Færslur: Norður-Ameríka
Liðsafnaður við Úkraínu merki um undirbúning innrásar
Sérfræðingur í varnarmálum telur að liðsafnaður rússneska hersins við landamæri Úkraínu beri öll merki þess að verið sé að undirbúa innrás. Talsmaður stjórnvalda í Rússlandi segir að refsiaðgerðir gegn Rússlandsforseta hefðu skaðlegar pólitískar afleiðingar.
26.01.2022 - 19:59
Enn finnast fjöldagrafir í Kanada
Fjöldagröf nærri eitt hundrað manns hefur fundist í nágrenni heimavistarskóla í Kanada.
26.01.2022 - 08:21
Kveðst hafa sannanir fyrir blekkingum fyrirtækis Trumps
Ríkissaksóknari í New York hefur tilkynnt dómsmálayfirvöldum að rannsókn hafi leitt í ljós sannanir fyrir því að Trump Organization, fyrirtæki Donald Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafi árum saman ofmetið verðmælti fasteigna við lántökur en tilgreint mun lægra verðmæti í skattskýrslum og þannig komist upp með að greiða lægri skatta.
19.01.2022 - 22:12
O. J. Simpson er frjáls maður
Bandaríski fyrrverandi kvikmyndaleikarinn og ruðningsstjarnan O.J. Simpson telst nú frjáls maður eftir að hann lauk fjögurra ára reynslulausn sinni sinni sem hófst árið 2017.
15.12.2021 - 02:36
Hvetur fertuga og eldri til örvunarbólusetningar
Landlæknir Grænlands hvetur alla fertuga og eldri til að þiggja örvunarskammt enda sé hætta á talsverðum veikindum þess aldurshóps af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Bólusetningar barna hefjast innan skamms.
15.12.2021 - 01:18
Öldungadeild Bandaríkjaþings hækkar skuldaþakið
Meirihlutinn í Öldungadeild Bandaríkjaþings sem skipaður er Demókrötum samþykkti í dag að hækka skuldaþak ríkisins. Mjög hefur verið deilt um hvaða leiðir skuli fara að því.
14.12.2021 - 23:46
Skýstrókar á nýjum slóðum mögulega vegna veðurbreytinga
Öflugir skýstrókar eru sjaldgæfir á þeim slóðum í Bandaríkjunum þar sem þeir gengu yfir um helgina, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings, og því hafi fólk ekki verið viðbúið. Kenningar eru uppi um að breytingar á veðurfari valdi þessum öfgum. Tuga er leitað í rústum í kappi við tímann.
12.12.2021 - 19:40
Leita fólks í rústum í kappi við tímann
Leitað er í kappi við tímann að þeim tugum sem enn er saknað í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem skýstrókar fóru yfir á föstudagskvöld. Staðfest hefur verið að áttatíu og þrír fórust en óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir. Bandaríkjaforseti segir ljóst að hlýnun jarðar hafi áhrif á öfgar í veðri og ætlar að óska eftir nánari upplýsingum frá sérfræðingum um áhrifin í þetta sinn.
12.12.2021 - 12:38
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
06.12.2021 - 06:23
Dagbók frá 1761 varpar ljósi á lífið á Grænlandi
Við tiltekt í eldföstum skáp í Norðurskautastofnuninni í Kaupmannahöfn fann skjalastjórinn Jørgen Trondhjem dagbók frá árinu 1761. Hann segir hana mikinn kjörgrip sem varpi ljósi á líf Grænlendinga.
06.12.2021 - 02:52
Álasað fyrir endurupptöku stefnu varðandi flóttafólk
Joe Biden Bandaríkjaforseti liggur nú undir þungu ámæli eftir að hann ákvað að endurlífga þá stefnu forvera síns að hælisleitendum skuli gert að bíða í Mexíkó meðan unnið er úr umsóknum þeirra.
03.12.2021 - 05:16
Mikill fjöldi smita í litlum bæ á Grænlandi
Langstærstur hluti nýrra kórónuveirusmita á Grænlandi greindist í Qasigiannguit, bæ í vestanverðu landinu á suðausturströnd Diskó-flóa. Af þeim 87 nýju smitum sem tilkynnt var um í dag eru 53 í bænum. Seinast var greint frá nýjum smittölum í Grænlandi á mánudaginn var.
03.12.2021 - 02:45
Fulltrúadeildin samþykkir bráðabirgðafjárlög
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárveitingu sem nægir til að halda alríkisstofnunum gangandi ellefu vikur til viðbótar. Það kemur í veg fyrir kostnaðarsamar lokarnir stofnananna. Björninn er þó ekki alveg unninn.
