Færslur: Norður Írland

ESB neitar að semja að nýju um Norður-Írland 
Yfirvöld í Bretlandi kröfðust þess í dag að Evrópusambandið myndi semja upp á nýtt um verslun og viðskipti fyrir Norður-Írland í kjölfar Brexit. Óeirðir og ólæti í verslunum hafa ítrekað brotist þar út enda óánægja mikil. ESB hafnaði kröfunum samstundis.
21.07.2021 - 15:48
Myndskeið
Gefa lítið fyrir afsökunarbeiðni Borisar Johnson
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist afsökunar á framgöngu breskra hermanna sem skutu tíu manns til bana í Ballymurphy hverfinu í Belfast á Norður Írlandi árið 1971. Ættingjar þeirra sem létust gefa hins vegar lítið fyrir afsökunarbeiðnina.
13.05.2021 - 12:54
Spegillinn
Hundrað ára landamæri og áratuga átakasaga
Þann 3. maí, fyrir hundrað árum varð skipting Írlands staðreynd. Þess er nú víða minnst, á Írlandi, Norður-Írlandi og í Bretlandi. Friðarsamningurinn 1998 lægði ófriðaröldurnar á Norður-Írlandi en ýmsir óttast neikvæð áhrif Brexit og afskiptaleysis bresku stjórnarinnar.
04.05.2021 - 17:03
Spegillinn
Gamlar sögur og nýjar á Norður-Írlandi
Fyrir 23 árum, 10. apríl 1998, var friðarsamkomulagið, kennt við föstudaginn langa, undirritað á Norður-Írlandi. Nú er það ungt fólk, fætt eftir eða um það leyti sem samkomulagið tókst, sem kastar bensínsprengjum í bíla og grýtir lögregluna. En eins og alltaf á Írlandi, gamlar sögur og nýjar fléttast saman, þá líka samþætting glæpa og hryðjuverka.
13.04.2021 - 08:46
Þing og stjórn Norður-Írlands tekin til starfa á ný
Þing og stjórn Norður-Írlands hafa tekið til starfa á ný eftir þriggja ára hlé. Samkomulag náðist um að endurreisa þingið og samsteypustjórn sem leidd er af Lýðræðislega sambandsflokknum og Sinn Féin. Jafnramt er tryggt að Belfastsamningurinn, sem gjarnan er kenndur við föstudaginn langa, verði áfram virtur af báðum fylkingum.
14.01.2020 - 02:32
Kynnir „lokatilboð“ sitt til ESB í dag
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ætlar í dag að kynna helstu atriðin í „lokatilboði" sínu til Evrópusambandsins, sem ætlað er að tryggja „sanngjarna og skynsamlega" málamiðlun í Brexit-deilunni. Verði það ekki samþykkt í Brussel, segir Johnson, gangi Bretland úr sambandinu án samnings.
02.10.2019 - 05:26
Viðtal
Opin landamæri og friður forsenda samninga
Opin landamæri á Norður Írlandi og trygg staða friðarsamkomulagsins þar eru forsenda þess að Evrópusambandið geti samið um útgöngu Breta, segir Michael Mann, sendiherra ESB hér á landi. Bretar virðast óttast uppbrot breska ríkjasambandsins, gildi aðrar reglur á Norður Írlandi en annars staðar á Bretlandi eftir Brexit.
15.08.2019 - 22:30
Erlent · Brexit · ESB · Bretland · Írland · Norður Írland · Evrópa
20 ár frá því samið var um frið á N-Írlandi
Þess er minnst á Norður-Írlandi í dag að 20 ár eru liðin frá því að friðarsamningur var undirritaður og endir bundinn á átök sem stóðu yfir í þrjá áratugi. Átökin kostuðu að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð manns lífið. Samningurinn sem kenndur er við föstudaginn langa var undirritaður á þessum degi árið 1998.
10.04.2018 - 20:49