Færslur: Norður-Kórea

Norður-Kóreumenn fordæma nýjar þvinganir
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu fordæmdi nýjar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna harðlega í yfirlýsingu í dag og sagði að þeim yrði svarað af hörku.
13.01.2022 - 23:30
Þvinganir gegn norðurkóreskum vopnakaupmönnum
Bandaríkin settu í dag viðskiptaþvinganir á nokkurn fjölda einstaklinga og eitt fyrirtækja vegna eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur gert tvær eldflaugatilraunir síðustu vikuna og alls sex frá því í september.
12.01.2022 - 21:38
Enn skjóta Norður-Kóreumenn upp ofurhljóðfrárri flaug
Norður-Kóreumenn skutu ofur-hljóðfrárri eldflaug á loft í gærkvöld. Það er í annað sinn á innan við viku sem slíkri flaug er skotið á loft þaðan. Þarlend stjórnvöld segja vel hafa tekist til.
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Laumaðist yfir hlutlausa svæðið yfir til Norður-Kóreu
Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem fór yfir landamæri Kóreuríkjanna frá Suðrinu til Norðursins. Afar fátítt er að nokkur laumi sér í þessa átt yfir landamærin sem vopnaðar sveitir vakta daga og nætur.
02.01.2022 - 05:12
Utanríkismálin mættu afgangi í nýársávarpi Kim
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, minntist ekkert á kjarnorkuvopn og lítið á utanríkismál í nýársávarpi sínu. Leiðtoginn hefur jafnan nýtt ávarpið til stórra yfirlýsinga um samskipti landsins við umheiminn.
01.01.2022 - 10:53
Norður-Kórea prófar nýja kafbátaskotflaug
Nýrri tegund stýriflaugar var skotið úr norður-kóreskum kafbáti í gær að sögn ríkisfréttastofu Norður-Kóreu, KCNA. Þar segir að flaugin sé búin háþróuðum stýribúnaði. Sérfræðingar sem hafa séð myndir af stýriflauginni segja hana sömu tegundar og var til sýnis á hersýningu í Pyongyang í síðustu viku. 
20.10.2021 - 04:17
5 Japanir höfða mál gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu
Fimm Japanir sem fluttu til Norður-Kóreu og flúðu aftur þaðan, hafa höfðað mál gegn Kim Jong-un, leiðtoga landsins, og krafið hann um skaðabætur. Rúmlega 90.000 Japanir brugðust við auglýsingaherferð norður-kóreskra yfirvalda um að landið væri paradís og fluttu til Norður-Kóreu á árunum 1959 til 1984. Seinna var auglýsingaherferðin kölluð mannrán á vegum ríkisins.
14.10.2021 - 18:05
Óstöðugleiki á Kóreuskaga Bandaríkjunum að kenna
Bandaríkin eru rót óstöðugleikans á Kóreuskaga að mati Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Frá þessu greindi hann í opnunarræðu sinni á varnarmálaráðstefnu í Pyongyang að sögn AFP fréttastofunnar. 
12.10.2021 - 04:37
Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra
Japansþing kaus Fumio Kishida, nýkjörinn formann Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem forsætisráðherra landsins í dag.Hann tekur við af Yoshihide Suga sem var harðlega gagnrýndur vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
Opinber samskipti Kóreuríkjanna hófust á ný í morgun
Kóreuríkin tvö tóku upp samskipti að nýju í morgun eftir að þeim var slitið í ágústmánuði síðastliðnum. Fulltrúar beggja ríkja eru vongóðir um að það leiði af sér frekari viðræður og möguleika á varanlegum friði. Sérfræðingar vara við of mikilli bjartsýni.
Öryggisráðið ræðir eldflaugaskot Norður-Kóreumanna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið boðað til fundar á morgun til að ræða málefni Norður-Kóreu. Fjölmiðlar þar í landi segja að eldflaug sem skotið var á loft í fyrradag hafi verið ofurhljóðfrá, geti náð að minnsta kosti fimmföldum hraða hljóðsins.
Sakar Bandaríkjastjórn um fjandskap og sýndarmennsku
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu sakar Bandaríkjastjórn um sýndarmennsku og fjandsamlega hegðun í sinn garð. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti nýverið yfir vilja til að ræða við stjórnvöld í Norður-Kóreu í kjölfar mikilla eldflaugatilrauna ríkisins.
