Færslur: norðurland

Óttast að losni um krapann á yfirborði árinnar
Vatnshæðamælar við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum sýna að vatnshæð hefur lækkað frá því síðdegis í gær. Sú lækkun getur verið vísbending um að áin sé að bræða krapann ofan af sér og losa þannig hægt og rólega um krapann á yfirborðinu. Óvissustig er enn í gildi, vegurinn lokaður og svæðið vaktað. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
02.02.2021 - 16:23
Myndskeið
„Alltaf gott að komast heim“
Rýmingu húsa á Flateyri og Siglufirði var aflétt í dag. Enn er þó hættustig vegna snjóflóðahættu á Ísafirði. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu fyrir norðan í gær vegna veðurs.
24.01.2021 - 19:45
Búast við að rýmingu verði aflétt í dag
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt, en búist er við að rýmingu vegna snjóflóðahættu verði aflétt á Flateyri síðar í dag. Talið er að minnsta kosti þrjú hross hafi drepist þegar snjóflóð féll í Skagafirði í gær.
24.01.2021 - 12:35
Myndskeið
„Menn brenndir eftir síðasta ár“
Vonskuveður hefur verið á norðan- og vestanverðu landinu síðustu sólarhringa og fjallvegir flestir ófærir. Rýming vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufirði og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Björgunarsveitir þurftu í gærkvöld að aðstoða á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð lokuðu Öxnadalsheiði.
23.01.2021 - 20:17
„Allt í einu stend ég í snjó upp að hnjám“
Björgunarsveitir aðstoðuðu á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í gærkvöld. Ákveðið hefur verið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu.
23.01.2021 - 12:41
Of vindasamt fyrir eldflaugaskot
Eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var ekki skotið frá Langanesi í morgun eins og ráðgert hafði verið vegna veðurs. Til stendur að reyna aftur á morgun, leyfi Skyrora til að skjóta flauginni tók gildi á miðvikudaginn og gildir það í nokkra daga.
Gamall draumur rætist um kvennaathvarf á Akureyri
Nýtt kvennaathvarf verður opnað á Akureyri þann 28. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð sendu frá sér í dag. Athvarfið er ætlað konum og börnum sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis.
Konan fundin heil á húfi
Kona sem lögregla og björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að í nótt og í morgun fannst heil á húfi á tólfta tímanum í dag.
22.07.2020 - 12:31
Sumarlandinn
Sveifla sverðum eftir leiðbeiningum úr gömlum handritum
Á Hamarkotstúni á Akureyri hittist brynjuklæddi bardagahópurinn HEMA Club reglulega og bregða sverði að miðaldasið. HEMA er alþjóðlegt heiti yfir klúbba af þessu tagi og stendur fyrir „European historical martial arts“ sem hópurinn kallar einfaldlega sögulegar skylmingar á íslensku.
22.07.2020 - 10:50
Íslendingar gera vel við sig en bjarga ekki öllu
Ferðalangar geta ekki gengið að því vísu að fá inni á hóteli því sums staðar er fullbókað fram í ágúst. Eigendur gisti- og afþreyingarþjónustu fagna því að Íslendingar skuli ferðast en ferðagleði landans bjargar ekki öllu. Samtök ferðaþjónustunnar tala um svikalogn.
08.07.2020 - 19:48
Vill ræða við ríkið um meiri uppbyggingu á Bakka
Öllum starfsmönnunum 80 sem sagt hefur verið upp störfum hjá Kísilveri PCC á Bakka býðst tímabundin vinna í sláturvertíðinni í haust. Þekkinganet Þingeyinga hyggst greiða götu þeirra sem vilja fara í nám. Sveitarstjóri Norðurþings hefur óskað eftir viðræðum við stjórnvöld um frekari uppbyggingu á Bakka.
07.07.2020 - 18:50
Jarðskjálftinn reyndist 5,8
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 19:07 í kvöld reyndist 5,8 að stærð. Hann varð á öðrum stað en skjálftarnir hingað til. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir hann hafa verið talsvert kraftmeiri en skjálftana í gær. Þrjátíuföld orkulosun verður við hvert heilt stig í mælingum.
21.06.2020 - 23:04
Annar jarðskjálfti mældist 4,0
Jarðskjálfti sem varð klukkan kl. 12.51 mældist 4,0 um 20 km norðaustur af Siglufirði. Rétt fyrir hádegi var annar eftirskjálfti af stærð 4,0 á sömu slóðum. Tilkynningar hafa borist um að báðir skjálftarnir hafi fundist á Siglufirði og til Akureyrar.
