Færslur: Norður-Ameríka

Minnst eitt dauðsfall vegna ofsarigningar í Kanada
Að minnsta kosti einn fórst í ofsarigningaveðrinu sem gekk yfir á Kyrrahafsströnd Kanada í gær og fyrradag. Þúsundir neyddust til að yfirgefa heimili sín, víða varð rafmagnslaust og samgöngumannvirki skemmdust.
17.11.2021 - 00:13
Þúsundir Kanadamanna yfirgefa heimili sín vegna flóða
Úrhellisrigning gekk yfir Kyrrhafsstörnd Kanada í gær sem varð til þess að íbúar neyddust til að yfirgefa heimili sín. Sömuleiðis skemmdust vegir og önnur mannvirki. Ríkisstjórnin heitir aðstoð umsvifalaust.
16.11.2021 - 05:12
United heimilt að senda óbólusetta í ólaunað leyfi
Dómari í Texasríki í Bandaríkjunum telur réttlætlanlegt að flugfélagið United Airlines skyldi það starfsfólk í ólaunað leyfi sem ekki þiggur bólusetningu af trúarlegum eða heilsufarsástæðum.
Fjórir geimfarar lentu í Mexíkóflóa í nótt
Fjórir geimfarar sneru heim í nótt heilu og höldnu eftir sex mánaða dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni. Þeirra beið óvænt áskorun rétt fyrir heimför þgar í ljós kom bilun í úrgangskerfi geimhylkisins.
Mexíkói í haldi grunaður um njósnir gegnum Pegasus
Maður er í haldi yfirvalda í Mexíkó grunaður um að hafa njósnað um þarlendan blaðamann gegnum ísraelska njósnabúnaðinn Pegasus. Í sumar leiddi gagnaleki úr fyrirtækinu sem hannaði búnaðinn í ljós að fylgst var með tugum þúsunda gegnum snjallsíma þeirra.
Forsetafrú heimsækir skóla og mælir fyrir bólusetningu
Jill Biden eiginkona Joes Biden Bandaríkjaforseta heimsótti í dag grunnskóla í Virginíuríki með það fyrir augum að kynna og mæla með bólusetningum barna á aldrinum fimm til ellefu ára.
Höfðar einkamál gegn Scott og öðrum tengdum tónleikunum
Lögmannsstofa í Texasríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn bandaríska rapparanum Travis Scott og þeim kanadíska Drake fyrir að hvetja til upplausnar á tónleikum í Houstonborg á föstudagskvöld.
08.11.2021 - 03:23
Minnst 19 fórust í bílslysi í Mexíkó
Að minnsta kosti nítján fórust og þrennt slasaðist í bílslysi í gær á þjóðveginum sem tengir Mexikóborg og borgina Puebla í miðhluta landsins.
07.11.2021 - 06:29
Áfrýjunardómstóll stöðvaði skyldubólusetningartilskipun
Áfrýjunardómstóll í New Orleans í Bandaríkjunum stöðvaði í dag tilskipun Biden-stjórnarinnar sem skyldar milljónir starfsfólks fyrirtækja með fleiri en 100 starfsmenn í bólusetningu gegn COVID-19.
Atkvæðagreiðsla um endurbótafrumvörp Bidens í dag
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði í dag, föstudag um samtals þriggja billjóna dala frumvörp Joes Biden Bandaríkjaforseta til endurbóta á flutningakerfi landsins og stækkunar velferðarkerfisins.
Höfða mál á hendur Texasríki vegna nýrra kosningalaga
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði í dag mál gegn Texasríki vegna nýlegra laga sem alríkisstjórnin telur að hamli kosningaþátttöku. Lögin voru samþykkt í september og yfirlýstur tilgangur þeirra er að endurnýja kosningakerfi ríkisins og að koma í veg fyrir kosningasvindl.
Mjótt á munum við ríkisstjórakosningar í New Jersey
Mjótt var á munum þegar Demókratinn Philip Murphy náði endurkjöri sem ríkisstjóri í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Niðurstöðurnar kunna að vera Joe Biden Bandaríkjaforseta nokkur huggun eftir ósigur frambjóðanda flokksins í Virgínuríki í gær.
Sigur Repúblikana í Virgínu áfall fyrir Biden
Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, nýliðinn Glenn Youngkin hafði betur gegn Demókratanum Terry McAuliffe í kosningum um nýjan ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er sögð áfall fyrir Bandaríkjaforseta í aðdraganda mikilvægra þingkosninga á næsta ári.
