Færslur: norðurland

Gistinóttum fjölgaði á Norðurlandi
Gistinætur á heilsárshótelum voru tæplega 49 þúsund í síðasta mánuði samanborið við 175 þúsund á sama tímabili í fyrra. Gistinóttum fækkaði því um 72 prósent á milli ára en þeim fjölgaði hins vegar um rúmlega níu prósent á Norðurlandi.
30.04.2021 - 16:19
Myndskeið
Rúm 9 tonn af mjólk mynda hvítan læk í Eyjafjarðarsveit
Rúm níu tonn af mjólk sem voru í mjólkurbíl sem valt í Eyjafjarðarsveit í hádeginu fóru til spillis. Engin hálka var á veginum þegar bíllinn valt út af veginum og hafnaði á hvolfi skammt frá bænum Hranastöðum. Gat virðist hafa komið á tank bílsins því mjólk lak úr honum í lækjarfarveg þannig að lækurinn varð hvítur.
30.04.2021 - 15:39
Myndskeið
Slapp ómeiddur þegar mjólkurbíll valt
Mjólkurbíll valt út af veginum fyrir neðan Hranastaði í Eyjafjarðarsveit í hádeginu og hafnaði á hvolfi. Bílstjórinn komst út úr bílnum af sjálfsdáðum og slapp ómeiddur. Að sögn slökkviliðsmanna á vettvangi þykir það mildi að bílstjórinn hafi ekki slasast. Mun meira tjón varð á bílnum farþegamegin en þar sat enginn.
30.04.2021 - 13:01
Vonar að íbúar geti snúið til síns heima í sumar
„Okkur þykir þetta mjög til bóta. Það er gott að það er eitthvað að gerast í þessu eftirliti en þetta hefði þurft að gerast miklu fyrr. Það þarf að grípa til aðgerða, það er alveg ljóst. Við vonum að tíminn verði nýttur vel og aðgerðir kláraðar í sumar,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði.
24.04.2021 - 12:48
Mengun enn í jarðvegi þrátt fyrir hreinsunaraðgerðir
Umhverfisstofnun telur að frekari hreinsunaraðgerða sé þörf á Hofsósi þar sem bensínleki varð úr birgðatanki N1 fyrir tveimur árum. Mælingar sem framkvæmdar hafa verið eftir hreinsunaraðgerðir síðasta sumar benda til þess að mengun sé enn í jarðvegi undir vegi eða öðrum mannvirkjum sem leitar í þá stefnu sem grunnvatnið streymir.
24.04.2021 - 09:25
Bólusetja 2.300 manns á Norðurlandi á næstu dögum
Metmagn bóluefnis barst Heilbrigðisstofnun Norðurlands í morgun en til stendur að bólusetja 2.300 manns næstu daga. Í Slökkvistöðinni á Akureyri verða þeir bólusettir í dag sem eru fæddir árið 1951 og fyrr og hafa ekki fengið bólusetningu. Þeir fá bóluefni AstraZeneca, en klukkan tvö í dag hefur Lyfjastofnun Evrópu boðað til blaðamannafundar þar sem tilkynnt verður hvort stofnunin hafi fundið tengsl milli bóluefnisins og blóðtappamyndunar.
Skiluðu inn 20 blaðsíðum af athugasemdum til Gæðaráðs
Það hefði átt að gera sterkari faglegan ramma í kring um lögreglunámið í Háskólanum á Akureyri, segir rektor, en undirstrikar að skýrsla Gæðaráðs háskólanna segi ekki alla söguna þar sem skólinn hafi enn ekki skilað úrbótatillögum. Til greina kom að gera formlega athugasemd við úttektina. Gæðaráð íslenskra háskóla segir í skýrslu sinni að víða sé pottur brotinn í framkvæmd lögreglunámsins við HA og takmarkað traust (e. limited cofidence) sé borið til skólans til þess að sinna því.
27.03.2021 - 17:03
Takmarkað traust til lögreglunámsins í HA
Svo miklar brotalamir eru í kennslu, skipulagi og framkvæmd lögreglunámsins við Háskólann á Akureyri að það er ekki hægt að treysta skólanum nægilega vel til að halda því úti. Þetta er niðurstaða Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ráðið hefur skilað skýrslu um úttekt sína á náminu þar sem víða virðist pottur brotinn.
Leiðindaveður og leiðindafærð á stórum hluta landsins
Leiðindaveður er á norðan og vestanverðu landinu með töluverðu hvassviðri eða stormi, skafrenningi og snjókomu. Gul viðvörun er í gildi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi með versnandi akstursskilyrðum. Það er hríð og blint á mörgum fjallvegum norðan og vestanlands.
10.03.2021 - 09:56
Óttast að losni um krapann á yfirborði árinnar
Vatnshæðamælar við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum sýna að vatnshæð hefur lækkað frá því síðdegis í gær. Sú lækkun getur verið vísbending um að áin sé að bræða krapann ofan af sér og losa þannig hægt og rólega um krapann á yfirborðinu. Óvissustig er enn í gildi, vegurinn lokaður og svæðið vaktað. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
02.02.2021 - 16:23
Myndskeið
„Alltaf gott að komast heim“
Rýmingu húsa á Flateyri og Siglufirði var aflétt í dag. Enn er þó hættustig vegna snjóflóðahættu á Ísafirði. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu fyrir norðan í gær vegna veðurs.
