Færslur: norðurland

Gul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra fram eftir degi
Lægðin sem olli talsverðri úrkomu á norðvestanverðu landinu í gær er nú skammt norðaustur af landinu. Á meðan það lægir smám saman á vesturlandi í dag hvessir á austanverðu landinu og gengur þar í allhvassa eða hvassa vestanátt. Á Norðurlandi vestra er gul veðurviðvörun til klukkan þrjú í dag. Gul viðvörun verður fram eftir morgni á Vestfjörðum.
Sjónvarpsfrétt
„Bara eins og maður væri úti á sjó“
Hástreymi og mikið hvassviðri að norðan lögðust á eitt og sköpuðu hamfaraástand á Oddeyrinni um hádegisbilið í gær. Ein flottasta hjólabrettaaðstaða landsins fór afar illa í gær.
26.09.2022 - 20:28
Viðtal
Ekki vitað hvað olli rafmagnsleysi á nær hálfu landinu
Næstum helmingur landsins var án rafmagns í um tvær klukkustundir. Sums staðar varði rafmagnsleysið í þrjá tíma. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir sjaldgæft að straumur fari af svo stóru svæði. Tjón varð bæði hjá Alcoa og PCC. Ekki er vitað hvað varð til þess að rafmagnið fór af.
25.09.2022 - 18:52
Sigríður Ingvarsdóttir nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar
Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri í Fjallabyggð. Hún tekur við starfinu í haust og er ráðin til ársins 2026. Alls sóttu 22 um starf bæjarstjóra í Fjallabyggð en 8 drógu umsóknir sínar til baka.
Sjónvarpsfrétt
Balkönsk hálssöngtækni og íslenskur rímnakveðskapur
Þjóðlagahátíðin er haldin í tuttugasta og annað sinn á Siglufirði um helgina þar sem íslenskum og erlendum þjóðlögum er gert hátt undir höfði.
09.07.2022 - 10:00
Örþrifaráð að kalla fólk í vinnu úr sumarfríi
Mikið álag er á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fólk hefur verið kallað til vinnu úr sumarfríi. Forstjóri sjúkrahússins segir að það sé örþrifaráð. Hún býst við að sumarið verði áfram erfitt.
Andaþing heillaði ekki örnefnanefnd
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar kjósa í apríl um heiti á nýju sameinuðu sveitarfélagi. Átta tillögur bárust örnafnanefnd og nefndin valdi fjögur heiti sem nú verður kosið um.
25.03.2022 - 03:22
Einn fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur
Einn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri fyrr í dag eftir tveggja bíla árekstur á Ólafsfjarðarvegi.
19.02.2022 - 13:16
Viðtal
Allt á kafi á Akureyri — „Leiður á þessum mokstri“ 
Rúmlega þrjátíu snjómoksturstæki hafa vart haft undan við að moka götur og göngustíga á Akureyri í allan dag. Mokstur hófst klukkan fjögur í nótt og stendur fram eftir degi. Maður sem unnið hefur við mokstur í bænum í tæp 40 ár segist orðinn leiður á að moka snjó.
29.12.2021 - 15:53
Miklar skemmdir eftir húsbruna á Grenivík
Slökkvilið Grýtubakkahrepps var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknað hafði í einbýlishúsi á Grenivík. Húsið er að sögn Þorkels Pálssonar Slökkviliðsstjóra mikið skemmt, en var sem betur fer mannlaust.
Engin sjáanleg merki um yfirvofandi eldgos við Öskju
Sérfræðingur Veðurstofunnar, sem er að störfum við Öskju, segir engin sjáanleg merki um yfirvofandi gos. Land hefur risið um fjórtán sentimetra við Öskju frá því í ágúst.
12.10.2021 - 12:28
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn
Klukkan átta í kvöld var tekin sú ákvörðun að rýma sex bæi til viðbótar í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld og að íbúar hafi þegar yfirgefið bæina sem eru sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir.
Erfitt að manna vaktir á SAk vegna kórónuveirusmita
Rúmlega átta hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri og tæplega sextíu í einangrun með covid. Kalla hefur þurft út auka mannskap til að manna vaktir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess hve margir starfsmenn eru í sóttkví eða einangrun.
COVID-19 smit í Borgarhólsskóla
Smit hefur greinst meðal nemenda í Borghólsskóla, grunnskólans á Húsavík. Nemendur og starfsfólk sem urðu útsett fyrir smiti hafa verið send í sóttkví, samkvæmt fyrirmælum smitrakningarteymis almannavarna.
