Færslur: Norður Ameríka

Sjónvarpsfrétt
Málstol oftast afleiðing heilablóðfalls
Málstol gerir það að verkum að viðkomandi getur átt í erfiðleikum með að finna réttu orðin og meðtaka upplýsingar og er langoftast afleiðing heilablæðingar. Kvikmyndaleikarinn Bruce Willis er sestur í helgan stein vegna málstols
31.03.2022 - 19:22
Heimastjórn Grænlands íhugar upptöku bólusetningarpassa
Heimastjórnin á Grænlandi íhugar nú að taka upp bólusetningarvegabréf. Þeim sem ekki hafa fengið bólusetningu verður þá óheimilt að heimsækja fjölmenna staði á borð við kaffihús og líkamsræktarstöðvar. Ungmennum verður boðið upp á bólusetningu nú í vikunni.
Fær að ráða eigin lögfræðing og vill kæra föður sinn
Mál bandarísku tónlistarkonunnar Britney Spears var tekið fyrir í dómstólum í Los Angeles í dag en fyrir þremur vikum síðan steig poppstjarnan fram og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún hefur verið undir forsjá föður síns í þrettán ár, eða frá árinu 2008. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan dómshúsið til að sýna Britney stuðning. 
Sækýr eiga undir högg að sækja í Flórída
Metfjöldi sækúa hefur drepist það sem af er ári í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Áætlað er að yfir 840 dýr hafi drepist frá 1. janúar til júlíbyrjunar í ár. Þar með fellur fyrra met frá 2013 þegar 830 sækýr drápust eftir að hafa komist í tæri við skaðlega þörunga.
12.07.2021 - 18:54
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
Myndskeið
„Kannski munar ekki nema þúsund atkvæðum“
Rebecca Mitchell, nýkjörinn þingmaður á ríkisþing Georgíu fyrir Demókrataflokkinn, segir ljóst að niðurstaða forsetakosninganna gæti orðið mjög tæp í ríkinu og að hugsanlega verði munurinn ekki nema þúsund atkvæði. Georgía hefur ekki kosið frambjóðanda Demókrata frá árinu 1992.
Ríkisstjóri Oklahoma og gestgjafi Trumps með COVID-19
Kevin Stitt, ríkisstjóri í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum tilkynnti í dag að hann hefði greinst með kórónaveirusmit. Stitt var gestgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna á fyrsta kosningafundi forsetans sem haldinn var í borginni Tulsa í Oklahoma fyrir þremur vikum en segist fullviss um að hann hafi ekki verið smitaður á þeim tíma.
Læknir fjölskyldu Floyd segir hann hafa kafnað
Krufning læknis á vegum fjölskyldu Bandaríkjamannsins George Floyd leiddi í ljós að dánarorsök hans væri köfnun vegna þrýstings. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld. Í bráðabirgðakrufningarskýrslu bandarískra yfirvalda segir aftur á móti að möguleg dánarorsök geti verið blanda af harðneskjulegri meðferð lögreglunnar, hjartveiki Floyds og hugsanleg vímuefnaneysla.
01.06.2020 - 21:54
Fréttaskýring
Gegn WHO í miðjum heimsfaraldri
Viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við COVID-19 farsóttinni, hafa vakið athygli um allan heim. Hann gerði lítið úr alvarleika faraldursins í byrjun hans en hóf í byrjun apríl að gagnrýna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina harðlega fyrir viðbrögð hennar í byrjun faraldursins. Sjálfur hefur hann verið gagnrýndur fyrir það sama.
Tæp 5% smita á heimsvísu eru í New York-ríki
Tæp fimm prósent staðfestra COVID-19 smita á heimsvísu eru í New York-ríki í Bandaríkjunum. Þar eru greind smit 15.168 talsins. Á einum sólarhring hafa 4.812 smit verið greind. New York Times greinir frá því að þessa miklu aukningu megi rekja til þess að útbreiðslan hafi aukist mjög en að einnig séu fleiri sem hafi farið í skimun.
22.03.2020 - 17:22
Myndband
Vilja banna veipvökva með bragði
Aukinn þrýstingur er á að sala veipvökva með bragði verði bönnuð í Bandaríkjunum. Þar í landi hafa á fimmta hundrað manns veikst af sjúkdómum sem taldir eru tengjast notkun á rafrettum.
18.09.2019 - 06:03
Fellibylurinn Dorian stækkar en veiklast
Fellibylurinn Dorian færist nú frá Bahamaeyjum og fikrar sig áfram í átt að austurströnd Bandaríkjanna, á snigilshraða að kalla má. Hann hefur veiklast og telst nú annars stigs fellibylur. Þrátt fyrir það er hann talinn ákaflega hættulegur, meðal annars þar sem hann hafi stækkað og vegna flóðahættu sem honum fylgir. Að minnsta kosti fimm hafa látist á Bahamaeyjum vegna fellibylsins og er búist við fleiri dauðsföllum.
