Færslur: Norður Kórea

Ákærður fyrir að selja olíu til Norður Kóreu á laun
Alríkisdómari í New York heimilaði Bandaríkjastjórn að gera olíuskipið M/T Courageous upptækt. Eigandi þess er ákærður fyrir að laumast framhjá refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu í hagnaðarskyni.
Fellibylurinn Maysak skellur á Kóreuskaga
Hið minnsta ein kona er látin og yfir tvö þúsund hafa þurft að leita skjóls eftir að fellibylurinn Maysak kom að landi á suðurstönd Suður-Kóreu. Það er í annað sinn í sömu vikunni að fellibylur gengur yfir Kóreuskaga.
03.09.2020 - 02:14
Grunur um fyrsta kórónaveirusmitið í Norður Kóreu
Ríkisfréttastofa Norður Kóreu skýrði frá því í gærkvöld að fyrsta COVID-19-tilfellið hefði að öllum líkindum greinst þar í landi. Samkvæmt fréttinni er hinn smitaði karlmaður sem flýði land fyrir þremur árum en sneri aftur til Norður Kóreu í síðustu viku. Maðurinn var í landamæraborginni Kaesong þegar hann greindist með kórónaveiruna og hefur borgin verið einangruð og útgöngubann sett á íbúana.
26.07.2020 - 04:30
Skothríð á kóresku landamærunum
Hermenn Norður-Kóreu og Suður-Kóreu skiptust á skotum á hlutlausa svæðinu milli ríkjanna tveggja í nótt. Í yfirlýsingu frá suðurkóreskum yfirvöldum kemur fram að skot frá Norður-Kóreu hafi hæft varðhús suðurkóreskra hermanna í landamærabænum Cheorwon. Ekkert manntjón varð og enginn slasaðist.
03.05.2020 - 05:33
Fagnar því að Kim Jong Un láti sjá sig að nýju
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í færslu á Twitter síðu sinni í kvöld að hann væri ánægður að sjá Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, aftur og þá væru það gleðitíðindi að hann væri heill heilsu. Ríkisfjölmiðlar í Norður Kóreu greindu frá því í gær að Kim Jong Un hefði sést opinberlega í fyrsta skipti í tuttugu daga.
03.05.2020 - 01:26
Sagður hafa verið viðstaddur opnun áburðarverksmiðju
Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu fullyrða að Kim Jong-Un, leiðtogi landsins, hafi sést opinberlega í dag í fyrsta skipti í tuttugu daga. Kim Jong-Un undirgekkst hjartaaðgerð um miðjan síðasta mánuð og í kjölfarið var hann sagður alvarlega veikur eða jafnvel látinn.
01.05.2020 - 22:50
Prófuðu „risastórt“ eldflaugavarnarkerfi
Stjórnvöld í Norður Kóreu staðfestu í morgun að herinn hefði prófað nýtt og „risastórt" eldflaugavarnarkerfi úr eigin smiðju í gær. Tilraunin hefði gengið að óskum og sýnt að Norður-Kóreuher sé þess albúinn að bregðast við skyndiárásum óvina sinna og eyða hverjum þeim flugskeytum, sem skotið verði að fósturjörðinni.
01.11.2019 - 06:50
Reyndu nýja flaug sem skotið er frá kafbátum
Norður-Kóreumenn fullyrða að önnur eldflauganna sem þeir skutu á haf út í gær sé af nýrri og áður óreyndri gerð, sem hönnuð er til að skjóta á loft frá kafbátum. Í tilkynningu frá stjórnvöldum, sem lesin var upp í ríkissjónvarpinu þar eystra, segir að flaugin, Pukguksong-3, hafi verið hönnuð og smíðuð til að verjast utanaðkomandi ógnum og efla varnir landsins til muna. Tilraunaskotið gekk að óskum, segir í tilkynningunni.