Silfrastaðakirkja flutt á brott til viðgerðar
Silfrastaðakirkja í Skagafirði hefur verið flutt inn á Sauðárkrók til viðgerðar. Kirkjan var reist árið 1896 og er friðuð, en hún var farin að láta verulega á sjá. Kirkjan var orðin sigin, illa farin af fúa og var kirkjuturninn sagður alveg ónýtur. Söfnuðurinn hefur fengið háan styrk frá Húsfriðunarsjóði fyrir verkinu, fimm milljónir króna, en það dugar þó aðeins fyrir um einum tíunda af viðgerðarkostnaði.
Aurskriður falla í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu
Það hefur verið töluverð úrkoma á norðanverðu landinu í dag. Vegurinn um Útkinn í Þingeyjarsýslum er lokaður vegna aurskriðu við bæinn Björg. Stór aurskriða féll við bæinn síðdegis sem skemmdi ljósleiðara og bóndi á svæðinu er búinn að koma búfénaði í skjól. Von er á áframhaldandi úrkomu á svæðinu í kvöld.
02.10.2021 - 17:50
COVID-19 smit á hjúkrunarheimili á Akureyri
Íbúar á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eru komnir ýmist í sóttkví eða smitgát, vegna starfsmanns á heimilinu sem greindist smitaður af COVID-19 í gær. Að auki þurfa nokkrir starfsmenn að fara í sóttkví vegna smitsins. Um er að ræða heimilin Víði- og Furuhlíð. Lokað verður fyrir allar heimsóknir á þau heimili til og með 4. október, en þá er gert ráð fyrir niðurstöðum úr sýnatök um þeirra sem urðu útsettir fyrir smiti.
02.10.2021 - 13:46
Grímseyingar þiggja ekki kirkju úr höndum slökkviliðs
Grímseyingar þiggja ekki kirkju sem starfsmannafélag slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli bauð þeim að gjöf. Söfnun stendur yfir fyrir smíði nýrrar kirkju eftir að Miðgarðakirkja brann til grunna.
Kirkjan í Grímsey var tryggð fyrir tæpar 30 milljónir
Tæplega fjórar milljónir hafa safnast inn á reikning sóknarnefndar Grímseyjarkirkju eftir að söfnun var sett á laggirnar í síðustu viku. Kirkjan sem brann til kaldra kola í síðustu viku var tryggð fyrir tæplega 30 milljónir króna.
28.09.2021 - 14:18
Vetrarveður á Akureyri — Strætó hættur að ganga
Strætisvagnar Akureyrar hafa gert hlé á akstri í dag á meðan verið er að hreinsa götur bæjarins. Töluvert hefur snjóað í bænum í morgun.
28.09.2021 - 10:01
Mamma kallaði mig litla forsætisráðherrann
„Ég kom hérna inn í kringluna og fékk að ganga inn í þingsalinn. Ég bara hálf kiknaði í hnjánum yfir þessu sögulega húsi", segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir 28 ára lögfræðingur sem kjörin var á þing á laugardag.
Einstök altaristafla glataðist í brunanum
Einstök altaristafla sem Arngrímur Gíslason málaði árið 1879 var meðal gripa sem glötuðust þegar Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna í nótt. Sædís Gunnarsdóttir, minjavörður Norðurlands eystra, segir kirkjuna eiga sér mikla sögu og að mikill missir sé af munum sem voru í henni.
22.09.2021 - 11:35
Grímseyingar í áfalli eftir nóttina
„Þetta var náttúrulega bara alveg skelfilegt. Fólkið þarna heima á miklar minningar úr þessu húsi eins og gefur að skilja, bæði gleði og sorg,“ segir Alfreð Garðarson, sem situr í sóknarnefnd Miðgarðakirkju í Grímsey sem brann til grunna í nótt.
22.09.2021 - 07:51
Útvarpsfrétt
Óvenjumargt fé eftir fyrstu göngur
Bændur í Öxarfirði draga í dag fé sitt í dilka í Sandfellshagarétt og þar hefur mikið gengið á í dag. Stefán Leifur Rögnvaldsson, réttarstjóri, segir að þessi tími árs sé á sinn hátt skemmtilegur, í það minnsta sé gott veður í ár. Ekki sé gaman að fást við réttarstörfin í norðanrigningu eða slyddu. „Það er svona heldur ógeðslegt en þetta var fínt í morgun,“ sagði hann í viðtali við Önnu Þorbjörgu Jónasdóttur, fréttamann, í hádegisfréttum.
08.09.2021 - 13:51
Hitamet slegin víða um land í ágúst
Hitamet voru slegin víða um land í ágúst, sérstaklega á austan- og norðaustanverðu landinu. Hiti fór í 29,4°C á Hallormsstað sem er mesti hiti sem mælst hefur hérlendis í ágúst. Mánuðurinn var einnig sá hlýjasti síðan mælingar hófust á Akureyri, Hveravöllum, Bolungarvík, Grímsey og Stykkishólmi. Hann var sá næsthlýjasti á Egilsstöðum og Teigarhorni.
03.09.2021 - 16:38