Færslur: Norðurland eystra

Fjórhjólaslys á hálendinu
Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna fjórhjólaslyss í grennd við Svartárvatn suðvestur af Mývatni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð slysið um það bil 50 kílómetra frá þjóðveginum. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn nálgast nú hinn slasaða sem hefur tekist að koma sér nær þjóðveginum.
03.09.2020 - 10:47
Skemmtanahald helgarinnar í heimahúsum og görðum
Verslunarmannahelgin fór víðast vel fram að sögn lögreglu. Þó nokkuð var um að fólk væri á ferðinni þó hefðbundnum hátíðarhöldum hafi verið aflýst.
Fjögur í einangrun á Akureyri
Fjögur eru í einangrun á Norðurlandi af þeim 72 sem skráðir eru í einangrun samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Fréttaskýring
Fara í hvert útkall með Covid-19 sér við hlið
Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fimmtung starfsmanna í sóttkví. Það gengur á ýmsu, fólk sem á að vera í sóttkví gengur berserksgang í miðbænum og of mörg börn safnast saman á fótboltavöllum. Faraldurinn kann að hafa haft áhrif á glæpalandslagið en það er erfitt að átta sig á þeim áhrifum í miðju kófi. 
Lögreglan stígur grænt skref
Allar lögreglustöðvar á Norðurlandi eystra hafa fengið viðurkenningu fyrir að hafa tekið fyrsta Græna skrefið í opinberum rekstri. Lögreglustjóri er ánægð með skrefið og þegar farin að huga að því næsta.
23.01.2020 - 14:26
Viðtöl
Víkurskarðið kvatt: „Ég borga bara og brosi“
Sérfræðingur í samfélagslegum áhrifum samgangna telur að Vaðlaheiðargöngin komi til með að efla Norðurland eystra og leiða til aukinnar samvinnu milli sveitarfélaga, jafnvel sameiningar. Íbúi í Mývatnssveit segist orðlaus yfir ágæti ganganna og skólastjóri á Laugum vonar að þau verði til þess að nemendum við skólann fjölgi. 
04.01.2019 - 09:51