Færslur: Norður-Ameríka

Staðfest að 19 manns fórust í óveðri á Flórída
Staðfest hefur verið að nítján fórust þegar fellibylurinn Ian fór yfir Flórída í Bandaríkjunum í vikunni. Leitar- og björgunarstarf stendur enn og óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látin. 
30.09.2022 - 12:36
Mestu gróðureldar í Nýfundnalandi í hálfa öld
Yfirvöld í Nýfundnalandi og Labrador, austasta fylki Kanada, hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gróðurelda. Eldarnir eru þeir verstu sem geysað hafa í fylkinu í yfir fimmtíu ár. Þúsundir hektara af skóglendi hefur orðið eldunum að bráð á síðustu tveimur vikum og er eldhafið enn stjórnlaust að sögn yfirvalda.
09.08.2022 - 03:36
Bandaríkin
Bæjarblöðum fækkar um tvö á viku
Bæjarblöðum, eða staðbundnum dagblöðum, í Bandaríkjunum hefur fækkað um tvö á viku síðustu árin samkvæmt nýrri skýrslu. Áætlað er að fimmtungur Bandaríkjamanna búi á stöðum þar sem annað hvort er aðeins eitt dagblað eða ekkert.
03.07.2022 - 12:50
Sjónvarpsfrétt
Liðsafnaður við Úkraínu merki um undirbúning innrásar
Sérfræðingur í varnarmálum telur að liðsafnaður rússneska hersins við landamæri Úkraínu beri öll merki þess að verið sé að undirbúa innrás. Talsmaður stjórnvalda í Rússlandi segir að refsiaðgerðir gegn Rússlandsforseta hefðu skaðlegar pólitískar afleiðingar. 
Enn finnast fjöldagrafir í Kanada
Fjöldagröf nærri eitt hundrað manns hefur fundist í nágrenni heimavistarskóla í Kanada.
26.01.2022 - 08:21
Kveðst hafa sannanir fyrir blekkingum fyrirtækis Trumps
Ríkissaksóknari í New York hefur tilkynnt dómsmálayfirvöldum að rannsókn hafi leitt í ljós sannanir fyrir því að Trump Organization, fyrirtæki Donald Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafi árum saman ofmetið verðmælti fasteigna við lántökur en tilgreint mun lægra verðmæti í skattskýrslum og þannig komist upp með að greiða lægri skatta.
O. J. Simpson er frjáls maður
Bandaríski fyrrverandi kvikmyndaleikarinn og ruðningsstjarnan O.J. Simpson telst nú frjáls maður eftir að hann lauk fjögurra ára reynslulausn sinni sinni sem hófst árið 2017.
Hvetur fertuga og eldri til örvunarbólusetningar
Landlæknir Grænlands hvetur alla fertuga og eldri til að þiggja örvunarskammt enda sé hætta á talsverðum veikindum þess aldurshóps af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Bólusetningar barna hefjast innan skamms.
Öldungadeild Bandaríkjaþings hækkar skuldaþakið
Meirihlutinn í Öldungadeild Bandaríkjaþings sem skipaður er Demókrötum samþykkti í dag að hækka skuldaþak ríkisins. Mjög hefur verið deilt um hvaða leiðir skuli fara að því.
Sjónvarpsfrétt
Skýstrókar á nýjum slóðum mögulega vegna veðurbreytinga
Öflugir skýstrókar eru sjaldgæfir á þeim slóðum í Bandaríkjunum þar sem þeir gengu yfir um helgina, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings, og því hafi fólk ekki verið viðbúið. Kenningar eru uppi um að breytingar á veðurfari valdi þessum öfgum. Tuga er leitað í rústum í kappi við tímann. 
12.12.2021 - 19:40
Leita fólks í rústum í kappi við tímann
Leitað er í kappi við tímann að þeim tugum sem enn er saknað í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem skýstrókar fóru yfir á föstudagskvöld. Staðfest hefur verið að áttatíu og þrír fórust en óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir. Bandaríkjaforseti segir ljóst að hlýnun jarðar hafi áhrif á öfgar í veðri og ætlar að óska eftir nánari upplýsingum frá sérfræðingum um áhrifin í þetta sinn.
