Færslur: Norður Kórea

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Vilja frekari refsiaðgerðir gegn Norður Kóreu
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag og greiðir að líkindum atkvæði um ályktun um hertar refsiaðgerðir gegn Norður Kóreu vegna nýlegra tilrauna þeirra með langdrægar eldflaugar. Bandaríkin gegna formennsku í ráðinu um þessar mundir. Framlögð ályktun er frá þeim komin og fulltrúi þeirra setti atkvæðagreiðsluna um hana á dagskrá ráðsins seinni partinn í dag, samkvæmt ónefndum heimildarmönnum innan ráðsins.
Norður-Kóreuher skaut þremur eldflaugum á loft
Norður-Kóreumenn skutu þremur eldflaugum á loft frá austurströnd landsins í nótt. Herráð Suður-Kóreuhers greindi frá þessu í gærkvöld, nokkrum klukkustundum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti flaug til Bandaríkjanna frá Japan, þar sem hann var í opinberri heimsókn í kjölfar heimsóknar til Seúl.
Norður Kórea
50 dauðsföll og rúmlega 1.2 milljónir smitaðar
Stjórnvöld í Norður Kóreu greindu frá því í kvöld að átta til viðbótar hefðu látist úr því sem þau kalla bráðsmitandi „hitasótt“ undanfarinn sólarhring. Þar með hafa minnst 50 dáið í Norður-Kóreu á síðustu dögum úr hinni svonefndu hitasótt, sem fréttaskýrendur telja fullvíst að sé COVID-19. Yfirvöld hafa þó enn sem komið er einungis staðfest að einn hafi látist úr COVID-19.
„Hitasóttin“ breiðist út um Norður Kóreu með ógnarhraða
COVID-19 breiðist hratt út í Norður-Kóreu þar sem yfirvöld hafa nú staðfest að rúmlega 820.000 hafi smitast af því sem þau kalla „hitasótt“ og 42 hafi látið lífið frá því að sóttin skaut fyrst upp kollinum, þar af 15 undanfarinn sólarhring. Minnst 324.550 af þeim sem smituð eru njóta aðhlynningar á sjúkrahúsum, segir í tilkynningu stjórnvalda í Pjong Jang.
Norður Kórea
Yfir 20 dáin úr bráðsmitandi „hitasótt“
Yfirvöld í Norður Kóreu greina frá því að 21 hafi látist úr „hitasótt“ þar í landi síðasta sólarhring. Tveir dagar eru síðan stjórnvöld greindu frá fyrstu, staðfestu tilfellum COVID-19 í landinu og tilkynntu harðar sóttvarnaaðgerðir, útgöngubann og lokanir. Fyrsta dauðsfallið af völdum farsóttarinnar var staðfest í gær.
Fyrsta COVID-19 dauðsfallið í Norður-Kóreu staðfest
Rúmlega 187 þúsund manns hafa verið skikkaðir í einangrun í Norður Kóreu eftir að fyrstu tilfellin af Covid-19 voru staðfest þar á dögunum. Eitt dauðsfall hefur einnig verið staðfest vegna sjúkdómsins. 
12.05.2022 - 23:22
Fyrsta COVID-19 tilfellið staðfest í Norður-Kóreu
Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu fyrir stundu að fyrsta tilfelli COVID-19-smits hefði greinst í landinu. Fram til þessa hafa stjórnvöld í Pjong Jang fullyrt að þeim hafi tekist að halda kórónuveirunni utan alþýðulýðveldisins og forða þannig þeim 26 milljónum sem þar búa frá því að veikjast af COVID-19. Árla fimmtudagsmorguns, um lágnættið að íslenskum tíma, greindi ríkisfréttastofa Norður-Kóreu svo frá fyrsta staðfesta tilfellinu og sagði það „grafalvarlegt atvik" sem varði þjóðaröryggi.
Her Norður-Kóreu skaut eldflaugum í Kyrrahaf
Norður Kórea skaut í dag minnst einni eldflaug af kafbát í Kyrrahafi, að sögn Suður Kóreskra hernaðaryfirvalda.