02.12.2021 - 23:53
Svokallaðar sinnaskiptameðferðir gerðar refsiverðar
Kanadíska þingið samþykkti í dag einróma bann með lögum við svokölluðum sinnaskiptameðferðum. Það þýðír að allar aðgerðir sem miða að því að snúa fólki frá kynhneigð sinni eða kynvitund verða refsiverðar.
02.12.2021 - 01:23
Um 95% bandarískra ríkisstarfsmanna bólusettur
Um það bil 95 af hundraði opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum hefur uppfyllt kröfur alríkisins um bólusetningar gegn COVID-19. Ekki er búist við að ríkisstarfsmönnum verði sagt upp þótt þeir þiggi ekki bólusetningu.
22.11.2021 - 23:53
Að minnsta kosti fimm látnir eftir árás í Wisconsin
Að minnsta kosti fimm eru látnir og 40 slasaðir eftir að jeppa var ekið á miklum hraða gegnum jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Óttast er að tölurnar eigi eftir að hækka eftir því sem rannsókn miðar áfram.
22.11.2021 - 05:40
Jeppa ekið á miklum hraða gegnum skrúðgöngu
Að minnsta kosti tveir eru látnir og vel á þriðja tug slasaðir eftir að jeppa var ekið gegnum árlega jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Lögreglan hefur mann í haldi grunaðan um verknaðinn.
22.11.2021 - 01:41
Óbólusettum víða meinaður aðgangur á Grænlandi
Hertar samkomutakmarkanir tóku í dag gildi í Nuuk höfuðstað Grænlands og í bænum Upernavik á norðvesturströndinni ásamt nærliggjandi svæðum. Óbólusettum verður bannað að heimsækja fjölmenna staði, allt frá veitingastöðum til íþróttahalla.
22.11.2021 - 00:16
Á fimmta tug trans- og kynsegin myrt í Bandaríkjunum
Aldrei hefur jafnmargt transfólk og kynsegin fallið fyrir morðingja hendi í Bandaríkjunum en í ár. Minningardagur transfólks var í gær, laugardag. Bandaríkjaforseti lofaði hugrekki þess fólks í ávarpi í tilefni dagsins.
21.11.2021 - 03:13
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Landlæknisembættið á Grænlandi greindi frá fyrsta dauðsfallinu í landinu af völdum COVID-19 í dag. Hinn látni er roskinn maður sem lá inni á heilbrigðisstofnuninni í Upernavik á norðvestur Grænlandi.
20.11.2021 - 23:53
Staðfest að fjórir eru látnir eftir hamfarir í Kanada
Staðfest er að fjórir eru látnir eftir hamfaraflóð og aurskriður í Bresku Kólumbíu í Kanada. Eins er enn leitað en erfiðar aðstæður tefja leitina. Búist er við að rigni aftur á svæðinu í komandi viku.
20.11.2021 - 22:51
Fyrirskipa ferðatakmarkanir og eldsneytisskömmtun
Yfirvöld í vesturhluta Kanada fyrirskipuðu ferðatakmarkanir í gær og tóku upp skömmtun á eldsneyti. Fjögurra er enn leitað eftir hamfarirnar sem skóku samfélag Bresku Kólumbíu fyrr í vikunni.
20.11.2021 - 03:28
Þúsundir Bandaríkjadala fuku út úr flutningabíl
Fjöldi fólks taldi sig hafa dottið í lukkupottinn á hraðbraut í Kaliforníu þegar peningavöndlar féllu úr brynvörðum flutningabíl í gær. Hleðsludyr bílsins opnuðust á ferð með þessum afleiðingum.
20.11.2021 - 02:19
Biden er fílhraustur að mati læknis Hvíta hússins
Joe Biden Bandaríkjaforseti er fílhraustur að mati læknis Hvíta hússins. Forsetinn undirgekkst reglubundna og veigamikla læknisskoðun í gær.
20.11.2021 - 00:32
Bílum ætlað að stöðva bandarískar byttur
Ný lög í Bandaríkjunum skylda þarlenda bílaframleiðendur á næstu árum til að búa framleiðsluvöru sína búnaði til að greina áfengismagn í blóði ökumanna. Bílarnir væru þá búnir nemum sem greina áfengisgufur í andardrætti og skynjurum í stýri og ræsirofa.
18.11.2021 - 05:25