Færslur: Norðurland eystra

Fordæma rannsókn á hendur fjölmiðlafólki
Stjórn Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá fordæmir lögreglurannsókn gegn fjórum blaðamönnum. Sömuleiðis styður stjórnin fjöldafundi vegna málsins sem haldnir verða samtímis í Reykjavík og á Akureyri næstkomandi laugardag.
Tekur ríkissjóður við rekstri Vaðlaheiðarganga?
Stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga segir að unnið sé að endurfjármögnun ganganna enda ljóst að reksturinn stendur ekki undir þeim áætlunum sem lánveiting byggði á.
Snjóflóð í Köldukinn
Snjóflóð féll ofan Hrafnsstaða í Köldukinn. Þetta voru litlir flekar ofan Hrafnsstaða sem féllu úr brattri brún í um 240 metra hæð, samkvæmt snjóflóðatilkynningaskrá Veðurstofu Íslands.
10.10.2021 - 12:37
Sjónvarpsfrétt
Mikið uppbyggingarstarf framundan í Köldukinn
Mikil uppgræðsla bíður ábúenda á Björgum í Köldukinn eftir skriðuföllin þar fyrr í vikunni. Bændur segja þó gott að komast aftur heim. Verktakar voru í allan dag að hreinsa aur af vegum í Útkinn og gera við ljósleiðara sem fór í sundur.
Skólahald fellt niður á Húsavík vegna smita
Skólahald í Borgarhólsskóla, grunnskólanum á Húsavík, fellur niður á morgun vegna fjölda COVID-19 smita í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Smitin eru bæði meðal starfsfólks og nemenda, en smitrakning stendur nú yfir og verður staðan endurmetin á þriðjudag. Starfsfólk mætir því ekki til vinnu á morgun.
Sjötti bærinn rýmdur vegna skriðuhættu
Sjötti bærinn, Nípá í Útkinn, hefur verið rýmdur í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu og aurskriða. Þetta tilkynnti lögreglan á Norðurlandi eystra síðdegis, en staðan verðu endurmetin á hádegi á morgun. Enn er í gildi óvissustig fyrir Tröllaskaga og mikið vatn er í fjallshlíðum.
03.10.2021 - 17:08
Myndskeið
Greinileg sár í hlíðum eftir aurskriður næturinnar
Aðgerðastjórn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra situr á fundi og fer yfir gögn frá Landhelgisgæslunni, sem flaug yfir skriðusvæðið í Suður-Þingeyjarsýslu í dag.
03.10.2021 - 15:58
Erfitt að manna vaktir á SAk vegna kórónuveirusmita
Rúmlega átta hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri og tæplega sextíu í einangrun með covid. Kalla hefur þurft út auka mannskap til að manna vaktir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess hve margir starfsmenn eru í sóttkví eða einangrun.
Rýming í Útkinn: „Aldrei vitað aðra eins rigningu“
Hættustigi var lýst yfir í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum á öðrum tímanum í nótt vegna úrkomu og skriðuhættu. Nokkrir bæir í Útkinn voru rýmdir, Björg, Ófeigsstaðir, Rangá, Engihlíð og Þóroddsstaðir. Hátt í þrjátíu manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Nokkrar aurskriður féllu í nótt og sums staðar er hátt í einn og hálfur metri af aur á vegum.
03.10.2021 - 08:10
Óvissustig nyrðra endurmetið með morgninum
Óvissustigi var lýst yfir á Tröllaskaga í nótt vegna mikillar úrkomu á Norðurlandi eystra. Einnig var lýst yfir hættustigi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum vegna úrkomu og skriðuhættu og ákveðið að rýma nokkra bæi í Útkinn. Staðan verður endurmetin með morgninum þegar birta tekur að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands..
COVID-19 smit í Borgarhólsskóla
Smit hefur greinst meðal nemenda í Borghólsskóla, grunnskólans á Húsavík. Nemendur og starfsfólk sem urðu útsett fyrir smiti hafa verið send í sóttkví, samkvæmt fyrirmælum smitrakningarteymis almannavarna.