07.05.2022 - 06:50
Norður-Kóreuher prufukeyrði nýtt vopnakerfi
Her Norður-Kóreu prufukeyrði nýtt vopnakerfi á dögunum, undir vökulu auga einvaldsins Kim Jong Un. Í frétt norður-kóresku ríkisfréttastofunnar í dag segir að kerfið muni auka skilvirkni og nákvæmni kjarnorkuvopna hersins til muna. Hið nýja vopn, sem ekki er lýst frekar, er sagt afar mikilvægt til að „stórauka skotgetu langdræga flugskeytakerfisins og skilvirkni við beitingu skammdrægra kjarnorkuflauga,“ segir í frétt ríkissjónvarpsins.
16.04.2022 - 23:20
Segja eldflaugaáætlun N-Kóreu fjármagnaða með netglæpum
Norður-Kóreumenn héldu áfram að vinna að kjarnorku- og eldflaugaáætlunum sínum í fyrra þrátt fyrir viðskiptaþvinganir, refsiaðgerðir og ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að knýja þá til að hætta því. Þessa iðju fjármögnuðu þeir meðal annars með tölvuglæpum. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem afhent var fjölmiðlum í gær.
Vilja annan fund í Öryggisráðinu vegna Norður Kóreu
Bandaríkjastjórn fer fram á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til fundar sem fyrst til að ræða stöðu mála í Norður-Kóreu og eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna upp á síðkastið. Bretar, Frakkar, Mexíkóar og Albanir taka undir þessa beiðni Bandaríkjamanna.
Önnur „ofurhljóðfráa“ eldflaug Norður-Kóreu
Norður-Kóreumenn skutu í gær ofur-hljóðfrárri eldflaug á loft, samkvæmt frétt norður-kóresku ríkisfréttastofunnar í nótt. Er þetta fyrsta eldflaugatilraun Norður-Kóreumanna á nýju ári og önnur prófun þeirra á ofurhljóðfrárri eldflaug. Slíkar flaugar ferðast á fimmföldum hraða hljóðsins eða þaðan af hraðar og eru því erfiðari viðfangs fyrir eldflaugavarnakerfi hvers konar.
06.01.2022 - 03:23
Rússland og Kína
Vilja aflétta refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu
Rússar og Kínverjar knýja á um að refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu verði aflétt hið fyrsta og hafa lagt drög að ályktun þessa efnis fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að auka lífsgæði norður-kóresku þjóðarinnar, sem hefur búið við mikinn og langvarandi skort árum saman.
Ákærður fyrir að selja olíu til Norður Kóreu á laun
Alríkisdómari í New York heimilaði Bandaríkjastjórn að gera olíuskipið M/T Courageous upptækt. Eigandi þess er ákærður fyrir að laumast framhjá refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu í hagnaðarskyni.
Fellibylurinn Maysak skellur á Kóreuskaga
Hið minnsta ein kona er látin og yfir tvö þúsund hafa þurft að leita skjóls eftir að fellibylurinn Maysak kom að landi á suðurstönd Suður-Kóreu. Það er í annað sinn í sömu vikunni að fellibylur gengur yfir Kóreuskaga.
03.09.2020 - 02:14
Grunur um fyrsta kórónaveirusmitið í Norður Kóreu
Ríkisfréttastofa Norður Kóreu skýrði frá því í gærkvöld að fyrsta COVID-19-tilfellið hefði að öllum líkindum greinst þar í landi. Samkvæmt fréttinni er hinn smitaði karlmaður sem flýði land fyrir þremur árum en sneri aftur til Norður Kóreu í síðustu viku. Maðurinn var í landamæraborginni Kaesong þegar hann greindist með kórónaveiruna og hefur borgin verið einangruð og útgöngubann sett á íbúana.
