Færslur: Norðausturkjördæmi

Oddvitafundur í Norðausturkjördæmi
Bein útsending frá opnum kjördæmaþætti Rásar 2 í Norðausturkjördæmi, sem fram fer í Háskólanum á Akureyri frá klukkan 19.30 til 22.00.
Átökin bitni á Framsókn í Norðausturkjördæmi
Átök lykilfólks innan Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi eru helsta ástæða þess að flokkurinn virðist vera að tapa þar miklu fylgi að mati stjórnmálafræðings. Hann telur að Píratar og Viðreisn muni hagnast mest á fylgistapi Framsóknar í kjördæminu.
Sigurveig eina konan sem leiðir í lista í NA
Flokkur fólksins hefur birt framboðslista í Norðausturkjördæmi. Sigurveig Bergsteinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, leiðir listann. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir er í öðru sæti og Gunnar Björgvin Arason verslunarmaður í því þriðja. Sigurveig er eina konan sem leiðir lista framboða í kjördæminu fyrir komandi kosningar.
Formenn í NA hvetja Sigmund til að halda áfram
Skiptar skoðanir eru meðal formanna Framsóknarfélaga í Norðausturkjördæmi um niðurstöðu formannskjörs á flokksþinginu í gær, þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var kjörinn nýr formaður Framsóknarflokksins. Sumir eru kampakátir með nýja formanninn, aðrir segja að flokkurinn hafi gert stórkostleg mistök að halda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni ekki inni. Norðausturkjördæmi er heimakjördæmi Sigmundar sem varði oddvitasæti sitt með yfirburðakosningu í prófkjöri um miðjan síðasta mánuð.
Preben leiðir Bjarta framtíð í NA-kjördæmi
Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur og framkvæmdastjóri, skipar efsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðingur félags einstæðra foreldra, skipar annað sætið, Arngrímur Viðar Ásgeirsson hótelstjóri það þriðja og Haukur Logi Jóhannsson er í fjórða sæti.
Benedikt og Betty leiða Viðreisn í NA-kjördæmi
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, skipar fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 29. október. Stjórn Viðreisnar hefur staðfest lista frambjóðenda.
Frumvarp um að heimila línulagnir fyrir norðan
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir stjórnarfrumvarpi um að heimila Landsneti að reisa og reka háspennulínu frá Kröflu að Bakka við Húsavík.
23.09.2016 - 14:38
Engin kona oddviti á átta listum NA-kjördæmis
Engin kona leiðir lista stjórnmálaflokks í Norðausturkjördæmi. Átta flokkar eru komnir fram og oddvitarnir eru allt karlar. Þrír flokkar til viðbótar ætla að bjóða fram í kjördæminu en hafa enn ekki sett saman lista.
Segir sig úr Framsókn eftir kjör Sigmundar
Jóhannes Gunnar Bjarnason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri í átta ár og fyrrverandi oddviti flokksins þar, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna á tvöföldu kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit í dag. Þar vann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, afgerandi sigur sem oddviti flokksins í komandi þingkosningum.
Gunnar Bragi: Sigmundur óskoraður leiðtogi
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir úrslitin á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi sýna að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé óskoraður leiðtogi flokksins. Hann vonast enn fremur til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra endurskoði ákvörðun sína og haldi áfram sem varaformaður flokksins.
Sigmundur: Þorði ekki að gera ráð fyrir þessu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa þorað að gera ráð fyrir jafn afgerandi niðurstöðu á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í dag. Sigmundur hlaut rúmlega sjötíu prósent atkvæða. Hann kveðst skilja ákvörðun Höskuldar Þórhallssonar um að taka ekki sæti á listanum en vonar að þingmaðurinn haldi áfram að starfa með flokknum á öðrum vettvangi.
Höskuldur tekur ekki sæti á listanum—myndskeið
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir að lokinni atkvæðagreiðslu um oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi að hann myndi ekki sækjast eftir sæti á listanum í komandi kosningum. Höskuldur sagði niðurstöðuna vera vonbrigði fyrir sig en óskaði um leið formanninum til hamingju með niðurstöðuna.