Vonast til að náðst hafi utan um hópsýkingu á Akureyri
26 ný COVID-smit greindust á Norðurlandi eystra í gær, 25 þeirra á Akureyri þar sem hundruð grunnskólabarna eru í sóttkví. Fimmtíu og fjórir eru í einangrun á Norðurlandi eystra. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjori á Akureyri, telur að tekist hafi að ná utan um hópsýkinguna.
Utankjörfundaratkvæði aldrei verið fleiri
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra telur að um fimmtungur kosningabærra manna skili utankjörfundaratkvæði í umdæminu. Hann segir faraldurinn aðalástæðu þessarar miklu ásóknar í að greiða utankjörfundar. 
Varað við frekari vatnavöxtum í dag
Viðvaranir lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru enn í gildi. Björgunarsveitarmenn, Vegagerðin og lögreglan fylgjast stöðugt með ám á svæðinu og endurmeta stöðuna í dag. Veðurstofan varar við áframhaldandi leysingum næstu daga. 
01.07.2021 - 09:13
Vara við því að vera á ferð um þjóðvegi að óþörfu
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað íbúa við því að vera á ferðinni á þjóðvegum að óþörfu. Möguleiki sé á frekari vatnavöxtum í ám fram á nótt.
30.06.2021 - 22:07
Fimm ára fangelsi fyrir grófa nauðgun
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann til fimm ára fangelsisvistar auk greiðslu fjögurra milljóna króna í skaðabætur til brotaþola fyrir sérlega grófa nauðgun á heimili mannsins á Akureyri í september 2020.
Öflug sýnataka á Norðurlandi eystra
Eitt smit greindist á Norðurlandi eystra í gær, grunur leikur á um annað og beðið staðfestingar úr sýnatöku. Báðir aðilar voru í sóttkví. 102 eru nú í einangrun á svæðinu og 164 í sóttkví. Tveir eru inniliggjandi með COVID-19 á Sjúkrahúsinu á Akureyri, einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Fjórir eru í einangrun á farsóttahúsi.
11.11.2020 - 14:07
Getum glaðst en ekki slakað, segir Þórólfur
Sóttvarnalæknir er ánægður með hvað almenningur tekur vel við sér og fer eftir tilmælum. Af 25 smitum í gær voru aðeins fimm utan sóttkvíar. Hæst hlutfall smita er á Norðurlandi eystra. Hann segir að þótt hægt sé að gleðjast yfir fækkun smita undanfarið þýði það ekki að hægt sé að hætta takmörkunum. Hann vonar að þó verði hægt að slaka að einhverju leyti á í náinni framtíð. 
Rýmingu bæjanna undir Hleiðargarðsfjalli aflétt
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við þann síðarnefnda.
Enn skriðuhætta í Hleiðargarðsfjalli
Enn er skriðuhætta í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að stærra svæði hafi losnað í kringum skriðusárið þar sem skriðan féll á þriðjudag.
10.10.2020 - 21:03
Myndskeið
Stór aurskriða féll í Eyjafirði
Stór aurskriða fell í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í morgun. Búseta er á jörðinni en enginn var í húsinu þegar skriðan féll. Hún staðnæmdist um 100 metra frá húsinu.
Fjórhjólaslys á hálendinu
Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna fjórhjólaslyss í grennd við Svartárvatn suðvestur af Mývatni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð slysið um það bil 50 kílómetra frá þjóðveginum. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn nálgast nú hinn slasaða sem hefur tekist að koma sér nær þjóðveginum.
03.09.2020 - 10:47
Skemmtanahald helgarinnar í heimahúsum og görðum
Verslunarmannahelgin fór víðast vel fram að sögn lögreglu. Þó nokkuð var um að fólk væri á ferðinni þó hefðbundnum hátíðarhöldum hafi verið aflýst.
Fjögur í einangrun á Akureyri
Fjögur eru í einangrun á Norðurlandi af þeim 72 sem skráðir eru í einangrun samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Fréttaskýring
Fara í hvert útkall með Covid-19 sér við hlið
Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fimmtung starfsmanna í sóttkví. Það gengur á ýmsu, fólk sem á að vera í sóttkví gengur berserksgang í miðbænum og of mörg börn safnast saman á fótboltavöllum. Faraldurinn kann að hafa haft áhrif á glæpalandslagið en það er erfitt að átta sig á þeim áhrifum í miðju kófi.