03.10.2019 - 05:18
Norður-Kóreumenn skjóta flugskeytum á haf út
Norður-kóreski herinn skaut í dag tveimur eldflaugum á loft, sem báðar enduðu för sína í Japanshafi. Varnarmálayfirvöld í Japan og Suður-Kóreu greina frá þessu. Japanar fullyrða að önnur þeirra hafi lent innan efnahagslögsögu Japans.
02.10.2019 - 02:23
Refsiaðgerðir haft veruleg áhrif á hagkerfið
Hagkerfi Norður-Kóreu dróst verulega saman á síðasta ári, í kjölfar viðskiptabanns, og ástandið hefur ekki verið jafnslæmt síðan árið 1997 þegar hungursneyð þar í landi náði hápunkti.
26.07.2019 - 07:52
Eldflaugaskotin „viðvörun til Suður Kóreu“
Kim Jong-un, einræðisherra í Norður Kóreu, segir eldflaugatilraun sem gerð var þar í landi í gær viðvörun til nágrannanna í Suður Kóreu. Segir hann Norður Kóreu ekki eiga annars úrkosti, eins og staðan sé í dag, en að þróa og smíða öflug vopn, landi og þjóð til varnar. Þetta kom fram í norður kóreska ríkissjónvarpinu í morgun, segir í frétt AFP.
26.07.2019 - 03:29
Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum
Norður-Kóreumenn skutu í gær tveimur skammdrægum eldflaugum á loft, samkvæmt heimildum suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap. Eru flaugarnar sagðar hafa flogið um 430 kílómetra leið áður en þær hurfu í undirdjúp Japanshafs. Sömu heimildir herma að þeim hafi verið skotið á loft nærri borginni Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu.
25.07.2019 - 01:23
Ástralinn laus úr haldi Norður-Kóreumanna
Ástralinn Alek Sigley er laus úr haldi Norður-Kóreumanna en ekkert hafði spurst til hans í rúma viku. Hann hefur nú yfirgefið Norður-Kóreu og er á heimleið.
04.07.2019 - 08:29
Trump og Kim tókust í hendur á landamærunum
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, hittust í morgun í „friðarþorpinu" Panmunjon á hlutlausa svæðinu milli Kóreuríkjanna tveggja „bara til að takast snöggvast í hendur," eins og Trump orðaði það í boði sínu til Kims, en Trump er í opinberri heimsókn í Seúl.
Trump og Kim hittast í nótt
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, ætla að hittast stuttlega á hlutlausa svæðinu milli Kóreuríkjanna tveggja innan skamms „bara til að takast snöggvast í hendur," sagði Trump, sem er í opinberri heimsókn í Seúl.
30.06.2019 - 05:15
Trump vill hitta Kim til að „segja halló“
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist gjarnan vilja heilsa upp á Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, þegar hann bregður sér til Suður Kóreu í næstu viku. Trump er á leiðtogaráðstefnu G20-ríkjanna í Osaka í Japan og mun halda þaðan til Seúl, þar sem þeir Moon Jae-in, forseti Suður Kóreu, ætla að ráða ráðum sínum.
29.06.2019 - 00:24
Norður Kórea
Aftökur eftir árangurslausan leiðtogafund
Yfirvöld í Norður Kóreu létu taka fimm háttsetta erindreka af lífi og sendu minnst þrjá til viðbótar í þrælkunarbúðir eftir að leiðtogafundur þeirra Kim Jong-uns og Donalds Trumps í Víetnam fór út um þúfur, samkvæmt frétt suður-kóreska blaðsins Chosun Ilbo. Blaðið vísar í ónefnda heimildarmenn í bæði norður- og suður-kóreska stjórnkerfinu og segir að aðalerindreki Norður Kóreu í málefnum Bandaríkjanna sé á meðal þeirra sem teknir voru af lífi í mars síðastliðnum.