Öruggur sigur Sigmundar Davíðs — myndskeið
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hlaut örugga kosningu sem oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hann hlaut meira en helming atkvæða og því þarf ekki að kjósa aftur um efsta sætið. Sigmundur hlaut yfirburðarkosningu eða 170 atkvæði, 72 prósent. Höskuldur Þórhallsson fékk aðeins 24 atkvæði eða 10,2 prósent.
Höskuldur harðorður í garð Sigmundar
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson harðlega í framboðsræðu sinni á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Mývatnssveit og sagði að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað milli formannsins og þingflokksins. Formaðurinn sagði flokkinn vera tilbúinn með tillögur sem myndu marka tímamót. Þórunn Egilsdóttir sagði flokksmenn þurfa að velta því fyrir sér hvernig ásýnd flokksins ætti að vera.
Kosningu lokið á kjördæmisþingi Framsóknar
Tvöfalt kjördæmisþing hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi hófst nú á ellefta tímanum í morgun en þar skýrist hvernig listi flokksins í kjördæminu verður skipaður. Fjórir þingmenn gefa kost á sér til að leiða listann - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir.
Spenna hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi
Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fer fram í Mývatnssveit í dag. Þá ræðst hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður heldur oddvitasæti sínu, en fjórir hafa gefið kost á sér til að leiða listann: Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð, en óvenjulegt er að þingmenn bjóði sig fram gegn sitjandi formanni.
Telur sig eiga góða möguleika í oddvitann
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist bjóða sig fram af fullri alvöru til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún telur sig eiga góða möguleika í oddvitasætið. Kosið verður á tvöföldu kjördæmisþingi í Mývatnssveit á morgun. Líneik Anna Sævarsdóttir telur sig einnig eiga möguleika í fyrsta sætið og formaður flokksins segir að fólk vilji sýna styrk með því að bjóða sig fram ofarlega á lista. 
Þorsteinn leiðir lista Alþýðufylkingarinnar
Þorsteinn Bergsson bóndi leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn kynnti framboðslista sinn í kjördæminu í morgun. Björgvin Rúnar Leifsson sjávarlíffræðingur er í öðru sæti og Karólína Einarsdóttir doktorsnemi er í þriðja sæti.
Efstur hjá Alþýðufylkingunni í NA-kjördæmi
Þorsteinn Bergsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum haustið 2016. Þorsteinn en fæddur 1964, bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði og sjálfstætt starfandi þýðandi. Kona hans er Soffía Ingvarsdóttir framhaldsskólakennari.
Logi Már leiðir lista í Norðausturkjördæmi
Kjörstjórn Samfylkingarinnar leggur til að Logi Már Einarsson skipi fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í október. Tillögu um framboðslista var skilað til kjördæmaráðs flokksins í dag.
Kristján Þór hlaut örugga kosningu
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipar áfram fyrsta sæti á lista sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Njáll Trausti Friðbertsson verður í öðru sæti listans en aðeins munaði nokkrum atkvæðum á honum og Valgerði Gunnarsdóttur, sem hafnaði í þriðja sæti. Þetta kemur fram í Twitterfærslu Sjálfstæðisflokksins um úrslit prófkjörs í Norðausturkjördæmi.
Engin kona oddviti í Norðausturkjördæmi
Engin kona er í oddvitasæti á framboðslistum þeirra þingflokka sem eru komnir fram í Norðausturkjördæmi. Stofnandi Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, tilkynnti á Rás 1 í morgun að hann ætlaði fram í fyrsta sætið í kjördæminu, þrátt fyrir að búa í Reykjavík. Oddvitar Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknarflokks eru líka karlar. Allar líkur eru á að skipanin verði eins hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki.
Björt framtíð birtir framboðslista sína
Björt framtíð birti í kvöld sex efstu menn á framboðslistum í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í október.
  •