Eric Adams nýr borgarstjóri í New York
Demókratinn Eric Adams hafði betur í dag gegn Curtis Sliwa framjóðanda Repúblikanaflokksins í kjöri um nýjan borgastjóra New York borgar í Bandaríkjunum. Adams verður 110. borgarstjórinn en aðeins einn forvera hans var hörundsdökkur.
Bólusetningar barna hefjast vestanhafs í vikunni
Ekkert er að vanbúnaði að gefa bandarískum börnum á aldrinum fimm til ellefu ára bóluefni Pfizer og BioNthech gegn COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu þarlendra heilbrigðisyfirvalda í dag. Bandaríkjaforseti fagnar niðurstöðunni.
Kanadastjórn vill semja um bætur til frumbyggjabarna
Kanadastjórn vill að áfrýjunardómstóll hnekki tímamótadómi um milljarða bætur til handa börnum frumbyggja sem tekin voru af heimilum sínum og sett í fóstur. Ríkisstjórnin kveðst ekki hafna bótaskyldu í málinu en vill frekar setjast að samningaborði um hve mikið skuli greiða hverju og einu.
Hefur ekki hugmynd um hvers vegna skot var í byssunni
Hannah Gutierrez-Reed, vopnasérfræðingur við gerð kvikmyndarinnar Rust, segist ekki hafa minnstu hugmynd um ástæður þess að raunveruleg kúla var í skotvopninu sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana 21. október síðastliðinn.
Andrew Cuomo ákærður fyrir brot gegn aðstoðarkonu
Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, var ákærður í dag vegna minniháttar kynferðisbrots að því er segir í málgögnum. Hann gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi verði hann fundinn sekur.
Fyrsta aftakan í Oklahóma síðan 2015
Fangi var tekinn af lífi í Oklahóma-ríki í Bandaríkjunum í gær. Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri ákvörðun um frestun aftökunnar við en styr stendur um öryggi lyfjablöndu sem notuð er við aftökur í ríkinu.
Fulltrúar olíufyrirtækja svara ásökunum þingnefndar
Fulltrúar stærstu olíufyrirtækjanna í Bandaríkjunum sitja nú eiðsvarnir undir spurningum eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin sakar fyrirtækin um að hafa leynt niðurstöðum yfir fjörutíu ára gamala rannsókna um áhrif notkunar jarðefnaeldsneytis á umhverfið. 
Níu milljarða dala hagnaður í skugga þungrar gagnrýni
Stjórnendur bandaríska samskiptarisans Facebook tilkynntu í gær að hagnaður fyrirtækisins síðasta ársfjórðung næmi níu milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið hefur lengið undir þungu ámæli fyrir að láta gróðasjónarmið eitt ráða för.
Ferðahömlum til Bandaríkjanna aflétt að stórum hluta
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun þess efnis að ferðahömlum verði létt af gagnvart borgurum 33 ríkja, þeirra á meðal Kína, Indlands og stærstum hluta Evrópu. Tilslakanirnar eiga að taka gildi 8. nóvember næstkomandi samkvæmt tilkynningu úr Hvíta húsinu.
Tveir liggja í valnum eftir skotárás í Idaho-ríki
Tveir voru skotnir til bana og fjórir særðust þegar maður hóf skothríð í stórri verslunarmiðstöð í Boise, höfuðborg Idaho-ríkis í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn var handtekinn eftir skotbardaga við lögreglu.
26.10.2021 - 01:41
Halls sagt upp vegna brota á skotvopnareglum árið 2019
Dave Halls, aðstoðarleikstjóra vestrans Rust var sagt upp störfum við kvikmyndaverkefni árið 2019 vegna brota á öryggisreglum varðandi skotvopn. Mjög strangar reglur gilda um notkun skotvopna á tökustöðum kvikmynda.
25.10.2021 - 23:54
Var að æfa að miða á tökuvél þegar skot hljóp af
Leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að linsu tökuvélar þegar skot hljóp af og hæfði tökustjóra og leikstjóra kvikmyndarinnar Rust í borginni Albuquerque í Nýja Mexíkó ríki í Bandaríkjunum 21. október síðastliðinn. Þetta kom fram í vitnisburði leikstjórans Joel Souza hjá lögreglu.
25.10.2021 - 11:08