Færslur: Norðausturland

Villtist í svartaþoku við Snæfell
Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út í morgun vegna göngumanns sem hafði óskað eftir aðstoð í grennd við Snæfell. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að maðurinn hafi villst í svartaþoku á svæðinu.
26.07.2021 - 13:17
Smit koma seinna fram á landsbyggðinni
Enginn er á sjúkrahúsi á landsbyggðinni vegna Covid 19. Forstjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að yfirleitt séu bylgjurnar seinni af stað utan höfuðborgarsvæðisins.
26.07.2021 - 12:37
Hlýjustu júlídagar aldarinnar á Norður- og Austurlandi
Júlí er sá hlýjasti á öldinni um landið norðan- og austanvert ef litið er til fyrstu tuttugu daga mánaðarins. Hvað veðurfar Reykjavíkur varðar er júlí þessa árs í fjórtánda sæti á lista hlýrra júlímánaða aldarinnar.
21.07.2021 - 14:28
Harður árekstur við Námaskarð
Tveir bílar lentu saman rétt um klukkan hálf fjögur á hringvegi austan við Námaskarð í Mývatnssveit. Ekki er vitað um alvarleg meiðsl á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
16.07.2021 - 15:53
Rafmagn komið á í Kelduhverfi
Rafmagn er nú komið komið aftur á alls staðar á Norðausturlandi, nú síðast með varaafli í Kelduhverfi á áttunda tímanum. Rafmagni sló út í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirðium klukkan ellefu í gærkvöld þegar aflspennir í aðveitustöðinni í Lindarbrekku eyðilagðist.
09.06.2021 - 07:59