harðan árekstur
Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á þjóðvegi 1 við Stóru Giljá í A-Húnavatnssýslu á þriðja tímanum í dag. Fjórir voru í öðrum bílnum og tveir í hinum. Fólkið var allt flutt á Sjúkrahúsið á Blönduósi til aðhlynningar. Lögreglan óskaði eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni og er hefur þyrlu hennar verið lent á flugvellinum á Blönduósi og er gert ráð fyrir að þrír verði fluttir með henni á Landspítalann, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
17.02.2020 - 16:10
Viðtal
Allar rúður á austurhlið bæjar í Vatnsdal sprungu
Töluvert tjón hefur orðið á tveimur bæjum í Húnavatnssýslum, öðrum í Vatnsdal og hinum í Víðidal, í fárviðrinu sem nú gengur yfir landið. Á Norðurlandi hefur bætt töluvert í vindinn á síðustu klukkustund.
14.02.2020 - 12:44
Óvissustig á Holtavörðuheiði frá klukkan 15 í dag
Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á Holtavörðuheiði frá klukkan 15:00 í dag vegnar slæmrar veðurspár og er búist við loka þurfi veginum. Nú er hált á Holtavörðuheiði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir nær allt landið í dag og þar til á morgun.
13.01.2020 - 11:11
Lögregla biður fólk að halda kyrru fyrir á N-vestra
Lögreglan á Norðurlandi vestra biðlar til fólks að halda kyrru fyrir á morgun vegna veðurs. Búast má við víðtækum vegalokunum í umdæminu strax í fyrramálið. Allt skólahald fellur niður á morgun og á miðvikudag.
09.12.2019 - 22:08