Norður-Kórea gerir tilraun með hljóðfrátt flugskeyti
Tilraunaskot hljóðfrárrar skotflaugar Norður-Kóreumanna tókst giftusamlega í gær að sögn þarlendra ríkismiðla. Bæði ríkin á Kóreuskaga keppast við að auka í vopnabúr sitt. Bandaríkjastjórn fordæmir athæfið.
Flugskeyti skotið frá Norður-Kóreu
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Herforingjaráð Suður-Kóreu staðfesti þetta í nótt, en greindi ekki frekar frá málinu. Talsmaður japanska varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við AFP fréttastofuna að þetta hafi litið út fyrir að vera skotflaug.
28.09.2021 - 01:26
Reiðubúin til viðræðna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Systir leiðtoga Norður-Kóreu segir stjórnvöld í landinu reiðubúin að semja um formleg lok Kóreustríðsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tilkynningin þykir nokkuð óvænt því að fyrr í vikunni lýstu stjórnvöld því yfir að viðræður væru ótímabærar.
24.09.2021 - 11:34
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins styðja Frakka
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna lýstu yfir fullum stuðning við málstað Frakka í deilunni við Ástrali og Bandaríkjamenn vegna uppsagnar kaupa á tólf kafbátum.
Norður-Kórea: Aukus skapar kjarnorkuvopnakapphlaup
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir hættu á að Aukus hernaðarsamkomulag Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala komi af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi á Asíu-Kyrrahafssvæðinu.
20.09.2021 - 01:19
Öryggisráðið hvetur Norður-Kóreu til viðræðna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á lokuðum neyðarfundi í gær vegna eldflaugaskota Norður-Kóreumanna í fyrrinótt. Brýnt er fyrir þeim að láta af tilraunum sínum og hefja viðræður umsvifalaust
Norðurkóreskt flugskeyti lenti í Suður-Kínahafi
Ókennilegt flugskeyti sem skotið var frá Norður-Kóreu í dag endaði í Suður-Kínahafi að því er fram kemur í tilkynningu hernaðaryfirvalda í Suður-Kóreu.
15.09.2021 - 04:33
Ný langdræg flugskeyti prófuð í Norður-Kóreu
Norður-Kórea skaut um helgina tveimur langdrægum tilraunastýriflaugum. Að sögn ríkisfréttastofu KCNA var tilraunin vel heppnuð. Flugarnar eru nýjar af nálinni, og mikilvægur liður í fimm ára varnarmálaáætlun stjórnvalda í Norður-Kóreu.
12.09.2021 - 23:11
Sjá virkni í kjarnorkuveri Norður-Kóreu
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin telur norðurkóresk yfirvöld hafa endurræst kjarnaofn sinn í Yongbyon. Talið er að þar sem framleitt plúton í kjarnavopn.  Stofnunin hefur ekki fengið aðgang að kjarnorkuverum Norður-Kóreu síðan henni var vísað úr landi árið 2009. Hún reiðir sig því á gervihnattamyndir til að fylgjast með starfseminni.
30.08.2021 - 03:17
Þúsundir flýja flóð í Norður-Kóreu
Á annað þúsund heimila skemmdust og um 5.000 manns þurftu að flýja flóð af völdum úrhellisrigninga í Norður-Kóreu í gær. Stór flæmi af ræktarlandi eru líka á kafi eftir skýfallið. Greint var frá þessu í fréttum norður-kóreska ríkissjónvarpsins.
07.08.2021 - 05:42
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Norður-Kórea · Flóð
Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu ræðast við að nýju
Stjórnvöld í Norður- og Suður-Kóreu greindu frá því í morgun að ríkin hefðu tekið upp samskipti að nýju, rúmu ári eftir að Norður-Kóreumenn lokuðu á allar opinberar samskiptaleiðir milli ríkjanna. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu Suður-Kóreu segir að leiðtogarnir hafi átt í bréfasamskiptum síðan í vor, sem leiddu til þessarar niðurstöðu.
27.07.2021 - 05:52
N-kóreskir embættismenn reknir vegna öryggisbresta
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, skipti út fjölda embættismanna vegna bresta á vörnum ríkisins gegn kórónuveirufaraldrinum. Í ríkisfréttamiðlinum KCNA er haft eftir Kim að embættismennirnir eigi sök á alvarlegum brestum sem stefna öryggi ríkisins og þjóðarinnar í hættu.
30.06.2021 - 01:30