Færslur: Norður Kórea

Refsiaðgerðir uns öll kjarnorkuvopn hverfa
Norður-Kóreumenn verða að eyða öllum kjarnorku- efna- og sýklavopnum; fyrr verður engum refsiaðgerðum gegn þeim hætt og engum höftum aflétt. Mun harðari tónn hefur færst í yfirlýsingar bandarískra ráðamanna um Norður Kóreu og stjórnvalda þar eftir að leiðtogafundur þeirra Donalds Trumps og Kims Jong-un í Hanoi fór út um þúfur.
08.03.2019 - 06:20
Norður Kórea endurreisir eldflaugaskotsvæði
Norður-Kóreumenn eru nú í óða önn að endurbyggja eldflaugaskotsvæði það, sem þeir hétu að jafna við jörðu til að greiða fyrir sátt við granna sína í suðri og bandamenn þeirra í Bandaríkjunum. Þetta er fullyrt af bandarískum og suður-kóreskum njósnastofnunum, sem vísa á nýjar gervihnattamyndir af Sohae-skotsvæðinu máli sínu til stuðnings.
06.03.2019 - 06:39
Uppskerubrestur í Norður Kóreu
Mikill uppskerubrestur var í Norður Kóreu á síðasta ári og hefur uppskera þar ekki verið minni í ríflega áratug. Þetta kemur fram í áætlun Sameinuðu þjóðanna um matvælabirgðir og þörf fyrir matvæalaaðstoð hjá ríkjum heims á þessu ári. Skortur er á góðu ræktarlandi í Norður Kóreu. Hitabylgjur, þurrkar og flóð lögðust svo á eitt við það í fyrra að spilla uppskeru norður-kóreskra bænda á því ræktarlandi sem þeir þó hafa.
06.03.2019 - 05:43
Varðstöðvum eytt á landamærum Kóreuríkjanna
Norður-Kóreumenn sprengdu í morgun tíu varðstöðvar sínar við landamærin að Suður-Kóreu, en þar er í samræmi við samkomulag ríkjanna um fækkun varðstöðva á landamærunum.
20.11.2018 - 10:59
Bandaríkjamanni vísað frá Norður-Kóreu
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ákveðið að vísa úr landi Bandaríkjamanni sem handtekinn var eftir komuna til landsins í síðasta mánuði.
16.11.2018 - 08:22
Rannsaka brot á refsiaðgerðum SÞ
Yfirvöld í Suður-Kóreu rannsaka nú hvort þarlend fyrirtæki hafi keypt kol frá Norður-Kóreu og brotið þannig gegn refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofan AFP hefur þetta eftir embættismanni í Seoul, sem segir nokkur fyrirtæki sæta rannsókn vegna málsins.
31.07.2018 - 09:48
Skipt um æðstu yfirmenn í Norður-Kóreuher
Stjórnvöld í Suður Kóreu fylgjast grannt með hrókeringum í yfirstjórn her- og varnarmála granna sinna norðan landamæranna. Fregnir hafa borist af því að varnarmálaráðherra Norður Kóreu og tveir háttsettir hershöfðingjar í lykilstöðum hafi verið látnir taka pokann sinn á síðustu dögum og vikum, í aðdraganda leiðtogafundar þeirra Kims Jong-un og Donalds Trumps.
04.06.2018 - 06:16
N-Kórea hvikar hvergi frá afvopnunaráætlunum
Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa í engu hvikað frá þeirri ætlun sinni að draga úr vígbúnaði á Kóreuskaganum, og það á einkum við um kjarnavopn. Þessu lýsti Kim Jong-Un, leiðtogi Norður Kóreu, yfir á fundi með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í dag. Ríkisfréttastofa Norður Kóreu greindi frá þessu. Mun Kim hafa lýst því yfir að vilji Norður-Kóreumanna til afkjarnorkuvæðingar Kóreuskagans væri óbreyttur og staðfastur.