21.06.2020 - 13:19
42 smitaðir á Norðurlandi eystra
42 eru smitaðir af COVID-19 á Norðurlandi eystra, langflestir á Akureyri. Einn er smitaður á Siglufirði, fimm í Skútustaðahreppi og þrír í Norðurþingi.
06.04.2020 - 16:18
 · Innlent · norðurland · COVID-19
12 hafa náð bata í Húnaþingi vestra
12 hafa náð sér af COVID-19 í Húnaþingi vestra samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. Þar eru 20 veikir og í einangrun. 26 eru í sóttkví en 282 hafa lokið henni. 
06.04.2020 - 15:18
Landinn
Kortleggja einstaka eyðibyggð
„Þetta er einstakt menningarlandslag sem er alveg varðveitt. Hér hafa engar vélar komið og hér varð engin landbúnarbylting. Hér höfum við því eins og insiglað í tíma ákveðið menningarlandslag sem við sjáum næstum því hvergi annarsstaðar,“ segir Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands sem vann ásamt fleirum við að kortleggja og skrá fornminjar í Fjörðum síðastliðið sumar.
27.03.2020 - 14:49
Landinn
Brúðuleikhús sem er bannað börnum
„Brúður geta oft túlkað hugmyndir, hugsanir og tilfinningar sem leikarar geta ekki. Með þeim er heimurinn eiginlega takmarkalaus,“ segir Greata Clough, brúðulistakona og eigandi Handbendis brúðuleikhúss á Hvammstanga. Um síðustu helgi frumsýndi Greta nýjasta verkið sitt, Sæhjarta í Tjarnarbíói. Greta er vön að vinna sýningar fyrir börn en þessi sýning er öðruvísi og meira að segja bönnuð börnum yngri en 16 ára.
23.02.2020 - 09:00
Spegillinn
Svarfaðardalur: „Það þarf að spyrja ýmissa spurninga“
Varaaflsstöðvar eru komnar á flest ef ekki öll kúabú í Svarfaðardal en enn sér ekki fyrir endann á rafmagnsleysinu. Bændur muna ekki eftir öðru eins veðri. Margir bæir hafa misst allt samband við umheiminn. Björgunarsveitir hafa unnið að því að flytja varaaflsstöðvar á kúabú og bændur hafa hjálpast að við að mjólka. Á sumum bæjum er hitað með rafmagni og því orðið kalt í húsum. 
12.12.2019 - 19:33
Mörg verkefni hjá björgunarsveitinni á Dalvík
Enn er rafmagnslaust á Dalvík og nágrenni og mörg hús án hita. Björgunarsveitamaður á Dalvík segir verkefni dagsins hafa verið mjög mörg og ólík.
Fjölbreytni í geðheilbrigðisþjónustu nauðsynleg
Geðverndarmiðstöðin Grófin á Akureyri fær 12 milljónir króna frá ríkinu á næsta ári. Gleðitíðindi segir forstöðumaður, enda þurfi meira til að ná geðheilsu heldur en geðlækna og lyf.
Um 30 hnúfubakar í Skjálfandaflóa
Óvenjumargir hvalir eru í Skjálfandaflóa núna en um 30 hnúfubakar hafa sést í ferðum síðustu daga. Tíðin er búin að vera góð í nóvember og hægt var að sigla í blíðskaparverði alla daga mánaðarins.
25.11.2019 - 15:58
Sigrast á hindrunum í sameiningu
„Þetta er besta líkamsrækt sem ég hef komist í, svo er hún svo góð fyrir andlegu heilsuna líka. Það er líka þessi útrás sem maður fær kannski við það að stökkva eða fara yfir stein," segir Elín Auður Ólafsdóttir félagi í kvennafjallahjólahópnum KvEnduro á Akureyri.
08.10.2019 - 09:32
200 skjálftar við Herðubreið
Samtals um 200 jarðskjálftar hafa verið við Herðubreið í gær og í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir hafa verið fremur litlir, sá stærsti var 2,7 að stærð, sá mældist síðdegis í gær.
19.12.2018 - 15:09
Ferðamenn óku mótorhjólum utanvegar
Frönskum ferðamönnum var gert að greiða samtals 400 þúsund krónur í sekt fyrir utanvegaakstur austan Öskju. Landverðir höfðu hendur í hári ökumannanna, sem gengust við brotum sínum.
07.09.2018 - 23:28
Fjórtán vilja stýra Skagafirði
Sautján umsóknir bárust um stöðu bæjarstjóra Skagafjarðar. Þrír drógu umsóknir sínar til baka. Umsóknarfresturinn rann út 15. júlí síðastliðinn. Á vef sveitarfélagsins segir að nú sé verið að fara yfir umsóknir og að stefnt sé að því að taka viðtöl við umsækjendur í næstu viku.
21.07.2018 - 08:45