12.12.2021 - 12:38
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
Dagbók frá 1761 varpar ljósi á lífið á Grænlandi
Við tiltekt í eldföstum skáp í Norðurskautastofnuninni í Kaupmannahöfn fann skjalastjórinn Jørgen Trondhjem dagbók frá árinu 1761. Hann segir hana mikinn kjörgrip sem varpi ljósi á líf Grænlendinga.
Álasað fyrir endurupptöku stefnu varðandi flóttafólk
Joe Biden Bandaríkjaforseti liggur nú undir þungu ámæli eftir að hann ákvað að endurlífga þá stefnu forvera síns að hælisleitendum skuli gert að bíða í Mexíkó meðan unnið er úr umsóknum þeirra.
Mikill fjöldi smita í litlum bæ á Grænlandi
Langstærstur hluti nýrra kórónuveirusmita á Grænlandi greindist í Qasigiannguit, bæ í vestanverðu landinu á suðausturströnd Diskó-flóa. Af þeim 87 nýju smitum sem tilkynnt var um í dag eru 53 í bænum. Seinast var greint frá nýjum smittölum í Grænlandi á mánudaginn var.
03.12.2021 - 02:45
Fulltrúadeildin samþykkir bráðabirgðafjárlög
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárveitingu sem nægir til að halda alríkisstofnunum gangandi ellefu vikur til viðbótar. Það kemur í veg fyrir kostnaðarsamar lokarnir stofnananna. Björninn er þó ekki alveg unninn.
Svokallaðar sinnaskiptameðferðir gerðar refsiverðar
Kanadíska þingið samþykkti í dag einróma bann með lögum við svokölluðum sinnaskiptameðferðum. Það þýðír að allar aðgerðir sem miða að því að snúa fólki frá kynhneigð sinni eða kynvitund verða refsiverðar.
Um 95% bandarískra ríkisstarfsmanna bólusettur
Um það bil 95 af hundraði opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum hefur uppfyllt kröfur alríkisins um bólusetningar gegn COVID-19. Ekki er búist við að ríkisstarfsmönnum verði sagt upp þótt þeir þiggi ekki bólusetningu.
Að minnsta kosti fimm látnir eftir árás í Wisconsin
Að minnsta kosti fimm eru látnir og 40 slasaðir eftir að jeppa var ekið á miklum hraða gegnum jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Óttast er að tölurnar eigi eftir að hækka eftir því sem rannsókn miðar áfram.
22.11.2021 - 05:40
Bandaríkin
Jeppa ekið á miklum hraða gegnum skrúðgöngu
Að minnsta kosti tveir eru látnir og vel á þriðja tug slasaðir eftir að jeppa var ekið gegnum árlega jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Lögreglan hefur mann í haldi grunaðan um verknaðinn.
Óbólusettum víða meinaður aðgangur á Grænlandi
Hertar samkomutakmarkanir tóku í dag gildi í Nuuk höfuðstað Grænlands og í bænum Upernavik á norðvesturströndinni ásamt nærliggjandi svæðum. Óbólusettum verður bannað að heimsækja fjölmenna staði, allt frá veitingastöðum til íþróttahalla.
Á fimmta tug trans- og kynsegin myrt í Bandaríkjunum
Aldrei hefur jafnmargt transfólk og kynsegin fallið fyrir morðingja hendi í Bandaríkjunum en í ár. Minningardagur transfólks var í gær, laugardag. Bandaríkjaforseti lofaði hugrekki þess fólks í ávarpi í tilefni dagsins.
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Landlæknisembættið á Grænlandi greindi frá fyrsta dauðsfallinu í landinu af völdum COVID-19 í dag. Hinn látni er roskinn maður sem lá inni á heilbrigðisstofnuninni í Upernavik á norðvestur Grænlandi.
Staðfest að fjórir eru látnir eftir hamfarir í Kanada
Staðfest er að fjórir eru látnir eftir hamfaraflóð og aurskriður í Bresku Kólumbíu í Kanada. Eins er enn leitað en erfiðar aðstæður tefja leitina. Búist er við að rigni aftur á svæðinu í komandi viku.
20.11.2021 - 22:51
Fyrirskipa ferðatakmarkanir og eldsneytisskömmtun
Yfirvöld í vesturhluta Kanada fyrirskipuðu ferðatakmarkanir í gær og tóku upp skömmtun á eldsneyti. Fjögurra er enn leitað eftir hamfarirnar sem skóku samfélag Bresku Kólumbíu fyrr í vikunni.
20.11.2021 - 03:28