01.06.2018 - 02:20
Hóta að hætta við leiðtogafund Kims og Trumps
Stjórnvöld í Norður Kóreu hóta því nú með ótvíræðum hætti að aflýsa fyrirhuguðum leiðtogafundi þeirra Kim Jong-Un og Donalds Trump í júní næstkomandi, ef Bandaríkjastjórn hyggst þrýsta á um að Norður Kórea eyði öllum sínum kjarnavopnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu aðstoðarutanríkisráðherra Norður Kóreu, Kim Kye Gvan, sem flutt var í norður-kóreska ríkissjónvarpinu í morgun.
16.05.2018 - 05:20
Leiðtogafundur í Singapore í júní
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það með tísti í dag að fundur hans með Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu verði haldinn í Singapore 12. júní. Leiðtogarnir muni báðir gera sitt til að það verði merkisstund fyrir heimsfrið.
10.05.2018 - 15:55
Norður-Kórea á mannamáli
Kjarnorkusprengjur, friðarsamningar og Kim Jong-un, það er svo mikið sem að virðist vera í gangi í hinu framandi landi Norður-Kóreu að það er eiginlega ómögulegt að skilja það ekki nógu vel.
08.05.2018 - 15:40
N-Kórea segir Bandaríkin afvegaleiða umræðuna
Stjórnvöld í Norður Kóreu segja að áform um að fjarlægja öll kjarnorkuvopn af Kóreuskaganum þýði ekki að þau hafi látið undan þrýstingi og refsiaðgerðum sem Bandaríkin höfðu forgöngu um. Norður Kórea varar Bandaríkin við því að afvegaleiða umræðuna.  
06.05.2018 - 16:03
Tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels
Átján þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa sent norsku Nóbelsnefndinni formlegt erindi þar sem þeir tilnefna Donald Trump, Bandaríkjaforseta, til friðarverðlauna Nóbels fyrir framlag hans til friðar á Kóreuskaganum Í bréfi þingmannanna segja þeir að viðurkenna beri mikilvægt framlag Trumps til að binda enda á Kóreustríðið, fjarlægja þaðan kjarnorkuvopn og koma á friði í þessum heimshluta.
03.05.2018 - 02:23
Vill aðstoð Sþ við kjarnorkueftirlit í N-Kóreu
Moon Jae-In, forseti Suður Kóreu, hefur farið þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar, að samtökin hafi eftirlit með boðaðri lokun á kjarnorkutilraunasvæði Norður Kóreu. Þá er einnig farið fram á aðstoð samtakanna við að breyta hlutlausa svæðinu á landamærum ríkjanna í það sem kallað er „friðarsvæði.“ Stephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, greindi frá þessu.
02.05.2018 - 01:44
Tugir Kínverja fórust í slysi í Norður Kóreu
Talið er að tugir kínverskra ferðamanna hafi farist í rútuslysi í Norður Kóreu á sunnudagskvöld. Í tilkynningu sem kínverska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í morgun segir aðeins að margir kínverskir ferðamenn hafi látið lífið í slysi í Norður Kóreu, en ekkert er látið uppi um fjölda látinna. Ríkissjónvarpsstöðin CGTN greindi hins vegar frá því á twitter að yfir 30 manns hefðu farist er rúta fór út af brú í Norður Kóreu. Færslan um þetta var fjarlægð af twitter-síðu stöðvarinnar skömmu síðar.
23.04.2018 - 06:45
Góðar fréttir fyrir heiminn, segir Trump
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar ákvörðun Kims Jong-Un og stjórnvalda í Pjong Jang, um að láta af frekari tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Segir hann þetta „afar góðar fréttir“ fyrir heimsbyggðina alla. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu greindi frá þessari ákvörðun leiðtogans í kvöld, en í henni kom meðal annars fram að Kim telur tilraunirnar hafa skilað tilætluðum árangri, og því ástæðulaust að halda þeim áfram.