03.09.2019 - 18:18
Joe Walsh býður sig fram gegn Trump
Repúblikaninn Joe Walsh ætlar að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali flokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þá eru mótframbjóðendur Trumps orðnir tveir, Bill Weld tilkynnti um framboð sitt í apríl. Walsh sagði í sjónvarpsviðtali á CNN í dag að hann vilji gera allt sem í hans valdi standi til að Trump verði ekki endurkjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári.
Sex lögreglumenn særðir í skotárás
Sex lögreglumenn særðust í skotárás í borginni Fíladelfíu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Enginn þeirra er í lífshættu, að því er bandaríski fjölmiðillinn CNN greinir frá.
14.08.2019 - 22:05
Sex hafa fundist látnir eftir fellibyl
Um 2.000 þjóðvarðliðar leita nú að fólki þar sem fellibylurinn Michael skildi eftir sig mikla eyðileggingu á strandsvæðum vestur Flórída og víðar. Lík sex manna sem fórust í bylnum hafa fundist.
12.10.2018 - 10:39
Mikill viðbúnaður vegna Flórens
Mikill viðbúnaður er víða á austurströnd Bandaríkjanna þar sem búist er við að fellibylurinn Flórens skelli á landi á morgun. Flórens mældist um tíma 4 að styrk, en talið er að styrkur fellibylsins sé nú kominn niður í tvo.
13.09.2018 - 23:45
72 þúsund dauðsföll vegna ofneyslu á einu ári
Um 72 þúsund Bandaríkjamenn létu lífið vegna ofneyslu á lyfjum árið 2017. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu Bandaríska heilbrigðiseftirlitsins um fjölda dauðsfalla í Bandaríkjunum sem rekja má til lyfja. Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er víða vaxandi vandamál og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir neyðarástandi vegna umfangsmesta vímuefnafaraldurs í sögu Bandaríkjanna. The New York Times rýnir í drög skýrslunnar í dag.
16.08.2018 - 15:25
Átta látin í skógareldum í Kaliforníu
Átta hafa farist í miklum skógareldum í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þá loga enn skógareldar í Portúgal og hafa sex manns verið flutt á sjúkrahús.
05.08.2018 - 19:06
Sjö látnir vegna skógarelda í Kaliforníu
Alls hafa sjö látið lífið vegna skógarelda sem nú brenna í norðurhluta Kaliforníu-ríkis en þeir breiðast hratt út. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín en meira en 100 þúsund hektarar lands hafa brunnið.
05.08.2018 - 07:15
Einn féll í skotárás í kirkju
Einn lést og annar er særður eftir skotárás í kirkju í bænum Fallon í Nevada-ríki. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn.
23.07.2018 - 07:00
Níu sem fórust úr sömu fjölskyldunni
Níu af þeim sautján sem drukknuðu þegar báti með 31 ferðamann innanborðs hvolfdi á Table Rock vatni í Missouri seint á fimmtudagskvöld voru úr sömu fjölskyldunni. Enginn farþeganna var í björgunarvesti.
21.07.2018 - 04:00
Trump hótar Kínverjum og gagnrýnir ESB
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt seðlabanka landsins annan daginn í röð og sakað Kína og Evrópusambandið um að ráðskast með gengi gjaldmiðla sinna. Hann segist reiðubúinn til að leggja meira en 500 milljarða dollara verndartolla á vörur frá Kína í þeirri viðleitni sinni að draga úr viðskiptahalla.
20.07.2018 - 23:49
Rússneskur útsendari bauð kynlíf fyrir atvinnu
Maria Butina sem ákærð hefur verið fyrir að starfa sem ólöglegur útsendari rússneskra yfirvalda í Bandaríkjunum bauðst til að stunda kynlíf með manni í staðinn fyrir að fá vinnu hjá þrýstihóp vestanhafs. Þetta kom fram þegar ákæra var lögð fram í málinu í Washington í gær.
19.07.2018 - 03:00
Óvissa um afstöðu Trump til rússneskrar ógnar
Donald Trump Bandaríkjaforseti svaraði neitandi þegar blaðamaður spurði hann hvort að Rússar væri enn að reyna að hafa afskipti af bandarískum kosningum í dag en þar með var forsetinn í mótsögn við sig og ummæli sín frá deginum áður. Talskona Hvíta hússins segir um misskilning að ræða.
18.07.2018 - 00:35
Samflokksmenn Trumps gagnrýna hann harðlega
Samflokksmenn Donald Trump forseta hafa gagnrýnt framgöngu hans á blaðamannafundi með Vladimír Pútín í Helsinki í dag en þar sagði Trump að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum væru mistök.
16.07.2018 - 19:20