26.07.2020 - 04:30
Skothríð á kóresku landamærunum
Hermenn Norður-Kóreu og Suður-Kóreu skiptust á skotum á hlutlausa svæðinu milli ríkjanna tveggja í nótt. Í yfirlýsingu frá suðurkóreskum yfirvöldum kemur fram að skot frá Norður-Kóreu hafi hæft varðhús suðurkóreskra hermanna í landamærabænum Cheorwon. Ekkert manntjón varð og enginn slasaðist.
03.05.2020 - 05:33
Fagnar því að Kim Jong Un láti sjá sig að nýju
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í færslu á Twitter síðu sinni í kvöld að hann væri ánægður að sjá Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, aftur og þá væru það gleðitíðindi að hann væri heill heilsu. Ríkisfjölmiðlar í Norður Kóreu greindu frá því í gær að Kim Jong Un hefði sést opinberlega í fyrsta skipti í tuttugu daga.
03.05.2020 - 01:26
Sagður hafa verið viðstaddur opnun áburðarverksmiðju
Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu fullyrða að Kim Jong-Un, leiðtogi landsins, hafi sést opinberlega í dag í fyrsta skipti í tuttugu daga. Kim Jong-Un undirgekkst hjartaaðgerð um miðjan síðasta mánuð og í kjölfarið var hann sagður alvarlega veikur eða jafnvel látinn.
01.05.2020 - 22:50
Prófuðu „risastórt“ eldflaugavarnarkerfi
Stjórnvöld í Norður Kóreu staðfestu í morgun að herinn hefði prófað nýtt og „risastórt" eldflaugavarnarkerfi úr eigin smiðju í gær. Tilraunin hefði gengið að óskum og sýnt að Norður-Kóreuher sé þess albúinn að bregðast við skyndiárásum óvina sinna og eyða hverjum þeim flugskeytum, sem skotið verði að fósturjörðinni.
01.11.2019 - 06:50
Reyndu nýja flaug sem skotið er frá kafbátum
Norður-Kóreumenn fullyrða að önnur eldflauganna sem þeir skutu á haf út í gær sé af nýrri og áður óreyndri gerð, sem hönnuð er til að skjóta á loft frá kafbátum. Í tilkynningu frá stjórnvöldum, sem lesin var upp í ríkissjónvarpinu þar eystra, segir að flaugin, Pukguksong-3, hafi verið hönnuð og smíðuð til að verjast utanaðkomandi ógnum og efla varnir landsins til muna. Tilraunaskotið gekk að óskum, segir í tilkynningunni.
03.10.2019 - 05:18
Norður-Kóreumenn skjóta flugskeytum á haf út
Norður-kóreski herinn skaut í dag tveimur eldflaugum á loft, sem báðar enduðu för sína í Japanshafi. Varnarmálayfirvöld í Japan og Suður-Kóreu greina frá þessu. Japanar fullyrða að önnur þeirra hafi lent innan efnahagslögsögu Japans.
02.10.2019 - 02:23
Refsiaðgerðir haft veruleg áhrif á hagkerfið
Hagkerfi Norður-Kóreu dróst verulega saman á síðasta ári, í kjölfar viðskiptabanns, og ástandið hefur ekki verið jafnslæmt síðan árið 1997 þegar hungursneyð þar í landi náði hápunkti.
26.07.2019 - 07:52
Eldflaugaskotin „viðvörun til Suður Kóreu“
Kim Jong-un, einræðisherra í Norður Kóreu, segir eldflaugatilraun sem gerð var þar í landi í gær viðvörun til nágrannanna í Suður Kóreu. Segir hann Norður Kóreu ekki eiga annars úrkosti, eins og staðan sé í dag, en að þróa og smíða öflug vopn, landi og þjóð til varnar. Þetta kom fram í norður kóreska ríkissjónvarpinu í morgun, segir í frétt AFP.
26.07.2019 - 03:29
Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum
Norður-Kóreumenn skutu í gær tveimur skammdrægum eldflaugum á loft, samkvæmt heimildum suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap. Eru flaugarnar sagðar hafa flogið um 430 kílómetra leið áður en þær hurfu í undirdjúp Japanshafs. Sömu heimildir herma að þeim hafi verið skotið á loft nærri borginni Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu.
25.07.2019 - 01:23