20.04.2018 - 23:50
Trump gangi út reynist viðræður tilgangslausar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að verði áformaðar viðræður hans við Kim Jong-un leiðtoga Norður Kóreu tilgangslausar muni hann ganga út. Trump greindi frá þessu á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í Mar-a-Lago í Flórída í morgun.
19.04.2018 - 10:35
Pompeo og Kim Jong-un funduðu um páskana
Mike Pompeo, forstjóri CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í PjongJang um páskana. Washington Post greinir frá þessu og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru hafa vitneskju um fundarferð Pompeos frá fyrstu hendi. Fundurinn er sagður liður í undirbúningi fyrirhugaðs leiðtogafundar þeirra Kims og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, í lok maí eða byrjun júní.
18.04.2018 - 02:51
Norður Kórea staðfestir vilja til afvopnunar
Háttsettir menn úr stjórnkerfi Norður Kóreu hafa greint bandarískum embættis- og stjórnmálamönnum frá því, að Kim Jong-Un, leiðtogi Norður Kóreu, sé tilbúinn að ræða kjarnorkuafvopnun landsins á fyrirhuguðum fundi þeirra Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, í vor. Fulltrúi forsetaskrifstofunnar bandarísku staðfesti þetta í dag, að því er segir í Washington Post og Wall Street Journal.
08.04.2018 - 23:28
Myndskeið
Kim hlakkar til að hitta Trump
Xi Jinping, forseti Kína sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, skilaboð eftir fundinn í Peking og sagði að Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hlakkaði til að hitta hann. Þessu greinir Trump frá á Twitter. Trump segir þrátt fyrir fundinn þá verði refsiaðgerðum ekki aflétt um sinn.
28.03.2018 - 11:39
Kóreuríkin undirbúa leiðtogafund
Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa samþykkt að efna til viðræðna við nágranna sína í Suðri í næstu viku, þar sem leggja á línurnar fyrir leiðtogafund Kóreuríkjanna seint í apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneyti sameiningarmála í Seúl. Bæði ríki munu senda þrjá háttsetta stjórnmála- og embættismenn á undirbúningsfundinn, sem halda skal í Panmunjom-þorpinu á hlutlausa svæðinu við landamæri ríkjanna, þar sem viðræður sem þessar eru gjarnan haldnar.
24.03.2018 - 03:59
Trump fagnar fundarboði frá Kim
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar óvæntu boði leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong Un, um beinar viðræður leiðtoganna tveggja, sem þjóðaröryggisráðgjafi Suður Kóreu bar honum í gær. Þá er hann ekki síður ánægður með fyrirheit Kims um að láta af öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum.
09.03.2018 - 04:17
Senda háttsettan embættismann til Suður-Kóreu
Kim Yong-nam, forseti þingsins í Norður-Kóreu, mun fara fyrir sendinefnd landsins sem sækir nágrannaríkið í suðri heim vegna Vetrarólympíuleikana í PjeongTjang. Leikarnir verða settir á föstudag. Kim er æðsti embættismaður Norður-Kóreu sem farið hefur suður í fjögur ár.
04.02.2018 - 20:28
Pútín eys Kim lofi og Trump jákvæður
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hrósar Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, fyrir pólitísk klókindi og stjórnvisku og segir hann standa uppi sem sigurvegara í Kóreudeilunni. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðist líka hafa skipt um skoðun og segist „líklega“ vera í ágætu sambandi við Kim.
Kjarnorkuafvopnun forsenda friðar á Kóreuskaga
Forseti Suður Kóreu, Moon Jae-In, segist reiðubúinn að ræða við Kim Jong-Un, leiðtoga Norður Kóreu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og ítrekar að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans sé markmiðið og „leiðin að friði." Á fréttamannafundi snemma á miðvikudagsmorgun, daginn eftir fund erindreka Norður- og Suður Kóreu, sagði Moon mikilvægt að vinna áfram að því að tryggja að leikarnir í febrúar yrðu „friðar-Ólympíuleikar" því brýnt sé að leysa kjarnorkudeiluna á Kóreuskaganum með friðsamlegum hætti.
10.01.2018 - 03:49