24.01.2021 - 19:45
Búast við að rýmingu verði aflétt í dag
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt, en búist er við að rýmingu vegna snjóflóðahættu verði aflétt á Flateyri síðar í dag. Talið er að minnsta kosti þrjú hross hafi drepist þegar snjóflóð féll í Skagafirði í gær.
24.01.2021 - 12:35
Myndskeið
„Menn brenndir eftir síðasta ár“
Vonskuveður hefur verið á norðan- og vestanverðu landinu síðustu sólarhringa og fjallvegir flestir ófærir. Rýming vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufirði og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Björgunarsveitir þurftu í gærkvöld að aðstoða á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð lokuðu Öxnadalsheiði.
23.01.2021 - 20:17
„Allt í einu stend ég í snjó upp að hnjám“
Björgunarsveitir aðstoðuðu á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í gærkvöld. Ákveðið hefur verið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu.
23.01.2021 - 12:41
Of vindasamt fyrir eldflaugaskot
Eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var ekki skotið frá Langanesi í morgun eins og ráðgert hafði verið vegna veðurs. Til stendur að reyna aftur á morgun, leyfi Skyrora til að skjóta flauginni tók gildi á miðvikudaginn og gildir það í nokkra daga.
Gamall draumur rætist um kvennaathvarf á Akureyri
Nýtt kvennaathvarf verður opnað á Akureyri þann 28. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð sendu frá sér í dag. Athvarfið er ætlað konum og börnum sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis.
Konan fundin heil á húfi
Kona sem lögregla og björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að í nótt og í morgun fannst heil á húfi á tólfta tímanum í dag.
22.07.2020 - 12:31
Sumarlandinn
Sveifla sverðum eftir leiðbeiningum úr gömlum handritum
Á Hamarkotstúni á Akureyri hittist brynjuklæddi bardagahópurinn HEMA Club reglulega og bregða sverði að miðaldasið. HEMA er alþjóðlegt heiti yfir klúbba af þessu tagi og stendur fyrir „European historical martial arts“ sem hópurinn kallar einfaldlega sögulegar skylmingar á íslensku.
22.07.2020 - 10:50
Íslendingar gera vel við sig en bjarga ekki öllu
Ferðalangar geta ekki gengið að því vísu að fá inni á hóteli því sums staðar er fullbókað fram í ágúst. Eigendur gisti- og afþreyingarþjónustu fagna því að Íslendingar skuli ferðast en ferðagleði landans bjargar ekki öllu. Samtök ferðaþjónustunnar tala um svikalogn.
08.07.2020 - 19:48
Vill ræða við ríkið um meiri uppbyggingu á Bakka
Öllum starfsmönnunum 80 sem sagt hefur verið upp störfum hjá Kísilveri PCC á Bakka býðst tímabundin vinna í sláturvertíðinni í haust. Þekkinganet Þingeyinga hyggst greiða götu þeirra sem vilja fara í nám. Sveitarstjóri Norðurþings hefur óskað eftir viðræðum við stjórnvöld um frekari uppbyggingu á Bakka.
07.07.2020 - 18:50
Jarðskjálftinn reyndist 5,8
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 19:07 í kvöld reyndist 5,8 að stærð. Hann varð á öðrum stað en skjálftarnir hingað til. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir hann hafa verið talsvert kraftmeiri en skjálftana í gær. Þrjátíuföld orkulosun verður við hvert heilt stig í mælingum.
21.06.2020 - 23:04
Annar jarðskjálfti mældist 4,0
Jarðskjálfti sem varð klukkan kl. 12.51 mældist 4,0 um 20 km norðaustur af Siglufirði. Rétt fyrir hádegi var annar eftirskjálfti af stærð 4,0 á sömu slóðum. Tilkynningar hafa borist um að báðir skjálftarnir hafi fundist á Siglufirði og til Akureyrar.
21.06.2020 - 13:19
42 smitaðir á Norðurlandi eystra
42 eru smitaðir af COVID-19 á Norðurlandi eystra, langflestir á Akureyri. Einn er smitaður á Siglufirði, fimm í Skútustaðahreppi og þrír í Norðurþingi.
06.04.2020 - 16:18
 · Innlent · norðurland · COVID-19
12 hafa náð bata í Húnaþingi vestra
12 hafa náð sér af COVID-19 í Húnaþingi vestra samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. Þar eru 20 veikir og í einangrun. 26 eru í sóttkví en 282 hafa lokið henni. 
06.04.2020 - 15:18
Landinn
Kortleggja einstaka eyðibyggð
„Þetta er einstakt menningarlandslag sem er alveg varðveitt. Hér hafa engar vélar komið og hér varð engin landbúnarbylting. Hér höfum við því eins og insiglað í tíma ákveðið menningarlandslag sem við sjáum næstum því hvergi annarsstaðar,“ segir Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands sem vann ásamt fleirum við að kortleggja og skrá fornminjar í Fjörðum síðastliðið sumar.
27.03.2020 - 14:49