31.05.2019 - 05:43
Fleiri vopnatilraunir í Norður-Kóreu í dag
Norður-kóreski herinn gerði í dag tilraunir með stýriflaugar og margflauga skotpalla fyrir langdræg flugskeyti, í viðurvist Kim Jong-uns, leiðtoga landsins. Þetta var fullyrt í norður-kóreskum ríkisfjölmiðlum í dag. Áður höfðu Norður-Kóreumenn skotið allmörgum skammdrægum eldflaugum á loft á austurströnd landsins, sem allar enduðu í Japanshafi.
04.05.2019 - 23:12
N-Kóreuher skaut skammdrægum flaugum á haf út
Norður-kóreski herinn skaut í nótt allmörgum, skammdrægum eldflaugum á loft, í fyrstu eldflaugatilraunum sínum síðan 2017. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap greinir frá þessu. Er þar haft eftir talsmanni Suður-Kóreuforseta að verið sé að fara yfir öll tiltæk gögn um eldflaugaskotin til að greina nákvæmlega hvers kyns stríðstólin eru, sem skotið var út í Japanshafið.
04.05.2019 - 04:42
Alvarlegur matarskortur í Norður Kóreu
Uppskera hefur ekki verið minni á ökrum Norður Kóreu í áratug eða meira og hungur blasir við norður-kóresku þjóðinni að óbreyttu. Þetta er niðurstaða sérfræðiga Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Áætlað er að fjórir af hverjum tíu íbúum landins búi við viðvarandi matarskort og að hann eigi enn eftir að aukast vegna uppskerubrestsins.
04.05.2019 - 02:27
Kim Jong-un heimsækir Pútín innan skamms
Kim Jong-un, formaður Verkamannaflokks Norður Kóreu og einræðisherra þar í landi, heldur fljótlega til viðræðna við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, í Moskvu. Norður-kóreska ríkisfréttastofan greindi frá þessu í tilkynningu í morgunsárið eystra, og staðfesti þar með fyrri tilkynningu sama efnis frá Kreml.
23.04.2019 - 00:11
Norður Kórea reynir nýja tegund stýriflaugar
Norður Kóreski herinn skaut í gær eldflaug á loft, sem samkvæmt norður-kóreska ríkissjónvarpinu var ný tegund stýriflaugar sem búin er „öflugri sprengihleðslu." Eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna síðan þeir Kim Jong-un og Donald Trump funduðu í Víetnam í febrúar. Litlar upplýsingar voru gefnar um flaugina sjálfa en í frétt BBC segir að sérfræðingar telji ólíklegt að hún sé nógu langdræg til að Bandaríkjamenn telji sér stafa ógn af.
18.04.2019 - 06:46
Vesturlandabúar fjölmenna í Pjong Jang-maraþon
Margfalt fleiri vestrænir ferðamenn eru á ferðinni í Pjong Jang um þessa helgi en venjulega, og það í bókstaflegum skilningi, því 950 Vesturlandabúar ýmist taka þátt í Pjong Jang-maraþoninu eða fylgjast með því á staðnum að þessu sinni. Þetta er ríflega tvöföldun frá síðasta ári, þegar 450 Vesturlandabúar hlupu eða horfðu á félaga sína hlaupa 42, 21 eða 10 kílómetra eftir götum höfuðborgar Norður Kóreu.
07.04.2019 - 07:32
Afturkallaði óþekktar framtíðar-refsiaðgerðir
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær að hann hygðist afturkalla boðaðar refsiaðgerðir gegn Norður Kóreu. Framan af var nokkuð óljóst hvaða refsiaðgerðir hann átti við, og nú er það fullkomlega óljóst.
23.03.2019 - 05:32
Meintur morðingi Kim Jong-Nams látinn laus
Indónesísk kona sem ákærð var fyrir morðið á hálfbróður Kim Jong-Uns fyrir tveimur árum, var látin laus í morgun og allar ákærur á hendur henni felldar niður. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Önnur kona, víetnömsk, sem ákærð er fyrir sama glæp, er hins vegar enn í haldi. Frelsun hinnar 26 ára Siti Aisyah kemur mjög á óvart og voru engar skýringar gefnar á þessari ráðstöfun.
11.03.2019 - 05:49